Dagur - 22.06.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 22.06.1944, Blaðsíða 2
2 DAOUR Fimmtudagur 22. júní 1944 Hinn mikli dagur. i. Lengi þráðu takmarki íslenzku þjóðarinnar er náð. Dagdraumar Islendinga um fullt og óskorað stjórnfrelsi breyttist í veruleika þann 17. þ. m., er því var yfir- lýst á Alþingi að Lögbergi, að sambandslagasamningurinn frá 1918 væri úr gildi felldur og lýð- veldi stofnað á íslandi. Síðan var fyrrverandi ríkisstjóri, Sveinn Björnsson, kjörinn forseti ís- lands til eins árs með 30 at- kvæðum, Jón Sigurðsson skrif- stofustjóri hlaut 5 atkvæði. — 15 skiluðu auðu. Tveir þingmenn voru fjarverandi sökum veik- inda. Grundvöllurinn undir þessum lokaþætti sjálfstæðisbaráttunnar var að sjálfsögðu þjóðarat- kvæðagreiðslan 20.—23. f. m. — Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var meiri en nokkur dæmi eru til áður. Nálega 98 af hundraði allra kosningabærra manna í landinu greiddu atkvæði, og í tveim kjördæmum, sveitakjör- dæminu Vestur-Skaftafellssýslu og kaupstaðarkjördæminu Seyð- isfirði, var þátttakan 100%. Meira en 100 hreppar víðs vegar um land skiluðu 100% þátttöku í kjörsókn, og yfirleitt hafa sveit- irnar, þrátt fyrir strjálbýlið og víða erfiða aðstöðu til að sækja kjörstað, sýnt framúrskarandi áhuga í atkvæðagreiðslunni. Nokkurn veginn nákvæmar fréttir af úrslitum atkvæða- greiðslunnar að öðru leyti liggja nú fyrir á þessa leið: Með sambandsslitum: 70536 atkvæði. Móti sambandsslitum: 365 at- kvæði. 1 hundraðshlutum: 98.65 já. 0.51 nei. Auðir og*ógildir seðlar: 0.84. Með stofnun lýðveldis: 68862 atkvæði. Móti stofnun lýðveldis: 1064 atkvæði. í hundraðshlutföllum: 96.35 já- 1.49 nei. Auðir og ógildir seðlar: 2.16. Grundvöllur þessara mála er því skýr og ákveðinn .Vilji þjóð- arinnar alveg ótvíræður. Minni hlutinn svo óverulegur vexti, að hann er eins og hinn minnsti dvergur við hliðina á hinum mesta risa. Meðal lýðræðisþjóðanna er stofnun lýðveldis á íslandi tekið af mikilli góðvild. Konungur Danmerkur sendi íslandi heilla- óska- og árnaðarskeyti gildis- tökudaginn. Allir Islendingar fagna því og þykir þetta lýsa sönnum konungshug og kon- ungshjarta. Jafnframt er vafa- laust ein heitasta ósk íslenzku þjóðarinnar, að Danmörk megi hið allra fyrsta endurheimta frelsi sitt úr tröllahöndum, enda myndi ekkert gleðja liinn gamla, ástsæla konung eins og það. Hins óska íslendingar einnig af heilum hug, að skipti þeirra við Dani og aðrar Norðurlanda- þjóðir megi í framtíðinni verða sem ánægjulegust og innilegust i öllum sviðum.íslendingarvilja rétta öllum þessum frasndþjóS. um sínum falslausa bróðurhönd yfir hafið og vænta þess. að í hana verði tekið með bróður- hug. II. Eftir nálega 7 aldir höfum við endurreist hið forna þjóðveldi, þó að í öðru formi sé. Á þessu 7 alda skeiði sökk þjóðin djúpt niður í eymd og volæði. Það er talið að hafísar, eldgos, sóttir og fleiri plágur, sem yfir gengu, hafi þrýst þjóðinni niður í eymd- ina, og víst er um það, að allt þetta gerði þjóðinni mikið tjón. En frumorsakarinnar mun þó að leita í bágbornu stjórnarfari, verzlunaroki, harðræði og skeyt- ingarleysi frá hendi útlendra yfir- drottna um hag íslendinga. Það var þetta, sem gerði Islendinga svo að segja manndómslausa og hálfgildings niðurbrotna aum- ingja, sem lítið viðnám gátu veitt í hörðu landi. Þegar eitt- hvað út af bar, og það kom oft fyrir, hrundu skepnurnar niður og mannfólkið á eftir. Þeir, sem af skrimtu, lærðu það eitt að þola og þegja, nema þegar þeim datt í hug.að senda bænarskrár til konungs, sem allajafnan báru lítinn eða engan árangur. Þessar eru minningarnar frá gömlum tírntim um stjórn Dana á íslandi. Það var því engin furða, þó að íslendingar, þegar rofa tók til fyrir sjónum þeirra, tækju upp baráttu fyrir fullu sjálfsforræði. Og nú er síðasta skrefið í þeirri baráttu tekið. Þar tóku nokkurn veginn allir Islendingar höndum saman. Það hefir verið reynt að gera gys að þjóðaratkvæðagreiðslunni með því að kalla kjósendur „hetjurnar með blýantinn". Þetta er smán gagnvart þjóðinni. Er það lítilmótlegt, að þjóðin láti í ljós vilja sinn á mikilvægu stórmáli, þó að það sé aðeins gert með blýanti? Hann er jafnhliða pennanum notaður sem skrif- færi. Og skriffæri hafa verið ómissandi hlutir í frelsisbaráttu íslendinga. Hyggur blaðið ,,A1- þýðumaðurinn", að Jóni Sig- urðssyni hefði orðið eins mikið ágengt og varð, ef hann hefði aldrei notað skriffæri til að láta í ljós vilja sinn og skoðanir á landsmálum? Nei, áðurnefnd fyndni blaðsins er mislukkuð. III. Enginn má gera sér í hugar- lund, að sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga sé lokið með stofnun þjóðveldis á íslandi. Nú þurfa þeir allir að leggjast á eitt með að vernda þetta nýja skipulag. Hið forna jjjóðveldi leið undir lok vegna innanlandsófriðar. Þau víti þurfum við að varast, láta dæmið úr sögu landsins 1262 verða okkur lærimeistara í þeim efnum. Að vísu verður aldrei komizt hjá ágreiningsefn- um í innanlandsmálum, þar sem flokkafrelsi er viðurkennt, enda mundi slíkt ástand ekki eftir- sóknarvert og vart nást, nema með því að breyta þjóðræðinu í einræði og um leið í harðræði, sem enginn mun óska eftir, en alla , hryllir við. Það er og eðli- legt, að landsmálaflokkar með nokkuð ólík sjónarmið, ólíkar lífsskoðanir og þar af leiðandi ólíkar stefnuskrár rekist hver á annan og að deilur rísi. En til þess að árekstrarnir og deilurn- ar verði ekki að tjóni, eða sem minnstu tjóni, er aðeins eitt ráð, sem dugar. Það ráð er, að hver flokkur fyrir sig láti hag ættjarð- arinnar, hag þjóðarheildarinnar, ætíð sitja í fyrirrúmi fyrir hags- munurn flokksins eða einstakra manna í flokknum. SÖGN OG SAGA --------Þjóðfræðaþættir ,J)ags“---------------- (Framhald). var komin að Hofi, fæddi hún sveinbarn. Þá hann var skírður, hlaut hann nafnið Guðlaugur. Hann ólst upp með foreldrum sínum til fimm ára aldurs, þá andaðist móðir hans; fór hann þá að Brettingsstöðum á Flateyjardal og ólst þar upp til fullorðins- ára á því góða heimili, hjá Guðmundi Jónatanssyni og Páli syni hans. Bóklegrar fræðslu naut hann lítið, en öll venjuleg sveitastörf lærði hann vel, enda hefi eg ekki þekkt vinnufúsari mann né verk.’ægnari hleðslumann á gamla vísu. Guðlaugur var því eftir- sóttut verkamaður, og hefi eg engan verkamann haft, sem sýndi aðra eins ástundun og iðni, að hverju sem hann gekk; þa'r var ekki verið að líta á eða spyrja eftir klukkunni, enda átti hann víst aldrei úr um sína daga. Guðlaugur kvæntist nokkru fyrir síðustu aldamót Hólmfríði Tómasdóttur frá Knarareyri á Flateyjardal, mikilli dugnaðar- konu; dvöldu þau fyrstu árin á Knarareyri, hjá tengdaföður hans, en fluttust aldamótaárið að Tindriðastöðum í Hvalvatnsfirði og hafa búið þar síðan. Hann andaðist þar 31. janúar síðastliðinn. Þau hjón eiga 6 börn á lífi, fjórar dætur og tvo syni, eru dæt- urnar allar giftar, Jónína Gunnlaugi Þorsteinssyni Hamri; Sigur- björg Jóhannesi Kristinssyni Þönglabakka, Guðrún Þórhalli Geirfinnssyni Botni og Stefanía Jónatan Stefánssyni Húsavík. Bræðurnir, Tómas og Jón, eru ógiftir ennþá og hafa dvalið að mestu heima hjá foreldrum sínum. w Framundan bíða mörg við- fangsefni úrlausnar. Fyrst er stjórnarskráin, sem Jrarf. mikilla umbóta við, og síðan tekur hvert viðfangselnið við af öðru, sem leysa þarf til styrktar sjálf- stæðinu: ræktun landsins og skóggræðsla, verksmiðjubygging- ar til eflingar atvinnuveganna, rafmagnsorkustöðvar, endurnýj- un og efling skipaflotans, sam- göngubætur o. f 1., en þetta þarf allt sinn tíma. Allar þessar fram- farir þarf að skipuleggja m. a. á þann hátt að gera fyrirfram áætlanir um franrkvæmdir um visst árabil, setja sér fyrir að koma einhverju ákveðnu í verk fyrir ákveðinn tíma að hætti góðra búmanna. Þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt, þar sem hundruð nrilljóna verða fyrir hendi í inneignum erlendis að stríðinu loknu, ef allt fer með felldu. IV. Allar þjóðir þrá nú öryggi, og ekki sízt smáþjóðir. Öryggið er tvenns konar: öryggi inn á við og öryggi út á við. Hið fyrr- nefnda er undir okkur sjálfum komið, og hið síðar talda að nokkru leyti líka. ísland hefir hvorki her né flota og þarf því á öryggi að halda á styrjaldartím- um. Sambandsþjóð vor á undan- förnum tímum hefir ekki getað veitt okkur þetta öryggi. Fyrr á tímum trúðum við því, að lega landsins, fjarlægð þess frá öðrum löndum, veitti okkur nægilega vernd. En núverandi styrjöld hefir sýnt, að ástandið er breytt vegna vaxandi samgöngutækni og útilokun einangrunar. Land okkar, þessi „Töframynd í Átl- antsál“, hefir sogazt inn í hring- rás heimsviðburðanna, án Jress að við höfum þar nokkru um ráðið. Þess vegna varð að gera samning við Bandaríkin um vernd íslandi til handa. Ef í ann- að sinn kernur til að þörf verði á slíkri vernd, er allt undir því komið að vel og samvizkusam- lega sé að því máli unnið og á þann hátt, sem bezt samræmist hugsjónum frelsis, jafnréttis og bræðralags þeirrar þjóðar, sem verndina veitir, og þeirrar, senr vernduð er, svo að sjálfstæðisvit- und hennar sljóvgist ekki á nokkurn liátt. Hér er gert ráð fyrir, að það sé of mikil bjartsýni, að tímar hnefaréttarins þjóða í milli endi við lok yfirstandandi styrjaldar. En hver veit þó? Einhvern tíriia ættu stórveldin að geta lært eitt- hvað af beiskri reynslu. En hvað sem þessu líður, verðum við að vera við því bún- ir, að eftir stríðið skapist ný við- horf úti í hinum stóra heimi, sem við verðum að einhverju leyti að taka tillit til og beygja okkur fyrir. En þá veltur á miklu um, að vio kunnum að samræmast þeini nýju viðhorf- um sem bezt við okkar hæfi og á þann hollasta og þjóðlegasta hátt, sem unnt er. V. Danski presturinn, rithöfund- urinn og skáldið, Kaj Munk, sem lét lífið í vetur fyrir frelsishug- sjónir sínar, sagði eitt sinn í ræðu: „Frelsið getur enginn gef- ið, nema gúð einn, og hann gef- ur það aðeins þeim, sem skilja, hvílíkar skyldur slík gjöf leggur Jreim á herðar“. Þetta um skyldurnar Jrarf öll íslenzka þjóðin að leggja sér á hjarta, og ekki sízt löggjafar hennar og ríkisstjórn, svo að frelsið verði ekki frá henni tekið. Hafi þjóðin skilning á þessu, verður 17. júní 1944skráðurá spjöld sögunnar sem hinn mikli dagur. Um síðustu aldamót, þá Guðlaugur settist að í Hvalvatnsfirði, voyu þar í ábúð þessar jarðir: Arnareyri, Brekka, Þverá, Tindriða- staðir, Kussungsstaðir, Gil og Kaðalstaðir. Nú eru allir þessir bæ- ir komnir í eyði, hafa smátt og smátt fækkað, Jrar til Tiudriða- staðir voru einir eftir, og nú fara þeir sömu leiðina við fráfall Guðlaugs. I Þorgeirsfirði voru ekki alls fyrir löngu fjórir bæir byggðir, Þönglabakki, Háagerði, Botn og Hóll. Nú er aðeins búið á Botni og Þönglabakka, en þeir fara að líkindum í eyði í vor. Um „Fjörður" kvað Látra-Björg: Fagurt er í Fjörðum, — þá frelsarinn gefur veðrið blítt. — Heyið grænt í görðurn, — grasið nóg og heilagfiskið nýtt. — En þegar vetur að oss fer að sveigja, — veit eg enga verri sveit — um veraldar reit, — menn og dýr þá deyja. Fyrri partur vísunnar er sannmæli, en urn seinni hlutann er það að segja, að .þar er oft ákaflega snjóþungt, en þess vegna þurfti ekki fólkið né dýrin að deyja, ef samgöngur hefðu verið við»næstu hafnir, en á það hefir mjög skort, og mest af þeirri ájtæðu hefir fólkið smá týnzt burt úr Fjörðum og öðrum afskekkt- um stöðunr, að einangrunin er svo mikil. Guðlaugur Jónsson stóðst þessa einangrun, eg held að aldrei hafi hann hugsað til brottflutnings í lifanda lífi, en við fráfall hans fara „Fjörður" í eyði, hvort sem þeir byggjast nokkurn tíma aftur; ef til vill þá íslendingar eru orðnir milljónaþjóð og skortur er orðinn á landi. Hver veit, nema einhver fari þá að líta girndaraugum á grænu grösin í Fjörðum og góðfiskana þar úti fyrir? Jóhannes Bjarnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.