Dagur - 04.05.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 04.05.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. maí 1944 DAQUR Svar til Ólafsfirðinga. (Framhald af 5. síðu). afsfirðingar eftir frekari saman- burði á þessum tveimur mál- um? Er hann þeim heppilegur? Mér finnst það ekki, en skrif þeirra eiga sök á því. Ólafsfirðingar tala um ábyrgð á 400 þúsund krónum, það^sé allt og sumt, er þeir biðja um og hafi verið neitað. Þetta er blekking, það vita Ólafsfirðing- ar sjálfir. Fjögur hundruð þús- undir voru aðeins byrjun á langtum stærri upphæð. Hvaða vit er að vera að blekkja sjáífa sig og aðra með þessu? Sýslu- nefndinni var það fullljóst, að Sextugsafmæli. Hinn 15. f. m. átti frú Jón- ína — Valdemarsdóttir — Schiöth, í Hrísey, sextugsaf- mæli. í tilefni af því bárust henni fjöldi heillaóskaskeyta, blóm og gjafir. Fjöldi venzla- manna, vina og kunningja heim- sóttu hana þennan dag, til að árna henni heilla og flytja henni þakkir. Var gestum veitt af mik- illi rausn, og hafði frúin „opinn eld" allan daginn og fram um miðnætti. Frú Jónína Schiöth er fædd og uppalin fram í Eyjafjarðar- dal. En á æskualdri eignað- ist útþrá hennar of vítt vængja- tak fyrir heimadalinn. Og um stund bar útþráin hana yfir úf- in höf til f jarlægra landa. En þar festi hún ekki yndi. Og heimþráin dróg hana aftur heim í Eyjafjörðinn. Þá giftist hún Karli Schiöth kaupmanni á Akureyri, hinum prúða manni og glaða gestgjafa. Nokkru síð- ar fluttust þau hjón til Hríseyj- ar, og þar hefir frú Jónína dval- ið síðan, og þar hefir hún aftur eignast sitt heimaland. Frú Jónína Schiöth er þrek- kona andlega og líkamlega. Hún hefir óvenju trausta og tamda skapgerð. Lífiðhefirekki alltaf fært henni rósir að gjöf. Hún hefir einnig orðið að með- taka þyrna, og stundum í nokk- uð ríkum mæli. En þær gjafir lífsins hefir hún einnig, ásamt rósunum, tekið í fang sér með fullkominni skapfestu og geðró. Hún trúir því fastlega, að allar gjafir lífsins séu runnar frá einni og sömu rót, og tilgangur- inn með þeim öllum sé sá, að þroska hið andlega líf mann- anna og dýpka göfgi þeirra. Þessi fasta trú hefir, ekki hvað síst, orkað því að gera hana glaðari og þakklátari fyrir rós- irnar, sem lífið gaf henni þótt ekki yrði hjá því komist að þær döggvuðust stundum nokkuð. Þess vegna hefir vorljóminn í augum Jóninu aldrei slokknað. I nef ndinni? ef sýslan á annað borð stigi inn í ábyrgðina, væri hún knúin til að fylgja fyrirtækinu eftir með ábyrgð til endaloka. Því játið þið ekki þetta, sem rétt er? Eg þykist geta fullvissað Ólafsfirð- inga um, að sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu vill fylgja málum þeirra á yztu takmörk, er hún telur sig umkomna að fylgja þeim, en ekki feti lengra. Lái svo hver, sem vill. Eg tel rétt að skýra það at- riði í greinum Ólafsfirðinga, að sýslunefndin hafi ekki þorað að sjá framan í hreppsnefnd Ólafs- fjarðarhrepps, og því rasað að málinu, án þess að gefa henni tækifæri til að sækja mál sitt munnlega fyrir nefndinni. Rétt er það, að hreppsnefnd Ólafsfjarðarhrepps hafði óskað frestunar á málinu í þessu augnamiði um tvo daga. Á fundi þeim, sem afgreiddi mál Ólafsfirðinga, var mættur lögreglustjóri þeirra, og hafði málfrelsi á fundinum. Eg þykist muna það rétt — verð leiðrétt- ur ef rangt er — að oddviti sýslunefndar, sem bar fram til- lögu fjárhagsnefndar um synj- un á ábyrgðinni, gat þess, að hann sæi ekki ástæðu til að draga afgreiðslu málsins sakir þessarar beiðni hreppsnefndar Ólafsfjarðarhrepps. Málið yrði ekki samþykkt í sýslunefndinni eins og allt væri í pottinn búið, þó að nefndin mætti. Hrepps- nefndinni væri bezt að vita þetta strax. Hitt skyldi Ólafs- firðingum til reiðu, að mæta á sýslufundi til að ræða, hvað unnt væri að gera. Þykist ég vita, að hann hafi ætlað lögreglustjóra að flytja Ólafsfirðingum þessi ummæli, en lögreglustjóri skilið á annan veg. Orðsending um þetta hefir þá sennilega fallið niður. Þannig yona ég að rétt sé frá máli skýrt og virðist mér því sök sýslunefndarinnar ekki mjög þung. Ólafsfirðingar mættu ekki á sýslufundi, sem telja verður eðlilegt, hafi þeim eigi verið kunnugt um boð sýslumanns. En þeir gerðu annað. Samdægurs, ef ég man rétt, boðuðu þeir til borgara- fundar, sem ræða skyldi slit við Eyjafjarðarsýslu og um stofn- un bæjarfélags. Lengra þarf ekki þessa sögu að segja. Áður en ég skil við greinar Þórðar og Sigursveins, langar mig til að spyrja Sigursvein: Er það sýslunefndarinnar sök, að rafveitumál Ólafsfjarðar er svo lauslega undirbyggt, að ekki er unnt að taka á því, og endur- teknar hækkandi ábyrgðar- beiðnir frá Ólafsfirðingum knýja fram aukafund í sýslu- sveini haldkvæmari vopna næst, þegar hann þarf að berj- ast við „drottinvaldið" og „ýkju- hneigðina", og ræðst á og rífur niður „skálkaskjólin". Verði hér eitthvað það sagt, er Ólafsfirðingar hefðu frekar kosið að ósagt væri látið, mega þeir þakka málflutningi Ás- gríms Hartmannssonar það. Menn slá tæplega svo skaplaus- an mann, að hann beri ekki við að bera af sér höggið, ef ómak- lega er slegið. í grein Ásgríms er ein rök- semd gild, og hún er óumdeild. Olafsfirðingum er nauðsyn hafnarbóta. Ólafsfirðingum er það allra manna ljósast, að það er fjöregg þeirra. Trúa nú Ól- afsfirðingar almennt á það, sem Ásgrímur virðist trúa, að svo léttúðugt og gáleysislega megi á því máli halda, sem hann ger- ir. Stofnun þá, sem Ólafsfirð- ingar þurfa nú að leita til, og að þessu sinni telur meira krafizt en hún sé fær að veita, slær hann og óvirðir eftir beztu getu, jafnt fyrir það sem teljast verð- ur að hún hafi sæmilega gert. Hann getur í huga sýslunefnd- armannanna og veit betur en þeir sjálfir hvað þar gerist. Hann sér ekkert annað en sér- gæði og ósanngirni í gjörðum sýslunefndarinnar og segir henni fyrir verkum. Hann segir að sýslunefndin hafi viljað drepa rafmagnsmál Ólafsfjarð- ar. Þetta eru hrein ósannindi, enda sýna ábyrgðir sýslunefnd- arinnar það. Hann segir, að hreppurinn hafi boðið fram all- ar eignir hreppsins til trygging- ar láninu og telur hlægilegt, að hreppurinn hafi lagzt svo lágt. Drengilegt hefði slíkt boð verið, ef fyrir hefði legið, en svo var ekki. Sýslunefndin varð að knýja þessa ábyrgð fram, ef ég man rétt. En látum þetta vera, það sakar ef til vill ekki mikið; hitt er verra, að ég fæ ekki bet- ur séð, en hann grafi undan öllu trausti á Ólafsfirðingum sjálf- um þó hann komi ekki auga á þetta sjálfur. Hann lýsir við- brögðum þeirra til vandamála og stórrhála eýis og hafnarmáls- ins í stórum dráttum á þessa leið: IÐUNNAR-SKÓFATNAÐUR er viðurkenndur af öllum landsmönnum fyrir gæði. 4 4 4 4 4 € 4 € 4 I 4 4 4 Því er jafnan svo bjart og hlýtt í nærveru hennar, og hressandi að eiga með henni samveru- stund. Af þessum gæðum er hún líka veitul vinum sínum. Guð gefi að þessi vorljómi endist þér til aldurtila, góða, trausta vinkona. r, Á virkilega að líta svo á, að gott málefni í sjálfu sér sé svo illa á vegi statt um frambærileg rök, að sækjendur þess verði að grípa til og berjast með þeim vopnum í sókn sinni, er snúa banvænum eggjum að þeirra eigin málstað? Eg trúi því ekki. Eg vildi gjarnan óska Sigur- Þarafyllu rekur inn Ólafs- f jörð og upp að bryggju og síld- arplani þorpsbúa og dregur til sín sandinn, svo að bryggjan verður ónothæf stærri, bátum. Eina bjargráðið virðist vera hafnarbætur. Dýrtíðin er aðeins lítið þrep til að stíga yíir fyrir menn með þrótt í augum til að líta á íramtíðina. Vitamála- stjóri fenginn á staðinn, hann sér nauðsynina, sendir verk- fræðing sinn, Þorlák Helgason, á staðinn. Hann mælir, gerir uppdrætti og kemst að já- kvæðri niðurstöðu, það er hægt að byggja höfn í Ólafsfirði. Þingið skilur nauðsynina, sem- ur hafnarlög og veitir lítilshátt- ar f járupphæð; allt virðist vera í lagi. Eyjafjarðarsýsla á sam- kvæmt haf narlögunum, að taka ábyrgð á kostnaði hafnargerðar- innar, gegn ríkissjóði, er skyld- ug til, að dómi Ásgríms að gang- ast undir þetta. En þá kemur þetta leiðinlega fyrir, sýslu- nefnd neitar ábyrgðinni fyrir sýslunnar hönd. Hér er ekki eitt orð um það, hvað þessi höfn muni kosta. Áætlun er þó til um það. Ekki eitt orð um það, hvort hér er virkilega um örugga höfn að ræða. Ekkert um það, hvernig þessi höfn á að bera sig eða hvort líklegt sé að Ólafsfjarðar- hreppur geti staðið undir fyrir- tækinu, og sjálfsagt hlægilegt, ef minnst er á tryggingar í sam- bandi við mannvirkið og sýslu- ábyrgðina. Svo ætlast maðurinn til, að sýslunefndin stigi yfir þetta allt með Ólafsfirðingum og auk þess stigi hún yfir skyldu sína við aðra hreppa sýslunnar um ábyrga fjármálastjórn. En gall- inn er, sýslunefndin er ófáanleg til að stíga yfir neitt af þessu. Ekki dettur mér í hug, að 01- afsfirðingar undirbyggi stór- mál sína svona, en lesið grein- ina og sjáið hvort útdrátturinn er ekki réttur. Haldið þið að vænlegur sé til fylgis svona málaflutningur. Hér er ofur- kapp á ferðinni. Framtakssemi skal ekki löstuð, þvert á móti, og eg veit, að Ólafsfirðingar eru framtakssamir menn — en kapp er bezt með forsjá nú í dag sem hingað til. Mætti nú ekki láta sér detta í hug, eg segi ekki að það reyndist svo, að þessi Ásgrímur, með yfirstigs-fæturna og djörfu framtíðaraugun, eigi Hka þá fæturna og ^þau augun, sem forðuðu honum burt frá Ólafs- firði, ef gengið yrði að hafnar- gerð þeirra með þeirri léttúð, sem hann virðist telja sjálf- sagða. Ásgrímur telur í grein sinni, að sýslunefndin hafi drepið beiðni Ólafsfjarðarhrepps um kaup á tveim jörðum í Ólafs- firði með því að taka ekki á sig ábyrgð fyrir hreppinn á kaup- unum. Sýslunefndin heimilaði Ól afsfirðingum að kaupa jarðirn- I ar. Taldi hins vegar ekki ástæðu ' til ábyrgðar svo tryggum kaup- um, eins og Ásgrímur lýsir sjálf- ur. Hvernig stendur annars á því, að Ólafsfjarðarhreppur þarf sýsluábyrgð á þessum jarð- arkaupum? Er skilyrði sett um það frá seljendanna hálfu, ef leyfilegt er að spyrja. Mér þyk- ir það ekki sennilegt. Ásgrími vil eg að endingu svara því, að eg offraði engu í sambandi við það að taka til baka beiðni Svarfdælinga um ábyrgð fyrir Dalvíkurhöfn. Gerði það aðeins með tilliti til þeirrar tillögu, er sýslunefnd gerði til Alþingis um breytingu á sýsluábyrgðum. Verði mót von engin beryting gerð og jafn- miklu réttlætismáli ekki sinnt, mun eg bera beiðnina fram og þola þann dóm, sem sýslunefnd- in kemst að með getu til þeirrar ábyrgðar. En eg mun reyna að fylgja beiðninni með rökum og stillingu, en engu ofurkappi. Eg býst við að eg hér méð láti lokið skrifum um þetta mál, ef ekki koma fram gildari rök en enn eru fram komin og engin ósannindi verða borin fram. Eg hefi sagt það, sem eg tel að eg hafi þurft að segja. Og meira að segja mót vilja knúinn af Ólafs- firðingum sjálfum til að segja meira en mér var ljúft. Að lokum þetta, Ólafsfirðing- ar: Það er viðurkennt, að hafn- armál ykkar er ykkur lífsnauð- synjamál, og eg hygg, að allir vilji ykkur vel í málinu, bara að þið biðjið ekki um meira en unt er að veita. Er það nú ekki heil- ræði, — þvi hafa skal holl ráð, hvaðan sem þau koma — að gera sem minnst að því að berj- ast við ímyndaða óvini? Er ekki hitt sönnu nær að leita allra krafta, sem einhverju kynnu að að áorka, að bera nauðsynjamál ykkar fram við þann aðila, sem einn hefir máttinn, ef nokkur hefir hann, til að leysa málið, og það er löggjafar- og ríkisvaldið. Er ekki nær, að þið leggist á eitt með sýslunefndinni að fá hafnarlögum ykkar breytt svo, að gjörlegt sé fyrir sýslunefnd- ina að veita ykkur þann litla stuðning, er hún má veita? Það held eg. Þingið hlýtur að sjá, að hér verður eitthvað að gera, og eg fyrir mitt leyti tel, að þinginu beri skylda til að finna færa leið í máli ykkar, ef þessi reynist ófær, sem eg því miður óttast. Ólafsfirðingar virðast líta á mig sem f jandsamlegan máli þeirra. Sé þeim einhver rauna- bót í því, gæti eg varla minna fyrir þá gert en lofa þeim að líta svo á. Og persónulegur áróður á mig gildir mig einu, hann snert- ir mig ekki. Eg gæti liWa annað ,ef til vill, hefi áður látið í það skína og lofa því nú, að telji Ólafsfirð- ingar það leið til bjargar, að losna úr tengslum við Eyja- fjarðarsýslu, skal ekki standa á mínu atkvæði, eigi eg að mæla í því lausnarmáli. En eg bið Sigursvein Krist- insson að eyða ekki prentsvertu í að þakka mér þessa sjálfsögðu þægð, því þar er ekkert að þakka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.