Dagur - 11.05.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 11.05.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. maí 1944 DAQUR Jónas Jónsson: ERU ÞtTTA GULLSKÝ EÐA KÓLGUBAKKAR! Fyrir nokkrum árum þóttust sumir Reykvíkingar sjá gullský yfir bænum, og þeir bjuggust við, að gullpeningum myndi rigna yfir réttláta og rangláta í borginni. Það voru undarlegir gestir í bænum, baron sunnan úr Balkanlöndum með fríðu föruneyti. Þessir fínu menn voru dögum oftar í stjórnarráðinu að tala við ráðherrana um þýðingarmikil mál. Blöðin vissu um erindi þeirra og lögðu eindregið til að gestunum væri sýndur ýtrasti sómi. Hér var um stórmál að ræða. Baróninn ætlaði að hefja hér stórmikla námuvinnslu, meiriháttar iðnrekstur, og auk þess var látið liggja að því, að þeir félagar gætu útvegað landinu margar milljónir að láni með riijög góðum kjörum. Þessi ijár- og atvinnuvon varð til að skapa heita og vonsæla tilhlökkun í brjóstum manna. Þeim sýndist himininn ekki lengur ktildagrár og ömurlegur, heldur voru skýin björt með gullfölduðum röndum. En eftir fáa daga fór öll dýrð af baróninum og félögum hans. Það kom í ljós, að þeir voru peningalausir og tiltrúarlausir. Er- indi þeirra var það eitt, að nota sér reynsluleysi hins reynslulausa félagsmálalífs á íslandi, þar sem flökkumenn úr undirheimum stórborganna gátu lifað og látið eins og þeir væru forustumenn og réðu yfir tiltrú og auðæfum. Reykjavík varð þögul, eftir að baróninn hafði verið afhjúpað- ur. Gullskýið hafði verið kólgubakki, sem slapp um stutta stund úr álögum útmánaðanæðinganna. Stórar og voldugar þjóðir verða stundum fyrir háskalegum sjón- hverfingum, engu síður en fólk í afskekktum höfuðborgum. Fyrir fáum árum hugði franska þjóðin sig örugga bak við Maginot- virkin. Hún sá gullský kjarabótanna hvarvetna yfir höfðr sér. Lífsnautn augnabliksins varð meginatriði tilverunnar. Vinnan var álitin böl og hörmung. Starfsdagurinn var styttur meira en áður hafði þekkzt, og nýjum hvíldardegi bætt við þann, sem Gyðingar höfðu lagt mannkyninu til. Orlof á kostnað atvinnuveganna var lögboðið. Ef orðinu hallaði í verksmiðjunum, hættu kommúnist- arnir að vinna og neituðu að fara úr vinnustöðvunum. Eftir stutta stund var Frakkland, ríkasta landið í álfunni, hætt að vera sam- keppnisfært við nábúaþjóðirnar. En bak við virkisgarðinn var voldug þjóð, sem vann hvíldarlaust að því, að geta sigrað allan heiminn. Þar var unnið dag og nótt eftir skipulegri áætlun. Þegar fylling tímans var komin, brutust Þjóðverjar inn í Frakkland, gersigruðu her, sem var talinn einn bezti í allri álfunni, á fáeinum dögum, tóku í sína þjónustu auðlindir landsins og hnepptu frönsku þjóðina, fjötraða bæði líkamlega og andlega, í grimmasta þrældóm. í hlekkjum formælti franska þjóðin þeim, sem höfðu mótað svikul gullský á himininn, og hulið sjálfan veruleikann. Þar hafði verið að verki samskonar lýður eins og sá, sem þóttist koma með auð og allsnægtir til íslendinga. England hefir arfleitt flestar nútímaþjóðir að allskonar frelsí og miklu af því, sem bezt er í heimilismenningu nútímans. En þessi mikla og merk.ilega þjóð hafði nálega brotið fjöregg sitt um sama leyti og baróninn gisti Reykjavík. Þjóðverjar vígbjuggust þá með stórkostlegum ákafa og fyrirhyggju, alveg sérstaklega í því skyni að rífa enska heimsveldið til grunna og hneppa ensku þjóðina í ánauð. Frá sendimönnum Breta í Þýzkalandi streymdu óyggjandi heimildir um þessa þjóðarhættu. En þjóðin vildi ekki sjá hættuna. Hún vildi kjarabætur, félagslegt öryggi, léttari og skemmtilegri lífskjör. Baldwin forsætisráðherra vann stórmikinn kosningasigur með því að játa með kjósendum að Bretar þyrftu ekki að búa sig undir að verja land sitt. Hann lýsti yfir nokkru síðar, að |:>essi sigur hefði ekki unnizt, nema með því að neita hinni óþægilegu staðreynd, að framundan var gífurlegasta styrj- öld sögunnar, þar sem tefla var um líf og dauða Bretaveldis og alls frelsis í heiminum. Enskir kjósendur eltu gullský kjarabótanna að kjörborðinu. Síðan liðu fáein missiri: Gullskýið var þá horfið, en dökkir reykj- armekkir stigu til himins úr borgum Englands. Nú var ekki leng- ur talað um kjarabætur, heldur að fórna öllu, vinnuorku, eignum og lífi. í stað kjarabóta var kjósendum sagt í fullkominni alvöru, að nú væri sviti, tár og blóð fórnir hvers Englendings. Brezka þjóðin sýndi í hinni mestu mannraun, að alvöruleysið úr kosn- ingum Baldwins var ekki hennar innsta eðli, heldur manndómur og hetjulund, sem bæði mun bjarga framtíð Bretaveldis og ann- arra frjálsra þjóða. Á'Sambandsfundi á Akureyri vorið 1920 var gullský yfir höfð- um fundarmanna. Þjóðin hafði grætt ár frá ári og taldi sig ríka. Leiðtogar samvinnumanna voru líka haldnir af gróðahugsjón samtíðarinnar. Það komu fram mjög ákveðnar tillögur um að S. í. S. skyldi kaupa stórt vöruflutningaskip. Málið var gott, en ótímabært. Stórkostlegt verðhrun var yfirvofandi. Forstjóri S. í. S. sá hættuna, en fáir aðrir. Hann sagði, að Sambandið myndi á nokkrum vikum tapa milljónum króna á því að kaupa skip á þeim tíma, og slfkt tap gæti auðveldlega orðið S. í. S. að falli, Fundarmenn héldu fast við skoðun sína, þar til forstjórinn lýstí yfir, að hann myndi tafarlaust segja af sér starfi sínu, heldur en framkvaema verk, sem hann vissi að vasri stórhaettulegt fyrirtækí því, sem hann stýrði. En fundarmenn vildu heldur vera án nýja skipsins heldur en missa Hallgrím. Eftir fáar vikur var hjunið komið, stríðsgróðinn horfinn, en skuldir og fátækt komin í stað ímyndaðrar auðsældar. Þannig voru veðrabrigðin 1920. Enn líða nokkur ár. Héðinn Valdimarsson hafði um langa stund barizt móti ásókn kommúnista. Skorti Héðin hvorki með- fædda greind, lærdórn né skaphörku í baráttunni. F.n skyndilega breyta kommúnistar um aðferð. Þeir mála gullský á himininn, og bjóða Héðni og stallbræðrum hans sælar samvistir á sigurgöngu verkalýðsins til æðstu valda á íslandi. Héðinn gleymdi fortíð sinni, lærdómi sínum og reynslu, og gekk um stund inn í töfra- borg sinna verstu fjenda. Eftir stutta stund kom hann þaðan aftur. Þá sá liann, að aldrei hafði verið gullský á lofti, heldur úlfgrár kólgubakki austrænna byltingarhugmynda. En þessi veðurvilla var örlagarík. Hún lokaði þeirri starfsleið, sem hann Hafði fylgt um fimmtung aldar. Sumarið 1942 var enn á lofti á íslandi gullský vinstri stjórnar. Kommúnistar buðu nú gömlu félögum Héðins Valdimarssonar og Framsóknarmönnum að skapa með byltingarlýðnum fagurt, póli- tískt kærleiksheimili. Enn varð himinn pólitísku vonanna rós- rauður. Enn duldist vel skynbærum mönnum, hvað var fólgið bak við roðann. En eftir nokkra mánuði var*hið gullna ský fölnað, en í þess stað sýnilegir illúðlegir útsynningsklakkar. „Vinstri stjórnin“ varð aldrei nema loftsjón. Enn byrjaði ný gullskýjasókn á íslandi. Nú var prédikað, að ailir ættu að gera kröfur, allir ættu að fá kjarabætur, öll laun skyldi margfalda, svo og kaup við hvers konar störf. Þó að fram- leiðslan félli í verði erlendis, þyrfti ekki að lækka kaupið, heldur þær eignir, sem til væru í landinu. Síðan mætti fella krónuna, eftir því sem með þyrfti, til að halda nógu hárri krónutölu á kaupi og launum. Landbúnaðurinn á að leggjast í eyði, útvegur- inn að vera rekinn’ á kostnað alþjóðar, meðan nokkuð er til að eyða. . Þetta er gullský yfirstandandi tíma. Margir menn gá til veðurs og þykir það fagurt. Menn gæta þess ekki, að bak við töfraskýið bíður eyðing sjálfstæðra atvinnuvega, eyðing sparifjár og sjóða, eyðing séreigna, upplausn heimilanna og öruggur bani hins lengi þráða pólitíska sjálfstæðis. Enn er barizt um þetta mikla mál í landinu. Margir elta Balkanbaróninn, kjarabótakjösendur Leons Blum og Baldwins, Héðin Valdimarsson, þegar hann var berg- numinn, eða frumherja þeirra samtaka, sem trúðu byltingarflokk- unum til að vilja vernda þingræðisskipulagið. En það eru líka til á öllum tímum menn, eins og þeir, sem sáu með Hallgrími Krist- inssyni kólgubakkann 1920, og námu staðar áður en það var of seint, eða fólk, sem getur snúið við í hættunni, eins og brezka þjóðin eftir fall Frakklands 1940. Enn mun allmargt þvílíkra manna á íslandi. Þeir horfa djarf- lega til veðurs, trúa ekki töframyndum en ganga með karlmanns- kjarki að því verki að bjarga þjóð sinni frá áþján og kúgun. Pjóðaratkvæði 20.-23. mai LEIÐBEININGAR FYRIR KJÓSENDUR. Þannig lítur kjörseðillinn út, eftir að kjósandi hefir með at- kvæði sínu samþykkt niðurfall sambandslagasamningsins og greitt atkvæði með lýðveldisstjómarskrá íslands. II Þingsályktun frá 25. febrúar 1944, um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918: (Þingsályktunin orðrétt á kjörsðlinum). X já x nei Stjómarskrá lýðveldisins íslands, samþykkt á Alþingi 1944. X iá || nei Munið að greiða atkvæði um BÁÐ AR tillögurnar eins og hér er sýnt. SAÐTIMI. Grein í New York Times. Sumar gengur í garð að þessu sinni eftir mildasta vetur á norðurvegum um langa hríð. Um öll norðanverð Bandaríkin hefir brún moldin verið nakin í vetur. Austur í Rússlandi frusu Pripetmýrarnar aldrei svo, að þær héldu skriðdrekum og fall- byssum hinna stríðandi herja. Vér komum því að þessum árs- tíðaskiptum nær því óviðbúin. Mannkynið er ef til vill ekki við því búið, að lifa hina óum- flýjanlegu, ofsalegu atburði þessa sumars. Því að þessi árs- tíð hinna fögru drauma er líka árstíð athafnanna. Skáldin hafa lofsungið komu vors og sumars, kveðið um norðurför farfugl- anna .grænkuna sem færist yfir völl og akur, um tré og blóm í dásamlegu lauf- og blómskrúði. En koma vors og sumars táknar meira en þetta, og fremur nú en endranær. Því* að á bak við þetta tjald og á þessu leiksviði, þar sem blómagarðarnir búast lífi og litum, þar sem plægð jörðin tekur á sig nýjan svip og leysingavatn leikur um vatns- liljurnar á kyrrlátum stígum, þar sem elskendur ættu að leið- asb — um það allt verður miskunnarlaust stríð að geysa. Þetta stríð er ekki eingön^u bundið vélum og sprengiefnum. Það eru hin ytri merki þess. Stríðið byrjar djúpt í mannleg- um hjörtum, eins og rótin skýt- ur öngum djúpt í mjúkri, dökkri moldinni. í eðli sínu er það eins ómótstæðilegt og rót- aranginn, sem teygir sig út í moldina. Hið gróandi líf verður aldrei sigrað, hversu illilega sem traðkað er á því. Það eru því tvennt stríð sem vér verðum áhorfendur að þeg- ar sól er komin hátt á loft og blikan er vel uppi. Það er stríðið í fréttunum. Það mun eflast og aukast, verða ægilegra og skelfilegra. Rússar standa á þröskuldi sigurs. Hin hræðilega og illvíga stríð á Ítalíu mun nálgast úrslit. Herirnir sem bíða á Bretlandseyjum munu greiða þung högg. Boginn er spenntúr og örin mun fljúga. Þetta verð- ur árstíð sársaukanas, árstíð dauðans áður en hún verður árstíð sigursins. Og svo er það stríðið sem ekki er í fréttum. Vér getum vart gert oss í hugarlund vonir, ótta og hatur þeirra 400 milljóna sem byggja Evrópu, einkum þeirra er byggja her- numdu löndin. í tíu ár hafa þessar þjóðir búið við yfirvof- andi og raunverulega ógn naz- ismans. Hann hefir verið eins og ljótt, dökkt ský sem dregið hefir upp á hamingjuhiminn þeirra. Og nú, mitt í hræðilegu dauðaregni, er það að tvístrast. Hinn evrópiski risi raknar úr dvala. Því að helvetur nazism- ans nálgast nú hið ógnum þrungna vor. Sáðtíminn er kominn, tími plægingamanns- (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.