Dagur - 29.06.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 29.06.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. júní 1944 DAGUR 3 "i JÓNAS BALDURSSON, Lundarbrekku: BÆNDURNIR OG BRAUIIN „Landið bíður — og moldin mænir og mennina kallar á“. £F TIL VILL er það ofmælt að segja,»að allir, sem yfir- gefa sína íslenzku mold, bregð- ist hinni íslenzku þjóð. Þó vil eg spyrja: Hvar rísa óðul framtíðarinn- ar, ef ekki úr skauti moldarinn- ar, hverjir skapa landnámssögu ókomna tímans, ef ekki þeir, sem yrkja og græða ísland sjálft? Og ennfremur: Hvernig fær þjóðin tryggt sér frjálsa og sigr- andi framtíð, sem mildar harma, þerrir tár og græðirsár genginna vátíma, ef hún ekki nemur og byggir sitt eigið land? Það eina, er firrt getur þá mörgu, sem yfirgefið hafa ætt- mold sína, frá þeim þunga dómi, sem á var minnzt, er það, hve þeir eru þó ennþá margir, sem lifa, byggja og yrkja sveitiriíar, inn til lands og út til stranda. En því fáliðaðri, sem bændurnir eru, því meir reynir á hvern ein- stakan að uppfylla þær skyldur, sem á bændastéttinni hvíla. strjálbýlli. — Þar sem annars staðar eiga bændurnir harðsótt- an vinning að baki, enda þótt mikið sé óunnið framundan. — Mér er það í bernskuminni, þegar verið var að gera hjólfæra leið eftir Bárðardal. Flestir verkfærir menn sveitarinnar sóttu það af ofurkappi vorlang- an dag. Þeir gengust ekki fyrir vinnulaununum sjálfum, enda voru þau ekki há. Með komu brautarinnar hillti undir nýjan tíma með auknum tækifærum til framkvæmda og framfara. Það dagaði fyrir farsælli framtíð. Minning þessi tilheyrir liðnum tíma. Það sama ætti brautar- vinnan sjálf að gera í höndum bændanna. Hún heyrir ekki lengur undir verksvið þeirra Þar í birtist okkur ein af breyt- ingum tímans, sem hin stór- fellda fólksfækkun við landbún aðarstörf og aukna verkaskipt- ing innan þjóðfélagsins hefir í för með sér. Brautarvinnunni eiga aðeins að sinna búlausir verkamenn, en ekki framleið endur. gKAÐSEMI bænda-brautar- vinnunnar nær ekki aðeins til landbúnaðarins sem atvinnu- greinar, heldur einnig til bænda- stéttarinnar sem manna. Braut- arvinnan, með sínu háa pen- ingakaupi og öllu því losi frá búverkum, sem henni fylgir, breytir öllum og ekki sízt ung- mennum sveitanna meira og minna í vinnuleiðan kaup- streitulýð. „Landið bíður — og.moldin mænir og mennina kallar á“. Þegar bændastéttin hlýtir því kalli, helgar landbúnaðinum starfskrafta sína alla, þegar moldin er frjóust og jörð öll í blóma, þá fyrst og þá loksins hefir hún unnið ríki sitt í hinni nóttlausu veröld dagsins. um, þar sem það er mögulegt. En þótt við Vestur-lslendingar reynum þannig að halda í þjóð- erni okkar og tungu, meðan auðið er, þýðir það auðvitað alls ekki það, að við séum að reyna að gerast ríki í ríkinu. Við kappkostum fyrst og fremst að vera góðir amerískir borgarar, hver á sínum stað, og eg held að okkur hafi tekizt það. Það þykir ntikil meðmæli í Ameríku að vera íslendingur. Fylkisstjórinn í Norður-Dakota komst t. d. ný- lega svo að orði í opinberri ræðu, að ísland hefði að trltölu við innflytjendafjölda hingað lagt til fleiri góða og framúrskarandi borgara þar en nokkurt annað land. Og landstjórinn í Canada gerðist verndari Þjóðræknisfé- lagsins á 25 ára afmæli þess vetur. su GROSKA og þróun, sem átt hefir sér stað í atvinnu- lífi, menningarlífi og yfirleitt öllu þjóðlífi íslendinga á þess- ari öld, er stærra æfintýri en höfundar ömmusagnanna gömlu höfðu hugboð um að gæti átt sér stað. Það æfintýri er ekki orðið til vegna andagiftar þjóð- arinnar, heldur vegna athafna- semi hennar. Bændastéttin, sem áður fyrr var fjölmennasta stétt landsins, hefir sjálf borið upp alla ný- sköpun sveitanna og lagt til þorrann af því fólki, sem nú stundar annars staðar iðju sína. Hennar hlutur er því ærinn í sögunni — en öllu eru takmörk sett. Bændunum er það ofætlun að hyggja á stærri hlut en þann að sinna búskapnum einum, reka hann með blóma og sæmd, enda er það sannast mála, að þeim reynist það einatt fullerf- itt, og þó leita þeir margir vinnu út fyrir sinn verkahring. Það er mikil skammsýni, og af henni hlýzt mikill skaði. Sú árstíðin sem setur mestan svip á hugsunarhátt, starfshætti og afkomu bændastéttarinnar, er veturinn. Mestallur hluti vorsins, sum- arsins og haustsins fer í það að undirbúa komu vetrarins og setu hans. Veturinn og hans hvíti förunautur, snjórinn, af- vopna bændurna mikinn hluta ársins og æfinnar, einkum norð- anlands. Tíminn er því stuttur-og miklum skorðum háður, sem bændurnir hafa til þeirra marg- þættu verka, er þeim heyra til, og því fremur er það nauðsynja- mál, að þeir gæti þess vel hvað þeim raunverulega heyrir til. £ITTHVERT ÖRÐUGASTA viðfangsefni sveitanna er samgöngumar, ekki sízt þeirra JgG GAT þess hér að framan, hve starfstími bændanna væri við neglur skorinn af nátt úrunnar hálfu og mikil önn bæri upp á stuttan tíma. Öll sú bændavinna, er því beint tap fyrir búreksturinn. Vinna þeirra fáu vordaga, sem kann að vera undanþegin ársþörfum framleiðslunnar sjálfrar, þarf umfram allt að helgast endurbótum búnaðarað- stöðunnar og heimilisfegrun, sem því miður er alltof víða á alltof lágu stigi — og það alls ekki alltaf af tímaleysi eða efna- leysi, heldur af smekkleysi. Hinna framgjörnu íslenzku bænda bíður mikið landnám og verknám við jarðrækt og véla- notkun. Verji þeir lífskröftum sínum í brautarmokstur, þá eru það starfs- og tímaspjöll og óbætanleg yfirsjón á borð við það að sóa æsku sinni í ráðleysi svallarans. Og hvar er hliðstæð- ur að finna meðal heilla stétta fyrir slíku háttalagi? Hver myndi t. d. mæla því bót, ef sjómennirnir legðu upp skipum sínum þegar bezt byrj- ar til sjófanga og færu í bryggjusmíði og hafnargröft? gRAUTARVINNAN á eina gyllta hlið, sem að bændun- um veit: Kaupið er hátt, freist ar og lokkar. Sé það arðvæn legra að stunda brautarvinnu en landbúnaðarvinnu, þá er það í senn ranglátt, svo að ekki má við una og þjóðhagslega skað- legt vegna þeirrar hættu, sem framleiðslunni er þá búin, og þarf því að breytast til sam- ræmis. Annars ber bændunum að gæta vel að því, ef þeir verja tíma þeim, sem að þeir hafa af- gangs árlegum búrekstri, til þess að bæta framleiðsluskilyrði jarðanna, þá fá þeir hann end- urgoldinn í auknum afrakstri búanna. Dr. Richard Beck prófessor (Framhald af 1. síðu). máli. En það er auðséð og mjög eftirtektarvert, hve tækninni og hinni ytii menningu — ef svo rnætti að orði komast — hefir fleygt stórlega fram á þessu til-, tölulega stutta árabili, síðan eg var síðast hér „heima“ — því að allir Vestur-íslendingar tala enn um að „fara heim“, þegar farið er til Islands. — Og svo er það bókaútgáfan, sem vekur sérstaka eitirtekt rnína: Það er táknrænt, að þegar Íslendingar fá góð aura- ráð, þá brýzt hin forna, sterka bókást og lestrarlöngun þjóðar- ar' innar frarn með undraverðum krafti. Og yfirleitt virðast það vera góðu bækurnar, úrvalsrit- in, sem mestrar hylli njóta, því að væri það svo, að meiri hagn- aðarvon væri að því að selja fólk- inu ruslið, þá yrði það auðvitað meira áberandi á markaðinum. En svo er fyrir að þakka, að því er víðs fjarri. — Er ekki enn talsverð bóka- útgáfa á íslenzku hjá ykkur þar vestan hafs? — Jú, furðulega mikil eftir at- vikum. Auk einstakra bóka kem- ur t. d. Tímarit Þjóðræknisfé- 'agsins út árlega og fleiri tímarit. Og vestur-íslénzku blöðin í Winnipeg, Lögberg og Heims- kringla, hafa ávallt verið ein sterkasta taugin, sem bindur okkur saman á milli heimsálf- anna, en þó fyrst og fremst okk- ur Vestur-íslendinga sjálfa inn- byrðis, því að við erum, eins og allir vita, dreifðir víðs vegar um þetta stóra meginland. — Hvað er að frétta af þjóð- ernisbaráttu Vestur-íslendinga? — Auðvitað eigum við á vax- andi bratta að sækja í þeim efn- um með hverju árinu, sem líður. Gömlu íslenzku frumbyggjarnir eru nú senn allir þillnir í valinn, og hver ný kynslóð þokast auð- vitað og óhjákvæmilega fjær þjóðernislegum uppruna sínum. En þrátt fyrir það á íslenzk tunga og menning enn f jölmarga vini og dáendur vestan hafs. Og mér er óhætt að fullyrða, að Þjóðræknisfélagið okkar á rnest an og merkilegastan þátt í því, að svo mun enn verða um langan aldur. Fjölmargir háskólar bæði í Canada og Bandaríkjun- um — veita meiri eða minni til- sögn í íslenzkri tungu og bók- menntum, og sjálfir höldum við uppi íslenzkum skólum og kirkj- Það var félaginu mikil sæmd, og ekki hefði hann gert það, ef Vestur-íslendingar væru lítils metnir þar í landi. Prófessor Beck sagði blaða- mönnum margt fleira fróðlegt af högum landa okkar í Vestur- heimi, en því miður er ekki tækifæri til að rekja það hér nán- ar að sinni, og auðvitað er ekkert orðrétt hér eftir prófessornum haft. En að lokum sagði hann: — Eg má ekki gleyrna aðaler indinu: Eg átti að skila kærum kveðjum og árnaðaróskum landa minna vestra til ykkar allra liér heirna — landsins og þjóðarinn- „Dagur þakkar hinum ágæta gesti og fulltrúa Vestur-Islend- inga kornuna hingað, — þakkar hinar hlýju kveðjur og árnar honum sjálfum og öllum lönd- um okkar í Vesturheimi allra heilla og blessunar. Hótel K. E. A. (Framhald af 1. síðu). in þykkurn teppum, hvað snertir fegurð, mýkt og hl jóðeinangrun. Stór veitingasalur er í húsinu, en verður ekki fullbúinn til notk- unar fyrr en 1. okt. næstk. Aftur á rnóti eru nrinni salir til funda- halda o .s. frv., setu- og biðstofur fyrir hótelgesti, skrifstofur, íbúð starfsfólks og önnur herbergi þegar fullgerð og búin húsgögn- um. Hótelið getur þegar tekið á móti rösklega 50 dvalargestum, en ráðgerð er aukning herbergja (10 herbergi í viðbyggingu vest- ur af aðalhúsinu meðfram kirkjutröppunum). Gestirnir eiga greiðan aðgang að geysi rúmgóðum veggsvölum á aust urhlið hússins, og er þaðan hið fegursta útsýni yfir mikinn hluta bæjarins, höfnina, fjörðinn og inn til sveitanna austan og sunn- an við Pollinn. Liggja sérstakar dyr úr sumum gestaherbergj- anna út á svalir þessar. I sambandi við herbergið mun ódýrari veitingastaður taka til starfa í sumar á neðstu hæð bygg- ingarinnar — til mikilla þæginda l’yrir vegfarendur um aðal-um- ferðargötu bæjarins (Hafnar- stræti). Húsgögn öll eru smíðuð í htts- gagnavinnustofu Ólafs Ágústs- sonar, en Gefjun hefir lagt til áklæðið, teppi, rúmteppi og gluggatjöld. Magnús Sigur- jónsson hefir annast bólstrun húsgagnanna, og er íslenzk ull í Guðmundur Friðjórisson skáld. Þessi þjóðkunni maður and- aðist á Húsavíkurspítala að morgni hins 26. þ. m. eftir lang- varandi og þunga sjúkdómslegu. Æviatriði hans eru í fáum orð- um þessi: Hann fæddist á Síla- læk í Aðaldal 24. okt. 1869. Foreldrar hans voru Friðjón Jónsson og kona hans, Sigur- björg Guðmundsdóttir. Guð- mundur Friðjónsson var brott- skráður frá Möðruvallaskóla 1893. Nokkrum árum síðar gerðist hann bóndi á Sandi, þar sem faðir hans hafði lengi tpið, og kvæntist Guðrúnu Oddsdótt- ur frá Garði. Eignuðust þau marga efnilega syni. Guðmund- ur gegndi mörgum trúnaðar- störfum í sveit sinni, átti sæti í hreppsnefnd, sýslunefnd, skatta- nefnd, skólanefnd og sóknar- nefnd. Þjóðkunnur varð hann þegar á unga aldri fyrir skáld- skap sinn og ritstörf og mælsku. Lætur hann eftir sig ógrynni af sögum, kvæðum og blaða- og tímaritagreinum um margvísleg efni. Gengur kraftaverki næst hve miklu hann hefir komið í verk að vöxtum og gæðum af andlegri iðju, þegar litið er á, að hann varð að vinna hörðum höndum fyrir stórum barnahóp og lá ekki á liði sínu og var jafn- an veill til heilsu. Skáldið er hnigið í valinn, en verk hans lifa í sögum og óði, meðan íslenzk tunga er töluð. öllum dýnum og stoppi. Búnaði herbergjanna er haldið í föstum, einföldum, en þó veglegum stíl og farið sem næst þjóðlegum fyrirmyndum. Snorri Guðmundsson bygg- ingameistari hefir liaft yfirum- sjón með framkvæmd allrar byggingarvinnu í gistihúsinu, en innrétting þess er gerð eftir upp- dráttum byggingafræðinganna Gísla Halldórssonar og Sigvalda Thordarsonar í Reykjavík. Samúel Kristbjarnarson rafvirkjameistari hér hefir séð um ljósaútbúnað og raflagnir allar, en að öðru leyti hafa fastir bygginganjenn Kea annast stjórn og framkvæmd einstakra hluta verksins. Efni í korklögnina fékkst frá Veggfóðraranum h.f. í Reykjavík. Hótelstjórinn, Jónas Lárusson, hefir — síðan er hann tók við starfi sínu hér — lagt allt kapp á að undirbúa rekstur gistihússins með fyrirhyggju, myndar- og menningarbrag í hvívetna, enda er hann þaulvanur slíkum störf- um og löngu þjóðkunnur orðinn sem veitingamaður og fyrir áhuga sinn á endurbótum gisti- búsa og aðbúnaðar ferðamanna og gesta í landinu. Lítur hann — mefe réttu r á starf íslenzkra veitingamanna sem þýðingar- mikinn þátt í aukinni þjóð- menningu og nauðsynlegri og óhjákvæmilegri landkynningu. Er þess fastlega að vænta, að hið nýja gistihús Kea verði undir stjórn hans mjög til fyrirmyndar öðrum slíkum stofnunum í land- inu, auk þess sem að því verði menningarauki og mikil þæg- indi fyrir bæinn og héraðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.