Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. maí 1944 DAGUR S Ferming í Akureyrar- kirkju í maí 1944 Vppsti&nin6fiiida&. PILTAR: Agnar Bertharð Óskarsson. Guðmundur Karl Óskarsson. Baldur Karlsson. Baldur Jónsson. Bjarni Gestsson. Björn Ólsen. Einar Gunnar Jónsson. Einar Grétar Þorgeirsson. Eiríkur Bjamar Stefánsson. Friðgeir Axfjörð. Geir Öm Ingimarsson. Geirfinnur Trausti Hallgrímsson. Guðbrandur Sigurgeirsson. Guðjón Björgvin Sæmundsson. Guðmundur Þorsteinn Bjamason. Gunnar Þórsson. Gunnar Due Júlíusson. Halldór Júlíus Vigfússon. Hannes Arnar Guðmundsson. Júlíus Arason. Jón Guðmundur Bemharðsson. Jón Kristján Friðriksson. Páll Möller. Páll Sigurlaugur Jónsson. Ríkarður Reynir Steinbergsson. Sigurður Vilhelm Hallsson. Valgarður Frímann. Vilhelm Þorgeirsson. Þorvaldur Snæbjömsson. STÚLKUR: Agatha Sigurlaug Kristinsdóttir. Agnes Guðrún Ingólfsdóttir. Andrea Margrét Þorvaldsdóttir. Andrea Pálmadóttir. Anna Gabriella Stefánsdóttir. Anna Friðrika Steindórsdóttir. Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir. Ásta Guðbjörg Þengilsdóttir. Bima Margrét Jónsdóttir. Björg Baldursdóttir. Erla Gunnarsdóttir. Erla Júlíusdóttir. Filippía Ólöf Þór. Gréta Pétursdóttir. Gróa Sigfúsdóttir. Guðbjörg Malmquist Guðlaug Kristinsdóttir. Guðrún Bjömsdóttir. Guðrún Helgadóttir. Guðrún Jónsdóttir. Guðrún Kristín Sveinbjömsdóttir. Helga Svala Nielsen. Hildur Friðjónsdóttir. Ingibjörg Bjarnadóttir. Jónína Sigríður Axelsdóttir. Kristín Valdemarsdóttir. Óda Kristjánsdóttir. Stella Bryndís Pétursdóttir. Sunnudaginn 21. maí. PILTAR: Baldur Hólmgeirsson. Brynjar Valdemarsson. Friðrik Kristjánsson. Kristján Kristjánsson. Frosti Skagfjörð Bjamason. Geir Haraldsson. Guðmundur Öm Ámason. Gunnar Bernharð Guðjónsson. Gunnlaugur Friðfinnur Jóhannsson. Haukur Eiríksson. Hjörtur Fjeldsteð. Hreinn Guðmundur Þorsteinsson. Jóhann Birgir Sigurðsson. Jón Magnús Pétursson. Júlíus Ámason. Karl Sigurbjörn Kristjánsson. Kári Bragi Jónsson. Kristján Sigurður Guðmundsson. Magnús Óskarsson. Ólafur Haukur Helgason. Sigurjón Valberg Jónsson. Sigurður Bárðarson. Sigurður Gunnar Guðlaugsson. Snorri Snorrason. Stefán Hallgrímsson. Stefán Bryngeir Einarsson. Valur Ragnarsson. Þorsteinn Marinó Jakobsson. STÚLKUR: Ásdís Steingrímsdóttir. Rósa Steingrímsdóttir. Áslaug Þorleifsdóttir. Edda Valborg Eggertsdóttir. Guðrún Anna Kristinsdóttir. Helga Leósdóttir. Hulda Haraldsdóttir. Ingibjörg Jóhanna Eyfjörð Ólafsd. Kristín Friðriks Hermundsdóttir. Kristbjörg Halldórsdóttir. Óla Kally Sigríður Þorsteinsdóttir. Ragnheiður Kristín Arinbjarnard. Rannveig Jónsdóttir. Sigríður Ólafsdóttir Thorarensen. Sigríður Halldóra Hermannsdóttir. Sigrún Pálína Viktorsdóttir. Sólveig Pálsdóttir. Steinunn Helga Björnsdóttir. Stefanía Kristín Albertsdóttir. Svana Karlsdóttir. Svanfríður Guðmundsdóttir. Rósfríð Kristín Vilhjálmsdóttir. Ulla Þormar. Vilhelmína Bergþóra Þorvaldsd. Þorbjörg Brynhildur Jónsdóttir. Þóra Þorsteinsdóttir. Kínverjar heiðra ameríska flugmenn Landið ei» fagurt og frítt Fallegasta FERMIN GARGJ ÖFIN. Bókabúð Rikku Hafnarstræti 83. — Sími 444. Frá happdrætti templara á Akureyri. Enn hefir ekki verið vitjað vinninga, sem komu á nr. 710, 2359 og 1709. Vinninganna þarf að vitja fyrir 17. júní næstk. HAPPDRÆTTISNEFNDIN. Kaupum vel hreinar PRJÓNA- og VAÐMÁLSTUSKUR. Vöruhús Akureyrar Casko trélím á 7.00 kr. kg. VERZLUNIN LONDON Pólitúr gulur og glær, íyrliggjandi. VERZL. LONDON. UPPBOÐSAUGLÝSING Laugardaginn þann 27. þ. m. verður opinbert uppboð haldið á dánarbúi Aðalbjarnar Pálssonar á Myrká og hefst kl. 1 eftir hádegi. Þar verður selt: 8 hross, 35 kindur, smíða- tól, trjáviður og margt fleira. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Hreppstjórinn í Skriðuhreppi, 13. maí 1944. EIÐUR GUÐMUNDSSON. Myndin sýnir kínverskan flughershöfðingja afhenda amerískum flugmönnum heiðursmerki fyrir að fljúga frá Chungking til Cairo með Chiang Kai-Shek og frú hans og heim aftur, er þau sóttu Cairo-ráðstefnuna. FOKDREIFAR. I (Framhald af 4. síðu). endur annarra alþýðuskóla? Eða er það fyrirfram vitað, að það þurfi aldr- ei að drepa hendi sinni í kalt vatn eða sinna venjulegum störfum, þar sem því kæmi engu síður vel en öðr- um dauðlegum mönnum að kunna eitthvað til algengustu heimilisstarfa og búhegurðar?“ Sorgleg ómenniné• yMSUM BÆJARBÚUM og nær- sveítamönnúm mun um það kunnugt, að Skógræktarfélag Eyja- fjarðar fékk fyrir nokkrum árum um- ráðarétt yfir allmiklu landsvæði með- fram ströndinni handan við Pollinn ■ beint andspænis bænum. Lét fé- lagið strax girða þessa landræmu og hefir síðan árlega látið gróðursetja þama nokkur þúsund trjáplantna. Er nú þegar vaxinn þar upp nokkur vísir að skógi, og munu vinir og unnendur skógræktarmálanna þegar í anda sjá fagurt skógarbelti speglast í höfninni og veita mönnum og konum framtið- arinnar augnayndi og sálubót. — Og enginn myndi að óreyndu trúa því, að til séu svo hugsunarlausir og siðspillt- ir menn, að þeir geri sér leik að því að spilla þessum vaxandi gróðrarreit og tefja þannig og torvelda hugsjóna- starf samborgara sinna að óþörfu. I^ÝLEGA heyrði eg þó ljóta og sorglega sögu hafða eftir bónda einum, sem á lands að gæta í nánd við þessa girðingu Skógræktarfélags- ins. Var eftir honum haft, að hann þyrfti iðulega að slökkva elda, sem aðkomumenn — víst aðallegá ein- hvers konar „skemmtiferðafólk“ héð- an úr bænum — kveikti sér til gam- ans á þessu svæði og myndu gereyða öllum skógargróðri þarna, ef ekkert væri aðhafzt til þess að slökkva þá og hefta útbreiðslu þeirra. Er talið, að allstórar skákir af skógarlendinu hafi þegar eyðilagzt af þessum sökum. CÚ ÓSKEMMTILEGA og óskiljan- lega skemmdafýsn, sem þarna kemur fram, er vafalaust af sama ógeðslega toganum spunnin eins og starfsemi þeirra „veiðigarpa", sem gera sér enn leik að því að granda varnarlausum fuglum og eggjum þeirra hér í nánd við bæinn og höfn- ina. Og sama skemmdafýsnin og sið- leysið kemur fram í óteljandi öðrum myndum. Það þarf að koma í veg fyr ir það, að slík manntegund fái óhindr- að að leika láusum hala. Það er bæði skaði og skömm að því, að ekki skuli tíðkanlegt lengur að setja slíka ná- unga í gapastokkinn og hafa þá þar til sýnis fyrir almenning á götum og gatnamótum, eða rassskella þá opin- berlega upp við staur. Engin hegning- araðferð myndi hæfa svo úrkynj- uðum láglýð betur — til hvaða stétt- ar þjóðfélagsins sem hann kann nú að teljast að öðru leyti. ÁVARP frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga Undanfarin ár heiir oft verið um það rætt, að sjálfsagt væri að efna til árlegs skógræktardags, svo að þeir, sem láta sér ant um skóggræðslu, gætu vakið áhuga allra lands- manna fyrir þessu mikilsverða máli með alls konar út- breiðslustarfsemi, og í samvinnu við blöð og útvarp. Jafn- framt yrði og saínað fé til aukinna skógræktaríram- kvæmda. Landsnefnd lýðveldiskosninganna hefir ákveðið að gefa út merki í sambandi við atkvæðagreiðsluna, sem starfs- mertn þeirra bæru til auðkenningar. Einnig yrðu sömu merki og þessi, en í annarri stærð, afhent sérhverjum kjós- artda, sem irtnt hefir af hendi kosrringaskyldu sína. Innan landsrtefndarinnar kom fram sú hugmynd, að merki þetta væri þartnig úr garði gert, að það beindi at- hygli martna að einhverju því hugðaretru, sem öll þjóðin gæti staðið sameinuð um í nútíð og framtíð, án tilltis til stéttarhagsmuna eða stjórnmálaágreinings. Urðu skóg- ræktarmáfin einróma fyrir valinu, og því varð merki lýð- veldiskosrtingartna þrjú bjarkarlauf. Landsnefrtdin hefir og afhent Skógræktarfélagi Islands merkið til eignar og notkunar að afloknum kosningunum. Þar sem rtefndin sýnir Skógræktarfélaginu slíkan velvilja, finnur stjórn félagsirts hvatrúngu hjá sér, til þess að láta þessa hugulsemi landsrtefndarirtnar koma að sem mestum notum til eflingar málinu. Mun Skógræktarfélag Islartds gangast fyrir almenrtri fjársöfnun til skógræktar ÞÁ DAGA, SEM ATKVÆÐA- GREIÐSLAN STENDUR YFIR. Með þessari fjársöfnun verður kjósendum lartdsirts gefinn kostur á því að leggja fram skerf sinn, stóran eða smáan, til þessa stórmerka framtíðarmáls um leið og þeir leggja hornsteirúnn að end- urreisn hins íslenzka lýðveldis. Sérstaklega skal tekið fram, að landsnefndin lætur merkið kjósendum ókeypis í té, og fylgja því engar kvaðir. Kemur merkið ekki tjársötnurúnni við á nokkurn hátt. Hins vegar er það stjórn Skógræktarfélags Islands, ásamt þeim áhugamörmum, sem hún fær í lið með sér, er að öllu leyti annast um og ber ábyrgð á fjársöfnun þessari. Með fé því, sem væntanlega safnast, verður stofnaður sjóður, sem nefnist LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR SKÓG- RÆKTARFÉLAGS ÍSLANS. Verkefni þessa sjóðs verð- ur að efla og styrkja hvers konar landgræðslu, einkum skógrækt, en jafnframt því skal unnið að því að græða upp örfoka og eydd lönd og stemma stigu fyrir frekari skemmdum og eyðingu núverandi gróðurlendis, sem enn er víða hætta búin. Hér í kringum Eyjafjörð hefir Skógræktarfélag Eyfirð- inga tekið að sér forgöngu um fjársöfnun þessa, og hefir það í því skyrú leitað til ýmissa félaga úti um héraðið og beðið þau að starfa að hertrú, hvert á sínu félagssvæði. Á Akureyri mun félagið annast fjársöfnurúna. Það eru vin- samleg tilmæli félagsstjórnarirmar til almenrúngs, að vel verði brugðizt við fjárbeiðrú þessari. Það hefir lengi verið draumur margra, að fjallið yrði klætt á ný, nú er tækifær- ið fyrir alla, unga og gamla, að leggja fram sinn skerf til stórfellds átaks í því efni. Stofnun myndarlegs land- græðslusjóðs yrði stærsta sporið, sem þjóðin hefir enn stig- ið í þá átt að græða þau sár, sem gáleysi liðinna kynslóða hefir veitt íslenzkri gróðurmold. STJÓRN SKÓGRÆKTARFÉLAGS EYFIRÐINGA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.