Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 2
t DAOUR Fimmtudagur 15. júní 1944 (Framhald a£ 1. síðu). þá köllun sína að gerast leiðtogi þjóðar sinnar í frelsis- og fram- sóknarbaráttu hennar. Var hann við endurreisn Alþingis kjörinn fulltrúi Isfirðinga og var það jafnan síðan, meðan hann lifði. Á hinum fvrstu þingum gerð- ist lítið, er frásagna þótti vert. Á meðan einvaldsstjórn var við líði í Danmörku. þóttu engin til- tök að hreyfa við því, sem kon- ungi var ógeðfellt og þótti þó mörgum það svigrúm þröngt. Árið 1848 voru frelsishreyfing- ar orðnar svo sterkar í Norður- álfunni, að Friðrik 7. þótti ráð- legast að afsala sér einveldi í Danmörku. Þá var sem íslenzka þjóðin vaknaði af dvala, er hún heyrði um frelsisheityrði kon- ungs, og beiddist þess, að ís- land fengi stjórnarbót, sem ákveðin væri á þingi í landinu. Hét þá konungur, að staða ís- lands í ríkinu skyldi eigi ákveðin með lögum, fyrr en ís- lendingar hefðu fengið að láta í ljósi álit sitt um það á þingi innanlands. III. Á íslandi biðu menn þess með óþreyju að kvatt yrði til fundar um stjórnarhagi landsins, eins og konungur hafði loiað. Að lokum var kvatt til þjóðfundar í Reykjavík 5. júlí 1851. Forseti fundarins var kjörinn Páll amt- maður Melsteð, en Trampe stiptamtmaður var konungsfull- trúi. Þegar stjórnlagafrumvarp- ið frá Danmörku var lagt fyrir þjóðfundinn, varð bert að það myndi, ef samþykkt yrði, svifta landið að miklu leyti því sjálfs- forræði, er því bar samkv. áliti þjóðfundarmanna, en konungs- fulltrúi kvað þó eigi mega byggja stjórnarhagi landsins á öðrum grundvelli. Stjórnin hafði sent hineað herflokk, og er kon- ungsfulltrúi var spurður hverju það sætti, neitaði Irann að svara. Var það almenn skoðun, að hernum hefði verið ætlað að skjóta fulltrúum á fundinum skelk í bringu, en þeir létu þetta tiltæki ekki á sig fá, hratt fund- urinn frumv. stjórnarinnar, sem samið hafði verið af danskri und- irtyllu í íslenzku stjórnardeild- inni, algjörlega, og bjó til annað nýtt, og var landinu þar ætlað fullkomið sjálfsforræði með konungi í sérmálunum. Frv. st jórnarinnar bauð svo lé- lega kosti, að öllum þjóðrækn- um íslendingum hlaut að hrjósa hugur við. Mark þess var full- komin innlimun, því að samkv. 1. gr. skyldu grundvallarlög Dana gilda á Islandi óbreytt, og í athugasemduin við frv. er því haldið fram, að þau séu þá þeg- ar í gildi á Islandi, þó að þau hefðu aldrei verið birt þar. Jón Sigurðsson hafðu, er hér var komið, tekið að sér forvstuna fyrir málstað Islendinga. Kröfur sínar um stjórnfrelsi íslending- um til handa byggði hann á tvö- j . földum réttargrundvelli, sögu- legum og þjóðernislegum. Rit- aði hann rækilega um þessi ef-ni JON SIGURÐSSON OG 17. JÚNl í Nýjum félagsritum, er hann gaf út í 30 ár. Vannst honum brátt fvlgi um land allt. og /migu flestir íslendingar að skoðunum hans og treystu hon- um til fullnustu. Réði hann því mestu um örlög allra opinberra mála á landi hér um langt skeið. I ræðunum um fyrrnefnt frv. stjórnarinnar mælti Jón Sigurðs- son m. a. á þessa leið: „Eg tók efúr því hérna um daginn, að konungsfulltrúinn sagðist vera fulltrúi konungs, en ekki erindreki stjórnarinnar, og eru þessi orð ekki svo þýðingar- lítil með tilliti til þessa frum- varps, er hér ræðir um, því að þó að frumvarpið reyndar kunni að vera frá konunginum, að því leyti sem hann hefir samþykkt, að það skyldi verða lagt fyrir þetta þing, þá geta þó ekki ástæðurnar fyrir því orðið bein- línis eignaðar honum. Annars væri ekki hægt að skilja, hvern- ig á þeim mótsögnum stendur, sem bersýnilega eru í milli frumvarpsins og ástæðnanna. Ástæðurnar hljóta að vera frá stjórnarherrunum (þ. e. ráðgjöf- unum), og það getur ekki verið nein skylda fyrir oss að taka orð stjórnarherranna eins gild og orð konungs. Mótsögriin, sem eg gat um í milli frumvarpsins og ástæðnanna, kemur fram f því, að eftir ástæðunum er Island nú þegar ákveðinn partur úr ríkinu, en frumvarpið er þó, ásamt hin- um dönsku grundvallarlögum, lagt fram fyrir þenna fund. Hvaða tilgangur gæti þá verið í því að leggja hin dönsku grund- vallarlög fram fyrir þenna fund, ef ísland væri slíkur partur úr Danmerkurríki, sem ástæðurnar fyrir frumvarpinu segja, að það sé? Það er auðsætt að hin dönsku grundvallarlög hefðu þá verið hér birt ogþinglesinfyrirlöngu." Þegar konungsfulltrúi sá, að þingmenn fóru sínu fram, hvað sem hann sagði, tilkynnti hann 9. ágústmánaðai. að hann ætlaði að slíta þinginu þegar í stað, til þess að forða landinu frá þarf- lausum útgjöldum. Þegar Trampe var kominn í miðja setningu að lýsa fundinum slit- íð, greip Jón Sigurðsson fram í: „Má eg biðja mér hljóðs?" For- seti: ,,Nei“. Jón: „Þá mótmæli eg þessari aðferð". Konungsfull- trúinn (um leið og hann og for- seti gengu úr sætum sínum): ,,Eg vona, að þingmenn hafi heyrt, að eg hefi slitið fundin- um í nafni konungs“. Jón: „Og eg mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og eg áskil þinginu rétt til að klaga til konungs v'ors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í framrni". Flestir þingmenn í einum kór: „Vér mótmælum alh ir“. Á þenna hátt lauk þjóðfund- inum, er landsmenn höfðu vænzt svo mikils af. Þeir voru bæði hryggir og reiðir. IV. Nú hefst eða heldur áfram meira en 20 ára barátta undir forystu Jóns Sigúrðssonar. Bar- átta þessi var í aðalatriðum tví- þætt*: barátta um stjórnarbótar- málið og fjárhagsmálið. Stjórnin var vikasein í' báðum þessum málum, fór þó smám saman að leggja eyrun við fjár- kröfunni og beygja sig fyrir rök- um J. S. um nauðsynina á sér- stökunr fjárhag fyrir Island, og að landið ætti til skuldar að telja hjá Dönum. Hinu langvar- andi þófi um stjórnarbótarmál- ið og fjárhagsmálið lyktaði með því, að stjórnin hjó í sundur hnútinn með hinum' alkunna stöðulögum frá 1871, er ríkis- þingið samþykkti, og þar sem svo er fvrir mælt, að ísland sé óaðskiljanlegur hluti Danaveld- is með sérstökum landsréttind- um, og að> ríkissjóður Dana greiði í fast árgjald til íslands 60 þús. kr. og nokkra upphæð að auk um visst árabil. Vakti þessi stjórnarstefna, að ráða málum til lykta að Alþingi fornspurðu, hina mestu gremju meðal íslend- inga, og voru stöðulögin jafnan illræmd á íslandi. Sumarið 1873 var að tilhlutan Jóns Sigurðssonar kvatt til Þingvallafundar. Svall þá mörg- um fundarmönnum móður. Samþykkti fundurinn m. a., að ísland væri frjálst þjóðfélag og skyldi vera í því einu- sambandi við Dani, að það lyti sama kon- ungi og að þau lagafrumvörp skyldu verða að lögum, er sam- þykkt.væru óbrevtt á þrem þing- um, hverja eftir annað, þó að konungur veitti þeim ekki sam- þykki sitt. Það orð hefir á leikið, að Jóni Sigurðssvni hafi þótt flokksmenn sínir ganga of langt í kröfum sínum á fundi þessum og ekki gæta nægilegs hófs. Færð hafa verið allsterk rök að því í riti Páls Eggerts Ölasonar um J. S., að þessi orðrómur væri á nokkr- um misskilningi byggður vegna vantandi heimilda um það, er frain fór á fundinum. Hitt mun rétt vera, að Jón Sigurðsson liafi ekki haft trú á, að samþykktir fundarins kæmu að gagni eins og á stóð. Síra Matthías Jochums- son, sem þá var orðinn ritstjóri Þjóðólfs, var einn fundarmanna; þótti honum fundurinn fara of frekt í kröfur og vildi iniðlun. En þrátt fyrir það varð skáldið í honurn svo hrifið af samþykkt- um fundarins, að hann kvað af guðmóði: Getið verðr þess, er þorðu þingdjarfir Islendingar inna einum munni orð hvell á Þingvelli: Frjáls kjöri þjóð til frelsis fjallbyggð Snælands alla; lýðr skal löeum ráða, landrétt hefir guð settan. Nú fór þjóðhátíðin 1874 í hönd. Þá gaf konungurinn, Kristján IX.. landinu stjórnar- skrá, sem veitti því löggjafarvald og sjálfsforræði. Þar með var einveldið úr sögunni. Fjárveit- ingavaldið komst nú í hendur^ landsmanna sjálfra. Þingmönn- um var fjölgað og þinginu skipt í tvær deildir, efri deild með 12 þingmönnum, hehningur þeirra konungkjörinn, og neðri deild með 24 þingm. þjóðkjörrtum. V ' Það var Jangt frá því, að stjórriarskráin fullnægði kröfum og sjálfstæðisbrá íslendinga. Versti galli hennar var, að yfir- stjórn íslandsr.iála var falin dönskum ráðgjafa, dómsmála- ráðherranum. sem öllu _var ókunnur hér á landi. Þrátt fyrir ágallana, var stjórnarskráin mik- ilsverð fótfesta fyrir hina ís- lenzku bjóð. Allt, sem ávannst með henni, var ávöxtur af starfi Jóns Sigurðssonar, en gallarnir voru öðrum að kenna. F.n Jón Sigurðsson gerði meira. Auk verzlunarfrelsisins, sem hann lagði grundvöllinn að ásamt mörgu fleiru íslendingu m (il nytsemdar og menningarauka, markaði liann þjóðmálastefnu íslenzku þjóðarinnar eftir sinn dag, svo að allt, sem áunnizt hef- ir, síðan hann leið, á beint eða óbeint rót sína að rekja til áhrif- anna frá honum Jón Sigurðsson er einn þeirra miklu nianna, er lifa, þótt þeir deyi. Hann er og verður ódauð'egur aflvaki og ljósberi í framsóknarbaráttu ís- lendinga. Hann er og verður óskabarn íslands, sómi þess, sverð og skjöldur, eins og letrað var á silfurskjöld við útför hans. Fæðingardagur Jóns Sigurðs- sonar hefir verið helgaður minningunni um hann. Nú fer sá dagur,* 17. júní, í hönd. Sá dagur fær nú tvöfalt gildi. Jafn- franrt því, að Jóns Sigurðssonar er þá minnst sem hinnar mestu frelsishetju þjóðarinnar, verður stjórnfrelsi Islendinga innsiglað með stofnun lýðveldis á Islandi. Öhikað skal því haldið fram, að sú háleita athöfn sé í anda Jóns Sigurðssonar, þó að vitað sé, að örlítill hluti íslendinga ýfist þar við, eins og konungkjörna sveit- in á dögum J. S. ýfðist við kröf- um hans og vildi beygja sig í duftið fyrir dönskum yfirráðum. Jón Sigurðsson var hispurslaus í orðum og kallaði nrenn með slíku innræti danska íslendinga. En því mega Islendingar aldr- ei gleyma, að skyldur og ábyrgð fylgja frelsinu, eins og dagur fylgir nótt og nótt degi. Ef þessa er ekki gætt, getur frelsið orðið hefndargjöf. Þetta verða allir ís- lendingar að rótfesta í hug sér og hjarta við j liönd farandi há- tíðahöld í sambandi við lýðveld- isstofnunina. Látum svo guð ráða giftu. >^£>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.