Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR DAGUR Rltetjóm: Ingimar EydciL Jóhann Frimann. Hotokor SnocnxsoEu Aigrelðalu og innheimtu annast: Sigíús Sigvarðsson. Skriístoía viO Kaupvcmgstorsr. — Sími 96. BlctOiO kemur út á hverjum iimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Preahrerk Odds BJömssonar. Ömurleg landkynning. gÍÐASTLIÐINN SUNNUDAG átti sá^ er Þetta ritar, leið fram hjá nokkrum hinna auðu og yfirgefnu þorpa, sem hér eru víða í næsta nágrenni bæjarins og raunar úti um allar sveitir hér nærlendis. íbúar þessara bæja voru samlandar okkar um þriggja ára skeið. Nú eru þeir allir á bak og burt. Fæstir eða engir þeirra munu þó horfnir aftur til heimila sinna og frið- samlegra starfa, heldur eru þeir fluttir nær sjálf- um vígvöllunum, og sumir þeirra sjálfsagt þegar búnir að gjalda sína hinztu blóðskuld í þágu þess málstaðar, sem hinar sameinuðu þjóðir berjast nú fyrir víðs vegar um heim allan að kalla. Og enn fleiri þeirra munu nú bíða þeirrar stundar, er þeir leggja líf sitt og limi í sölumar, þegar úrslitaátökin verða milli siðmenningar og villimennsku í veröldinni. EKKI FER HJÁ ÞVÍ, að ýmsar spumingar vak'ni í huga manna, þegar horft er yfir þessi geysilegu, yfirgefnu mannabyggð. Furðu- lega var sambúð þessara tveggja þjóða af ólík- um uppruna og þjóðtungum, er höfðu svo lang- ar og nánar samvistir í einu og sama landi, ann- ars ljúf og árekstralítil, þegar til baka er horft. Og hvað verður nú um öll þessi mannvirki, þeg- ar eigendurnir eru allir á bak og burt? Mikil verðmæti hafa verið lögð í sölurnar hér á þess- um eina útkjálka. Sízt er furðulegt, þótt, „dýr muni Hafliði allur“ — fjárfrekur hinn geysilegi herrekstur í öllum álfum heims. — En ekki var það meininign að ræða þessi mál nánar hér að sinni. Það var aðeins eitt einstakt atriði af öll- um þeim mörgu ráðgátum, er hljóta að leita á hugann, þegar gengið er um hinar auðu borgir, sem fékk mig til að grípa til pennans að þessu sinni. J^YRUM ALLRA SKÁLANNA hefir verið læst, þegar frá þeim var horfið, og prentuð fyrirmæli sjást þar hvarvetna, er leggja bann við skemmdum og hnupli. En því miður er svo að sjá, sem þau fyrirmæli hafi yfirleitt verið að engu höfð. Fjöldi skálanna hefir verið brotinn upp og öllu spillt og snúið þar á annan endann. Eftir að hafa séð þá sjón með eigin augum, freistast menn til að leggja meiri trúnað en ella myndi á allar þær ljótu og ófrækilegu tröllasög- ur, sem ganga nú um bæinn um skemmdaverk, rán og gripdeildir á þessum stöðum. Auk allra þeirra miklu verðmæta, sem spillt er þarna af beinni skemmdafýsn, siðleysi og heimsku, er fullyrt, að heilum vagnhlössum af ránsfeng, svo sem benzíni, sé iðulega ekið á brott þaðan, og hafa jafnvel ýmsir svokallaðir „betri borgarar“ verið bendlaðir — með réttu eða röngu — við slík óhæfuverk. Það er nauðsynlegt að nefna þetta athæfi réttum nöfnum: Þetta er þjófnaður og annað ekki — þjófnaður framinn á ábyrgð þjóðar, sem léttastar fómir hefir fært í þessari styrjöld fram að þessu, — á eignum þeirra, sem þyngsta skuld hafa orðið að gjalda í beinum, efnislegum verðmætum og mannslífum. Auk þess er þetta ein sú allra óheppilegasta og ömurlegasta land- INNRÁS Á KYRRAHAFSSVÆÐINU. Myndin sýnir ameríska innrásarbáta við strönd Bouéainvilleyjar í Salómons- eyjaklasanum. Bandaríkjamenn tóku eyna af Japönum á síðastliönum vetri. „Svo má góðan loía að lasta ekki annan“. OKÓLAMAÐUR“ skrifar blaðinu " á þessa leið: „Puella" ykkar, sú er skrifar kvennadólkinn, rœðir í síðasta blaði um skólamól í sambandi við handa- vinnusýningu barnaskólans hér. Það er gott og ágætt að unna því viður- kenningu og sannmælis, sem vel er gert En jafn nauðsynlegt er og, að það sé gert án þess að deila um leið — beint eða óbeint — á aðra að ósekju. „Puella“ virðist standa í þeirri meiningu, að barnaskólamir séu því nær einu skólamir í landinu, sem nokkra stund leggi á handavinnu- kennslu. „Fæstir aðrir skólar byggja hér nokkuð ofan ó,“ segjr hún. — Sér- kynning, sem hugsast getur fyr- ir þjóð, sem hyggst heimta aft- ur fullt sjálfstæði og óskoruð landsréttindi 1 krafti þess, að hún sé siðmönnuð og fær um að stjórna sér sjálf. Þeir menn, sem setja svartan blett á heiður íslenzku þjóðarinnar á þessum örlagaríku tímamótum, er henni ríður allra mest á fullu trausti og virðingu, drýgja því ekki að- eins skemmdarverk sín og þjófnað á eigin ábyrgð, heldur fremja þeir landráð, sem auð- veldlega gætu komið þjóðinni allri í koll um álla framtíð. j^ÐEINS EITT viðbragð er nauðsynlegt og hugsanlegt í þessum vanda: Almennings-* álitið verður að krefjast þess, að hlutaðeigandi yfirvöld, ís- lenzk og erlend, geri þegar í stað allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir það, að áframhald verði á þessum ósóma, hafi tafarlaust upp á sökudólgunum og refsi þeim eftirminnilega. Þjófar og skemmdarvargar eru ekki líkleg- ustu borgarar og sérréttindastétt hins nýja, íslenzka lýðveldis. Það er ástæðulaust að halda upp á þjóðfrelsisdagana með því að sýna þeim nokkra sérstaka lin- kind og nærgætni. staklega tekur „Puella" það fram, að sér sé „óskiljanlegt, að handavinna, einhvers konar, skuli ekki vera kennd við gagnfræðaskólana. Hér á Akur- eyri ætti a. m. k. að vera hægt að koma því við í hinu nýja og geysi- stóra skólahúsi,“ bætir hún við orð- rétt. — Nú ætti öllum ,sem skrifa um skólamál, að vera vorkunnarlaust að afla sér upplýsinga um það, — ef þeir þá vita það ekki áður, — að mikill fjöldi skóla í landinu kennir nú einhvers konar handavinnu og leggur vaxandi stund á þá starfsemi. Og héraðs- og gagnfræðaskólamir eru hér sízt nokkrir eftirbátar annarra skóla — og ekki heldur bamaskól- anna — þ. é. a. s. þeir þessara skóla, sem nokkra aðstöðu hafa til þess að sinna slíkri kennslu vegna húsnæðis síns. Handavinnukennslan er — svo sem alkunnugt er — mjög rúmfrek — en sem betur fer hafa nú langflestir þessara skóla smám saman aflað sér aðstöðu til þess að geta látið til sín taka einnig á þessu sviði. ÞEGAR KEMUR AÐ hinu ^„geysistóra" húsi Gagnfræðaskól- ans hér, ætti a. m. k. leiðtogum í skólamálum hér á Akureyri að vera fullkunnugt um það, að þessi bygging var ekki lengra á veg komin í haust en svo, að fresta varð alllengi skóla- setningu beggja þeirra menntastofn- ana, sem þar er ætlaður samastaður, áður en þær gátu hafið nauðsynleg- ustu bóklega kennslu í nokkrum stof- um í kjallara byggingarinnar. Það ætti því sízt að vera nokkurt furðu- efni, þótt ekki hafi enn verið hægt að sinna handavinnukennslu þar. Hins vegar er það heldur ekkert launung- armál, að svo er ráð fyrir gert, að vemlegur hluti af kennslustofum þeim í kjallara hússins, sem x vetur hafa verið notaðar til bóklegrar kennslu, verði framvegis ætlaðar til verklegra námsiðkana. — Reynslan mun einnig skera úr því — og það mjög bráðlega — hvort nokkur ástæða sé til að fást um það, hversu „geysistórt“ þetta skólahús er, því að vafalaust verður það notað út í ystu æsar þegar á næsta vetri. ■tTUGLEIÐINGUM „PUELLU“ um sérstöðu menntaskólanna gagn- vart verklegu námi, skal hér látið ósvarað að sinni. En hví skyldi slík kennsla hafa minna menningar- og uppeldisgildi fyrir það fólk, sem er að búa sig undir háskólanám, en nem- (Framhald á 5. síÖu). Miðvikudagur 17. raaí 1944 --------------------------j Gamlar veðurspár. Veðrið og aftur veðrið er aðalumræðuefni, aar sem tveir eða fleiri hittast. „Ætli hann fari nú ekki að hlýna úr þessu?“ spyrja menn hverjir aðra en árangurslaust, því að svar við slíkri spurningu er víst torfundið. Öll þráum við gott vor og hlýtt sumar, en það er annað að þrá en að fá, og það mættum við muna íslenzkar konur, þó að okkur langi til að ganga léttklæddar og samkvæmt sumartízk- unni, að við búum við hin nyrztu höf og að oft hafa íslenzk sumur brugðizt til beggja vona. Fjarri sé mér að spá nokkru um komandi sumar, en það er von mín og okkar allra að það megi verða gott. Eg var að glugga í gömlu almanaki, þar sem blrtar eru veðurspár úr rími Þórðar biskups Þorlákssonar (prentuðu á Hólum 1671). Þar segir meðal annars: „Kaldra daga bland í Maio héldu þeir gömlu góðs árs teikn. Eftir veðráttu á Medardimessu (8. júní) plaga sumir að geta til um haustveðráttu. Klárt veður á Þingmariumessu (2. júlí) er haldið merki góðrar veðráttu framvegis. Ef fullt tungl er á Ólafsmessu (27. júlí), má vænta eftir hörðum vetri. Klárt veður út Bartholomeidag (24. ágúst) boðar gott hauSt. Þurrt veður á Egidiusmessu (1. sept.) halda sumir merki þurrt haust“. í þessum gömlu veðurspám er margt skrítið og skemmtilegt og nógu gaman væri að kunna einhverja þessara setninga til þess að skella á kunningja sína, þegar þeir spyrja: „Hvað held- ur þú um veðrið?“ Því að ekki er að vita, nema „þeir gömlu“ hafi haft eitthvað fyrir sér, er þeir tóku þetta saman og skráðu. ,JPuella“. ★ Tíu lagaboðorð giftra kvenrta, sem sagt er, að Carmen Sylva Rúmeníudrottning hafi samið. 1. Ekki skaltu vera orsök til fyrsta ósamlynd- is ykkar hjónanna, en byrji hann, skaltu verja málstað þinn duglega. Það hefir vanalega góðar afleiðingar að vinna fyrsta sigurinn. 2. Hafðu það hugfast, að þú giftist manni, en ekki guði, og verður þú að taka vægilega á brest- um hans. 3. Vertu ekki alltaf að nauða um peninga við manninn þinn; reyndu að komast af með það, sem hann, með góðu, lætur þig fá. 4. Ef þér finnst maður þinn vera kaldlyndur, þá gefðu honum daglega vel tilbúinn mat með blíðu, og þá muntu hitta hjartastrengi hans. 5. Einstöku sinnum skaltu lofa manni þínum að hafa síðasta orðið, það gleður hann, en skað- ar þig ekki. 6. Þótt þú eigir annríkt daglega, skaltu samt líta í blöð og bækur. Það gleður mann þinn, að geta talað við þig um almenn málefni, en ekki sífellt búhnauk og matarskraf. 7. Vertu ekki frekjufull við mann þinn, mundu eftir því, að sú var tíðin, að þú settir hann að gæðum og kostum upp fyrir alla aðra menn. 8. Viðurkenndu við tækifæri, að maður þinn hafi rétt, og að þú sért sjálf ekki fullkomlega ó- skeikul. 9. Sé maður þinn hæfileikamaður skaltu vera honum vinur. En sé hann það ekki, þá skaltu vera honum vinur og ráðgjafi. 10. Þú skalt virða skyldmenni manns þíns, einkum móður hans; hún elskaði hann löngu fyrr en þú. ★ v Þolinmæði er áreiðanlegasta hjálparmeðalið í þrautum og sorgum. (Kínverskt spakmæli).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.