Dagur - 04.05.1944, Page 4

Dagur - 04.05.1944, Page 4
4 DAGUR DAGUR Ritstjóm: Inqimar EydciL Jóhmm Frimonn. Hcrakur Snorraoon. AígreiCslu oq innheimtu annast: Siqurður Jóhannessom. Skriístofa við Kaupvangrstorg. — Sími 96. BlaðiS kemur út á hverjum fimmtudegi. Argangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Inn á spítala með þá! þJÓÐLÝGIN“, grein Halldórs Kiljans Lax- ness, sú er gerð var lítilsháttar að um- ræðuefni hér í síðasta tbl. „Dags“, hefir vakið mikla athygli og umtal, þótt vafalaust hafi sú-at- hygli verið mjög á aðra lund en höfundur grein- arinnar og flokkur hans hefir ætlazt til. Það fer ekki fram hjá mönnum, að flekksblöð kommún- ista hafa gert þessum nýjasta boðskap skáldsins óvenjulega hátt undir höfði og látið hann sam- tímis á „þrykk út ganga“ bæði sunnan lands og norðan. Hið blygðunarlausa, ósmekklega og ósvífna níð í garð íslenzkra sveitamanna, sem þar kemur fram, getur því engan veginn skrifast á einkareikning orðháksins, sem fært hefir þessa dólgslegu hugsun í letur, heldur er nú vafalaust orðið, að þarna er lýst á skilmerkilegan og ótví- ræðan hátt stefnu og viðhorfum ráðandi manna kommúnistaflokksins íslenzka í garð vinnandi fólks í sveitum landsins. £RFIÐISMÖNNUM SVEITANNA hefir að vonum veitzt torvelt að átta sig á því, að harðsnúinn og allfjölmennur flokkur manna í landinu hefir þegar fyrir nokkrum árum síðan hafið skipulagsbundið starf í þá átt að leggja sjálfstæðan atvinnurekstur þeirra í rúst og smala þeim saman á mölina við sjávarsíðuna. Bændurnir hafa nefnilega talið, að hið gagn- stæða hlyti einmitt að vera hagsmuna- og áhugamál þeirra manna, er telja sig sérstaklega vinna í þágu verkalýðsins í bæjunum. Hags- munum hans og framtíð hlyti ávallt að vera það fyrir beztu, að sveitir landsins gætu á hverjum tíma létt sem mest á hinum yfirfyllta vinnumarkaði við sjávarsíðuna, — að sem flestum mönnum væru búin menningarvænleg og sæmileg skilyrði til að rækta landið og fram- leiða nauðsynlegar og ágætar neyzluvörur handa þjóðinni um alla framtíð. Þeir hafa í lengstu lög ekki viljað trúa því, að þetta er ekkert aðalatriði, heldur þvert á móti mikill galli í augum byltingarmanna, sem telja sér og pólitískum hagsmunum sínum bezt borgið í þjóðfélagi, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri, fullkomin ringulreið og upplausnar- ástand ríkjandi í öllum atvinnumálum, tor- tryggni og hatur eitrar sambúð stéttanna og hleður ókleifar víggirðingar milli þeirra, sem við sjóinn búa og hinna, sem ennþá leita sjálf- stæðrar atvinnu og afkomuskilyrða í sveitum landsins. £N NÚ ÆTTI ekki framar að þurfa frékari vitna við: 1. maí-boðskapur kommúnista til íslenzkra bænda hljóðar á þessa leið: Sú stétt, sem á hinum verstu hallærisárum, sem yfir þjóðina hafa gengið, hélt líftórunni í þeim, sem af hjörðu, og stóð — jafnvel á mestu nið- urlægingartímum sínum — ein allra stétta „undir ótrúlegum auði“ — er nú allt í einu — eftir að framleiðsluhættir hennar hafa þó færzt í stórum hagnýtara horf — orðin svo gersam- lega þýðingarlaus í þjóðarbúskap íslendinga, að Jrá þjóðhagslegu sjónarmiði mundi borga sig betur fyrir ríkið að kosta íbúa sumra þessara staða á spítala og láta mata þá þar árið um kring, heldur en kosta fé og orku í að flytja þeim nauðsynjaf'. Geta menn búizt við, að þessi félega stríðs- yfirlýsing kommúnista í garð landbúnaðarins verði ollu skýrar og skilmerkilegar orðuð? ÆÐSTI MAÐUR BANDARÍKJAHERSINS. Myndin er af GEORGE C. MARSHALL yfirhershöfðingja (t. h.), þar sem hann er að afhenda JOHN J. PERSHING skírteini fyrir því, að hann sé liðs- loringi í Bandaríkjahernum. Faðir unga mannsins, Pershing hershöfðingi, stjórnaði Bandaríkjahernum í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöld. Skrítið frímerki. pRÍMERKJASÖFNURUM og öðr- um sérvitringum, sem hafa gaman að því að eignast fáséða og skrítna prentaða miða, skal á það bent, að hér á Akureyri er gefið út blað, er nefnist „Alþýðumaðurinn", og er öll- um þeim kostum búið, er að ofan getur. Þeir ættu því sizt að láta svo sjaldgæfan hlut vanta í safn sitt. Auk þess er lesrnál þessa blaðs oft býsna skemmtilegt og því bæði synd og skömm, að prentararnir og rit- stjórinn skuli næstum því einir njóta þeirrar ánægju að lesa það. í síðasta tbl. þessa ágæta málgagns er t. d. grein er nefnist „Drýldni Dags“. Þykir blaðritaranum það hart, að „Dagur“ skuli leyfa sér að halda því fram, að öll landsmálablöð hafi látið ýfingar og égreining út af lýðveldis- stofnuninni niður falla. Bendir blað- ið á í þessu sambandi, að „Skutull" á ísafirði telji „möguleika fyrir því, að stjómarskráin verði felld við at- kvæðagreiðsluna 20.—23. þ. m. Og það þarf enginn að ætla, að þetta sé sagt út í loftið", stendur þar, enda sé „Alþ.m.“ og á sama máli! Við þessa „leiðréttingu" er raunar engu að bæta öðru en því, að það er misskilningur, að „Dagur“ hafi full- yrt, að ÖLL þjóðmálablöð íslenzk séu orðin samtaka um að láta ýfingar og ágreining um lýðveldisstofnunina niður falla. Þar stóð nefnilega aðeins: öll þau þjóðmálablöð, „sem nokkurt minnsta mark er á tekið“. Um af- stöðu „Alþýðumannsins" (og „Skut- uls“) til þessa máls var hins vegar ekkert fullyrt í þessu sambandi. Frí- merkjasafnararnir munu á sínum tíma kynna sér, hvað þar muni standa um lokaþátt sjálfstæðisbar- éttu íslenzku þjóðarinnar. „Fagrar heyrði eg raddir“ — Verkamannsins. Myndalaus sér- útgáfa handa blaðinu! p^ÉR í BLAÐINU var nýlega minnzt lauslega á útgáfu „Máls og menningar" á hinu égæta þjóð- kvæðasafni „Fagrar heyrði eg radd- irnar“. Var farið lofsorðum um út- gáfu þessa, að öðru en því, að mynd- irnar í bókinni séu smekklausar og leiðinlegar og sízt prýði að þeim á nokkurn hátt. — í síðasta tbl. „Verka- mannsins" birtist svo ein skamma- klausan enn í tilefni af þessari árás é íslenzka listamenn (!) „En“, stendur þar orðrétt, „vegna þeirra. sem ennþé hafa ekki lært að varast andlega og efnalega pólitík „Dags“, verður að leiðrétta vitleýsurnar“. „Bók þessa keypti eg strax og út kom. í henni eru ENGAR myndir. Aðeins á káp- unni er smekkleg „vigndtt«“.“ Síðar er í tilefni af þessu farið mörgum og ófögrum orðum um lyganáttúru og óvandaðan málflutning „Dags“ og þetta fyrirbrigði tekið sem einkenn- andi dæmi um bardagaaðferðir blaðs- ins .yfirleitt. j^JÓT ER SAGA ÞÍN, JÓN“ ” mætti um þetta segja, ef satt væri. Ekki hefir almenningi hingað til verið um það kunnugt, að tvær ólikar útgáfur hafi verið gefnir út af þessari ágætu bók. Nú kemur hins vegar í ljós, að hið sparsama útgáfu- félag „Mál og menning" virðist hafa leyft sér þann óheyrilega „lúxus“ að gefa út myndalausa sérútgáfu handa stuðningsblaði sínu, „Verkamannin- um“ hér á Akureyri, svo að hann gæti á svona auðveldan hátt sannað lygar og blekkingar upp á „Dag“ út af þessu smémáli. Ætla má, að þetta eina, myndalausa eintak hafi kostað félagið ekki svo fáa tugi þúsunda króna. Má svo sem hugsa sér, hverju til muni kostað, þegar meira liggur við! — A þeirri útgáfu bókarinnar, sem sauðsvörtum almúganum er ætluð, stendur nefnilega skýrum stöf- um á titilblaðinu, að Gunnlaugur Scheving listmálari hafi gert mynd- irnar. Á blaðsíðu XV. er ennfremur sérstök skrá yfir myndirnar og þess getið, hvar í bókinni þeirra sé að leita. Og viti menn: Þær eru þá þar, allar með tölu, nákvæmlega á þeim stöðum, sem til þeirra er ætlað að vera — sjö heilsíðumyndir — hvorki meira né minna! — „Dagur“ kallaði að vísu persónur þær, sem myndum þessum mun vera ætlað að sýna, „þokuverur". — Kannske engin sér- útgáfa hafi nú annars verið gefin út handa „Verkamanninum", heldur hafi myndirnar reynzt svo þokulegar, að ritarar blaðsins hafi alls ekki komið auga á þær, þegar þeim lá á að sanna það, að „Dagur" fari að jafnaði með eintómar Iygar og blekkingar! Það hefir sem svo sem komið fyrir áður, að þeir herrar hafa reynzt fullsjón- daprir á því auganu, sem snúið hefir að raunveruleikanum! Takið ofan! Leikhússgestur skrifar blaðinu á þessa leið: G BRÁ mér í leikhúsið eins og margir fleiri eitt kvöldið í vik- unni sem leið til þess að sjá „Gullna hliðið", sem eg hafði heyrt svo mikið látið af. Eg verð að segja það, að eg varð ekki fyrir neinum vonbrigðum, tel sýninguna yfirleitt égæta, og öll- um aðstandendum til hins mesta sóma. Eg skemmti mér þar ágætlega og svo sýndist mér vera um alla leik- (Framhald á 8, »íðu. ÚR ÝMSUM ÁTTUM. ■ Giftu þig ekki einungis til þess að betra ein- hvern mann. Betri hann sig ekki á undan gift- ingunni, er ólíklegt að hann geri það til hlítar á eftir. Engar vonir bregðast ungum átúlkum sárar en sú von, að þær geti breytt gjálífum ungum manni í áreiðanlegan og trúfastan eigin- mann. Giftu þig ekki einungis af því að þú hafir orð- ið svo „dauðskotin" allt í einu. Slíkt skot er ekki ást, og mjög óvíst að það breytist nokkurn tíma í einlæga ást, þótt svo geti farið. Slíkur möguleiki er. ekki traustur grundvöllur undir gæfu þinni ævilangt. Giftu þig engum, sem á öllum stundum sver og sárt við leggur, að hann elski þig um fram allt, geti ekki lifað án þín o .s. frv. Ástin er ekki fólgin í tómu orðaglamri. Góður eiginmaður þarf að hafa ýmsa eiginleika, sem eru nauðsyn- legri gæfu þinni en mælgi. Þú þarfnast líka að hann hafi gott höfuð og hjarta, að hann geti stutt þig, hughreyst og hjálpað þér, og sé þér tryggur vinur á lífsleiðinni. Það er betra en allir ástar eiðar. Giftu þig ekki til þess að þurfa ekki að hafa sjálf ofan af fyrir þér. Nú á tímum eru nógir aðrir vegir fyrir stúlkur til þess að komast áfram en það, sem eru miklu betri, vissari og heiðarlegri. Giftu þig engum, sem hótar þér að drepa sig, ef þú neitar honum. Þess konar hótanir sýna að- eins siðferðislegt þrekleysi. Og sá, sem lýsir yfir, að hann sé vís til alls án einhverrar stúlku, get- ur verið vís til alls, þótt hann fengi hennar. Giitu þig ekki einungis af því, að biðillinn er fallegur og vel klæddur. Fríðleikurinn og meist- araverk skraddaranna verða sjaldan meistara- verk í hjónabandinu. Giftu þig engum einungis til þess að sýna öðrum manni, að þú kærir þig ekki um hann. Sá, sem grefur öðrum gröf, fellur oft í hana sjálfur. Giitu þig engum, af því að hann er sá fyrsti, sem biður þín, og þú ert hrædd um að „pipra“, ef þú neitar honum. — Til eru gamlar „pipar- jómfrúr“, sem eru eins ánægðar og sumar gift- ar konur. ★ EPLAHÝÐI. Nú eru eplin komin á markaðinn, og er það öllum fagnaðarefni. En ekki eru þau gefin, og ættum við því að nota þau, sem við kaupum, til hlítar. Þeir, sem ekki borða hýðið með epliinu geta borðað það á annan hátt: Þvo skal hýðið vandlega og sjóða síðan vel í vatni. Þetta verð- ur ágæt súpa, hvort heldur er með sagógrjón- um eða hrísgrjónum. ★ — Hvað gerir það til, þó að við eyðum nokkr; um mínútum til óþarfa á degi hverjum? — Svar: (Reiknum árið 313 virka daga; 8 tíma vinnu á dag), 5 mín. eyddar á dag, gerir um ár- ið 3 daga, 2 tíma og 5 mín. 10 mín. á dag, verða 6 dagar, 4 tímar og 10 mín. 20 mín. á dag, verða 13 dagar og 20 mín. 30 mín. á dag, verða 19 dagar, 4 tímar og 30 mín. 60 mín. á dag, verða 39 dagar og 1 tími. ★ Leiðrétting: í viðtalinu við Jón Rögnvalds- son garðyrkjumann, í síðasta dálki, er prént- villa, sem eg vil leiðrétta: iberushör (ein) á að vera iberis, hör (lín). Engin planta heitir iberis- hör, en ein heitir iberis, önnur hör, öðru nafni lín. „Puella“. ★ mm._______w Fagrar hugsanir fegra and- ^ ^ litið, bæta heilsuna og lengja Hfið.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.