Dagur - 22.06.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 22.06.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudagur 22. juní 1944 DAGUR Rltstjóm: Ingimar Eydal. Jóhann Frímann. Haukur Snorraaon. AígroiSslu og innheimtu annast: Sigiús Sigvarðsson. Shrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. BlctSið komur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Flokkarnir og þjóðin. pjIN SÖGULEGA helgi er liðin. Virkur dagur er runninn upp. Sagan og minningin geyma þjóðhátíðina og alla þá örlagaríku atburði, sem gerðust á Þingvelli og um aðrar byggðir lands 17. júní 1944. Öll sú mynd er skýrt og fagurlega dregin. Þar er ekkert um að villast, urn ekkert að deila. Hvað gerast kann á liinum virka degi, sem nú er runninn, er ennþá ekki ljóst. En eigi að síður mun það þykja mikilvægt. Því að undir því starfi, sem nú verður unnið, er þjóðin hefir kast- að hátíðarbúninginum og gengið til glímu við vandamál líðandi stundar, er framtíð hins unga, íslenzka lýðveldis komin. glNN AF hinum erlendu gestum er ávarpaði þjóðina á Þingvöllum, lét svo ummælt, að íslenzka lýðveldið hæfi göngu sína á óróa tíð. Tæpast getur nokkur gengið þess dulinn, að svo er. Stórsjóar stríðs og blóðs geysa um nágranna- byggðir allar og hér heima hafa öldur ósamlynd- is, eigingirni og vandræða risið hátt á stundum. En þótt svo drungalegt sé um að litast er efalaust, að í hugum Islendinga er vor, fögnuður og starfs- löngun, — fögnuður yfir miklurn áfanga á veg- ferð þjóðarinnar og vorhugur runninn af þeirri trú, að þjóðin eigi manndóm og landið kosti til þess að skapa hér blómlegt menningarlíf, við eig- in stjórn, fyrir þessa kynslóð og afkomendur alla. Ein er ástæða enn til þess, að menn eru bjartsýnir nú, þrátt fyrir kólgubakkana í hafsauga, — sú, að í lausn sjálfstæðismálsins alls hefir gætt þeirrar sameiningar meðal þjóðarinnar, sem ein er fær um að leysa stóran vanda og skila skipi heilu í höfn. Á þessum fyrstu dögum lýðveldisins er jarð- vegur fyrir samvinnu og sameiningu þjóðarinnar um hin mestu vandamál ef forystumenn hennar bera gæfu til að sá í þann jarðveg. Hér er átt við það, að þjóðin væntir þess af íorystumönnum sínum nú, þingi og stjórn, að tekið verði af festu, framsýni, samhug og fullum trúnaði á þeim vandamálum, sem ískyggilegust eru og valdið hafa mestum glundroða og erfiðleikum hér að undanförnu, — dýrtíðarmálunum, — sem ógna atvinnulífi þjóðarinnar og framtíð. Það er erfitt að trúa því, að ekki verði gerð tilraun í þessa átt nú. Þar með er það ekki sagt, að það sé nauðsyn- legt, að flokkarnir steypi núverandi stjórn og setji nokkurs konar þjóðstjórn á laggirnar, held- ur hitt, að þingið geri alvarlega tilraun til þess að lækna dýrtíðarmeinið með öðrum meðulum en þeim, sem reynd liafa verið af þingmönnum undanfarin ár. þAÐ ER nauðsynlegt að þingið geri sér það ljóst, að almenningur í landinu ætlast ekki til þess, að þegar að þjóðhátíðinni liðinni, verði til tekið þar sem frá var horfið í þinginu. Þjóðin ætlast til, að þar sem annars staðar verði einlægur starfsdagur. En menn hafa veitt því athygli, að hin eina rödd, sem rauf eininguna á sjálfan þjóð- hátíðardaginn kom frá þinginu. Hjáróma radd- irnar í forsetakjörinu stóðu að því. Það var óheppilegt og óþarft. Vonandi þýðir sá útúrdúr ekki það, að þingið hafi ekkert lært og engu gleymt við lýðveldisstofnunina. Ef það hefir ekki orðið snortið af þeim einhug, sem einkennt hefir þjóðina við þessi tímamót, þá horfir illa í þessari fyrstu starfsviku lýðveldisins. Og þá þarf þjóðin að blása nýjum lifsanda inn í sali hins aldna þinghúss við Austurvöll, Myndin er aí hinum írœiu Liheretor ílugvélum Ameríkumanna. Frægar flugvélar. Rabb um þjóðhátíðina, útvarpið o. tl. TjÚ ÁTT flest, sem friðinn boðar, #*fjarðar drottning mild og holl. .“ Svo kvað Matthías um Akureyri og Akureyringar máttu minnast þessara orða og fleiri slíkra úr kvæði hans um Akureyri, er þeir risu úr rekkjum, árla morguns, þjóðhátíðardaginn og glöddu sig við að sjá fánana blakta í sunnanþeynum og sólskininu um gjör- vallan bæinn. Það var fögur sjón og friðsæl og vakti „sólskin í hjarta", einmitt það sólskin, sem þarf að ríkja í huga og hjarta hvers einasta manns á slíkum degi. Og þó mundi margur hafa hugsað með ennþá þakklátari hlýhug til heimabyggðarinnar þennan fagra sumarmorgun, ef það hefði kunnugt verið þá, að óvíða annars staðar en hér um slóðir urðu menn þeirrar hamingju aðnjótandi, að fagna nýjum sögudegi við slíkar að- stæður. Því að í öðrum Iandshlutum var rigningar- og risjuveður. Á sjálf- um Þingvollum „laugaðist silkifáninn tárum himinsins", eins og útvarps- þulurinn komst svo skáldlega að orði, og þar hindraði regn og stormur mjög ýmsa Jiði hátíðahaldanna. jyjINNINGIN, sem bundin er við þjóðhátíðardaginn hér um Eyja- fjarðarbyggðir er því björt og hlý, tengd norðlenzka sumrinu eins og það getur fegurst verið. Eg gerði mér miklar vonir um daginn um morgun- inn, þegar fólkið hér í bænum safnað- ist saman við Ráðhússtorg til þess að taka þátt í skrúðgöngunni til kirkj- unnar. Sólin skein, fánar blöktu, græn laufin á trjánum bærðust í golunni, tónar ættjarðarlaga bárust um götur og torg. Ytri aðstæður allar voru ákjósanlegar til þess að menn gætu hrifist og orðið. glaðir eins og börn. Og fylkingin seig af stað undir fánum, prúðbúið fólk á öllum aldri. Þetta var myndarlegasta og f jölmennasta skrúð- ganga, sem nokkru sinni hefir farið hér um götur bæjarins. En hafa menn gert sér í hugarlund hversu miklu glæsilegri, ánægjulegri og eftirminni- legri þessi ganga hefði orðið, ef þeir hefðu gengið syngjandi og glaðir og reifir um bæinn á þessari sumarhátíð, hefðu hrifist af fegurð náttúrunnar og helgi dagsins og tjáð tilfinningar sínar í söng fagurra ættjarðarljóða og laga, - í stað þess að lötra þegjandi og þumbaralega alla hina löngu leið? þAÐ MÁ DEILA um það, hvort heppilegt hafi verið að velja há- tíðahöldunum hér í bænum stað á Ráðhústorgi. Torgið er, a. m. k. enn- þá, heldur lítið yndislegur staður. Það gæti orðið mun fallegra, regluleg bæj- arprýði, ef það væri allt gert að gras- fleti og girðingin ljóta væri tekin og henni fleygt út í hafsauga. En hitt ætti varla að geta dulist nokkrum að hátíðahöldin þar hefðu orðið ánægjulegri, ef allir hefðu minnzt þess, «8 þetta v«r þjóðhátídarda$ur og að aldrei verður haldin þjóðhétíð nema að þjóðin sjálf taki þátt í henni, — hver maður leggi fram sinn skerf. Ef menn hefðu minnzt þessa, þá hefði verið glaðari bragur á öllu, — menn hefðu ekki horft í gaupnir sér, — þeg ar þjóðsöngurinn var sunginn af litlu broti þess fjölda, er þarna var stadd- ur. Eða hefði það þá komið fyrir, að lítill hópur aðeins, af öllum þeim fjölda er á torginu stóð, fagnaði kjöri hins fyrsta, íslenzka forseta? Það er ekki hægt að halda þjóðhá- tíð ef meiri hluti fólks lítur á sig sem áhorfendur aðeins, en ekki þátttak- endur. Það var þetta, sem var að hér á laugardaginn. Veðrið var fagurt, fólkið var margt, en þó var þátttakan lítil. Þetta þarf að breytast. Seytjándi júní á að vera þjóðhátíðardagur í sannri merkingu. Menn eiga að syngja og fagna, gefa tilfinninguum lausan tauminn. Frjélsir menn í frjálsu landi þurfa ekki að vera uppburðarlitlir eða feimnir hver við annan. pN AKUREYRINGAR eru engin *"* undantekning að þessu leyti. • Síðastliðinn sunnudag kom eg gestur að hátíð Suður-Þingeyinga að Laug um. Þar var fagurt um að litast. Fán- um skreyttir vellir, prúðbúið fólk. En einnig þar virtist mér vanta þátttöku fólksins í hátíðahöldunum. Það var þar nógu margt. Hundruð manna víðs vegar að úr Þingeyjarsýslum og víð ár. En menn horfðu á, hlýddu á fá menna hópa, en tóku ekki sjálfir þátt í neinu. Meira að segja, þá er kór há- tíðarinnar söng þjóðsönginn, tóku nær engir gesta undir og eg taldi í einni svipan tuttugu menn í mínu ná- grenni, er hlýddu á þann söng með hattinn á höfðinu! jþESSAR athugasemdir eru ekki sett- ar hér fram til þess að varpa skugga á hétíðahöldin. Þau voru vissulega á margan hátt ánægjuleg og dagurinn allur í minningunni geymd- ur. Tilgangurinn er sá einn, að benda á það, sem sízt hefir hefir farið úr hendi og lagfæra þarf, ef 17. júní á að vera sá gleði- og uppörvunardagur í íslenzku þjóðlífi, sem allir góðir drengir óska að hann verði unfaldur og ævi. Utvarpsmæða. TJTVARPIÐ OKKAR hefir átt held- ur erfiða daga upp á síðkastið. í síðastliðinni viku varð það fyrir því óhappi, að lenda á þýzkum fréttum fré London og færa íslenzkum hlust- endum frásagnir af afrekum hersveita Bandamanna í Normandí, fluttar á þýzka tungu, nær því héilan stundar fjórðung í stað dagskrár hinna frjálsu, sameinuðu þjóða, sem boðuð hafði verið. Munaði mjóu, að þeir útvarps- hlustendur, sem annars heyra til Reykjavíkur fyrir truflunum, fengju langan lista með nöfnum þýzkra (Framhald á 6. *íðu). Sólin, blessuð sólin Eg var nýlega að grúska í gömlu tímariti, Heimilisblaðinu, sem gefið var út í Reykjavík skömmu fyrir aldamótin. Tímarit þetta var gef- ið út með stuðningi Stórstúku íslands, en rit- stjóri og ábyrgðarmaður þess var hinn gagn- merki maður Björn Jónsson, faðir hins nýkjöma forseta vors. í Heimilisblaðinu er margvíslegur fróðleikur um ýmis konar mál. Mig langar til að birta hér smáklausur úr grein, eftir danskan lækni, sem birtist þar þýdd og heitir: Sólskin. „Ljúktu upp glugganum og lofaðu sólarljós- inu að komast inn. Það er blessun af himnum ofan, sem þú byggir út með gluggablæjunum, eins og það væri versti óvinur þinn. Dragðu blæjurnar upp og færðu gluggatjöld- in til hliðar. Eg veit reyndar, að þú segir, að gólfábreið- urnar og húsgögnin upplitist. En rósirnar, sem hverfa af gólfdúkunum þín- um, færa sig á börnin þín. Fyrir nokkrar krónur (þá!) geturðu fengið þér nýja gólfdúka, en þú getur ekki með stórfé látið heilsurósirnar koma fram á litlu, fölu kinn- unum. Nóg sólskin er ein hin mestu gæði, sem þú getur aflað þér hér í heimi. Þeir veikindafrjó- angar, sem magnast í hinni fegurstu stofu, ef henni er haldið dimmri, hverfa fyrir áhrifum ■ sójarljóssins. Læknar leggja nú á tímum mikla stund á að læra að þekkja áhrif sólarljóssins á smáverur þær, sem svo mikið er um rætt á síð- ustu árum. Og allir komast þeir að þeirri niður- stöðu, að bakteríur þrífist illa í sólskini. Eftir að þær hafa verið fáeina tíma í sólarljósinu, er úti um þær allar saman. Sólin er sterkasta sóttvarnarlyfið, sem vér höfum, og — það kostar oss ekkert. Ljúktu aðeins upp glugganum! Og ýttu gluggatjöldunum svo langt til hliðar, sem þú getur!“ ...sj:! Læknirinn lýkur grein sinni með þessum orðum: „Börn finna af ávísan náttúrunnar, að sólar- ljósið er dýrmætur fjársjóður. Eg hefi oft séð smábörn skríða þvert yftr gólfið til þess að reyna að ná í sólargeisla, sem stolizt hafði inn um byrgða gluggana og dansaði á gólfdúkunum. Börrt elska allt, sem er bjart. Hleypið birtu irtn á heimilið, og þá munu þau elska það.“ Þó að liðin séu 50 ár frá því er þetta var rit- að og læknirinn og þýðandinn séu sennilega báðir komnir undir græna torfu, eru þetta sí- gild sannindi, sem nauðsynlegt er að rif ja upp á hverjum tíma. Gleymum því aldrei, að líf okkar og heilsu eigum við að þakka sólinni, blessaðri sólinni. „Puella“. ★ Vökvun: Það er vatnið, sem veldur efnaskiptingum plantnanna. Það er því ljóst, að skorti vatn — eða sé of mikið af því — leiðir það af sér alvar- le'gar truflanir í lífsstarfi plantnanna. Vökvunin er því trúnaðarstarf, sem fram- kvæma skal með mestu nákvæmni. ( Garðyrkjuritið). ★ /"'1 r \ r (jrOö rao: Skrúfur ganga auðveldar í tré, ef þú nuddar sápu á þær, og þær munu síður rífa út frá sér. Lampakveiki er gott að bleyta í sterku ediki, og þurrka þá síðan vel; það logar betur á þeim eh ella og lampinn „ósar“ miklu síður. ★ Réttlátur drottnari er eins og pólstjarnan, sem stendurföst,þó að allt hreifist umhverfis hana, (Kínverskt spakmœli),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.