Dagur


Dagur - 04.05.1944, Qupperneq 3

Dagur - 04.05.1944, Qupperneq 3
Fimmtudagur 4. maí 1944 DAOUR 3 \ (Framhald). ST JÓRNSKIPUNARMÁL. 1. Flokksþingið lýsir ánægju sinni yfir ákvörðun Alþingis um stofnun lýðveldis á komandi sumri, enda er sú ákvörðun í fullu samræmi við ályktanir 6. flokksþings Framsóknarflokks- ins árið 1941. Jafnframt skorar flokksþing- ið á Framsóknarmenn um land allt að vinna að því, að þátttak-1 an í þjóðaratkvæðagreiðslurmi um skilnaðinn við Dani og lýð- ^ veldisstjórnarskrána verði. al- menn og einhuga. 2f. Flokksþingið telur það brýna nauðsyn, að stjórnarskrá- in verði tekin til endurskoðunar | svo fljótt sem því verður við komið eftir stofnun lýðveldisins.! Við þá endurskoðun vill flokksþingið leggja áherzla á * það, að eftirtalin atriði komi til sérstakrar athugunar: a. Að forseti verði þjóðkjör- inn. b. Að gefa forseta vald til þess að skipa ríkisstjórn með. sérstöku valdi, ef ókleift hefir reynzt að mynda þingræðislega stjórn, enda víki hún fyrir stjóm, er styðst við meiri hluta Alþingis. c. Að forseti hafi frestandi synjunarvald. Lagafrumvarp, er forseti synjar staðfestingar ,skal borið undir þjóðáratkvæði, og gengur fyrst í gildi, er það hefir náð samþykki meiri hluta al- þingiskjósenda, er mætt- hafa við atkvæðagreiðsluna. d. Að ^takmarkaður verði réttur einstakra þingmanna til þess að bera fram hækkunartil- lögur við fjárlög. 3. Flokksþingið leggur sér- staka áherzlu á: a. Að öllu landinu verði skipt í einmenningskjördæmi. b. Að allir þingmenn verði k j ördæmak j örnir. c. Að þingmönnum verði fækkað. d. Að sett verði ýtarleg ákvæði um ýms þegnréttindi, t. d. um eignarrétt, tryggingar og félagslegt öryggi. FJÁRMÁL OG VIÐSKIPTA- MÁL. Sjöunda flokksþing F ram- sóknramnna lýsir óánægju sinni yfir þeirri fjármálastefnu, sem fylgt hefir verið nú síðustu ár- in, þar sem ekki hefir tekizt að safni hæfilegum hluta ' striðs- gróðans í eigu ríkisins, til þess að standa straum af kostnaði við nauðsynlegar framkvæmdir eftir styrjöldina. Flokksþingið telur óbætanlegt þjóðartjón, að verðbólgunni skyldi vera sleppt lausri á árinu 1942 og bendir á, að ef farið hefði verið að tillög- um Framsóknarmanna, stæði fjárhagur ríkisins nú með mikl- um blóma og horfur í atvinnu- málum þjóðarinnar væru glæsi- legar, í stað þess að nú blasir við geigvænleg atvinnukreppa, nema gagngerðar breytingar verði gerðar á stefnu í atvinnu- og fjármálurp. Framsóknarflokkupitín ákveð- ur þessa stefnuskrá í fjármálum og skattamálum: A. Fjármál. 1. Ríkið haldi uppi veruleg- um, verklegum framkvæmdum og framlögum til atvinnuveg- anna eftir því, sem nánar er ákveðið í ályktunum flokks- þingsins um atvinnumál. Verði þessum framlögum þannig hátt- að, að þau verði fyrst og fremst til eflingar sjálfri framleiðslu- starfsemi landsmanna og geri sem flestum kleift að taka bein- an þátt í framleiðslunni. 2. Keppt verði að því að hafa tekjuafgang ríkissjóðs sem mestan meðan þjóðartekjurnar haldast ríflegar og sé tekjuaf- gangi varið til þess að efla Framkvæmdasjóð ríkisins, sem stofnaður hefir verið í samræmi við ályktanir 6. flokksþings Framsóknarmanna um stefnu floSksins í fjármálum. 3. Fé úr Framkvæmdasjóði, Raforkusjóði og öðrum sjóðum til verklegra framkvæmda, sem stofnaðir hafa verið, sé varið til framkvæmda, þegar vinnuafl og efni verður fyrir hendi og þann- ig unnið að framförum og trygg- ingu atvinnu í landinu. 4. Þau vinnubrögð, sem við voru höfð um afgreiðslu fjár- laga árin 1935—1938, verði aftur tekin upp, einkum með því: a) að þau ein lög eða álykt- anir séu samþykkt um útgjöld úr ríkissjóði, sem gert er ráð fyrir í f járlögum og tekjur áætl- aðar á móti, b) að ábyrgðir ríkisins séu takmarkaðar og sú regla tekin upp aftur, sem nú hefir verið niðurfejld úm sinn, að ábyrgjast ekki lán til mannvirkja eða fyr- irtækja, nema áhættufé sé lagt fram af þeim, sem lán taka til framkvæmdanna, c) að starfsmannaskrá sé lát- in fylgja fjárlögum, til þess að Alþingi fái yfirlit um starfs- mannahald ogJaunagreiðslur og geti komið við nauðsynlegu að- haldi. 5. Ný launalög verði sett. — Laun opinberra starfsmanna verði ákveðin í sem nánustu samræmi við framleiðslutekjur landsmanna og hækki og lækki eins og þær, eftir árferði og af- komu framleiðslunnar. Laun séu hin sömu fyrir hliðstæð störf, hvar sem er á landinu. Ennfr. verði unnið að því, að aðrar launa- og kaupgreiðslur í landinu verði samræmdar á sama hátt. B. Skattamál. 1. Gerðar verði ráðstafanir til þess að tryggja réttláta fram- kvæmd skattalöggjafarinnar með því m. a. að setja á stofn skattadómstól með víðtæku valdi í stað skattdómaraem- bættisins. 2. Skattalöggjöfin sé miðuð við að í landinu verði sem flest- ir efnalega sjálfstæðir, en óeðli- leg auðsöfnun eigi sér ekki stað. Sérstaklega verði tryggt með skattalöggjöfinni, að stríðsgróð- inn verði notaður til þess að efla framleiðslustarfsemi og al- mennar umbætur í landinu og stuðli þannig að bættum lífs- kjörum þjóðarinnar í framtíð- inni. 3. Öruggt eftirlit verði haft með því að nýbyggingarsjóðir, sem safnað hefir verið á stríðs- árunum, verði notaðir til þess ,að koma upp nýjum atvinnu- tækjum. ‘ Skattfrjáls sjóðatillög verði afnumin hjá þeim hlutafé- lögum, sem safnað hafa hæfi- legum varasjóðum, og afnumin að fullu hjá þeim hlutafélögum, er éigi reka framleiðslustarf- semi, sem áhætta fylgir, en fé því, sem þannig rennur til ríkis- ins, varið til þess að styðja aukningu framleiðslunnar^ 4. Eignaaukaskattur verði á lagður, samanber einnig E-lið þessara tillagna. C. Bankamál. 1. 7. flokksþing Framsóknar- manna leggur áherzlu á, að rekin verði gætileg útlánastarf- semi. Einstökum mönnum, eða fyrirtækjum, séu ekki veitt ógætileg áhættulán né óeðlilega mikið af veltufé þjóðarinnar bundið hjá einstökum mönnum eða fyrirtækjum fárra einstakl- inga. — Fé lánsstofnana verði fyrst og fremst veitt til þeirra sem framleiðslustörfin vinna oænda, útvegsmanna, sjó- manna, iðnaðarmanna og félaga þeirra. 2. Flokksþingið telur að sparifjáreigendur, er innstæður áttu, er styrjöldin hófst, haf orðið fyrir svo miklum skakka- föllum af völdum dýrtíðarinnar, bæði í eigna- og tekjurýrnun að full nauðsyn beri til að at- huga, hversu bezt og hagkvæm ast verði bætt úr því misrétti. sem þar hefir skapazt. D. Verzlunar- og gjaldeyrismál. 7. flokksþing Framsóknar- manna lýsir fylgi sínu við sam- vinnustefnuna og ályktar, að flokkurinn beiti sér af alefli fyr- ir því, að sem mest af verzlun landsmanna fari um hendur Sambands ísl. samvinnufélaga og samvinnufélaga landsins. Flokksþingið telur rétt að dregið sé úr inngflutriingshöml- um, jafnótt og hægt er, vegna aukins skiprúms og rýmkunar á erlendum útflutningshömlum. En meðan innflutningshöft eru óhjákvæmileg, sé samyinnufé- lögum tryggður réttur til vöru- innflutnings í réttu hlutfalli við tölu félagsmanna á hverjum tíma, miðað við þarfir þeirra og annarra landsmanna og leyfðan innflutning. Auk þess leyfi fyrir vörur til sölu utanfélagsmönn- um eftir sömu reglum og aðrar verzlanir. Samvinnufélög, sem útvega bændum, útvegs- og fiskimönnum og öðrum fram- leiðendum nauðsynjavöru til framleiðslu, sitji fyrir innflutn- ingsleyfum fyrir þeim vörum. Gjaldeyrisverzluninni verði þannig hagað, að komið sé í veg fyrir sviksamlegan fjárflutning úr landinu. E. Dýrtíðarmál. Sjöunda flokksþing Fram- sóknarmanna harmar það, að þær tilraunir, sem Framsóknar- flokkurinn hefir gert til stöðv- unar dýrtíðinni, hafa eigi feng- ið nægan stuðning annarra flokka, enda eru þær afleiðing- ar þess, sem þeir spáðu, er beittu sér fyrir að fá þeim framgengt, stöðugt að koma betur í Ijós. Undanbrögð og ábyrgðar- leysi annarra flokka í barátt- unni gegn dýrtíðinni hafa þegar skapað þá upplausn og óvissu um framtíð allra atvinnuvega landsmanna og þjóðlífsins í heild, að flestum hrýs hugur við. Þær bráðabirgðaráðstafanir, sem gerðar hafa verið, og enn eru framkvæmdar með fram- lögum úr ríkissjóði til niður- greiðslu dýrtíðarinnar, telur flokksþingið að hafi verið og séu óumflýjanlegar, eins og sak- ir standa, meðan einingu vantar um úrræði til varanlegrar lausn- ar, þótt fyrirsjáanlegt sé, að slíkt getur ekki staðið nema um stundarsakir. Fram til þessa munu bráðabirgðaúrræði þessi þó hafa megnað að halda þeim atvinnuvegum landsmanna uppi, sem fyrst og fremst eiga afkomu sína undir erlendum mörkuðum, og verður ekki séð, áð hjá því verði komizt að veita beim þann stuðning að óbreytt- um ástæðum. Útflutningsverð- mæti landsmanna, einkum sjávarútvegsins ,eru svo mikil nú, að tæpast verður þvi haldið fram, að þeim’ milljónum króna hafi verið eða sé illa varið, sem farið hafa til þess að tryggja það að framleiðsla þeirra og út- flutningur stöðvist ekki, meðan önnur haldkvæmari og skyn- samlegri úrræði eru ekki fram- kvæmanleg eða fáanleg í því skyni. 1 Hið íslenzka ríki hefir meiri utanríkisviðskipti en nokkur önnur þjóð, miðað við fólks- fjölda. Til þess að heilbrigt at- vinnulíf geti verið í landinu verða allar útflutningsvörur landsmanna að vera samkeppn- isfærar á erlendum mörkuðum, og mun þjóðin bezt finna nauð- syn þess, er eðlileg viðskipti milli þjóða hef jast á ný. Flokþs- þingið telur því auðsætt, að þar sem verðlagsvísitalan hefir stig- ið hærra en hjá nokkurri þjóð í löndunum umhverfis hana, þá hljóti það að verða höfuðverk- efni næstu framtíðár að draga úr verðbólgu þeirri, er nú ógnar öllu atvinnulxfi þjóðarinnar. — Með því einu móti mun hægt að halda uppi framleiðslu og við- skiptum þjóðarinnar, er frjáls samskipti hefjast aftur þjóða í milli. Fyrir því telur flokksþingið, að Framsóknarflokkurinn eigi óhikað og einart að heyja áfram baráttu um varanlega lausn dýrtíðarmálanna, og gera þann- ig sitt til að tryggja framtíð og öryggi heilbrigðs atvinnulífs í landinu og til að koma í veg fyr- ir það, að þau miklu verðmæti, sem nú hafa borizt þjóðinni í hendur, verði að engu. Allar slíkar dýrtíðarráðstaf- anir álítur flokksþingið* að verði að byggjast á því, að eðlileg hlutföll verði milli af- urðaverðs, kaupgjalds og eigpa, er þær eru framkvæmdar. Telur það því að niðurfærslu afurða- verðs og kaupgjalds, sem miðist hvert sinn einkum við það, að útflutningur landsmanna stöðv- ist ekki, verði að fylgja ráðstaf- anir til hlutfallslegrar skattlagn- ingar eignaauka yfir visst lág- mark eigna, sem myndazt hafa á styrjaldartímanum. Tekjum þeim, sem þannig fást, sé varið til að greiða skuldir ríkisins, tryggja fjárhag þess og atvinnu- vegi landsmanna og til aukins félagslegs öryggis að styrjöld- inni lokinni, en verði ekki gert að eyðslufé. (Framhald). D Ó M U R. £FTIR BEIÐNI Stefáns Nikó- demussonar, bónda, Gloppu, birt- ist eftirfarandi dómur: „Ár 1943, laugardaginn 27. febrú- ar, var bæjarþing Akureyrar sett á skirfstofu embættisins og haldið af hinum reglulega dómara, Sig. Eggerz, með undirrituðum vottum. Fyrir tekið málið 31/1942. Stefán Nikódemusson gegn Ásgrími Halldórs- syni, og i því kveðinn upp svohljóð- andi dómur: Mál þetta hefir höfðað Stefán Nikó- demusson, bóndi í Gloppu í Öxnadal, eftir árarigurslausa sáttatilraun með stefnu, dags. 7. ágúst siðastliðinn, fyr- ir bæjarþingi Akureyrar, á hendur Ásgrími Halldórssyni, bónda á Hálsi í Óxnadalshreppi. Málið segist stefnandinn hafa höfð- að í tilefni af sauðaþjófnaðarákæru, sem stefndur bar fram é hendur hon- um með kæru, dags. 19. ág. 1940. Lýsir stefnandinn kæru þessa að öllu leyti tilefnislausa og telur hana fram komna eingöngu af óvild stefnda og illfýsi til sín. Stefnandinn gerir þær kröfur í mál- inu, að aðdróttun sú um sauðaþjófn- að, sem að honum er beind með kærunni, verði dæmd dauð og ómerk, eða nánarr tiltekin orð: „í maímánuði 1929 tók Stefán Nikódemusson, Blopu, Öxnadal, þá að Bessahlöðum í Öxnadal, yeturgamlan hrút, er eg átti. Lét hann hrútinn inn í fjós á Bessahlöðum og geymdi hann, þar til seint í júnímánuði. Markaði hann síð- an hrútinn með marki tengdaföður síns, Jónasar Einarssonar, Gloppu, og seldi hann síðan Jóhannesi Sigurðs- syni, Vindheimum, Þelamörk11, og ennfremur orðin: „Snemma morguns 22. ágúst 1939 fór Stefén út á Þver- brekkunes, og tók þar kindur, rak þær að eyðibýli sínu, Bessahlöðum og slátraði þar einum lambhrút frá mér“. Þá krefst stefnandinn, að stefndur verði dæmdur til hæstu hegningar, sem lög leyfa, fyrir þá árás ! á mannorð hans og heiður, sem gerð er með kærunni, og loks krefst stefn- andinn að stefndur verði dæmdur til að greiða sér kr. 1000.00 í skaðabæt- (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.