Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. júní 1944 DAOPR 4 $ GREIN ARGERÐ Dwight D. Eisenhower hershöfðingi Viðskiptaráðs um flutningsgjöld Eimskipafélagsins ^INN 23. febrúar 1943 komu framkvæmdastjóri Eimskipa- lélags íslands h/f. og fulltrúar iyrir stjórn þess á fund Við- skiptaráðsins, sem þá var nýtekið til starfa. Töldu þeir félaginu nauðsynlegt að því yrði heimil- uð stórkostleg hækkun á flutn- ‘uigsgjöldum í Ameríkusigling- um, ef það ætti að sjá sér fært að halda þeim áfram. í bréfi til ráðsins daas. 4. marz, telur félag- ið síðan, að hækkunin þurfi að nema 85% í ferðum til New York, í ferðum til Halifax 200% fyrir matvörur, fóðurvörur og áburð, en 55% fyrir timbur. Með bréfi þessu fylgdu allítar- legar áætlanir um útgerðar- kostnaðinn í slíkum ferðum, og áttu þær að sýna að slík hækkun væri nauðsynleg. Áætlanir þess- ar voru athugaðar af ráðinu og var síðan farið fram á ítarlegar skýrslur um raunverulegan kostnað í undangengnum ferð- um og um rekstur félagsins yfir- leitt, og bárust þær ráðinu og verðlagsstjóranum 29. apríl og 4. maí. Ráðið gerði síðan sjálft áætlun um, hversu há flutnings- gjöldin þyrftu að vera, og var ekki um annað að ræða en að byggja hana á skýrslum félags- ins eins og þá stóðu sakir. Niður- staðan af þessum athugunum varð sú, að ráðið áleit rétt, að flutningsgjald á timbri hækkaði um 20%, og á öðrum vörurn, að frátöldum skömmtunar-, fóður- og áburðarvörum, um 30%, en að ríkissjóður ábyrgðist jafn- framt tap, sem félagið kynni að hafa vegna lágra farmgjalda á skömmtunar-, fóður- og áburð- arvörum, allt að 3,5 millj. króna. Ríkisstjórnin taldi sér ekki fært að takast þessa ábyrgð á • herðar og taldi eðjj- iegra. að flutningsgjald annarrar vöru en umræddrar nauðsynja- vöru yrði hækkað þeim mun meir, og var því ákveðið að heimila félaginu frá og með 8. maí 50% hækkun á flutnings- gjaldi fyrir allar vörur aðrar en smjörlíkisolíur, kornvörur, kaffi, sykur, fóðurbæti og áburð. Með tilliti til þeirra upplýsinga, sem fyrir hendi eru, má fullyrða, að reksturinn hafi á fyrstu mánuð- um ársins gefið tilefni til hækk- unar á flutningsgjöldunum ,þótt hins vegar á síðari hluta þess hafi orðið þá ófyrirsjáanlegar, en svo stórkostlegar breytingar, að ágóðinn varð algjörlega óeðlileg- ur, og hann er miklu liærri en svarar til þessarar hækkunar. Það er hins vegar algjörlega rangt, sem komið hefir fram op- inberlega, að verzlunarstéttin og ríkissjóður hafi hagnast á þessari farmgjaldahækkun vegna auk- innar álagningar og aukinna tolla. því að allir álagningarstig- ar verzlunarinnar voru lækkaðir, sem flutningsgiöldunum svaraði og ríkissjóður innheimti ekki tolla af henni. 30. júlí skrifaði verðlagsstjóri félaginu bréf, þar sem farið var frarn á sundurliðaðar upplýsing- ar um afkomu félagsins á fyrstu 7 mánuðum ársins. Jafnframt var beðið um skvrslur um hverja ferð skipanna oir afkomu þeirra jafnskjótt. og þeim væri lokið. 1 svarbréfi sínu 11. ágúst telur framkvæmdastjórinn ýmis tor- merki á því að láta slíkar skýrsl- ur í té, og fengust þær ekki, þrátt fyrir ítrekuð, .nunnleg tilmæli verðlagsstjórans. í bréfi, sem fé- lagið ritaði ráðinu löngu síðar, eða 8. desember, þ. e. a. s. þegar því hlýtur að hafa verið orðin ljós afkoma ársins 1943 í aðalat- riðum, er rætt um það, hvers vegna það veitti ráðinu ekki um- beðnar upplýsingar. Þar segir um hækkunina frá 8. maí: „Þessi ákvörðun yðar fullnægði alls ekki óskum vorum um hækkun farmgjaldanna og gat ekki verið byggð á upplýsingum þeim, sem vér höfðum látið yður í té, þó þér hefðuð ekki látið oss- vita neitt um það, að þér telduð upp- lýsingar vorar svo lítilsvirði, að þér vilduð ekki byggja á þeim. ...... Vér hlutum því að líta svo á sem þér hefðuð tekið lítið mark á upplýsingum vorum ög því væri þýðingarlítið fyrir oss að veita yður upplýsingar um málefni félags vors“. Þegar sýnt þótti, að svo myndi fara, hefði ráðið auðvitað getað falið lög- giltum endurskoðanda eða öðr- um trúnaðarmanni að athuga rekstur félagsins og sækja um- beðnar upplýsingar í bækur þess, enda var um það rætt. Af því varð þó ekki, aðallega sök- um þess. að ráðið treysti því, að þar sem hér er um hálf-opinbera aðila að ræða, myndi tregða fé- lagsins við að veita umbeðnar upplýsingar ekki eiga rót sína að rekja til annars en þess, að í raun og veru væri mjög erfitt að veita þær og að það mvndi ekki leyna ráðið upplýsingum, sem það vissi, að ráðið hlaut að telja þýð- ingarmiklar, enda rnundi slík rannsókn hafa orðið ýmsum erf- iðleikum bundin, rneðal .annars vegna þess að nokku-r hluti reikningshalds fer fram á skrif- stofu félr.gsins í New York. • Þegar langt var liðið á árið, var orðið kunnugt um ýmsar breytingar, sem orðið höfðu fé- laginu í hag. svc. sem lækkuð vá- tryggingar iðg j öld og greiðari siglingar í nóvember vai gerð á því athugun hversu mikið rnyndi hægt að lækka flutnings- gjöldin vegna þessa. Þar eð ráðið hafði engar upplýsingar fengið frá félaginu um reksturinn síðan um vorið, var ekki unnt að gera nýja allsherjaráætlun um farm- gjaldaþörfina, lieldur varð enn að nokkr'u levti að byggja á sömu upplvsingum og þegar hækkunin var heimiluð í maí, sérstaklega hvað rekstrarútgjöld snerti. 2. desembcr kvaddi ráðið framkvæmdastjóra félagsins á fund sinn og skýrði honum frá því, að fyrir dyrum stæði lækkun flutningsgjaldanna. Taldi hann slíkt rnjög varhugavert og mælt- ist eindregið til þess, að félaginu yrði gefinn kostur á að gera nán- ari grein fyrir afstöðu sinni. í viðtali þessu revndist ekki unnt að fá neinar upplýsingar um af- komu ársins 1943. 8. desember ritaði félagið ráðinu síðan mjög ítarlegt bréf gegn hinni fyrir- huguðu lækkun, en ennþá eru þar engar upnlýsingar um af- konni ársins. Hins vegar fylgdu bréfi þessu skýrslur um rekstur ársins 1942, en aðstæður allar voru breyttar frá því, sem þá hafði verið. 1 frekari viðræðum skýrði félagið ftá ýmsum kostn- aðarauka, sem orðið hefir. Ákvað ráðið síðan að færa 50% hækkunina niður í 30% hækk- un frá 1. jan. 1944, og fella jafn- framt niður 20% viðbótarflutn- ingsgjald fyrir timbur, sem flutt var til hafna utan Reykjavíkur. Þessari lækkun var aðeins ætlað að vera til bráðabirgða. \rænti ráðiðjiess að geta fljótlega eftir áramótin fengið gögn um reksturinn og afkomu á árinu 1943. þannig, að hægt væri að taka ákvörðun um endanlega lækkun flutningsgjaldanna. Það dróst hins vegar, að reiknings- skilum félagsins yrði lokið, og fékk ráðið ekki ársreikninginn í sínar hendur fyrr en 8. maí. Eft- ir það, sem á undan var gengið, tregða félagsins við að veita ráð- inu skýrslur síðari hluta ársins 1943 hina eindregnu andstöðu þess gegn hinni fyrirhuguðu lækkun flutninesgjaldanna í des- emberbyrjun, kom það ráðinu mjög á óvart, að reikningurinn sýndi 18 millj. kr. hagnað. Ráð- ið taldi, og telur enn, að það hafi á sínum tíma hlotið að líta svo á, að tregða hálf-opinbers félags eins og F.imskipafélagsins við að veita ráðinu jafnóðum upplýsin ar um reksturinn og afkomuna á árinu 1943 mvndi ekki stafa af öðru en því, að slíkt væri mikl- úm erfiðleikum bundið, og að það væri ekki til þess að leyna óvenjulegum hagnaði, svo að ekki væri ástæða til sérstakrar rannsóknar. Forráðamönnum Eimskipafélagsins var vel kunn- ugt um þá skoðun ráðsins. enda hefur þeim verið tjáð hún, bæði munnlega og skrifiega, að á slík- um tímum sem þessum eigi flutningsgjöldin ekki að vera hærri en nauðsvnlegt getur tal- izt til þess að hægt sé að halda uppi flutningum til landsins, og þótt aukning skipaflotans sé vissulega mjög þýðingarmikil, verði að tryggja hana ,á annan hátt en að . söfnun stór- kostlegs gróða, sem fenginn sé með of háum farmgjöldum, enda sé í rauninni etigin ástæða til þess að örvænta um aukningu flotans, meðan þjóðin á stórkost- legar inneignir í erlendum gjald- eyri. Hefði ekki verið óeðlilegt, að gera ráð fvrir því, að hálf- opinber aðili eins og Eimskipa- félagið tæki fullt tillit til þessa álits ráðsins í ráðstöfunum sín- um. Þar eð ljóst varð af ársreikn- ingi félagsins, að flutningsgjöld- in voru mun hærri en nauðsvn- egt var, ákvað ráðið að lækka aau tafarlaust og hafa lækkun- ina svo mikla, að ekki væru líkur til, að um ágóða yrði að ræða á yfirstandandi ári. Var gerð rann- sókn á niðurstöðum reikningsins og á henni byggð sú ákvörðun, að lækka öll flutningsgjöld fé- agsins um 45%, og kom sú ákvörðun til framkvæmda 9. maí eða aðeins degi eftir að ráðinu varð kunnugt um rekstrarniður- stöðu ársins 1943. Þær breytingar, sem langmestu munu hafa valdið um hinn mikla og óeðlilega ágóða 1943 urðu mjög seint á árinu. Þá fékk félagið stór aukaskip, sem hafa haft mikla þýðingu fvrir afkom- una, og var flutt til landsins miklu meira en ráð hafði verið fyrir gert af vörum, sem hátt flutningsgjald er fyrir. Ráðið gat að sjálfsögðii án aðstoðar fé- lagsins fylgst með siglingatíma skipanna og flutningsmagninu, en hvað reksturskostnaðinn snerti varð það að byggja á skýrslum og áætlunum félagsins, en hann hefir reynzt mjög miklu minni en félagið gerði ráð fyrir í sínum áætlunum. Astæðan til þess að lækkunin var ekki gerð fyrr, er fyrst og fremst sú. að Viðskiptaráðið gerði ráð fyrir því, að óhætt væri að byggja á skýrslum og áætlun- um frá hálf-opinberum aðila eins og F.imskipafélaginu og að "áðið fengi upplýsingar um þær breytingar, sem verulegu máli ikiptu, án jrcss að stofna þyrfti til sérstakrar rannsóknar á rekstri félagsins. En þegar í 1 jós kom, að slíkra aðgerða hefði engu að síður verið þörf og að ágóðinn varð óhæfilega mikill, voru skjótar og róttækar sáðstaf- anir sjálfsagðár, og ráðið telur ;ig hafa gert þær, er það þegar í stað, er kunnugt varð, hvernig málum var háttað, lækkaði flutningsgjöldin svo rækilega, sem raun ber vitni. Franska bráðabirgðastjórn- in í Algier viðurkennir lýðveldið. Utanríkisráðuneytið hefir til- kynnt eftirfarandi: „Ríkisstjórninni er ánægja að tilkvnna að sendimaður frakk- nesku þjóðfrelsisnefndarinnar hefir tilkynnt utanríkisráðherra, að bráðabirgðastjórn frakkneska lýðveldisins hafi útnefnt sendi- manninn, Herra Henri Voillery, fulltrúa sinn sem délégué extra- ordinaire (sérlegan sendimann) við lýðveldishát'ðina. Jafnframt því að tilkynna þetta, bar Herra Voillerv fram beztu árnaðaróskir sínar og bráðabirgðastjórnarinnav til Æðsti maður innrásarherafla Bandamanna. Vor- hljóm- leikar Tónlistarfélags Akureyrar 1944. Tónlistarfélag Akureyrar hef- ir kornizt að samningum við trio Tónlistarskólans í Reykja- vík, þá Heinz Edelstein, Árna Kristjánsson og Björn Ólafsson, um hljómleika fyrir styrktar- meðlimi félagsms á þessu vori. Þessir þjóðkunnu ágætislista- menn munu koma til bæjarins um miðja næstu viku, og verða hljómleikarnir haldnir í Sam- komuhúsi bæjarins um og eftir J ónsmessuhelgina. Af viðfangsefnum skal þessara getið: Sonata í F-dur, op. 24 — Vor-. sonatan — eftir Beethoven. Trio í a-moll, op. 50 eftir Tsjaikofsky. Cello-sonata í D-dur eftir Bach. Trio í B-dur ,op. 97 eftir Beet- hoven. Duo, op. 62 eftir Franz Schu- bert. Dumky-trio, op. 90 eftir Dvörák. Líklega hefír Akureyringum aldrei fyrr gefizt hliðstætt tæki- færi þessu, til að kynnast hinum merkilegustu og vinsælustu verk- um þessara höfuðmeistara. Þar að auki er hér um hljómleika- forrn — Trio — að ræða, sem Ak- ureyringar hafa lítt haft tækifæri að kynnast, en sem túlkar klass- isk verk á yndislegan og auðskil- inn hátt. Tónlistarfélagið mun enn geta tekið nokkra styrktarfélaga inn í félagið. handa ríkisstjórn íslands og ís- lenzku bjóðinm. Ríkisstjórnin fagnar þessari ráðstöfun og himnn góðu kveðj- um og metur mikils þann vinar- hug, sem stofnun hins íslenzka lýðveldis er enn sýnd með þess- um aðgerðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.