Dagur


Dagur - 06.07.1944, Qupperneq 1

Dagur - 06.07.1944, Qupperneq 1
Stf* — Ifm ■M- ANNALL DAGS **Í%SEr ■ - Hinn 17. júní fóru fn\m há- tíðahöld á Svalbarðsströnd, í til- efni af stofnun lýðveldisins. — Hófust þau með guðsþjónustu í Svalbarðskirkju kl. 4 síðdegis. En fánar blöktu við hún á svo að segja hverju byggðu bóli sveit- arinnar. Frá kirkju var svo geng- ið í skrúðgöngu upp í Gróðrar- reit sveitarinnar. Gekk hrepp- stjóri, Jóhannes/ Laxdal, fyrir og bar íslenzka fánann á stöng, þrátt fyrir stinningsgolu af suð- vestri, er gerði það allerfitt. En mörg börn báru smáfána á stöngum, á eftir. Þegar iq)j) í Gróðrarreitinn kom var byrjað að syngja ættjarðarljóð, en að því búnu tók til máls Jóhann Laxdal og bauð menn velkomna og minntist dagsins með stuttri ræðu. Að því búnu var aftur sungið. En þá tók til máls Sigur- jón Valdimarsson og flutti minni íslands. Ýmsar fleiri ræð- ur voru fluttar og sungið á milli undir stjórn Finns Kristjánsson- ar kaupfélagsstj. á Svalbarðseyri. Meðal ræðumanna voru: Þorl. Marteinsson, Benedikt Bald- vinsson, Nanna Valdimarsdótt- ir, Jóhannes Benediktsson og Guðmundur Benediktsson. — Kvæði var flutt þarna af Bjarna Jónssyni úrsmið á Akureyri. Fóru hátíðahöld þessi vel fram og virðulega og með há- tíðablæ. Var talið að í þeim hefði tekið þátt fast að tvö hundruð manns, enda voai sum- ir bæir alveg tæmdir af fólki. ★ Þennan dag afhenti Sigmar Benediktsson vélstjóri á Sval- barðseyri, sóknamefnd sveitar- innar, eitt þúsund krónur, sem gjöf frá sér og fjölskyldu sinni, sem verja skyldi til endurbygg- ingar Svalbarðskirkju, ef að söfnuðurinn byggði hana. En ef að Staðarhaldari, sem að á kirkj- una, byggði hana fyrir eigin reikning, skyldi peningum þess- um varið til að kaupa einhverja þá hluti’í kirkjuna, sem að áliti sóknarnefndar og safnaðarfull- trúa, vanhagaði mest um. — Peningaupphæð þessa kvaðst Sigmar gefa til minningar um 80 ára afmæli föður síns, Bene- dikts Jónssonar á Breiðabóli, en það kvað hann vera 4 dögum eftir lýðveldishátíðina, eða 21. júní. Var Benedikt meðhjálpari í Svalbarðskirkju í fjöldamörg ár og safnaðarfulltrúi í 12. ★ Svalbarðskirkja er orðin rétt um 100 ára gömul og mjög hrör- leg á að sjá og hvað Sigmar sér það ekki sársaukalaust, þegar hann sigldi inn og út liinn fagra Eyjafjörð, meðfram hinni blóm- legu og velhýstu fæðingarsveit sinni, að sjá að sjálf kirkjan væri (Framhald á 8. síðu. aglr XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 6. júlí 1944 27. tbl. SAMVINNUMENN MOTMÆLA INNFLUTNINGSRE6LU VIÐSKIPTAMÁLA- STÓRSTÚKUÞINGIÐ VILL AÐ BÆJARSTJÓRN- ALÞJÓÐA RÁÐSTEFNA IR TAKI UPP BARÁTTU FYRIR LOKUN VÍNBÚÐA Stórstúkuþingið var að þessu sinni haldið á Akureyri, og hófst það mánudaginn 26. júní sl. Klukkan 1 eftir hádegi söfnuðust Góðtemplarar saman fyrir framau Skjaldborg á Akureyri og gengu þaðan í skrúðgöngu til kirkju. Fáni Reglunnar var borinn gyrir skrúðgöng- unni, en embættismenn Storstúkunnar báru einkenni sín. Skrúðgangan var mjög fjölmenn. Kl. 1.30 hófst svo hátíðaguðsþjónusta í kirkjunni. Sr. Helgi Konráðsson prestur á Sauðárkróki flutti stólræðuna, en sr. Friðrik J. Rafnar vígslubiskup þjónaði fyrir altari. Úr kirkju gengu templarar síðan að Skjaldborg og var Stór- stúkuþingið sett þar kl. 3 e. h. af Stórtemplar Kristni Stefánssyni. Stórstúkuþingi þetta var það 44. í röðinni, og var haldið á Akur- eyri í tilefni af 60 ára afmæli Góðtemplarareglunnar á íslandi. Við setningu Stórstúkuþings- ins gat Stórtemplar um þessi merku tímamót í sögu Reglunn- ar og minntist einnig á stofnun lýðveldis á Islandi, sem nýlega er um garð gengin. Heiðursgestur • þingsins var Rikhard Beck, sem nýlega er kominn hingað til lands. Próf. R. Beck ávarpaði þingið og bar því kveðjur og árnaðaróskir frá Stórstúku Manitoba," og færði Stórtemplar undirritað skjal frá henni. Einnig bar hann Stórstúk- ÍSLENZKUR USTA- MAÐUR í HÓPIÚRVALS- MANNA í LOS ANGELES Nýlega er opnuð sýning á málverkum og höggmyndum eftir listamenn í Los Angeles í Kaliforníu. Örlygur Sigurðs- son listmálari, Guðmundssonar skólameistara, er þátttakandi í sýningu þessari og var mynd eftir hann ein í hópi 106 mál- verka er valin var til sýningar af 650 myndum er bárust. Er þetta mikil viðurkeoning fyrir Örlyg, sem þegar hafði getið sér ágætt orð og mikla viður- kenningu þar vestra fyrir lista- hæfileika sína. t FRÚ BÁRA LYNGDAL kona Stefáns Halldórssonar, múrarameistara, lézt í sjúkrahús- inu hér sl. sunnudagsnótt, 36 ára áð aldri. Frú Bára var hugljúf öllum er hana þekktu. — Er þungur harmur kveðinn að eiginmanni hennar og tveim ungum börn- um og aldraðri in()ður, við liið skyndilega brotthvarf hennar á blómaskeiði lífsins. (Framhald á 8. síOu). um gjaldeyrismál ISLAND ÞÁTTTAKANDI Alþjóða gjaldeyrismálaráð- stefnan í Bretton Woods í New Hampshire kom saman á laug- ardag. Morgentau fjármálaráðherra Bandaríkjanna var kjörinn for- seti ráðstefnunnar. 44 þjóðir taka þátt í ráðstefnunni, sem um 500 manns sitja. 3 nefridir hafa verið kjörnar og á fulltrúi íslands á ráðstefnunni sæti í einni þeirra. (Skv. tilk. frá utanríkisráðu- neytinu). BÆRINN LEIGIR UPP- MOKSTURSSKIP TIL VINNU VÍÐ NÝJA HAFN- ARGARÐINN J^ÝLEGA er komið hingað uppmokstursskip Christen- sens frá Siglufirði, til vinnu við nýja hafnargarðinn á Oddeyri. Er ætlun að skipið geri garðinn þar sem hann gengur fram í sjó, meðan veður leyfir, en vinni að uppmokstri hér inn í höfn öðrum tímum. v Er vinna þegar hafin. RÁÐHERRA Aðalfundur Sís vítir klofningsstarfsemi sósíal- ista innan samvinnufélag- anna Reglur þær, sem Björn Ólafs- son viðskijjtamálaráðherra hefir sett um innflutningsverzlun landsmanna, vekja miklagremju meðal samvinnumanna um land allt. Innflutningsreglur þessar byggjast á þeirri grundvallar- reglu, að innflutningnum sktdi skipt milli innflytjenda eftir sama hlutfalli og var fyrstu stríðsárin og seinustu árin fyrir stríðið. Það gerir þessar reglur enn skuggalegri, að farið er eftir verðupjrhæð innflutningsins á undanförnum árum en ekki vörumagni, þegar fundin er hlutdeild verzlunarfyrirtækja í innflutningnum. Með þeim hætti eru þeir beinlínis verð- launaðir, sem gert hafa lökustu innkaupin, en hinir verða harð- ara úti, sem gert hafa hagkvæm- ustu kaujDÍn. 1 Skýrslurnar gefa ekki heldur' rétta mynd af verzluninni, eins og hún hefði verið undir eðli- legum skilyrðum, þar sem nokk- uð af skýrslutímanum eru stríðs- (Framhald á 8. síðu). Amerískar hersveitir á Normandie-ströndum. ÚTFÖR Guðmundar skálds Friðjóns- sonar á Sandi fer fram í dag að Nesi í Aðaldal. Jarðarför konunnar minnar, dóttur og systur, BÁRU LYNGDAL MAGNÚSDÓTTUR, fer fram fró heimili okkar Hafnarstræti 97, Akureyri, þriðjudag- inn 11. þ. m. kl. 1 e. h. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Stefán Halldórsson, Elín Lyngdal, Reynir Lyngdal. Myndin sýnir ameríska rinnrásarsveitir ráðast til landgöngu á Gherbourg-skaga að morgniö.júní

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.