Dagur


Dagur - 15.06.1944, Qupperneq 1

Dagur - 15.06.1944, Qupperneq 1
Þjóðhátíðin á Þingvöllum 17. • r r juni Dagskrá: Á ÞINGVELLI (Lögbergi). Kl. 1.15. Ríkisstjóri, ríkisstjórn og alþingismenn ganga til þing- íundar að Lögbergi, niður Al- mannagjá. Um leið og gengið er að Lögbergi, leikur lúðrasveit: „Öxar við ána". Kl. 1.30. Forsætisráherra setur hátíðina. Guðþjónusta. Sálmur: „Þín miskunn, ó guð." Biskupinn yíir íslandi flytur ávarp og bæn. Sálmur: „Faðir andanna". Kl. 1.55. Þingfundur settur. For- seti alþingis lýsir yfir gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins. Kl. 2.00. Kirkjuklukkum hringt um land allt í 2 mínútur. Einnar minútu þögn á eftir og samtímis umferðastöðvun um land allt. Þjóðsöngurinn. Kl. 2.10. Forseti sameinaðs al- þingis flytur ræðu. Kl. 2.15. Kjör forseta íslands. Forseti íslands vinnur eið að stjómarskránni. Forseti íslands ávarpar þingheim. Þingfundi slit- ið. Sungið: „ísland ögrum skorið". Kveðjur fulltrúa erendra ríkja. JFánahylling: „Fjallkonan" ávarp- ar fánann. Sungið: „Rís þú unga íslands merki". Hlé. Á ÞINGVELLI (Völlunum). ' Kl. 4,30. Formaður þjóðhátíðar- nefndar flytur ávarp. Fulltrúi Vest- ur-íslendinga, próf. Richard Beck, flytur kveðju. Lúðrasveit leikur: „Þótt þú langförull legðir —" (Steph. G. Stephansson. — Sigv. Kaldalóns). Þjóðhátiðarkór Sam- bands íslenzkra karlakóra syngur. Stjórnendur: Jón Halldórsson ( aðalsöngstjóri), Sigurður Þórðar- son, Hallur Þorleifsson og R. Abra- ham. Emil Thoroddsen: „Hver á sér fegra föðurland?" 'Hulda). „ís- land farsældafrón", íslenzkt tví- söngslag. Sveinbjöm Svelnbjöms- son: „Móðurmálið" (Gísli Jónsson). Þórarinn Jónsson: „Ár vas alda" (úr Völuspá). Sveinbjörn Svein- björnsson: „Lýsti sól" (Matth. loch.). Sigfús Einarsson: „Þú álfu vorrar" (Hannes Hafstein). Kl. 5,00. Benedikt Sveinsson, fyrrv. forseti neðri deildar alþing- is, flytur ræðu. Kl. 5,15. Þjóðkórinn syngur und- ir stjórn Páls ísólfssonar tónskálds - eftirfarandi ættjarðarljóð: „Ég elska yður, þér íslands fjöll". „Fjalladrottning móðir mín". „Þið þekkið fold með blíðri brá". „Ég vil elska mitt land". Kl. 5,25. Hópsýning 170 fim- leikamanna undir stjórn Vignis Andréssonar leikfimiskennara. Kl. 5,40. Þjóðkórinn syngur und- ir stjórn Páls íslólfssonar tón skálds eftirfarandi ættjarðarljóð: „Nú vakna þú, ísland". „Ó, fögur er vor fósturjörð". „Lýsti sól stjörnustól". Kl. 5,50. Flutningur kvæða. Brynjólfur lóhannesson leikari flytur hátíðarljóð Huldu. lóhannes úr Kötlum flytur hátíðarljóð sitt. Kl. 6,00. Íslandsglíma undir stjórn lón Þorsteinssonar fimleika- kennara. Að henni lokinni verður sigurvegaranum afhentur verð- launabikar ríkisstjórnarinnar og Glímubelti í. S. í. (Framhald á 7. síðu). I m íO .U R XXVII. árg. Akureyri, fimmtúdaginn 15. júní 1944 24. tbl. JÓN SIGURÐSSON OG 17. JÚNÍ I. Fyrii- sjónum íslenzku þjóð- arinnar stendur nafnið og. dagurinn í órjúfandi sam- bandi Þar við eru bundnar ljúfar sögulegar endurminn- ingar og bjartar framtíðar- vonir. Jón Sigurðsson er fæddur 17.júní 1811 að Rafnseyri í Arnarfirði. Foreldrar hans voru síra Sigurður Jónsson á Rafnseyn og kona lians, Þór- dís Jónsdóttir. — Bar snemma á gáfum Jóns og námfýsi. Á barnsaldri ritaði hann prýðis- fagra liönd, enda var hann seinna talinn mestur snilldar- skrifari meðal íslendinga á 19. öld. Sömdu margir rithönd sína að handarlagi hans. Hann nam skólalærdóm að öllu leyti í föðurhúsum og tók stúdentsjrróf í Revkjavík 1829. Eftir það var hann skrifari í 3 ár hjá Steingrími biskuþi Jónssyni Átti bisk- up gott bóka- og handrita- safn og var sjálfur mikill fróð- leiksmaður. Færði Jón bókakost biskups sér vel í nyt og komst þar í náin kynni við sögu lands- ins. Sumarið 1833 sigldi Jón til háskólans í Kaupmannahöfn, lagði þar stund á málfræði, en Jauk þó aldrei jn'ófi í þeirri grein. Mun þar mestu liafa um valdið, að hugur hans hneigðist æ meir að sögu íslands og bók- menntum. Var því hyggja margra, er til þekktu, að hann mundi helga sögulegum vísind- urn líf sitt að fullu og öllu. Enda er það sannast sagna, að hin djúpa og víðtæka söguþekking hans, er hann aflaði sér með frá- bærrí elju og atorku, á sér engan líka. Þekking hans á sögu íslands var fjarri því að vera dauður fjársjóður, er hann legðist á eins og ormur á gull. Hún varð þvert á móti undirstaða að sannfær- ingu hans um stjórnmálalegan rétt Islendinga, og hún var afl- k v« „ -•,; i ■ *«' M i vakinn í hinni þrotlausu baráttu hans fyrir frelsi Islands og fram- förum íslenzku þjóðarinnar í öllum greinum. Úr söguþekk- ingu sinni smíðaði hann hin bitru vopn, er hann beitti gagn- vart danska valdinu og öðrum dönskum andstæðingum, er ekki gátu unað því, að íslendingar fengju rétt sinn viðurkenndan, en það stafaði bæði af náttúr- legri eðlistregðu og rótgróinni vanþekkingu á högum íslands og málstað íslendinga. Var því ekki að undra, þó að danskir andstæðingar yrðu alstaðar und- ir í deilunum við Jón Sigurðsson um réttindi íslendinga, þar sem vitið og þekkingin var á aðra hliðina, en vanþekkingin og viljaleysið á hina. TI. Hér eru auðvitað engin tök á að lýsa starfi og starfsferli Jóns Sigurðssonar í st jórnmálabaráttu Islendinga um hans daga, aðeins hægt að stikla á einstökum at- riðum og bregða uj)j) örfáum myndum sneitandi þessi. efni. Frá því um 16(10 hafði ein- veldi verið ríkjandi í löndum Danakonungs. F.ftir 1830 fóru miklar frelsishreyfingar um alla Norðurálfuna, og áttu þær uppptök sín í Frakklandi. I Danmörku undu menn ekki lengur hinu gamla stjórnar- fyrirkomulagi og tóku að krefjast stjórnarbótar. Leiddu þessar kröfur til þess, að kon- ungur bauð að setja skyldi á stofn í Danmörku tvö ráðgef- andi fulltrúabing, annað fyrir Jótland, liitt fyrir eyjarnar. íslendingar skyldu senda tvo fulltrúa á þing F.ydana, og við það sat fyrst í stað. íslendingar undu því illa að þurfa að senda fulltrúa á þing Dana og vildu fá þing út af fyrir sig og sendu bænar- skrár um það til Danmerk-. ur. Við þetta vannst það, að árið 1838 skipaði kon- ungur 10 af hinurn æðri embætt- ismönnum landsins í nefnd til að hugleiða málefni Jress. Skyldi nefnd þessi koma saman í Reykjavík annaðhvort ár, en skjóta .skyldi gerðum hennar undir atkvæði á þingi Eydana. Þetta þótti íslendingum ónóg stjórnarbót og héldu enn á lofti vilja sínum um sérstakt þing fyr- ir sig. Lauk þessu máli svo, að Kristján 8. stofnaði Alþingi að nýju með tálskipun 8. marz 1843. Kom það fyrst saman í Reykja- vík .1845. Áttu þar sæti 20 þjóð- kjörnir, en 6 konungkjörnir. Þetta nýja þing var allt annað en Alþingi hið forna. Það var ráð- gjafarþing, þar sent konungur vildi leita ráða hjá fulltrúum þjóðarinnar urr löggjöf landsins, en fulltrúarnir máttu jafnframt bera fram óskir og álit þjóðar sinnar um eigin málefni hennar fyrir konunginn. Á þessum árum vaknaði Jón Sigurðsson til meðvitundar um (Framhald á 2. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.