Dagur - 04.05.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 04.05.1944, Blaðsíða 2
DAGUR Fimmtudagur 4..maí 1944 Framsókoarflokkurion mark- ar stefnu sína í þjóQmálum lem frjálslyndur miðflokkur Andstæðíngaroir tll beggja handa ern þögulir og horffa i gaupnir sér. Andstæðingar Framsóknar- flokksins til hægri og vinstri tala fátt um flokksþing Fram- sóknarmanna og gjörðir þess, en það litla, sem þeir segja, bendir á sár vonbrigði. Þeir höfðu talið sjálfum sér trú um, að Fram- sóknarflokkurinn myndi klofna í tvær fylkingar í sambándi við flokksþingið, í arinari fylking- unni yrðu þeir, sem vildu sam- vinnu til „hægri", en í hinni þeir, er hef ðu tilhneigingu til samstarfs við kommúnista. — Þessi tvö sjónarmið væru ríkj- andi í flokknum og á milli þeirra væri óbrýanlegt djúp. Bæði sjálfstæðismenn og kommúnistar óskuðu sárt eftir svona löguðum klofningi. Hina ímynduðu fylkingu til „hægri" kenndu sjálfstæðismenn við Jónas Jónsson, en fylkinguna til „vinstri" við þá Hermann Jón- asson og Eystein Jónsson. Sjélfstæðismenn, óskuðu, að „sjónarmið Jónasar", er þeir svo kölluðu, yrði í meiri hluta á flokksþinginu, og eftir þingið kemur það í ljós, að þeir eru stúrnir yfir því, að þetta hafi brugðizt og að J. J. sé ekki leng- ur í formannssæti í flokki sín- um. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar, að íhaldið harmaði pólitískan ósig- ur J. J. En það voru ekki sjálf- stæðismenn einir, sem ætluðu að fagna yfir sigri J. J., komm- únistar voru við sama hey- garðshornið, en af öðrum ástæð- um. Þeir hafa að undanförnu reynt að.sverta J. J. með því að bendla hann við afturhaldsöflin í landinu, af því að hann hefir allra manna mest barizt á móti niðurrifsstefnu kommúnista. — Kommúnistar litu svo á, ef hlut- ur J. J. yrði ofan á, þá yrði hæg- ara fyrir þá að stimpla Fram- sóknarflokkinn sem afturhalds- flokk. En allt þetta hugarsmíð and- stæðinganna til beggja handa hrundi til grunna á flokksþingi Framsóknarmanna. Einumrómi samþykkti flokksþingið stjórn- málayfirlýsingu þá, er birt var í síðasta blaði, þar sem Fram- sóknarflokkurinn er lýstur sem frjálslyndur miðflokkur, er starfar að alhliða þjóðfélagsum- bótum og hvers konar framför- um í menningu og lífskjörum þjóðarinnar, en grundvöllur allra þjóðfélagsumbóta eigi að vera samvinna og samhjálp og því beri að setja svipmót sam- vinnunnar á þær umbætur, sem komið er í framkvæmd.' Fram- sóknarflokkurinn er eindregið andvígur því, að að óhæfilega mikill auður safnist á hendur fárra einstaklinga og beitir sér gegn öfga- og ofbeldisstefnum f rá hægri og vinstri og telur það eitt höfuðverkefni sitt að koma i veg fyrir, að þjóðin skiptist í tv«r öfgai ylkingari er b»iti hvor aðra ofbeldi, er leiða myndi ófrið og ófrelsi yfir þjóðina. Þetta er í sem fæstum orðum kjarninn úr stjórnmálayfirlýs- ingu flokksþingsins, og um þessa flokksstefnu er enginn ágreiningur á þinginu. AUt er þetta ótvíræð sönnun þess, að Framsóknarflokkurinn er stað- ráðinn í því að vera áfram eins og hingað til frjálslyndur mið- flokkur, er sé reiðubúinn til samstarfs við aðra flokka eða menn úr öðrum flokkum, er vinna vilja að alhliða þjóðfé- lagsumbótum, er byggðar séu á lýðræðisgrundvelli. Og þessi samþykkt er ekki verk fá- mennrar „klíku" í Reykjavík, eins og andstæðingarnir vilja vera láta, heldur er hún fram komin samkvæmt sameiginleg- um vilja allt að 300 kjörinna fulltrúa Framsóknarfélaga um allt land. Eins og áður er að«vikið, féll andstæðingunum allur ketill í eld við tíðindin af flokksþing- inu. Þeir sitja því hnípnir og þögulir. Vitanlega ber þó flokksþingið á góma meðal þeirra innbyrðis og þá helzt á þessa leið: Við áttum von á klofningi á þinginu vegna sundrunar og óá- nægju. En í stað þess hefir allt fallið í ljúfa löð um framtíðar- stefnu flokksihs. Þetta er ólukk- ans klúður fyrir okkur. Við treystum því að fá góða skemmtun í sambandi við flokksþingið, en þegar til kem- ur, er ekkert gaman að þessu. Framsóknarflokkurinn er óklof- inn og sýnist ætla að halda fast saman. Við héldum, að Jónas yrði rekinn eða segði sig úr flokknum, en í þess stað er hann kosinn í miðstjórn flokksins og í fleiri trúnaðarstöður. Alveg sýnilegt, að hann verður kyrr í flokknum og starfar þar áfram að áhugamálum sínum. Fari það allt í hoppandi! 3333333333333333333333333*333333333333333333333333333333333333^ 3 UPPBODSAUGLÝSING Samkvæmt beiðni Árna Guðjónssonar verður upp- boð haldið að Kaupangi í Öngulsstaðahreppi, föstu- daginn 12. maí næstk. og hefst kl. 1 e. h. Selt verður: innanstokksmunir, skepnur, svo sem kýr, hross og kindur, verkfæri og áhöld. Staðgreiðsla eða innskrift hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 26. apríl 1944. G. EGGERZ settur. *9*3««««*3«33«3«33333333$33«e33«33«««««333S333333«3$33«$! $33$33333333333~Í»W «$343»« SOGN OG SA'GA -------Þjóðfræðaþættir „Dags"------- ÞÁTTUR AF ÞÓRÐI SÝSLUMÁNNI f GARÐI. 5. Getið Drauga-Brands. Guðbrandur Einarsson, er kallaður var Drauga-Brandur, faðir Bóthildar og þeirra systra mun eitthvað hafa búið á Fljótsbakka í Helgastaðahreppi. Talið er í ættartölum, að hann væri bróðir Jóns Einarssonar á Bjarnarstöðum í Bárðardal, er Bjarnarstaða- ættin er frá komin, (t. d. Jón Marteinsson nú bóndi á Bjarnar- stöðum, Halldór Jónsson bankagjaldkeri og synir hans o. m. m. fl.). Hann var kunnur að kveðskap og galdra-orði. Smiður var hann og talinn. Eftir hann er kvæðið Hrafnabrekkur, (prentað f „Fróðlegu ljóðasafni" á Akureyri), Hvalbragur, Rímur af Eber- ard prinz af Westfalen og fleira í handritum. Langafi minn, Guðmundur Stefánsson á Sílalæk (f. 1793, d. 1874) mundi Guðbrand frá unglingsárum sínum. Reru þeir þá saman af Sílalækjarreka (Sjávarsandi) því að þar var þá útræði nokkurt. Hafði það verið h^ttur Guðbrands, er hann fór með Ijóð sín eða eitthvað gamansamt bar á góma, að reka upp skellihlátra og reigðist þá mjög afturábak á þóftunni. ' Sú var sögn manna um Guðbrand, að á yngri árum hefði hann beðið sér stúlku í Reykjadal, en hún neitað honum. Hefði hann þá í hefndar skyni leitazt við að vekja upp draug, til að sendi stúlkunni, I þeim tilgangi átti hann að hafa farið í Einarsstaða- C3»33«3333$S«33^33<$$3333333333333333$$33$3333333333333«333333333$$33^ Framsóknarfélag Akureyrar: FUNDUR í Skjaldborg í kvöld (fimmtudag) kl. 8.30 e. h. I Flokksþingið. - Félagar fjölmehnið! DAGSKRÁ: — Kvikmyndasýning (ný mynd). Verið stundvísir! S t j ó r n i n. AVARP fra Akureyrarnefnd lýðveldiskosoiogaooa Akureyringar! Allir þið, sem komnir eruð til vits og ára! Hafið þið hugleitt, hver tímamót í sögu íslenzku þjóðarinnar standa fyrir dyrum? Hafið þið gert ykkur ljósa sögulega þýðingu þjóðar- atkvæðagreiðslunnar, sem fram á að fara 20.—23. maí næstk.? Fyrir nærri sjö öldum leið undir lok hið fornfræga lýðveldi, sem íslenzkir landnámsmenn og fyrstu afkomendur þeirra settu hér á laggirnar—en landsmenn gengu á hönd erlendumkonungi. Allar þessar aldir hefir íslenzka þjóðin verið sem ófrjáls mað- ur — ofurseld duttlungum, harðneskju eða „náð" húsbónda síns, hins erlenda valds. Öldum saman vorum við að örmagnast undir fargi erlendrar valdstjórnar. Alla þessa stund hefir íslenzka þjóðin þráð frelsi — svo sem hverjum ánauðugum er í brjóst borið — þó vanmáttarkenndin og niðurlægingin hafi stundum stungið frelsisþránni svefriþorni um sinn. Og ávallt múnu þeir íslendingar mest dáðir, meðal landa sipna, sem djarflegast hafa gengið fram, hverju sinni, í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. Eða hverjir muna ekki Baldvin Einarsson, Fjölnismenn, Jón Sigurðsson og Skúla Thoroddsen, svo nefnd séu glæsilegustu dæmin frá sjálfstæðisbaráttunni á síðustu öld. Starf þessara manna, og annarra slíkra, hefir borið góðan ávöxt. Stjórnarskráin 1874 og sambandslagasamningurinn 1918 eru mikilvægir áfangar í sókn íslenzku þjóðarinnar til fulls stjórnar- farslegs sjálfstæðis. En síðasta áfanganum er enn ekki að fullu lokið: Þjóðin sjáli á að svara því 20.—23. maí næstk., hvort hún vill, að þeim áfanga verði lokið á þessu ári. Og hver er sá íslendingur, sem ekki vill það? Væntanlega enginn. En það er ekki nóg að vera með því, í sínu góða hjarta, að þjóðin stígi þetta þýðingarmikla spor. Enginn íslendingur getur látið sér á sama standa um þennan sögulega atburð: AUir,sem til þess hafa rétt að landslógum, verða að svara því, við þjóðaratkvæðagreiðsluna í vor, hvort þeir vilji, að íslenzka þjóðin slíti að fullu stjórnarfarsleg tengsl við erlent ríki og stofni að nýju írjálst lýðveldi. Enginn má sitja hjá. Og hvers vegna ætti nokkur að draga sig í hlé? Uti í heimi berjast þjóðirnar, unnvörpum, blóðugri baráttu fyrir frelsi sínu. Milljónir manna láta lífið á vígvöllunum. Konur, börn og gamalmenni farast í rústum hrynjandi húsa, eða flýja fclypp og snauð, helduf en láta hefta frelsi sitt og þjóðar sinnar. Engin fórn þykir þar of stór, á altari frelsis einstaklinga og þjóða. Er þá nokkrum vöxnum íslendingi ofætlun að heimta aftur fullt frelsi þjóðar sinnar, með því einu að setja tvo blýantskrossa á blað, sem honum er fengið upp í hendurnar? Hver vill bera þjóð sinni svo ömurlegt vitni, að hann láti þetta undir höfuð leggjast? Og hvað er þá um minningu íslenzku sjálfstæðishetjanna? Það hefir verið ráðgert, að stofnun hins íslenzka lýðveldis fari fram 17. júní — til heiðurs minningu Jóns Sigurðssonar. Það er mjög æskilegt. En því aðeins er minningu hans verðugur heiður gerr, ef ákvörðun þjóðarinnar um sambandsslitin og stofnun lýðveldisins er tekin í anda hans: Með þeim einhug, áhuga, festu og glæsileik, sem einkenndi baráttu hans fyrir sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna, góðir Akureyringar! Látið ekki ykkar eftir liggja, til að þjóðaratkvæðagreiðslan verði samboðin frjálshuga þjóð og minningu þeirra manna, sem djarfast hafa sótt að því marki, sem okkur er nú svoauðveltaðná. Greiðið allir atkvæði með sambandsslitunum og stofnun lýð- veldis á íslandi. — Það sæmir engum íslendingi að sitja hjá. — í Akureyrarnefnd lýðveldiskosninganna: Steingr. Aðalsteinsson, t. h. Sósíalistafl. Jón Hinriksson, i. h. Alþýðutl. Guðm. Guðlaugsson, f. h. Framaóknarft. Jens Eyjólfason, f. h. SjálfatJl. Steinn Steinsen, b»j*rsii6ri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.