Dagur - 29.06.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 29.06.1944, Blaðsíða 1
II 1 . AGl XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 29. júní 1944 26. tbl. tOO ÁRA ÁFMÆLIS SAMVINNUHREYFINGARINNAR MINNZT MEÐ VECLEGRI HÁTlÐ AÐ HRAFNAGILI SfDASTL. LAUGARDAG 77 FULLTRÚAR FRÁ 52 SAMVINNUFÉL. með allt að því 22 þús. félagsmönnum mættu á aðalfundi S. í. S. á Akureyri Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga var settur í samkomuhúsinu „Skjaldborg“ á Akureyri sl. fimmtudag kl. 9.45, en var slitið laust fyrir hádegi á sunnudaginn. Mættir voru auk stjórnar, framkvæmda- stjórnar og endurskoðenda 77 fulltrúar af 83, sem rétt höfðu til fundarsetu. Fyrsti forseti íslands vinnur eið að stjórn- arskrá hins endurreista íslenzka lýðveldis Hr. Sveinn Björnsson undirritar eiðstafinn að Löéberéi 17. júnt síðastliðinn. „ÍSLENDINGAR VESTAN HAFS leggja fyrst og fremst stund á að reynast nýtir borgara hins nýja fósturlands síns, en vilja þó varðveita þjóðern sitt og tengsl við heimalandið í lengstu lög og ekk hverfa sem dropi í þjóðahafið“. Samtal við dr. RICHARD BECK prófessor. gerzt hefir í djúpunum — undi ANNÁLL DAGS Nýr sagnaþáttur: Elína Jóns- dóttir, hefst hér í blaðinu í dag. Er hann eftir handriti Runólfs í Dal, en Jónas Rafnar yfirlæknir í Kristnesi hefir búið hann til prentunar. ★ Leikflokkur Stórstúkunnar sýndi hér í Samkomuhúsi bæjar- ins leikinn TÁRIN, eftir Pál J. Árdal, síðastl. mánudagskvöld. Leikritið er gamall góðkunningi og vinsæll. Leikstjóri var frú Anna Guðmundsdóttir úr Reykjavík. Meðferð leikendanna á hlutverkunum var góð, eink- um leikur frúarinnar. Húsfyllir var, og geðjaðist áhorfendum prýðilega að leiknum. Leikurinn var endurtekinn á þriðjudagskvöldið. ★ Frá Húsavík. Við söng og sólskin risu Hús- víkingar árla úr rekkju 17. júní og söfnuðust saman sunnanvert við íþróttavöllinn norðan við bæinn. Voru þá fánar við hún um allan bæinn og á bátum við hafnarbryggjuna. — Skrúðganga hófst frá leikvellinum kl. 10.30. Mátti sjá þar marga fána, stóra (Framhald á 8. síðu). 28 gestaherbergi eru þegar fullbúin og tekin til nótkunar, þar af 5 herbergi með sérstakri kerlaug og öllum nýtízku þæg- indum, en auk þess fylgir sér- stakt snyrtiherbergi með steypi- baði mörgum einbýlisherbergj- pORMAÐUR S. í. S„ Einar Árnason fyrrv. alþm. á Eyr- arlandi, setti fundinn með ræðu, en fundarstjóri var kosinn Jör- undur Brynjólfsson alþm. Hófst fundurinn með því, að forstjóri anna. Yfirleitt er betur séð fyrir salernum og snyrtimöguleikum þarna en 't nókkru öðru gistihúsi á íslandi. — Gólf öll eru lögð mislitum korkflögumogjafngild- ir það því, að þau væru öll hul- Framh. á 3. siðu. Sambandsins, Sigurður Kristins- son, gaf yfirlit yfir störf Sam- bandsins á árinu, en því næst gáfu framkvæmdastjórar S. í. S„ þeir Aðalsteinn Kristinsson og Jón Árnason, hvor um sig mjög ítarlega skýrslu um rekstur og hag liinna einstöku deilda S. í. 'S. Vörusala Sís árið 1943 nam samtals kr. 97.892.000.00oghafði hækkað um kr. 28.400.000.00. Sala aðkeyptra vara hækkaði um 10.5 milljónir og sala innlertdra vara um 16.3 milljónir. Sala fyr- irtækja Sís hækkaði um kr. 2.128.000.00. Hækkun sölu að- keyptra vara stafar að miklu leyti af hækkuðu vöruverði, en hækkun á sölu innlendra vara er aðallega vegna þess, að ull félag- anna frá 1941 og 1942 var seld á árinu. í Sambandinu voru 50 félög (Framhald á 8. síðu. Tónlistarfélag Akureyrar: Vorhliómleikar Tríó Tónlistarskólans í Reykjavík skemmtir Akurey r ingu m. gÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld flutti Tríó Tónlistarskólans í Rvík, þéir ÁRNI KRISTJ- ÁNSSON (slagharpa), BJÖRN ÓLAESSON (fiðla) og Dr. EDEL- STEIN (hnéfiðla), Vorsónötu BEETHOVENS (op. 24) ogTríó í a-moll, (op. 50) eftir TSJAI- KOVSKY, í Samkomuhúsi bæj- arins. Var listamönnunum ágæt- lega tekið af fullu húsi hrifinna og þakklátra áheyrenda. — Hljómleikar þessir voru haldnir á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar — fyrir styrktarfélaga þess fyrst og fremst. — Á félagið þakk- ir skyldar fyrir að veita bæjarbú- um annað eins tækifæri óg þetta til þess að lyíta sér upp úr striti og sora hversdagsleikans og njóta sálubóta fagurrar hljómlistar um stund. £G HEFI ALLTAF veriðstolt- ur af þv.í að vera íslendingur, sagði prófessor Beck í samtali við blaðamenn hér sl. mánudag, — en stoltastur hefi eg þó verið af þjóð minni á Þingvöllum við hátíðarhöldin þar nú á dögun- um og þeim menningar- og þjóð- ræknisbrag, sem hvíldi ylir öllu því, er gerðist í sambandi við þennan minnisstæða atburð í lífi þjóðarinnar, bæði þar og annars staðar í landinu, þar sem eg átti kost á að fylgjast með því, sem var að gerast. — Og samvinnuhá- tíðin ykkar að Hrafnagili var mjög í sama anda, þótt tilefnið væri annað. — Og hér er eg kom- inn á fornar, kunnar slóðir: Á \ Akureyri hóf eg skólanám fyrir fjórðungi aldar til undirbúnings undir stúdentspróf. Eg er hrif- inn af Akureyri, fegurð staðar- ins, menningu og viðmóti fólks- ins, og eg er þakklátur fyrir gest- risni þá og alúð, er eg hefi not- ið hér nú á þessu ferðalagi mínu, og eins árið 1930, en þá kom eg einnig hingað sem snöggvast. — Hvaða breytingar virðast þér helzt hafa orðið hér heima á þgssu tímabili? — Auðvitað er eg ekki fær um að sjá með ndhni vissu, hvað yfirborði þjóðmenningarinnar, þótt það kunni að skipta mestu (Framhald á 3. síðu). Stórstúkuþing Islands sett hér í bænumsl.mánud. Fyrirhugaður minnisvarði Friðbjarnar Steinssonar. 44. þing Stórstúku íslands var sett í „Skjaldborg“ sl. mánudag — nteð ræðu Kristins Stefánsson- ar stórtemplars. 82 fulltrúar eru mættir á þinginu. Þann dag gengu templarar skrúðgöngu með blaktandi fána í broddi fylkingar frá fundarhúsinu til Matthíasarkirkju og hlýddu þar hátíðarmessu. Séra Helgi Kon- ráðsson á Sauðárkróki predikaði, en séra Friðrik J. Rafnar vígslu- biskup þjónaði fyrir altari. — Dr. Richard Beck prófessor sat þingið sem heiðursgestur þess, og flutti hann á mánudaginn þingheimi kveðjur ísl. templara í Vesturhéimi og annarra Vest- (Framhald á 8. síðu). Frá lýðveldishátíðiimi á Akureyri 17. júní Fjölmennasta skrúðéanéa er sézt hefir á Akureyri á leiB út Brekkuéötu. HÓTEL KEA TEKIÐ TIL STARFA EITT VISTLEGASTA OG NÝTÍZKASTA GISTIHÚS LANDSINS Salarkynni og húsbúnaður allur smíðaður af íslenzkum höndum og unninn úr innlendum efnum, að svo miklu leyti, sem því verður frekast við komið. Eins og drepið var á í síðasta blaði, tók hið nýja, veg- lega gistihús Kaupfélags Eyfirðinga til starfa í síðustu viku. Tíðindamaður ,,Dags“ hefir átt tal við hótelstjór- ann, Jónas Lárusson, í tilefni af þessu, og sýndi hann tíðindamanninum salarkynni gistihússiirs hátt og lágt og skýrði fyrir honum fyrirhugaðan rekstur hótelsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.