Dagur - 08.06.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 08.06.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. júni 1944 DAOUR f OpiH bréf tll ÓlaMirðinga. Mér hefir borizt til eyrna að ykkur fýsi þess suma að hafa tal af mér. Eg skil ástæðuna. En að gefnu tilefni langar mig að setja þær leikreglur, að við ræðum málið sjálft, en ekki hugarfar hver annars og innræti. Heppi- legri lausn hafnarbóta í Ólafs- íirði er lítið lið að því. Sýslunefndarmaður Svarfað- ardals, Þórarinn Kr. Eldjárn, hefir skýrt fyrir ykkur ástæð- urnar til þess, að sýslunefndin sá sér ekki annað fært en synja um ábyrgð sýslunnar. Þá hlið málsins hefir Þórar- inn skýrt að fullu, og hefi eg þar engu við að bæta. En geta vil eg þess, af því greinar ykkar sumra bera með sér, að ykkur sýnist Þórarinn ekki allur, þar sem hann er séður, að þá kemur mér hann í hug, er eg heyri tal- að um drengilega menn. Einn ykkar gat þess í blaða- grein, að tveir sýslunefndar- menn hefðu gengið svo langt að greiða einnig atkvæði gegn því, að Ólafsfjarðarhreppi væri heimiluð lántaka til þessara hafnarmannvirkja. Eg er annar þessara tveggja og gerði með nokkrum orðum grein fyrir atkvæði mínu við af- greiðslu málsins. — Fréttir af því munið þið hafa fengið, þar sem lögreglustjóri ykkar var staddur á sýslufundi, er þetta gerðist. Það er sérstaða mín til þessa máls — og ef til vill sýslu- nefndarmanns Skriðuhrepps — sem eg ætla að gera að umtals- efni, því ykkur mun þykja sú hlið málsins varla fullskýrð, og viljið þess vegna hafa tal af mér. Eg ætla að byrja á upphaf- mu. Árið 1940 kom fyrir sýslu- nefnd beiðni frá lögreglustjóra Ólafsfjarðar og í samræmi við samþykkt almenns fundar um breytingu á reglugerð báta- bryggjunnar í Ólafsfirði til hækkunar bryggjugjalda. — Skyldi því, er á ynnist með þessu móti, safnað í sjóð, er ætlaður var til styrktar hafnar- bótum í Ólafsfjarðarhorni, og því nokkuð lýst, hvernig þær hafnarbætur voru hugsaðar. Þessu guldu sýslunefndar- menn jákvæði allir, nema eg. — Eg greiddi ekki atkvæði. Auðvitað var eg því hjartan- lega samþykkur að safnað væri í sjóð, en jafn mótfallinn hinu, að hafnarmannvirki yrðu gerð þar, og þannig, sem fyrirhugað var. — þess vegna sat eg hjá. Svo á síðasta sýslufundi, þeg- ar ábyrgðarbeiðnin kom frá ykkur ásamt því, að ykkur yrði heimiluð lántaka til byrjunar stórkostlegra hafnarmannvirkja í Ólafsfjarðarhorni, beitti eg mér gegn hvoru tveggja: ábyrgð og heimild, meðfram af því, að áætlun eða greinargerð frá ykkur um það, hvernig þið hyggðust standa undir kostnað- inum, fyrirfannst engin. Slík áætlun er þó ekkert auka-atriði, og af því að eg hefi ekki orðið þess var í skrifum ykkar um ábyrgðarneitun sýslunefndarinnar, skrifum, sem orðin eru löng og mörg, að þið hafið gert ykkur grein fyrir því, hvernig mæta skal gjöldunum, þá vil eg í fullri vinsemd ráð- leggja ykkur að taka það til at- hugunar, áður en þið ráðizt í framkvæmdir. Þótt þetta væri mér þyrnir í augum, mátti annað þó meira. Skoðun mín frá 1940, um að ekki mætti kosta miklu til hafn- armannvirkja í Ólafsfjarðar- horni, hafði styrkzt. Fjörðurinn er allur grunnur, einkum innri hlutinn, og það svo, að þar eru samfelld grunn- brot þvert yfir hann, nokkuð út fyrir höfnina fyrirhuguðu, þeg- ar hafrót er komið, sem alloft vill verða á stöðum, sem liggja fyrir opnu hafi. Þetta vitið þið vel og sjáið, að ekki verður ávallt greið leið- in inn í höfnina. En þið vonið að úr þessu muni rætast, og hafið gert ykk- ur ýmsar hugmyndir þar um, t. d. að þegar fjarðarstraumurinn rekst á hafnargarðana, muni stefnubreyting verða, og hann streyma út fjörð með auknum krafti, vegna fyrirstöðunnar, er hann mætti, skila með sér sand- inum og halda þannig opinni rás inn í höfnina. Eg er ekkert trúaður á þetta. Eg held að straumurinn haldi öllum sínum háttum, eftir sem áður, komi inn fjörðinn vestanf- megin, fyrir fjarðarbotninn og svo út með austurlandi eins og ekkert hafi ískorizt, þótt honum verði lokuð leið inn í sjálft f jarðarhornið. — Og eg held, að hann láti sig það engu skipta, úr hvaða efni fyrirstaðan er. Áður hefir hann rekið sig á landið þarna við fjarðarhornið, og sjást þess ekki menjar, að hann hafi leitað á að hafa neitt þaðan burt með sér. Aftur á móti hefir hann skilið þar talsvert eftir af veganesti sínu líkt og hann væri á ferð með bilaðan poka, sem alltaf hryndi nokkuð úr og settist að í slóðinni. Einum ykkar farast svo orð í blaðagrein: — „Hin síðari ár hefir virzt aukast aðburður að bryggjunni af sandi og grjóti og sl. ár bættist svo það við, að geysiþykk þarabreiða sigldi inn fjörðinn og rak að einni bryggj- unni, umlauk hana, festist og dró sandinn til sín. Stærri bátar, sem áður flutu að bryggju, máttu nú ekki nálgast“. — Eg á ekki samleið með grein- arhöfundi um skilning á þessu. Eg held að þaradyngjan hafi ekki dregið til sín sandinn, held- ur hafi hann staðnæmst við hana þegar aldan ýtti honum að, líkt og að landinu áður, og líkt og verður við hafnargarð- ana, þegar þeir eru komnir. Brött klettafjöll standa að firðinum báðum megin. Úr þeim hrynur meira og minna á ári hverju á fjörur niður. Síkvik sjávaraldan tekur þar við og vinnur sitt verk, að velta, mylja og færa til Og nú er innfjörður- inn svo grunriur, að um leið og alda lifnar, ná hræringar henn- ar til botns Og hún dregur ekki Jóhann Magnús Bjarnason: Brazilíufararnir. Árni Bjarnar- son. Prentverk Odds Björnsson- ar. Akureyri 1944. J7INHVERJU SINNI, skömmu eftir aldamótin síð- ustu, hafði Árni-Páll ritað all- óvægilega gagnrýni^um skáld- sögur Jóhanns M. Bjarnasonar. Stephan G. Stephanson skrifaði þá Magnúsi góðvini sínum bréf, til þess að stappa í hann stálinu: „Bölvað stríð er það,“ stendur þar m. a., „að þú skulir taka þér svona nærri dóm Árna-Páls. — ------Þú, með þá Matthías og Kúchler, sinn undir hvorum handlegg, eins og Moses á hóln- um, meðan Gyðingar börðust við Filistea — og íslenzka al- þýðu, sem kaupir upp allt eftir þig, jafnótt og það fæst. Getur þú ekki verið hreykinn af svona meðferð, þótt einn Árni-Páll maldi móti þér?“ • Og Jóhann Magnús getur sannarlega verið hreykinn af þeirri meðferð, sem hann hefir hlotið hjá íslenzkri alþýðu. Segja má, að hún hafi lesið upp til agna flest það, sem birzt hef- ir á prenti frá hans hendi. Flest- ar bækur hans hafa nú um langt skeið verið alls ófáanlegar í bókaverzlunum, svo að Ámi Bjarnarson vinnur bæði vinsælt og þarft verk með því að gefa þær nú allar út að nýju í vand- aðri heildarútgáfu. „Brazilíufar- FRÁ BÓKAMARKAÐINUM arnir“ eru 3. bindi þess ritsafns, en áður er skáldsagan „í Rauð- árdalnum" komin út í tveim hlutum. Er þá „Eiríkur Hans- son“ og „Vornætur á Elgsheið- um“ eftir, auk ljóðmæla Jóh. M. Bjarnasonar, áður óprent- aðra æfintýra hans og smásagna o. fl. Er ekki að efa það, að rit- safn þetta verður mikið' keypt og lesið' og hlýtur almennar vin- sældir, ekki síður en fyrri út- gáfur þessara bóka. Er það vel, því að hér er um hollan og hressandi skemmtilestur að ræða. Að vísu má kannske segja, að sögur þessar séu fyrst og fremst „reyfarar“, en hvað um það? Sú tegund bókmennta á einnig fullan rétt á sér, því að maðurinn lifir ekki heldur á „klassiskum bókmenntum“ ein- um saman. Og raunar em „Brazilíufararnir“, „Eiríkur Hansson“ og aðrar skáldsögur Jóhanns M. Bjarnasonar þegar orðnar „klassiskar“ á sína vísu. Höfundur þeirra er íslenzkur Alexander Dumas —- eini „reyf- ara“-höfundurinn í stóru og veg- legu broti, sem við höfum eign- azt, en auk þess hjartahlýtt, rómantlskt og hugljúft skáld, sem lengi mun minnzt í íslenzk- um bókmenntum — meðan óspilltir unglingar hafa gaman af æfintýralegum og kynlegum frásögnum og fullorðnir og lífs- reyndir menn leita sér hvíldar frá erli og ólund daglegs lífs og hátíðleika og heilabrotum „fag- urra bókmennta" með því að sökkva sér niður í lestur skáld- sagna á borð við „Brazilíufar- anna“. Má hver, sem vill, gera lítið úr slíkri dægradvöl, en skáldspekingurinn Stephan G. Stephansson skildi þýðingu og hlutverk Jóhanns Magnúsar í bókmenntunum. Og ýmsir myndu nú vilja taka undir þessa ljóðkveðju Klettafjallaskáldsins til höfundar Brazilíufaranna: „Kveðja mín er þessi þá, . . Þú mátt til að lifa“. Einaf Guðmundsson: íslenzk- ar þjóðsögur III. H.f. Leiftur. Reykjavík 1944 k JVÖ LÍTIL HEFTI eru áður komin út af þjóðsagnasafni þessu, en þetta er miklu stærst og veigamest þeirra allra. Lítur út fyrir — ef framhald verður á útgáfunni — að hér verði senn um allmikið og gott þjóðsagna- safn að ræða til viðbótar þeim, sem fyrir voru. — í hefti þessu er langur og furðulegur bálkur um ýmis konar kynlega við- burði og fyrirboða í sambandi við hinn válega skiptapa við Vestmannaeyjar 16. maí árið 1910, þar sem 27 manns - flest unglingar og fólk á bezta aldri — fórst með bátnum Björgólfi. Auk þess birtist í heftinu fjöldi annarra frásagna fornra og nýrra, draugasögur, kímnisögur, æfintýri og annar þjóðlegur fróðleikur. Sigurður J. Árness hefir skráð f jölda þess- ara sagna. Kann hann vel að segja sögu, en síður þjóðsögu. Hann breytir nefnilega alloft nokkuð út af hinum hefð- bundna, hlutlausa, fáorða og einfalda þjóðsögustíl, sem er orðinn sérstæð og fastmótuð listagrein, er náð hefir mikilli fullkomnun hjá ýmsum hinna mörgu og -merku þjóðsagna' meistara okkar. Bætir hann sums staðar inn í hina hlutlægu frásögn bollaleggingum frá eig in brjósti og öðru slíku, sem ekki á sem bezt heima innan landamerkja þjóðsögunnar, og spillir jafnvel geðhrifum henn^ ar nokkuð á stöku stað með slíkum íburði. En hvað um það — kverið er skemmtilegt og góð viðbót við eldri þjóðsagnasöfn, og munu hinir mörgu unnendur og safnendur þjóðlegra fræða ekki vilja láta það vanta í hill- ur sínar. J. Fr, alltaf undir sig. Meira vinnur í þá átt að færa upp að ströndinni, skila herfanginu af sér aftur. Frásögnin um þaradyngjuna og afleiðing komu hennar sýn- ist mér öruggt vitni þess, að fljótlega eiga bátar ykkar jafn örðugt um að komast inn í höfnina — ef gerð verður á fyr- irhuguðum stað '■— sem að Dryggjunni nú. Þá er sú hugmynd, að straum- röst muni myndast út úr hafn- armynninu sjálfu við*aðhaldið, sem hafnargarðarnir veita, með- an á útfiri stendur, og sópa þá með sér sandinum frá hafnar- mynninu. En hvernig verður þetta með aðfallinu. Liggur þá ekki sams konar straumur inn í höfnina, og er ekki hætt við að hann beri þá með sér inn fyrir það, sem lauslegt er? Þessi hugmynd á við, þar sem vatnsföll renna gegnum hafnir. En því er ekki svo varið í Ólafs- fjarðarhorni. Þið munið tæpast búast við því, að stærri skip geri sér tíð- förult inn í þessa höfn. Og stór- útgerð er með öllu útilokuð. Staðurinn hefir engin vaxtar- skilyrði þrátt fyrir höfnina. Stórútgerðin hefst við þar, sem betri eru leiðir til hafnar. Og þið þurfið jafnt sem áður að flýja til annarra hafna, þegar bátarn- ir ykkar í veiðiför hreppa stærri veður af hafi. Ef það er ekki gert, en hafnar leitað x Ól- afsfjarðarhorni, þá er blátt áfram stofnað til slysa. Mér sýnist því, að höfn í Ól- afsfjarðarhorni sé engin fram- tíðarlausn á vandræðum ykkar og því alveg fráleitt að kosta milljónum til hafnarmann- virkja þar. Þið hafið þeirra aldrei full not, og vegna grynnslanna í firðinum er út- gerð úr Horninu ekki líkleg til svo mikils vaxtar, er þarf til þess, að standa straum af þeim feikna tilkostnaði. En eg held, að þið þurfið ekki að flýja fjörðinn samt, ef þið viljið vera þar. Handan Kleifa hagar ólíkt betur til á margan hátt. Þar geta bátar ykkar hafzt við ólíkt lengur en annars staðar í Ólafsfirði. Þang- að farið þið stundum með þá og geymið þá þar. Þar er dýpi nægilegt ennþá, og hafskip geta lagzt þar að bryggju. Þau kom- ast þar svo nærri að kasta má steini í land. Þarna er þrauta- lendingin við fjörðinn og verð- ur sjaldan ófær. Leiðin þangað frá Horninu er ekki löng, og bíl- fær vegur á milli. Hvernig væri að flytia út- gerðina þangað? Frystihúsin getið þið notað fyrst um sinn, þar sem þau eru. Það er ekki ókleift að aka fisk- inum að þeim á bílum. Annað eins hefir verið gert. Mundi það saka nokkuð, þótt gerð væri at- hugun um það, hvað skjólgarð- ur kostar þar? Sennilega ætti hann að koma fram utan við Á. Ef hentugra þykir að hafa byggingar innar, þá kostar lítið að gera bátabryggjur þar, t. d. undan Syðri Á. Þar er stutt leið (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.