Dagur - 11.05.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 11.05.1944, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 11. maí 1944 DAQUR srtfMwm (Framhald). gegnum tárin. ,Þú ert bölvaður asni,---, afsakið náðugi herra, en þetta eru hans eigin orð---, en þú ert edrú. Farðu með bréfið.“ Málbeinið á Janoshik var nú orðið svo liðugt, að hann hefði lialdið áfram með sögu sína í þessum stíl, ef Reinhardt hefði ekki allt í einu gripið fram í fyrir honum: „Haltu þér samanl“ hrópaði hann æfareiður. „Hver var utaná- skirftin?" „Hvernig ætti eg að vita það, yðar hágöfgi. Eg er heiðarlegur maður. Mér voru gefnar tíu krónur til þess að koma bréfinu í póst, en ekki til þess að lesa utan á það. Því að lesa utan á bréf, er fyrsta skrefið til þess að opna það og lesa innihaldið og eg læt ekki freista mín. Nei, yðar hágöfgi, ekki eg.“ Reinhardt ákvað ,að láta þennan siðalærdóm eins og vind um cyrun þjóta, í bráðina að minnsta kosti. ,,Jæja,“ sagði hann, ,,og hvenær komstu svo bréfinu í póst?“ „O, það er nú einmitt það, sem er það hörmulegasta," svaraði Janoshik grafalvarlegur. Samvizkubitið og iðrunin virtust ætla að gera út af við hann. „Póstaðurðu bréfið ekki?“ „Það var hreint ekki mér að kenna," sagði Janoshik í afsökunar- tón. „Því að laglegi, ungi maðurinn kom og lét taka mig áður en eg gat komizt á pósthúsið." „Ágætt,“ sagð,i Reinhardt. Janoshik hristi höfuðið. „Það er nú einmitt ekki gott, yðar há- göfgi. Það væri þungum steini Iétt af hjarta mér, ef bréfið kæmist f póst.“ „Hvar er bréfið?" „Eg veit það ekki,“ játaði Janoshik. „F.g týndi því. Eg hlýt að hafa lagt það frá mér einhvers staðar niðri í kjallaranum, meðan mest gekk á út af hvarfinu. Og þó hafði eg svo oft sagt við sjálfan mig: Janoshik! Gættu þín nú að týna ekki bréfinu. Veslings liðsfor- inginn treystir þér, og þú mátt ekki bregðast því trausti1-“. Reinhardt var ýmsu vanur um dagana og ekki gefinn fyrir að op- inbera tilfinningar sínar. En nú fannst honum út af flóa. Hann sló hnefanum í borðið, svo að undir tók í herberginu. „Monkenbergl" hrópaði hann æfareiður. „Segðu okkur hvernig við förum að því að láta fólk muna liðna atburði." Monkenberg þuldi, eins og up púr bók: „Við setjum það í gapa- stokkinn, eða við berjum það með gúmmíkylfum, eða stálsvipum. Eða spörkum úr því tennumar, eða við hengjum það upp á fingr- unum, eða við...." Sama vingjarnlega sakleysisbrosið lék um varir Janoshik. Hon- um brá ekki það minnsta við þessa upptalningu. Og þegar Monk- enberg staldraði við í lestrinum ,til þess að ná andanum, greip hann fram í fyrir honum, blátt áfram og eðlilega, eins og þeir væra að rabba saman um daginn og veginn. „Þér minnið mig svo mikið á hann Pan Burian, — hann kenndi mér í þriðja bekk. Og eg var í þriðja bekk í þrjú ár, og Pan Burian var eiginlega orðinn hálf óþolinmóður og leiður á mér. Hann barði mig reglulega með svipu, sem hann bjó sér til úr grein af ungu beykitré. Það er sagt, að það sé ekkert beint samband á milli bakhlutans og höfuðsins, og að minnsta kosti var minni mitt jafn bágt eftir sem áður, og Pan Burian tókst ekki að bæta það neitt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.“ Það varð augnabliks hlé á yfirheyrslunni, eftir að Janoshik hafði komið að þessari athugasemd, svona eins og til þess að þeir hefðu tíma til að átta sig á hinni saklausu einfeldni. Reinhardt fann til meðaumkunar með hinum óhamingjusama Pan Burian. Þolinmæðil Þolinmæði! hugsaði hann. Nú reynir á þolrifin í henni. „Reyndu nú að muna hvar þú lézt bréfð. Eg skipa þér að reyna að muna það, og veizt að það er hollast, að vera ekki með neina vafninga." Janoshik stóð frammi fyrir kvalara sínum. Hann minnti á sljóan húðarklár, sem er barinn til þess að reyna að dragaþungtvagnhlass, cn kemst ekki úr sporunum þótt hann reyni. Hann baðaði út hönd- unum í örvæntingu. „Nei. Nei, eg get það ekki. Ekki svona." Þolinmæði lögregluforingjans var nú alveg þrotin. Hann var að þVf kominn, að ryðja úr sér langri runu af hótunum um pyntingar þegar hann sá gleðiljóma færast yfir andlitið á Janoshik. „Eg lagði frá mér sópinn og fötuna, og svo náði eg í hrein hand- klæði, og svo beygði eg mig til þess að reima skóna mína, og svo fór eg-----já, hvert fór eg svo. .. . ?“ „O, bara ef eg væri kominn yfir til Mánes, þá mundi eg geta séð staðinn á augabragði, það þori eg að veðja um. En þér veðjið nú náttúrlega aldrei. Poczporek lögreglustjóri í tuttugustu lögreglu- deild var vanur að segja: Þú skalt aldrei veðja við lögregluna, fanoshik, vegna þess að það er ómögulegt að ná skuldum hjá henni. En ef þér finnið bréfið, þá bið eg yður að sjá um að það verði sett í póst.“ Tillagan um, að hann færi yfir um til Mánes hafði verið borin (Framhald). • IÐUNNAR SKÓFATNAÐUR I » » I I » II ÚR ERLENDUM BLÖÐUM (Framhald af 3. síðu). ins og sáðmannsins. Og það verða ekk iaðeins mannabein, sem verða plægð undir, þegar plógurinn veltir dökkri mold- inni. Þar undir mun og grafinn hinn illi, myrkvi og heiðni andi, sem svifið hefir yfir vötnum Evrópu í meira en áratug. En hverju verður sáð? Hvaða upp- skeruvon gera menn sér? Þetta eru spurningar sem eru tengdar vorinu. Jörðin er þá ný og fersk, mitt í auðn og rústum. Og vissulega gæti nýr himinn hvelfst yfir okkur líka, en ekki fyrr en stríðið hefir verið unnið, á umdeildum hæðum og strönd- um, og fjarlægum, ókunnum vígstöðvum og á öllum þeim þúsundum vígstöðvna, þar sem mannlegar sorgir og óskir og vonir eru skapaðar. Hvers óskar þessi kynslóð? Með hverju verður það blóð, sem nú verður úthellt, goldið? Þetta eru stríðsspurningar. Þetta eru líka mikilvægustu hernaðarmál. Lausl. þýtt. Veggfóður í miklu úrvali, fœst hjá HALLGRÍMI KRISTJÁNS- SYNI, Brekkugötu 13. Sími 206. TAKIÐ EFTIR! Af sérstökum ástæðum verður viðtalstími Vinnumiðlunarskrif- stofunnar — yfir maí- mánuð — kl. 10—12 f. h. en ekki síðari hluta dags, eins og verið hef- ir. SKRIFSTOFUSTJÓRI. F Ö T, á stóran 14 ára dreng, til sölu í Hafnarstræti 106, niðri. Hér með tilkynnist, að eg undirritaður banna öllum óvið- komandi alla veiði í Skjálíanda- fljóti, fyrir landi Þingeyjar að norðan og norðvestan. Helgastöðum í marz 1944. FRIÐRIK JÓNSSON. 20-30 þúsund manns víðsvegctr á lcmdinu / lesa Dag að staðaldri. er viðurkenndur af öllum J Auglýsendurl landsmönnum fyrir gæðL i < < á Athugið, að Dagur er bezta auglýsingablað dreifbýlisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.