Dagur - 04.05.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 04.05.1944, Blaðsíða 6
DAGUR Fimmtuda^ur 4. maí 1944 (Framhald). lokin. Hann hafði óttast það mest, að Reinhardt mundi aldrei yfir- heyra hann, heldur láta framkvæma dauðadóminn formálalaust. Yfirheyrslan var einmitt það, sem hann hafði þráð mest, og nú hafði Reinhardt, blessaður öðlingurinn, gert honum þann greiða að halda yfir honum þessa yfirheyrslu. Reinhardt virti fórnarlambið fyrir sér með sérstakri athygli. Hann þóttist sjá í Janoshik alla þá eiginleika, sem honum fannst einkenna tékknesku þjóðina og sem hann hafði takmarkalausa andstyggð á. Maðurinn var sóðalegur, sauðarlegur á sviþinn, kunni enga mannasiði og af honum óþefur. » „Helvískur öskurapi!" sagði Reinhardt við trúnaðartröllið Monkenberg, eftir stundarþögn. En apinn gerði lögregluforingjann forviða, því að hann gekk nokkur skref fram og byrjaði að tala. „Yðar hágöfgi," sagði hann, ,,þér gétið ekki trúað hvað mér léttir að sjá yður." Það leit út fyrir að hann talaði tf sannfæringu. „Eg þarf að gera játningu! Eg hefi liðið ógurlegar kvalir, en sannleik- urinn er ævinlega sagna beztur. . . ." „Kenndu bölvuðum asnanum einhverja mannasiði, Monken- berg!" sagði Reinhardt. Monkenberg greip í hálsmálið á Janoshik og hratt honum til. „Þú heldur þér saman, þangað til þú ert spurður," sagði hann hægt, og lagði áherzlu á hvert atkvæði. Janoshik glennti upp augun í barnslegri uqdrun. „En'eg hefi mikilsvarðandi mál að flytja," sagði hann þrákelknislega, „því að ef maður á að gera játningu, þá verður maður að fá að tala. Vinur minn, hann Poczporek, lögreglustjóri í tuttugustu lögreglu- deild------" „Haltu þér saman," þrumaði Reinhardt. „Langar þig til þess að við keflum þig, bölvaður hálfvitinn?" „Gefur að skilja, að mig langar ekki til þess," sagði Janoshik, barnslegur á svipinn. „Við heyrum þessa heimskulegu játningu þína, þegar okkur svnist," sagði Réinhardt og var fastmæltur. „Þú hafðir umsjónmeð snyrtiherbergjunum hjá Mánes?" , „Já, yðar hágöfgi, snyrtiherbergjunum, vanhúsunum og hrein- gerningarkonunni, henni'Pálu Potovskova." „Þú mættir liðsforingjanum, þegar hann var á leiðinni niður stigann?" „O, þetta var ljómandi maður, — en út úr drukkinn. Eg skildi bókstaflega ekkert af því, sem hann var að segja til að byrja með... ." „Talaði hann við þig?" spurði Reinhardt. Athygli hans var vakin. „Geturðu munað það, sem hann sagði? Það er hollast fyrir þig að segja satt!" „Eg skal reyna, — að mér heilum og lifandi skal eg reyna," sagði Janoshik og svipur hans bar þess vott, að hann hugsaði mikið og fast. — Og raunar var það sannleikurinn. Því að hann vissi, að nú var al.lt undir því komið, að honum tækist vel með söguna, sem hann ætlaði að segja þeim. „Sjáið þér til, yðar hágöfgi, — eg skulda honum peninga." — Janoshik reið á vaðið. Einfeldnis- og sakleysisbros ljómaði á and- Htinu. Hann ætlaði sér að forðast, að söguþráðurinn yrði snurðu- laus. Það mundi líkjast því betur, að hann græfi þetta upp úr djúpi gleymskunnar. Reinhardt fór að gerast efinn um, að helvískur hálfvitinn mundi nok'kurn tíma fást til að svara nokkurri spurningu vafningslaust. „Og hvað sagði hann við þig?" öskraði hann. „Svaraðu!" „Eg skulda honum peninga," endurtók Janoshik þrákelknislega. „Fjórar krónur og f jörutíu aura. En eg hefi engin ráð með að end- urgreiða honum það, því að laglegi, ungi maðurinn, senr tók o,kk- ur höndum, hann tók þessa aura, já og tvær krónur að auki, já og vasahnífino minn. .. ." „Hvers vegna lét Glasenapp þig fá peninga?" „Vegna þess, aðeg er heiðarlegur maður og hann bar traust til mín," sagði Janoshik, og heiðarleikinn skein út úr góðmannlegu andlitinu. Reinhardt klæjaði í lófana, svo mikið langaði hann til þess að taka þessa ímynd einfeldninnar og lemja hausnum á hon- um við steinvegginn. „Og vegna þess, að hann bað mig að pósta fyrir sig bréf," bætti Janoshik við, eins og það væri ómerkilegt ankaatriði í málinu. „Hana!" Reinhardt létti stórum. Honum hafði loksins tekist að að fá eitt ákveðið svar út úr fíflinu. „Og hvers konar bréf var það?" spurði hann varlega. „Hraðbréf," svaraði Janoshik. „Stórt bréf — líklega tvöfalt. Áríðandi bréf. Þess vegna var það, að liðsforinginn blessaður gaf mér tíu krónur. Hann var dfukkinn, mikið drukkinn. ,Farðu með þetta á helvítis pósthúsið,' með yðar leyfi herra minn, en þetta voru-hans eigin orð. Svo grét hann og hikstaði, blessaður." „Hver var utanáskriftin?" „ ,Eg skal mölbrjóta á þ<ír hausinn ef þú gleymir því/ sagði hann (Framhald), Enn um styrkveitingu til skipakaupa erlendis í „Verkamanninum", 13. tbl. þ. á., þar sem Steingr. Aðal- steinsson ræðst gegn ályktun Iðnaðarmannafélags Akureyarr í skipasmíðamálinu, segir hann, að harðlega sé veitzt að Álþingi og ríkisstjórn fyrir þá ákvörðun að ætla að kaupa fiskiskip frá Svíþjóð „og rtota nokkuö af fé (þ. e. stórfé*) Framkvæmdasjóðs ríkisins til að greiða fyrir þeirri framkvæmd". Það er þetta atriði, að verja fé (stórfé) úr Framkvæmda- sjóði ríkisins, til að styrkja skipakaup í Svíþjóð (eða Ame- ríku), sem Iðnaðarmannafélag- ið hefir mótmælt, eða orðrétt, eins og segir í ályktun þess: „Mótmælir fundurinn því eindregið þeirri stefnu, að varið verði stórfé úr ríkissjóði til styrktar slíkum skipakaupum til samkepprii við íslenzkar skipasmíðastöðvar". En nú hefir Steingr. Aðal- steinsson haf ið skipulegt undan- hald og stytt víglínu sína, því að í „Verkam.", 16. tbl. þá á., segir hann: „að hálíu ríkisstjórnar eða Alþingis hefir aldrei verið ráðgert að veita nokkurn fjár- styrk til kaupa sænsku fiski- skipanna". Jæja! Það er gleðiefni, að Iðnaðar- mannafélag Akureyrar og for- seti efri deildar Alþingis eru nú á sama máli um, að ekki skuli „nota nokkuð af fé (þ. e. stór- fé*) Framkvæmdasjóðs ríkis- ins" „til styrktar slíkum skipa- kaupum til samkeppni við ís- lenzkar skipasmíðastöðvar". Er þá útrætt um það. Það, sem eftir er að fá Stein- gr. Aðalsteinsson til að vinna að, á lengri eða styttri víglínu eftir hans eigin geðþótta, er að skapa íslenzkum skipasmiðum tækifærí til að smíða þau skip, sem þeir telja sig færa um, en sem annars átti að á fá frá Sví- þjóð. Um það atriði hafa þeir, á fundi á vegum Landssambands Iðnaðarmanna, látið í ljós álit sitt við ríkisstjórnina. Að þessu getur hann unnið, meðal annars með því að greiða fyrir: 1. Að Viðskiptaráðið kaupi nú inn eíni, vélar og búnað til skipa fyrir útgerðarmenn og skipasmíðastöðvar með eigi hærri áíagningu en 2% enda sé efnið valið af sérfróð- um mönnum. 2. Að flutningsgjöld af efni í skip, vélar og búnað til skipa, verði lækkað þannig, að hækkun þeirra frá því íyr- ir stríð verði eigi meiri en hækkun flutningsgjalda á matvöru. 3. Að reiknaðir álagningin samræmd eftir staðháttum. 5. Að fé því, sem heimilað heíir verið að verja úr Fram- kvæmdasjóði ríkisins, verði varið til þess að greiða þann verðmismun, sem þá verður eftir, milli skipa smíðaðra hér og erlendis, svo að útgerðar- mönnum verði jafnkleift að kaupa innlend skip og útlend. Þetta eru tillögur fulltrúa- fundar skipasmiða á fundi Landssambands Iðnaðarmanna nú á dögunum. Nægi þetta ekki ,þá: 6. „Verðjöfnun á þeim skip- um, sem nú er samið um kaup á erleridis og hinum, sem hægt væri að byggja innanlands", eins og Iðnaðarmannafélag Ak- ureyrar leggur til. Iðnaðarmenn, og landsmenn yfirleitt, verða að vera vel á verði um atvinnumál sín, því að þótt deilt sé um skipabygg- ingar í dag og sá iðnaður eigi erfitt uppdráttar vegna óeðli- legrar samkeppni erlendis frá, þá getur röðin næst komið að öðrum iðnaðar- eða atvinnu- greinum landsmanna. Iðnaðarmaður. tollar verði eigi af framanrituðu efni til skipa. 4. Að reglur um álagningu á efni og vinnu við nýsmíðar verði endurskoðaðar og *) Athugawmd frainarhöf, D Ó M U R. (Framhald af 3. síðu). ur fyrir álit og mannorðsspjöll, skap- raun og hneisu, fjártjón og kostnað, er_ hann hefir beðið og orðið fyrir vegna réttarrannsóknar, er af kær- unni leiddi. l>á krefst stefnandinn málskostnaðar og samkvæmt fram- lögðum reikningi er hann gerður kr. 617.50 og enn er krafizt kostnaðár eftir mati réttarins við birtingu dóms í máli þéssu. Umboðsmaður stefnda mótmælir refsikröfunni, sem hreinustu firru og telur að umbjóðandi hans hafi verið að rækja skyldu sína, sem þegn þjóð- félagsins. Þá mótmælir hann og því, að ummæli hans í stefnunni verði dæmd ómerk og enn mótmælir hann skaðabótakröfunni, kr. 1000.00, enda hafi stefnandinn eigi fært sönnur á að hann hafi orðið fyrir mannorðs- og álitshnekki. Ennfremur krefst hann málskostnaðar, eftir mati réttarins, eða samkvæmt framlögSfcim reikn- ingi, og á réttarskjali 32 krefst hann 500 kr. málskostnaðar. Út af kærunni, 19. ágúst 1940, fór fram opinber rannsókn. Að henni lok- inni þótti dómsmálaráðuneytinu eigi ástæða til að gera frekar í málinu. Kæran er á réttarskjali 4 nr. 1. (Vegna rúmleysis í blaðinu er hér sleppt löngum kafla, er aðallega ræð- ir um vitnaleiðslur í málinu). Rétturinn lítur svo é, að prófin í hinu opinbera máli og vitnaleiðslan, sú, sem vísað hefir verið til í for- sendum dómsins, sýni að staðhæfing- ar stefnds um, að stfefnandinn hafi stolið frá honum kind árið 1929 og annarri 1939, eigi ekki við nein rök að styðjast. Vitnin, sem færð hafa verið, neita algerlega að þau hafi lát- ið nokkurt orð falla í þá átt við stefnda, að hann gæti dregið þá álykt- un af þeim, að stefnandinn hefði stol- ið greindum kindum. Framburður vitnanna leiðir því ekki gruninn að stefnanda um sauðaþjófnað, heldur þvert á móti frá honum. Þá hefir stefndur- að' öðru íeyti eigi getað dregið nein atvik fram, sem benda til þess, að stefnandinn væri sekur um verknað þann, sem stefndur hefir sakað hann mjög ékveðið um. Eftir bR rannaékn og vitnaleiSslan h«fa farið fram í málinu, er sýndu, að stefndi svo að segja eingöngu byggði ákæru á tilvitnun í vitni, sem neita að samtöl þaú hafi farið fram á þann hátt er stefndi heldur fram eða yfir höfuð farið fram, þá heldur stefndur því enn fast fram undir meiðyrðamál- inu, að stefnandinn hafi stolið kind- unum. Verður að telja þetta allt mjög móðgandi fyrir stefnanda og réttlæt- ist á engan hétt við það, að stefndum, sem þjóðfélagsþegn, beri siðferðisleg skylda til að stuðla að því, að glæpa- málum verði ljóstrað upp, því að sú siðferðislega skylda hvílir engu síður á stefnda að ganga ekki of nærri æru manna með órökstuddum sakargift- um. Lítur rétturinn svo á, að með hin- um ákveðnu sakargiftum á hendur stefnanda, sem vanta allan rökstuðn- ing, hafi stefndur gerzt brotlegur við 235. gr. hegningarlaganna og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 400 kr. sekt í ríkissjóð og komi 14 daga varðhald í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Að því er kröfuna snertir um skaða- bætur kr. 1000.00 verður hún eigi tekin til greina, enda eigi færðar sönnur á, að stefnandinn hafi orðið fyrir efnatjóni og ákvæði 264. gr. hegningarlaganna þykja eigi koma til greina. Ummælin í stefnunni: „í maímán- uði 1929 tók Stefán Nikódemusson í Gloppu, Öxnadal, þá að Bessahlöð- um í Öxnadal, veturgamlan hrút, er eg átti. Lét hann hrútinn inn í fjós á Bessahlöðum og geymdi hann þar til seint í júnímánuði. Markaði hann síð- an hrútinn með marki tengdaföður síns, Jónasar Einarssonar, Gloppu, og seldi hann síðan Jóhannesi Sigurðs- syni, Vindheimum, Þelamörk", og ennfremu rorðin: „Snemma morguns 22. ágúst 1939 fór Stefán úf á Þver- brekkunes og tók þar kindur, rak þær að eyðibýli sínu, Bessahlöðum, og slátraði þar einum lambhrút frá mér", ber að dæma dauð og ómerk. Stefnda ber að greiða kr. 100.00 kostnaðar við birtingu dómsins í blaði. Þá ber stefnda að greiða stefnand- anum í málskostnað kr. 617.50. Því dæmist rétt vera: Ummæli þau, sem stefnt er fyrir skulu vera ómerk. Stefndi,_ Ásgrímur Halldórsson, greiði 400 kr. sekt til rjkissjóðs, og komi 14 daga varðhald í stað sektar- innar, ef hún eigi greiðist innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Stefndi greiði stefnandanum, Stef- áni Nikódemussyni, 100 kr. til birt- ingar dómsins í blaði. Stefndi greiði stefnandanum í máls- kostnað kr. 617.50. Dóminum ber að fullnægja að við- lagðri aðför að lögum. Sig. Eggerz. (Adv.). Kálfskinn, Gærur, Húðir Móttaka í kolahúsi voru við höfnina. Kaupfélag Eyfirðinga. DAGUR (œst keyptur i Verzl. Baldurshaga, Bókaverzl. Eddu og Bókabúð Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.