Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 4
DAGUR T Fimmtudagur 15, júní 1944 DAGUR TRÍÓ TÓNLISTARSKOLANS I RVIK Ritgtjórn: Ingimar Eydal. Jóhann Frímann. Haukur Snorraaon. Aígreiðslu og innheimtu annast: Sigíús Sigvarðsson. Skriístofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. l.desember-17.júní ^ÉR ÍSLENDINGAR höfum nú um aldav- fjórðungs skeið í raun réttri átt tvo þjóðhá- tíðardaga, sem vér höfum ár hvert minnzt með hátíðahöldum: 17. júní og 1. desember. Önnut þessi þjóðhátíð, 1. des., hefir verið hátíðleg hald- in til minningar um merkilegan og minnisstæð- an áfanga á leið þjóðarinnar til fulls sjálfstæðis og landsréttinda. Þessi hátíð hefir verið haldin í skugga svartasta skammdegisins. En 17. júni hef- ir ával'lt verið vorhátíð íslendinga, jafnfvamt því að þá hefir verið minnzt fæðingar cins ágætasta sonar þjóðarinnar frá upphafi sögu hennar, frels- ishetjunnar og vormannsins Jóns Sigurðssonar forseta. þESSIR TVEIR árlegu þjóðhátíðardagar hafa í rauninni verið talsvert táknrænii fyrir þjóð- lífið allt á þessu tínrabili. Þjóðin hefir nú notið fulls frelsis og sjálfsforræðis a. m. k. í iun inríkis- málum í 25 ár, án þess að verulegrar erlendrar íhlutunar hafi gtett þar á nokkru sviði. Á margan hátt hefir verið bjart yfir þessu skeiði. Storfelld- ar framfarir og nýsköpun hefir átt sér stað í land- inu — miklu stórfelldari og glæsilegri ytri þróun en á nokkru jafnlöngu skeiði áður í sögu þjóðar- innar allt frá upphafi. En þrátt fyrir það hafa þó þjóðhátíðardagarnir tveir eigi að síður tákpað tvö skaut, þeir hafa dregið úr ljóma hvors annars, og stundum svo mjög, að þeir hafa báðir Itorfið mjög í skugga sinnuleysis og þjóðlegs tóml etis. Að lokum var svo komið, að báðir dagarnir voru raunar orðnir eins konar árshátíðardagar vissra mannhópa í landinu, sem að vissu leyr.i hölðu kastað eign sinni á þá, en voru ekki lengur orðnir sameiginlegir hátíðisdagar þjóðarinnar allrar. Og því meiri klíku- og sérfélagabragur sem á þá kom, því meiri doða og hulu dró yfir ljóma þeirra og hátíðleika í meðvitund þeirra mörgu landsmanna, sem töldust tilhvorugsþessarahópa,semhéldusig sérstaklega til þess kallaða að setja svip sinn á há- tíðahöldin þessa daga. Og á sama tíma var þjóðin öll — einnig að öðru leyti — að skipa sér í æ harð- snúnari og einangraðri fylkingar alls konar sér- hagsmuna og stéttasjónarmiða, er toguðust á með vaxandi ofsa, ófriði og spillingu. £N I ÞETTA sinn er þess að vænta, að þjóðin gangi sameinuð og einhuga til hátíðhaldanna 17. júní. Og þess er enn að vænta, að hún geri það ávallt framvegis. 1. desember var merkisdag- ur merkilegs — og á margan hátt glæsilegs — tímabils í sögu íslendinga, en það skeið er nú á enda runnið. Þar með hefir dagurinn misst hina táknrænu þýðingu sína og verður því vafa- laust ekki þjóðhátíðardagur framvegis. 17. júní — vorhátíðin — hlýtur upp frá þessu að verða hinn eini, sanni þjóðhátíðardagur allra íslend- inga. Um það það geta naumast verið skiptar skoðanir framvegis. Megi það einnig að öðru leyti verða táknrænt fyrir þjóðlíf okkar á kom- andi tímum. Ekkert er hinu nýja lýðveldi nauð- synlegra en það, að þegnar þess læri sem fyrst þá erfiðu list að standa saman — ekki aðeins á veizlu- og hátíðisdögum, heldur einnig á komandi dög- um mikillar reynslu og erfiðra fórna, því að vissu- lega munu þeir dagar verða miklu fleiri og ör- lagaríkari um alla framtíð en hinir, sem helgað- ir eru mannfagnaði og hátíðahöldum. Á stund- um reynslu og sjálfsfórna verða örlög hins nýja, íslen^ká rlkis ráðin. Trioið, — þeir Heinz Edelstein, Árni Kristjánsson og Björn Ólafs- son halda hljómleika hér á vegum Tónlistarfélags Akureyrar nú bráðlega. Sjá grein á bls. 5. Vorhreingemingar og þjóðhátíð. jþESS VAR NÝLEGA getið í sunn- an blöðunum, að verið væri að „punta upp á“ höfuðstaðinn og það svo mjög, að bærinn væri alveg að taka stakkaskiptum þessa dagana og setja upp annan og betri svip en verið hefir að undanförnu. Hús væru mál- uð, girðingar lagfærðar, húsagarðar og baklóðir hreinsaðar og götur, torg og opin svæði sópuð og snyrt. Þetta eru ánægjulegar fregnir, því að ömur- legt hefði verið til þess að vita, ef sjálfur höfuðstaðurinn hefði gengið skítugur og illa snyrtur á hversdags- klæðum upp í það veglega hásæti, þar sem honum verður í einni svipan breytt í höfuðborg ungs og fullvalda lýðveldis. En í þessu sambandi rifj- ast það upp fyrir okkur Akureyring- um, að einnig hér er þörf á slíkri vor- hreingerningu, til þess að bærinn líti sómasamlega út. Venjulega hafa yfir- völd bæjarins beitt sér fyrir þess hátt- ar umbótum fyrir Hvítasunnuna, en að þessu sinni varð lítið vart við nokkra hreyfingu í þá átt.. A. m. k. stóðu öskudallarnir yfirfullir við sum húsin yfir hátíðina og lagði af þeim ljúflega angan og tígulegan ösku- og reykmökk yfir okkar hluta af hinu verðandi lýðveldi. En borgararnir munu hafa huggað sig við það, að yf- irvöldunum þætti það fullmikil of- rausn að láta þess háttar hreingern- ingu fara fram tvisvar svona sama vorið, og hefðu þau því látið allar slíkar aðgerðir niður falla yfir Hvíta- sunnuna í því skyni einu að taka þeim mun myndarlegar til höndunum fyrir sjálfa þjóðhátíðina. ^^G VITI MENN: Blessaður lög- reglustjórinn okkar lætur ekki sinn hlut eftir liggja en birtir í tæka tíð í sumum bæjarblaðanna áskorun til almennings þess efnis, að hreinsa, sópa og laga sem bezt til við hús og lóðir fyrir þjóðhátíðina. Það er gott og ágætt, það sem það nær, og von- andi hefir þessi áskorun borið ein- hvern árangur. En auðvitað verða bæjarvöldin sjálf að ganga á undan með góðu fordæmi og láta hreinsa og snyrta götur og torg bæjarins sem allra bezt og líta ennfremur eftir því, að aðrir aðiljar láti ekki fyrirmæli lögreglustjórans sem vind um eyru þjóta. Kannske er ástæðulaust að ótt- ast það, en þó virðist enn skorta mik- ið á, að allt sé þegar komið í viðun- andi lag í þessum efnum alls staðar í bænum. En hvað sem því líður er hitt víst, að nýmálað hús sést hér naumast, þótt leitað sé með logandi ljósi um allan bæinn, en aftur á móti nóg af skjöldóttum, illa hirtum og ömurlegum ryðkláfum og ómáluðum skúrum, sem sUt eru líklegir tll þess að bregða ljóma fagurskyns og snyrti- mennsku yfir umhverfi sitt nú frem- ur en endranær. Stundvísi og óstundvísi. j SÍÐASTA HEFTI tímaritsins „Straumhvörf“, sem borizt hefir norður hingað, ritar m. a. „Eyrarkarl" athyglisverðar hugleiðingar um ýmis fyrirbrigði í þjóðfélagi okkar nú á dögum. Segir þar m. a.: „Meðan ég var í sveitinni, litu hús- bændur stranglega eftir því, að hjúin kæmu stundvíslega að vinnu sinni og ynnnu sinn tilskilda vinnutíma. Vinnu- eftirlitið kom af sjálfu sér, er hús- bóndinn gekk á undan að hverju starfi. Aldrei var ég þess var, að full- orðið og vitiborið fólk teldi ekki stundvísi að vinnustað og frá sjálf- sagðan hlut; hún virtist ekki neinum manni þvingun, þótt vinnutíminn væri miklum mun lengri en nú. í þessu efni hefi ég orðið var geysimikillar breytingar, síðan ég fluttist í kaup- staðinn. Hér finnst mér óstundvísin vera að verða regla, því að menn eru hættir að amast við henni, og þó finn- ur hver maður þetta. Eg hef unnið með mörgum mönnum, sem komið hafa of seint í vinnuna og horfið af vinnustaðnum fyrir hættutíma. Mér er sagt, að óstundvisi sé að verða plága í skrifstofum, skólum og yfir- leitt alls staðar. Vinnueftirlitið er varla til lengur og naumast sakazt um þann leiða ósið.“ . Eljumaður — ónytjungur. þÁ SEGIR „Eyrarkarl" ennfremur í þessum pistlum sínum: — f mínu ungdæmi var það metnaður og hug- sjón allra ærlegra starfandi manna að fá á sig orð dugnaðar og eljumanns- ins, jafvel þótt þeir ættu á hættu, að atvinnurekendurnir högnuðust á vinnu þeirra; menn gerðu sér enga rellu út af þess háttar þá. Það var ekki öllum gefið að vera áhlaupa- og afkastamenn, sem kallað var, en allir gátu „haldið sig vel að verki.“ í þess- um fimm látlausu orðum var fólgin almennningskrafan um vinnusiðgæði. Það voru eljumennnirnir, sem héldu sig vel að verki, þeirra vinna þótti drýgst og notalegust. En ónytjungar voru þeir kallaðir, sem voru vinnu- færir, en nenntu ekki að vinna og gerðu allt með hangandi hendi. Ónytjungsorðið þótti fyrrum þungur dómur. Eg er auðvitað alveg sammála þeirri skoðun, sem mjög er haldið á lofti nú, að fyrsta skylda hvers þjóð- félags sé að sjá öllum starfhæfum þegnum sínum fyrir sæmilega laun- aðri atvinnu, en eg heyri menn Sjald- an eða aldrei hvatta á að skila góðum afköstum, til að vinna störf sín sam- (Framhald á 6. síðu), Hvenær á að borða heita matinn? Eg hefi oft verið að velta því fyrir mér á sól- heitum sumardögum, hvort ekki væri hagkvæm- ara að borða heita matinn (þar á eg.við aðalmál- tíð dagsins) á kvöldin, þ. e. 6—7 e. h., heldur en um hádegið. Eg verð að játa, að eg hefi sjálf litla reynslu í þessum efnum, en eg hefi fyrir hitt margar hús- mæður, sem tóku nærri sér að haldast við P eld- húsinu ,,í svælu og reyk“, þegar morgunsólin skein sem skærast. — „Hvers vegna breytið þið þessu ekki?“ hefi eg spurt. Hvers vegna ekki kalda matinn um hádegið? Þá getið þið frekar leyft ykkur að láta morgunsólina skína á ykkur, og skotizt svo inn um hálf tólf til þess að taka til matinn. Við höfum ekki svo langt sumar eða mikla sól, að ekki sé sjálfsögð skylda okkar að nota vel og dyggilega hverja sólskinsstund, sem á boðstólum er. Og er ekki sorglegt til þess að vita, að einmitt bezta tíma dagsins skuli meg- inþorri allra húsmæðra híma í eldhúsinu yfir grautarpottum og steikarapönnum. „Þetta er nú hlutskipti okkar, húsmæðranna,“ segið þið. Það er hverju orði sannara.. En er það hlut- skipti ykkar að nota bezta tíma dagsins til þessa, ef hægt er að koma því fyrir á öðrum og hag- kvæmari tíma? Eg spyr aðeins, og vil með því vekja athygli ykkar á þessu. Það má vel vera, að einhverra hluta vegna, sem eg ekki þekki, sé þetta illfram- kvæmanlegt, en eg hefi ekki trú á því; og eg get ekki að því gert, að þetta kemur ákaflega óft í hug mér, einkanlega þegar sólin skín og sunnan- golan leikur um vanga minn. „Puella“. Góð ráð: Heitt edik hreinsar málningarbletti af gleri. Fægið spegla með mjúkum klút, sem hefir ver- ið vættur í köldu te. Ostur helzt mjúkur, ef smurt er með smjöri yf- ir skorna endann, og hann síðan geymdur á köld- um stað. Til foreldra: Reyndu ekki að komast að leyndarmálum barna þinna með valdi. Leyni þau einhverju, fást þau sjaldan með áfjáðum spurningum til að láta Jjað uppi. Tímirin og þolinmæðin fær þau frem- ur til þess. Lofaðu þeim að hafa sínar skoðanir fyrir sig, þegar þau eru farin að þroskast. Gjörðu þau að mönnum, sem halda frumleik sínum, en ekki að eftirriti af öðrum. (Sundhedsbl.). Heilræði eftir Victor Hugo. Sýndu engum illgirni á lífsleiðinni. Merðti ekki vísvitandi í sundur hið vesælasta blóm. Virtu hreiður fuglanna. < Farðu á fætur til að vinna. Misstu aldrei móðinn. Vertu lærimeistari og vertu faðir. Elskaðu, trúðu, vonaðu, lifðu. Eldhúsið. H r ö k k b r a u ð: Yz kg. heilhveiti, 50 gr. smjörlíki, 1 matsk. sykur, 1 tesk. hjartarsalt, i/£ tesk. fínt salt, 2 dl. vatn. — Hnoðað og flatt út. Ef -vér svíkjum oss sjálfa, þá svíkur oss allt. Gocthe,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.