Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. júní 1944 DAQUR 7 {WMWíHÍHÍHÍHtHWHÍHJkaOISHCHCHOHJIiHOHOHtHÍHOHCHJHOHíHÍCHOHOHCHOtOOOCHOHíHÍOOOOOOOOO Ferðir til Þingvalla þjóðliótídardagana verða þannig: Frá Reykjavík: 16. júní kl. 9, 13, 17 og 21. Frá Reykjavík 17. júní kl. 7,30 og 10,30. Frá Þingvöllum: 17. júní kl. 18, 22 og kl. 1 (um nóttina). Frá Þingvöllum: 18. júní ld. 13, 17 og kl. 21. Farseðlar verða seldir í Iðnskólanum frá 10.—14. júní daglega kl. 10—12 og 13—19, á kr. 40.00 sætið báðar leiðir. Lagt verður af stað frá Fríkirkjuvegi. Farseðlarnir gilda aðeiiís fyrir þá ferð, sem þeir hljóða á. Nauðsynlegt er að almenningur sýni lipurð við fermingu bifreiðanna. Að hópar, sem ekki komast í sömu bifreiðina skipti sér, og sömuleiðis, að fólk hafi farseðla sína við hendina og afhendi þá bif- reiðarstjóra viðkomandi bifreiðar. Þjóðhátíðarnefndin. ««««««««««5«i«i«««i«««5í««««5í«5555í5555555i555555i5$í*: Karlmannaföt Karlmannajakkap Karlmannabuxup Drengjaföt Dpengjabuxur mikið og gott úpval BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson TILKYNNING FRÁ ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDINNI Að gefnu tilefni vill Þjóðhátíðarnefndin láta þess getið að aðgangur að þjóðhátíðarsvæðinu á Þingvöllum 17. júní er ókeypis og öllum heimill. Tjaldstæði á Þingvöllum, sem pötnuð eru lijá nefndinni eru einnig ókeypis. Eftirlitsmenn nefndarinnar munu vera á Þingvöllum frá og með 15. júní með lista yfir þá sem gert hafa pant- anir á tjaldstæðum hjá nefndinni. Ber mönnum, er þeir koma til Þingvalla, að snúa sér til þeirra við- víkjandi tjaldstæðunum. Þ j óðhátí ðarnef ndin. Blandaðir ávextir, Gréfíkjur, Sveskjur, Rúsínur, Hnetur í smá pökkum, Tomatsafi, v Súrkál, Grænar baunir, Súpujurtir. ÍC» £r* A. Nýlenduvörud. og útibú. >••••••••••••( Vil kaupa TÖSKURITVÉL. Afgr. vísar á. MASKÍNUPAPPÍR Kaupfélag Eyfirðinga. By ggin ga vöru d e ild. MÓTORHJÓL, Harley Davidson mótor- hjól til sölu. Afgr v. á. Hauetið 1884 íór Þorvaldur jarðfræðingur Thoroddsen, sem þá var kennari við Möðruvalla- skóla, utan o<$ þurfti að fá mann í sinn stað að skólanum. Vildi Hjaltalín skólastjóri helzt fá Benedikt skáld Gröndal í stað Þorvaldar; og varð það úr, að Gröndal fór norður með „Thyra“ þá um haustið og tók við kennslu á Möðruvöllum. — Segir Gröndal m. á. á þessa leið frá norðurförinni í „Dægra- dvöl sinni: ★ „Við komum til Akureyrar um kvöld var samt ekki orðið dimmt mjög. svo eg sá vel til. Þótti mér þar Ijótt, og brá mér í brún, þar sem eg hafði ávallt heyrt til þess tekið, hvað þar væri fagurt, en hetta var raunar lítið að marka svona seint um haust og allt fullt af for, enda þá lítið um vegagerð. . . . Göt- ur sá eg engar, en alstaðar for og leðju“. ★ „Okkur var vel tekið af Egg- ert Laxdal, var hann hinn þægi- legasti og vildi okkur allt í té láta; þar var Helga mín, meðan við stóðum við, sem ekki var nema tvær nætur. Eg komst á gistihúsið sem var kallað ,,Baukur“, fékk þar einhvern klefa uppi, en þó samari við einhverja tvo hrotta fulla eða hálffulla; billiardklefi var undir niðri og allt mjög ógeðslegt. Eg kom snöggvast til Júlíusar Haf- steens amtmanns, gamals kunn- ingja; hann bjó í lágu og ljótu húsi; eg man ekkert, hvernig þar var inni, kona hans var falleg og mikilhæf, dóttir Oberts í Danmcrku; þá kom eg snöggvast til Stefáns Thoraren- sens sýslumanns, við vorum há- skólabræður; svo til séra Matt- híasar, hann bió í litlu húsi og lélegu. Er svo ekkert að segja af þessu, nema eg fékk hesta og fylgd að Möðruvöllum, og kom þá fyrst að Lóni, í myrkri, þar var ljótt og ógeðslegt; var þar ferja, en eg reið og fór á sund; kom svo votur til Jóns og Guð- rúnar Hjaltalir, og urðu þar fagna fundir". . ★ „1 sjálfan skólann fór eg ekki tvo fyrstu dagana, en eg varð var við, að piltarnir voru á gægjum eftir mér; hefir þeim líklega þótt merkilegt að sjá og fá þennan merkilega pinna, sem alkunnur var um allt land. Svo fór eg að kenna, en ekki get eg hrósað mér af kennslunni, því eg varð þess brátt var, að pilt- um var ekkert sérlegt áhugamál að læra og afla sér þekkingar; aðalhugsunin var sú, „að vera í skóla“ = vera á „Möðru- völlum“ eða Fealstudent; það var einungis einn sem var al- gerlega hneigður fyrir þekk- ingu og hafði verulegan áhuga á að fræðast, þáð var Jóhannes Þorkelsson, sem varð bóndi á Fjalli, en raunar held eg hann hafi lesið einna mest það, sem ekki var kennt í skólanum, eins og verður flestum þeim, sem verða vel að sér. Af þessu al- menna áhugaleysi leiddi það, að eg sló slöku við að kenna, nema það allra minnsta; eg trénaðist fljótt upp þegar eg fann, að enginn hirti um að læra.“ ★ Ólafur háseti er í millilanda- siglingum „á hættusvæðinu“ og er staddur í erlendum hafnar- bæ. Hann hetir náð í eina whisky-flösku og er nú á leið- inni um borð aftur. Þá er skyndilega gerð loftárás á borg- ina og í asanum og ringulreið- inni veltur Ólaíur út at spor- vagnspalli og dettur á götuna. Þegar hann stendur upp, finnur hann eitthvað vott renna niður lærið á sér innanklæða. „Eg ætla að vona, að það sé bara blóð,“ tautar Ólafur þá í barm sér. ★ Spjátrungslegur unglingur er staddur á fisksölutorgi og skoð- ar þar fisk i körfu gamallar og spikfeitrar fisksölukonu. „Er íiskurinn nýr?“ spyr hcrtn og hendir í körfuna. „Sjáið þér ekki að hann hreyfir sig ennþá?“ svarar kerla. „Ja, satt er það. En það gerið þér nú líka, og ekki mundi eg nú vilja kalla yður glænýja samt.“ DAGSKRÁ HÁTÍÐAHALDANNA Á MNGVÖLL4JM 17. júní. (Framhald af 1. síðu). Kl. 6,30. Þjóðhátíðarkór Sam- bands íslenzkra karlakóra syngur. Stjórnendur: Jón Halldórsson, Sig- urður Þórðarson, Hallur Þorleifs- son og R. Abraham. Jón Laxdal: „Vorvísur" (Hannes Hafstein). Bjarni Þorsteinsson: „Ég vil elska mitt land" (Guðm. Magnússon). Björgvin Guðmundsson: „Heyrið vella" (Grímur Thomsen). Sigvaldi Kaldalóns: „ísland ögrum skorið" (Eggert Olafsson), einsöng syngur Pétur Á. Jónsson óperusöngvari. Kl. 6,45. Fimleikasýning, úrvals- flokkur 16 kvenna. Stjórnandi Jón Porsteinsson fimleikakennari. Kl. 7,00 Þjóðkórinn syngur und- ir stjórn Páls ísólfsonar tón- skálds: „Þú nafnkunna landið". „Drottinn, sem veittir". „ísland ögrum skorið". Lúðrasveit og þjóð- kórinn leika og syngja: „Ó, guð vors lands". Fimleikasýning 16 karla undir stjórn Davíðs Sigurðs- sónar íþróttakennara. Lúðrasveit leikur. Straumhvörf, t 2. hefti 2. árg., liefir, borizt blaðinu. Efni: Heilindi eftir Gunnar Gunnarsson skáld, Þjóðarbúskapur á áætlunar- grundvelli eftir Klemens Tryggvason, Framtíðarskipun landbúnaðarmála eftir Jóhann frá Öxney, Hlutaskipti í stórút- gerð eftir I.úðvík Kristjánsson, Frá Einari Andréssyni í Bólu eftir Gunnfríði Jónsd., o. fl. Dvöl, 1. h. 12- árg., er nýlega komin út. Samband ungra Framsóknar- manna hefir gefið ritið út að undanförnu, en nú hafa orðið eigendaskipti að bví undir rit- stjórn ungs kennara, er heitir Andrés Kristjánsscn og er Þng- eyingur. Fer Dvöl vel á stað und- ir stjórn hans. Eins og áður eru í þessu hefti valdar smásögur eftir góða, er- lenda höfurida, og auk þeirra ferðasaga, kvæði, kínmisögur, ritdómar o. fl. Dvöl hefir fyrir löngu aflað sér vinsælda, ekki sízt vegna smásagnanna, er hún flytur. fyrirliggjandi. Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.