Dagur - 08.06.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 08.06.1944, Blaðsíða 2
DAOUR Fimmtudagur 8. júní 1944 Gróði Eimskipafélaos fslands á síð- astliðnu ári er U miljónir króna. Fyrir skömmu vitnaðist, að gróði Eimskipafél. ísl. hefði ver- ið 24 millj. kr síðastl. ár. Brá þá viðskiptaráð við og fyrir- skipaði farmgjaldalækkun á skipum félagsins um 45%. Að vísu telur félagið gróða sinn í reikningum þess ekki nema 18 millj. kr., en upplýst er ,að ráunverulegur gróði þess er eins og áður segir, þegar með er reiknað framlag til vátrygg- ingarsjóðs, flokkunar á skipum þess og afskrifta. Þessi tuga milljóna gróði Eimskipafélagsins á einu ári er runnin frá farmgjöldum á leiguskipum, sem ríkisstjórnin útvegaði og lagði undir yfirráð félagsins. Við þessa gróðalind Eim- skipafélagsins bætast svo tollar og verzlunarálagning, sem lík- legt er að nemi svipaðri upphæð og þeirri, sem áður er nefnd. Það mun* því láta nærri að gróðinn, tollar og álagning sam- anlagt nemi allt að 50 milljón- um króna. Hver borgar þessa háu upp- hæð? Það gerir allur almenningur á íslandi í gegnum verzlunar- viðskipti sín. Við athugun á þessu vaknar sú spuming: Er það heilbrigt, að Eimskipaíélag íslands raki sam- an stórgróða á sama tíma og al- menningur stynur undir þunga dýrtíðarinnar? Það er álit ýmissa stórhöfð- ingja kaupstaðanna, að verð á landbúnaðarvörum hafi aðal- lega skapað dýrtíðina í landinu. Nú liggur fyrir sú staðreynd, að gróði Eimskipafél. íslands á einu ári er miklum mun hærri en allar verðuppbætur á útflutt- ar landbúnaðarvörur öll stríðs- árin. Af þessu getur hver maður dregið ályktanir um orsakir dýr- tíðarinnar. Út af fyrir sig er það síður en svo hryggðarefni, að Eimskipa- félaginu farnist vel fjárreiður sínar, En það er ekki réttlætan- legt, að forráðamenn þess leggi einhliða áherzlu á að gera það að stórgróðafélagi, þegar á næstu grösum blasið við hmn atvinnuveganna vegpa óhóflegs kapphlaups um stríðsgróða. Að sjálfsögðu skiptir það miklu máli, hvernig hinum mikla gróða Eimskipafélagsins verður varið. Það er hægt' að verja honum til blessunar þjóð- inni, en hvaða trygging er fyrir að svo verði gert? Fyrir stríðið vac það efst í huga stjórnar fé- lagsins að koma upp lystiskipi handa auðjötnum Reykjavíkur til að skemmta sér á. Ef sami andi er enn við líði, þá er ekki stefnt í rétta átt. Það væri og sök sér, ef félag- ið hefði verið í fjárþröng í byrjun hins mikla gróðaárs, en því fór fjarri. í ársbyrjun 1943 mun það hafa átt í handbæru fé hátt upp í 20 millj. kr. og skip þess og húseignir að mestu afskrifuð. Félagið hefir notið þeirra hlunninda frá ríkisins hálfu að vera skattfrjálst um fhörg ár. Þrátt fyrir það leyfir félagið sér áð safna fé á einu ári, sem nemur hátt upp í sam- anlagðar tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti. stríðsgróðaskatti og eignaskatti á hinu sama ári, og þenna stórfellda gróða aflar þ>að sér með hækkuðu verði á nauð- synjar almennings. Er þetta for- svaranlegt? Skylt er að geta þess, að stjórnendur Eimskipafélagsins hafa ákveðið samkvæmt kröfu frá S. í. S. og kaupmönnum að endurgreiða 900 þús. kr. af gróða sínum, sem varið er til verðlækkunar á skömmtunar- vörum, sem komnar eru til landsins. Þegar allar aðstæður eru teknar til greina, nær þessi upphæð ekki evri ekkjunnar. Tilgangurinn með stofnun Eimskipafélags íslands var upp- haflega sá, að félagið yrði þjónn þjóðarinnar. Langt er horfið frá þeim tilgangi, ef í staðinn fyrir þá þjónustu er sett harðsvíruð Mammonsdýrkun. Höiúm venjuleéa fyrirliggjandi: DRENGJAFATAEFNI, margar tegundir. SPORTFATAEFNI, margar tegundir. KAMBGARNSDÚKA, margar tegundir. FERÐAFATAEFNI. SLITBUXNAEFNI, margar tegundir. KÁPU- og DRAGTAEFNI. PRJÓNAGARN, marga liti. LOPA, marga liti. j Ullapverksm, Grefjun { SÖGN OG SAGA --------Þjóðfræðaþættir ,J)ags“_________________ ÞÁTTUR AF ÞÓRÐI SÝSLUMANNI t GARÐI. (Framhald). Efirmáli höfundar. Þegar lokið var ritun þessa þáttar, kom mér í hendur „Þáttur af kanselliráðinu í Garði“ eftir dr. Jón biskup Helgason (Fálkinn XV, 4—5 bl.). — En þar sem fátt af því, sem eg hefi hér ritað. er að finna í þætti biskupsins, þykir mér eigi ástæða til að snúa aftur með birtingu þessara frásagna, — og það því síðuv sem nokkrar all-meinlegar villur hafa slæðzt inn í þátt Jóns biskups, er hér skulu nú leiðréltar: 1. Tómas Flóventsson bjó ekki að Lundarbrekku í BárðaTdal í byrjun 18. aldar, eins og biskup telur. — Flóvent Björnsson, fað- ir Tómasar, býr á Lundarbrekku 1703, (sjá Manntal á íslandi það ár). Flóvent er þá talinn 38 ára, en Tómas er þá 5 ára sveinn. 2. Faðir Halldóru móður Björns sýslumanns Tómassonar, var ekki prestur á Grýtubakka, eins og Jón biskup telur, heldur bóndi þar. Enda hefir enginn Þorlákur Benediktsson nokkurn tíma verið prestur í Höfða (eða Grýtubakka sem var annexía það- an), né heldur nokkurs staðar á íslandi, samkvæmt Prestatali Sveins prófasts Níelssonar. 3. Ekki er það rétt, að Jón sýslumaður Benediktsson í Rauða- skriðu væri eftirmaður Jóns sýslumanns í Grenivík ,eftir því sem það orð er venjulega skilið, - því að hinn eldri var sýslumaður í Vaðlaþingi, með konungsleyfi til að sitja utan sýslu ,en hinn yngri í Þingeyjarþingi. Enda eru þeir -nafnar að miklu leyti sam- tíðarmenn. 4. Þórður á Sandi, nafni og móðurfaðir Þórðar sýslumann*. var Háöldruð sæmdarkona. Hún heitir Aðalbjörg Jóns- dóttir og á heima á Öngulsstóð- um í Eyjafirði, er þar hjá dóttur sinni, Þorgerði Siggeirsdóttur, konu Halldórs Sigurgeirssonar, bónda þar Aðalbjörg er systir Páls Ár- dals skálds. sem andaðist 1930. Hún er nú orðin hálfníræð að aldri, og líkamskraftar hennar farnir að láta á sjá, en um hana má segja eins og Jónas kvað, að „andinn lifir æ hirm sami, þó afl og þroska nauðir lami“. Hún er gáfuð kona og góðlynd og hefir jafnan öllum viljað gott gera á lífsleiðinni. Maður henn- ar var Siggeir Sigurpálsson, sem dáinn er fyrir fáum árum um nírætt. Bjuggu þau á ýmsum stöðum í Eyjafirði fyrr meir, söfnuðu aldrei auði, en komust af. Sonur þeirra, auk fyrr- greindrar dóttur, er Jón bóndi í Hólum í Eyjafirði, Aðalbjörg er hin skemmtileg- asta í viðræðu. Mesta unun hef- ir hún af því að ræða um skáld- skap og ber gott skyn á þá and- ans íþrótt, enda er hún skáld- mælt sjálf, þó að lítt hafi hún haldið þeirri gáfu sinni á lofti. Uppáhaldsskáld hennar eru Þorsteinn Erlingsson og Krist- ján Jónsson. Hér eru fá sýnishom af ljóða- gerð hennar: Æfileiöin. Er menn leggja lífs á æginn, lánist misjafnt reynist, einum gengur allt í haginn, öðrum mæðan treinist. Glöð §g lagði á löginn kalda, láni trpysti mínu, bátinn létta bólgin alda beygði af réttri línu. Við það má eg alltaf una, aldrei hlaut þá snilli að geta látið bátinn bruna báru og skers á milli. Heilræði. Líkna þeim, sem líður neyð, leiðbein þeim, sem villtur gengur, rétt þeim hönd, sem hrösun beið, hjálpaðu öllu á þinni leið, þá mun verða gatan greið, gæfu hlotnast æðstur fengur. Líkna þeim, sem líður neyð, leiðbein þeim, sem villtur gengur. Grættu aldrei gamlan mann, gakk þú ei á hlut hins snauða, segðu ætíð sannleikann, svertu aldrei náungann, láttu drottins boð og bann benda þér í lífi og dauða. Grættu aldrei gamlan mann, gakk þú »i hlut hins snauða. Sumar eitir vetur. Enginn sér í annars barm, þó ytri lýst sé kjörum, margur ber í brjósti harm, bros þó leiki á vörum. Margt oss tíðum mæta kann mætt sem hugann getur, en um síðir sumar rann sérhvern eftir vetur. Vormoréurm. Eg sit við blómskrýdda brekkuna og blessaða horfi á fíflana, hlusta á fráu fuglana, er fljúga syngjandi um móana. Heyri ’eg vorglöðu vindana (Framhald á 7. síðu). Guðlaugsson (á Bakka og Laxamýri) Þorgrímssonar, en ekki Gunnlaugsson, Eiríkssonar, eins og Jón biskup telur. — En Ei- ríkur Guðlaugsson á Laxamýri var bróðir Þórðar á Sandi. Þeir bræður eru á Bakka hjá forfeldrum sínum 1703, Þórður 12 og Eiríkur 8 ára. 5. Biskup telur, að Guðbrandur Einarsson skáld, (Drauga- Brandur) hafði „búið á Narfastöðum í Aðaldal". — Það má rétt vera, að Guðbrandur hafi búið á Narfastöðum. En sá bær er ekki í Aðaldal, heldur nálega syðst í Reykjadal, og er allstór jörð, en ekkert kot, þótt biskup nefni þennan forföður sinn „kotbónda". 6. I umræddum þætri segir biskup, að Hallgrímur stúdent, son- ur Þórðar sýslumanns, hafi komið heim frá háskólanum 1832, og dáið 1837. Má þetta að vísu rétt vera, og að biskup hafi það úr ættarheimildum sínum. — En talið er í ritum (t. d. Sýslum.æv. I, bls. 129) að Hallgrímur kæmi inn 1834 og dæi 1836, og það ár er talið dánarár hans í Annál 19. aldar. Hefði biskup átt að vara við þeim, ef þær eru rangar. Eru þessar athugasemdir ekki settar fram Jóni biskupi til rýrðar, því að aðdáun og lof verðskuldar • hann vissulega yfir höfuð fyrir hin mörgu og stóru sagnarit sín. K. V. Síðasti bóndinn í Hvalvatnsfirði Eftir JÓHANNES BJARNASON í Flatey. Árið 1&72, nóttina milli 16. og 17. apríl, varð mikill jarðskjálfti á Norðurlandi, svo að bæjarhús hrundu víða. Þá bjuggu á Knar- areyri á Flateyjardal hjónin Jón Eiríksson og Guðrún Jónatans- dóttir; b^er þeirra féll að mestu í jarðskjálftanum, og fólkið bjargaðist með naumindum til næsta bæjar, að Hofi. Þar bjuggu þá foreldrar mínir, Bjarni Bjarnason og Guðrún Sigurðardóttir. Baðstofan á Hofi skekktist nokkuð ,en féll ekki, svo að"hægt var að skjóta skjólshúsi yfir fólkið. Skömmu eftir að konan frá Eyri (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.