Dagur - 11.05.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 11.05.1944, Blaðsíða 1
¦ i i^. aaaBB z ANNÁLL DAGS stSri------------ Frá Vestmannaeyjum er blað- ínu símað: Lifrarsamlag Vestmannaeyja ákvað í síðustu viku endanlegt lifrarverð ársins 1943 og er það kr. 1.47 hvert kg. Heildar lifrar- magn var 1100 tonn. Kílóverð lifrar 1942 var kr. 1.90. Sjómenn og útgerðarmenn fá um 500 þús. kr. minna útborgunarverð fyrir lifrina 1943 en 1942 vegna auk- ins vinnslukostnaðar í landi þrátt fyrir hliðstætt útflutnings- verð lýsisins. — H. B. * Kjartan Bergmann Guðjóns- son, glímukennari, var hér á ferð í fyrri viku, hafði „Dagur" tal af honum. Kjartan hefir dvalið í Mývatnssveit um þriggja vikna skeið og kennt þar glímu á veg- um ungmennafélagsins. Segir hann .glímuáhuga og dugnað Mývetninga dæmafáan. Þátttak- endur á námskeiðinu voru 41 talsins. Á sumarmálafundi Mý- vetninga var haldin kappglíma um Geirf innsbikarinn, en það er gripur gefinn Mývetningum til glimukeppni af Guðmundi Hof- dal í Reykjavík. Skal keppt um gripinn 25 sinnum og hlýtur sá til eignar, er oftast vinnur han'n. Sigurvegari að þessu sinni varð Hallgrímur Þórhallsson frá Vog- um. Er hann glímumaður ágæt- ur og væntanlegur þátttakandi í íslandsglímunni. — Mývetningar sýndu glímu á Húsavík, að nám- skeiðinu loknu.. Var háð bænda- glíma og sýnd fegurðarglíma. — Rómar Kjartan Mývetninga mjög fyrir íþróttaáhuga, ge»t- risni og dugnað. * Búnaðarfélag Arnarnesshrepps hafði hið árlega námskeið og skemmtun fyrir kohur félags- manna, að Reistará, um fyrri helgi. — Voru þar flutt erindi um margvísleg efni og til skemmtana var kvikmyndasýn- ing m. a. — Erindi fluttu Jóhann Þorkelsson héraðslæknir, Egilí Þórláksson kennari, Edvald B. Malmquist búnaðarráðunautur, Halldóra Bjarnadóttir og Jónas Jónsson frá Brekknakoti. — Bún- aðarfélag Arnarnesshrepps hefir gengist fyrir slíkum fræðslu- og skemmtifundum undanfarin ár. Er þetta mjög til fyrirmyndar. ^ Verkamenn segja upp kaupsamningum frá 1. júlí n. k. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar hefir ritað Kaupfé- lagi Eyfirðinga og Vinnuveit- endafélagi Akureyrar bréf, þar sem félagið segir upp gildandi samningum um kaup og kjör í verkamannavinnu hér í bænum frá 1. júlí næstk. Jafnframt ósk- ar félagið þess, að teknir verði upp samningar á nýjan leik. Atkvæðagreiðsla fór fram fyrir skemmstu í félaginu og varupp- sogn samþykkt af mikl- um meiri hluta þeirra er þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, en bátttakan var heldur lítil. DA XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 11. mai 1944 19. tbl. SENDIHERRARMR RÓMA FEGURÐ NORÐURLANDS Ánægðir yfir að hafa fengið tækifæri til þess að heimsækja Norðlendinga í góðu veðri T7INS og lauslega var frá skýrt í síðasta blaði komu sendiherrar Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Noregs, ásamt frú Fr. le Sage de Fontenay og syni, Vilhjálmi Þór, utanríkisráðherra og frú hans og Tourtellott, flughershöfðingja í stutta heimsókn norður hingað sl. miðvikudag og héldu til Reykjavíkur aftur síðdegis á fimmtudag. — Tíðindamáður Dags hitti sendiherrana að máli skömmu áður en þeir stigu á flugvélina, sem flutti þá suður og ræddi við þá litla stund um förina norður og dvöl þeirra hér á landi. Létu þeir allir hið bezta yfír því, sem þer höfðu séð hér. -Leland B. Morris sendiherra | Bandaríkjanna sagði m. a.: — Það er mér gleðiefni að fá tækifæri til þess að lýsa því yfir, að dvöl mín á íslandi hefir verið ánægjurík í alla staði, en hún er nú senn á enda. Hefi ver- ið kallaður til annarra starfa. Mér fannst þó mikið á vanta, ef eg hefði þurft að hverfa héðan án þess að heimsækja Norður- land. Eg fagnaði því sérstaklega þessu tækifæri til þess að koma hingað, enda þótt dvölin hafi verið stutt. Og eg hef i ekki orðið fyrir vonbrigðum. Eg þykist nú skilja ástæðuna fyrir því, að landar mínir og aðrir í Reykja- vík tala með svo mikilli aðdáun um Akureyri, Eyjafjörð og Norðurland allt. Mér hefir litist prýðilega á bæinn og umhverfið og það sem eg hefi séð hér hefir enn aukið aðdáun mína á ís- landi og einlægan hlýhug minn til lands og þjóðar. — Sendiherra Noregs, August Esmarch, lét svo um mælt: — Eg hef i alltaf harmað það, að eg hefi ekki haft tíma né tækifæri til þess að heimsækja Norðurland, og þá sérstaklega Akureyri, fyrr en nú, þar sem allir Norðmenn, sem hér hafa dvalið, hafa talað um bæinn og urnhverfið með mikilli aðdáun. En mér hef ir ekki tekist að l£ta verða af þessari fyrirætlun minni um heimsókn norður, fyrr en nu, vegna þess að sendi- sveitin er næsta fáliðuð. í fyrra sumar hafi eg ráðgert för hing- að norður, en því miður gat ekki af henni orðið, þar sem eg^ var þá kvaddur til London. En nú er það fastur ásetningur minn að koma hingað norður í sumar og dvelja hér nokkurn tíma. Við höfum reynt að nota tækifærið til þess að litast um hér nú og skoða það sem við höfum haft tækifæri til að sjá og við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum. — Akureyri minn- ir mig á svo margan hátt á okk- ar eigin norsku strandbæi. Eg get þess vegna vel skiiið gleði þeirra Norðmanna sem hér hafa dvalið. — Hinn nýHpmni eendiherra LEIKFÉLAGIÐ SÝNIR rBRÚÐUHEIM- ILIÐ' EFTIR HENRIKIBSEN í HAUST Frú Gerd Crieg annast leikstjórn „Dagur" hafði fregnir af því, að í ráði væri, að frú Gerd Grieg annaðist leikstjórn fyrir Leikfélag Akureyrar á komandi hausii. — Blaðið sneri sér því til stjórnar Leikfélagsns og spurðist fyrir um hvort þetta væri rétt hermt. bandaMannáher að BAKI JAPANA í BURMA. Sovétríkjanna, Alexei N. Krass- ilnikov lét svo um mælt: — Eg hefi ekki dvalið hér á landi nema í tvo mánuði og ekki haft tækifæri til þess að ferðast neitt um fyrr en nú. Mér var því sérstakt gleðiefni að fá tækifæri til þess að koma norð- ur hingað og heimsækja Akur- eyri. Förin hefir verið í alla staði ánægjuleg. Veðrið mjög fagurt og útsýnið úr flugvélinni tignarlegt. Eg hefi gengið hér um bæinn ykkar og skoðað hann og hreinskilnislega sagt lízt mér ljómandi vel á mig. Bærinn minnir mig á margan hátt á litla, snotra bæi í mínu eigin landi og sjálfur kann eg> ævinlega betur við mig í smábæ en stórborg. Veðrið hér hefir verið skemmtilegt undrunar- efni. Eg hefi sjálfur ekki haft tækifæri ennþá til þess að sjá nema lítið af íslandi með eigin augum, en eg hefi lesið mikið um landið og í bókum er margt sagt um veðrið hér sem ekki kemur heim við það, sem eg hef i séð til þessa. Strax og tækifæri gefst og vonandi á þessu sumri, hefi eg í hyggju að ferðast um landið og kynna mér af eigin sjón og raun. -r- Kantötukór Akureyrar undir stjórn Björgvins Guð- mundssonar tónskálds efndi til bljómleika í Nýja-Bíó sl. sunnudag. Við hljóðfærið var Jakob Tryggvason. Á söngskránni voru lög eftir söngstjórann, Sigfús Einarsson, Jóhann Ó. Haraldsson og fleiri íslenzka höfunda, auk laga eftir erlend tónskáld svo sem Schu- bert, Wagner og Hándel. Frú Helga Jónsdóttir söng einsöng, en frú Björg Baldvinsdóttir og ungfrú Anna Helgadóttir sungu tvísöng. Var söng þeirra og kórsins vel fagnað af áheyrend- um, sem því miður voru færri en skyldi. Er það ekki vansa- laust, að við Akureyringar skul- um ekki troðfylla húsið í hvert sinn, er Kantötukórinn lætur (Framhald á 8. síðu). í fregnum að undantörnu hefir verið sagt írá her, sem Bandamenn hafa flutt í tlagvélum til Mið-Burma. — Myndin sýnir fluévölí, sem búinn hef- ir verið til í miðjum frumskóéinum. Iðnskólanum á Akureyri sagt upp 19 iðnnemar brottskráðir Iðnskólanum á Akureyri var slitið sl. laugardag. Flutti skóla- stjórinn, Jóhann Frímann, við það tækifæri ávarp til hinna brottskráðu nemenda og afhenti þeim prófskírteini þeirra. 114 nemendur stunduðu nám í skól- anum í vetur og 12 kennarar voru þar starfandi, auk skóla- stjóra. — 19 nemendur, allir í 4. bekk skólans, luku burtfarar- prófi. Fara nöfn þeirra og aðal- einkunnir hér á eftir. Ágúst Ólafsson, húsgagnasm. II. 7.24. Benedikt Hermannsson, húsgagna- sm. II. 6.58. Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason, skipasm. I. 7. 75. Bragi Guðjónsson, klæðskeri II. 6.65. Garðar Björnsson, bakari II. 6.24. Herdís Sigurjónsdóttir, hárgreiðslu- mær I. 8.10. Hreiðar Eyfjörð Jónsson, bifvéla- virki I. 7.50. Jóhann Magnús Jóhannesson, járn- smiður III. 5.68. Jón Sigfús Einarsson, húsasm. I. 7.57. Karolína S. Halldórsdóttir, hár- greiðslumær I. 7.50. (Framhald á 8. síðu). „Leikfélagið hefir gert samn- ing við frú Gerd Grieg um leik- stjórn hér á komandi hausti," sagði ritari félagisns, Hólmgeir Pálmason. — „Ákveðið hefir verið að taka til sýningar „Brúðuheimilið" eftir Henrik Ibsen og mun Alda Möller, leik- kona úr Reykjavík, leika aðal- hlutverkið, sem gestur Leikfé- lagsins. Um önnur hlutverk er allt óráðið ennþá. Svo er ráð fyrir gert að frú Grieg komi hingað norður seinni hluta ágústmánaðar og sýningar hef j- ist í októberbyrjun. — Eins og kunnugt er hefir frú Grieg ann- ast leikstjórn í Reykjavík að undanförnu, hefir sett þar á svið Veizluna á Sólhaugum og Pétur Gaut. Frúin sá sýningu Leikfélagsins hér á „Gullna hliðinu". Þótti henni mjög mik- ið til þeirrar sýningar koma. —- Um Hkt leyti bauð hún leik- félaginu að taka að sér leik- stjórn hér á næsta hausti og setja norskt leikrit á svið hér. En það er starf frúarinnar hér að vinna að aukinni kynningu íslendihga á norskri leiklist. — Leikfélagið tók þessu kostaboði með þökkum og væntir þess, að þetta ár verði fyrir allra hluta sakir eitt hið eftirminnilegasta í leiksögu Akureyrar." Lýðveldiskosningunum valið sérstakt merki Landsnefnd lýðveldiskosning- anna hefir ákveðið að láta gera sérstakt merki, sem notað verð- ur til áuðkenningar á starfs- mönnum og tækjum lýðveldis- kosninganna. Sams konar merki verður af- hent hverjum kjósanda, sem hefir lokið kosningunni, til að- greiningar frá þeim, sem eftir eiga að greiða atkvæði. JVIerki þetta eru þrjú bjark- arlauf á hvítum grunni, og hef- ir Jörundur Pálsson teiknað það. Landsnefnd lýðveldiskosning- anna hefir skýrt svo frá, að hún hafi valið þetta merki til að „vekja þann vorhug meðal þjóð- arinnar við þau einstæðu tíma- mót, sem framundan eru, að hún vilji íramkvæma eitthvað, sém má verða landinu og henni (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.