Dagur - 06.07.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 06.07.1944, Blaðsíða 2
2 D AG U R Fimmtudagur 6. júlí 1944 Árásir kommúnista á landbúnaðinn. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að landbúnaðurinn á landi hér hefir orðið fyrir ill- yrmislegum árásum frá hendi leiðtoga þess stjómmálaflokks, sem kallar 9Íg Sameiningarflokk Alþýðu — sósíalistaflokkinn, en eru í daglegu tali nefndir kommúnistar. Þessir menn virð- ast einkum hafa tvö áhugamál: Þeir vilja láta íslenzku þjóðina sníða sér stakk eftir rússneskri fyrirmynd á hverjum tíma, og í öðru lagi beita þeir áróðri sín- um til þess að koma þeirri trú inn í alþýðu manna, að land- búnaðurinn okkar sé bara ómerkilegt, óvirðulegt ogjafnvel skaðlegt „sport“ fyrir nokkra menningarsnauða bændaræfla. Framleiðsla þeirra sé hið versta úrhrak, er útlendingar vilji helzt ekki líta við, en sé þó seld á okurverði innanlands. Þessir áróðursmenn kenna, að þetta okurverð hafi skapað dýrtíðina, og jafnframt þvaðra þeir sí og æ um öngþveitið í landbúnaðin- um, og að hann sé orðinn langt á eftir tímanum og á eftir öðr- um atvinnuvegum landsmanna. Þessum megna ároðri í garð landbúnaðarins hefir verið svar- að af ýmsum, en allra rækileg- ast og rökvísast þó af Ólafi Jónssyni framkvæmdastjóra Ræktunarfélags Norðurlands í ársriti félagsins 1943, undir fyr- irsögninni: „Söngurinn um öng- þveitið í landbúnaðinum". Þar sem hér er um gagnmerka 'rit- gjörð að ræða, sem byggð er á hagfræðilegum grundvelli, tel- ur Dagur sér skylt að kynna hana allrækilega fyrir lesendum sínum og horfir ekki í, þó að til þess fari nokkurt rúm. Örar framíarir. í forspjalli bendir Ó. J. á, „að undanfarin 20 ár hafa framfarir í landbúnaði okkar verið óvenjulega örar, skakkaföll, mistök og sóun verðmæta vegna forsjárleysis, ódugnaðar og van- kunnáttu minni en á öðrum at- vinnusviðum þjóðarinnar, og félagsleg þróun landbúnaðarins í fastara og skipulegra formi en nokkurs annars atvinnuvegar í landinu. Það er því ekki auðvelt fyrir þá, sem kunnugir eru málunum, að koma auga á, í hverju hið margumtalaða öngþveiti í land- búnaðinum er fólgið, sem nú er æpt svo hátt og títt um af viss- um flokki manna á torgum og gatnamótum". Um þetta efni segir svo grein- arhöf. ennfremur: „Sé þess nú gætt, hverjir þeir eru, sem hæst hrópa um öng- þveitið í landbúnaðinum, kem- ur í ljós, að þar eru fremstir í flokki nokkrar kommúnista- sprautur, sem ekki er kunnugt úm, að nokkurn tíma hafi aflað sér nokkurrar þekkingar á landbúnaðarmálefnum, og gengur þar fremstur rithöfund- urinn Halldór Kiljan Laxness, sem nú í þremur heftum í röð af Tímariti Máls og menningar hefir greitt landbúnaðinum stór og þung högg og af miklu oflæti, en minni rökfestu. . . . Sumt af því, sem þessi höf- undur og aðrir hans nótar segja um landbúnað okkar, er líka svo öfgakennt og óréttmætt, að það verður tæpast tekið alvar- lega, eða sem velviljaðar að- finnslur, en verður að álítast ill- kynjaður áróður í garð bænda og svæsin árás á störf leiðbein- andi landbúnaðarmanna, og mætti segja, að ekki væri svara- vert“. Greinarhöf. kveðst mundi hafa leitt þetta hjá sér, ef hann hefði ekki orðið þess var, „að í bæjunum leggja margir eyrun við og trúnað á þenna þvætt- ing“ og jafnvel sumir mennta- menn sjái ekki í gegnum þenn- an blekkingavef. „Þegar svo þessi söngur er sunginn sýknt og heilagt sem viðurkennd stað- reynd, bæði í blöðum, tímarit- um, þingum og útvarpi, þá er ekki að undra, þótt sumum þeim, sem ekki eru nákunnugir málunum, verði það á að leggja nokkurn trúnað á þennan áróður“. Árásareirúö. Út úr öllu því moldviðri, sem þyrlað er upp um landbúnaðar- málin, fær Ólafur Jónsson út þann raunverulega kjarna árás- arefnanna, að verð landbúnað- arvaranna sé óhæfilega hátt, og kenna margir þetta úreltu bú- skaparlagi, lélegri handleiðslu og kostnaðarsömum dreifingar- aðferðum. Hinn mikli tilkostn- aður við framleiðslu landbúnað- arvara segja áróðursmenn að sé sprottinn af skipulagsleysi, vöntun á tækni og vankunnáttu og vöntun hagkvæmra leiðbein- inga. Allt eru þetta slagorð út í loftið, sem enginn haldkvæmur rökstuðningur fylgir. „Mér er heldur ekki kunnugt um“, segir Ó. J. m. a., „að af hálfu þessara manna hafi verið gerð nokkur heiðarleg tilraun til þess að sýna fram á, í hverju skipulagi landbúnaðarins sé sérstaklega áfátt, eða hvers konar skipun þeir vildu hafa á honum. Eg get varla talið það, þótt spekingur- inn Halldór Kiljan Laxness ræði um óætar landbúnaðarvör- ur, hallærisástand í mjólkur- málum og kreppuástand í kjöt- framleiðslu, því augljóst er, að hann og þeir, sem næst honum standa í skoðunum, kunna eng- in skil-á árstíða og árferðis- sveiflum í framleiðslu landbún- aðarvara og virðast alls ekki geta gert greinarmun á stríðs- ástandi, sem allir vona að vari aðeins skamma hríð, og friðar- ástandi, sem allir óska að kom* sem fyrst og ríki sem lengst“. Þau rök, sem færð eru fram fyrir því, að landbúnaðarfram- leiðslan sé of dýr og fram- leiðslukostnaðurinn of mikill, eru þessi: a. Til þess að landbúnaðar- framleiðslan geti borið sig, þarf að greiða með henni stórfé úr ríkissjóði sem uppbætur, og eru þessar uppbætur bæði greiddar á þær vörur, sem seldar eru inn- anlands og þær, sem út eru fluttar. b. Hægt að flytja landbúnað- arvörur frá fjarlægum löndum hingað, og selja þær hér á miklu lægra verði, en sams kon- ar vara framleidd innanlands kostar, eða nota þær til að verð- bæta innlendu vörumar. Uppá- haldsdæmi þessu til sönnunar er smjörinnflutningurinn frá Ameríku. Áróðursmennirnir láta skína í það, að úrræðin til bóta séu: a. Framleiðslan aðeins sniðin eftir innanlandsþörfinni. b. Sarnfærsla byggðarinnar úr dreifbýli í byggðahverfi, þar sem búskapurinn sé rekinn sem stórbúskapur með afkastamikl- um mótordrifnum vélum, en sem minnstu mannahaldi og auðvitað helzt sem ríkisbúskap- ur, eftir rússneskri fyrirmynd. „Á þennan hátt telja svo þessir vitringar“, segir Ó. J., „að hægt sé að framleiða þær land- búnaðarvörur, sem þjóðin þarfnast, með miklu minni mannafla og tilkostnaði en nú þarf til að reka hinn fyrirlitlega og úrelta afdala- og útnesjabú- skap, og þessi tilhögun er svo gyllt með því, hve auðvelt sé að veita þessum býlahverfum alls konar þægindi, rafmagn, síma, vegi, skóla og skemmtanir. Svo á vitanlega að reka bú- skapinn með hávísindalegu sniði, og er það ef til vill það eina af viti í öllum þessum áróðri og bollaleggingum, en puntið fellur þó af þessari hug- mynd, þegar þess er gætt, hve öfgafullar, órökstuddar og óvís- indalegar þessar árásir á land- búnaðinn eru, og að höfundar þeirra virðast engan skilning hafa á vísindalegum starfshátt- um, hvorki í landbúnaði né rit- mennsku". V erðhækkurún. Því næst snýr greinarhöf. að verðhækkun þeirri, sem orðið hefir á landbúnaðarvörum, síð- an stríðið hófst. Innsti kjarninn í ádeilunum á landbúnaðinn er, að verðlag landbúnaðarframleiðslunnar sé of hátt í hlutfalli við annað verðlag í landinu. „Það er því nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, hvaða það er, sem myndar framleiðslukostnað landbúnað- arvaranna. Ef við athugum nið- urstöður búreikninga og þann grundvöll, sem „Vísitölunefnd landbúnaðarins“ byggði á, þá sjáum við, að um 4/5 hlutar framleiðslukostnaðarins er vinna. Af þessu ætti að vera augljóst, að verðlagsbreyting- ar á vinnu hafa alveg yfirgnæf- andi áhrif á framleiðslukostn- aðinn“. Spurningin verður þá: Er hægt að skýra þá hækkun, sem orðið hefir á framleiðslu landbúnaðarins síðan í stríðs- byrjun með hækkun á kaup- gjaldi? „Fyrir stríð var kaup - gjald karlmanna við landbúnað- arstörf um 100—150 kr. að meðaltali á mánuði á sumrin og /30—50 kr. á mánuði á vetrum, auk fæðis. Nú er kaupið auk fæðis 800—1000 kr. á sumrin 400—450 kr. á vetrum um mánuðinn, og 4% orlofsfé að auki. Kaup kvenna hefir líklega hækkað hlutfallslega meira. Kaupið er því sem næst 9 falt, þótt hin almenna vísitala sé að- eins 260 stig. Annar kostnaður við að und- irhalda verkafólk hefir ekki hækkað að sama skapi, en sé miðað við hækkun á matsölu- stöðum, þá er ekki langt frá, að fæðið hafi fjórfaldast í verði og þjónustukostnaður þó líklega meira. Á það má einnig benda, að í sveitum yfirleitt mun meg- inhluti fæðisins vera frá búun- um sjálfum, og landbændur fá því ekki fæðiskostnað sinn greiddan niður með framlagi úr ríkissjóði á sama hátt ag kaup- staðarbúarnir. Það mun því ekki ofmælt, að vinnukostnað- ur við landbúnaðinn sé 8 faldur nú móts við það, sem var fyrir stríð. Annar kostnaður mun varla meiri en 2.5—3 faldaður, en vegur svo lítið, að láta mun nærri að framleiðslukostnaður- inn hafi 7 faldast. Hvernig er svo samræmið við vöruverðið? Eg legg hér til grundyallar álit vísitölunefnd- arinnar og er þá hækkunin þannig: Verð til bænda Vörutegund 1939 1943 Haekkun Mjólk 21—25 au. 123 au. 5-föld Kjötl.fl.ca. llöau. 682 au. 6-föld Kartöflur ca. 20 kr. 106 kr. 5-föld Þetta sýnir, að hækkunin er alls ekki nema í samræmi við (Framhald á 7. síðu). SOGN OG SAGA ---Þjóðfræðaþættir ,J)ags“- (Framhald). laðir að barni hennar. Gerði hún þá hreppstjóra aðvart og krafð- izt þess, að hann léti mál þetta til sín taka. Þá fór með hrepp- stjórn í Svarfaðardal Árni bóndi Pálsson í Syðra-Holti, og var hann talinn vera allröggsamur í embætti og góður bóndi. Hann mun ekki hafa þótzt geta látið þetta Sveinsstaða-mál afskipta- laust, sérstaklega vegna þess, að Anna í Gljúfurárkoti hafði tjáð honum þann grun sinn, aðElínámundihafaíhyggjuaðfyrirkoma barni því, er hún gengi með. Reið Árni upp ltérað og kom að Hnjúki í Skíðadal til hjónanna Jóns Þórðarsonar1) og Ingibjarg- ar Jónsdóttur. Ingibjörg hafði alloft fengizt við ljósmóðurstörf, var ólærð að vísu, en þótti heppnast vel. Fékk hreppstjóri hana í för með sér að Sveinsstöðum, og átti hún að skoða Elíná og ganga úr skugga um, hvort hún væri barnshafandi. Saj’t er, að Elíná fiafi verið treg til að láta skoða sig og þrætt hafi hún fyrir barns- þykkt sína, en Ingibjörg þóttist þess ekki dulin, hvernig á stæði fýrir henni. í heimleiðinni bað Árni hreppstjóri þau Hnjúks-hjón ]) Hann var langafarbróðir Hermanns Jónassonar, fyrrum forsætisráð- herra, búmaður góðuu og skörungur í lund, en eigi vitmaður meira en í meðallagi. að taka Elíná á heimili þeirra til gæzlu, þar til er hún yrði léttari og urðu þau við þeirri beiðni. Er ekki annars getið en vel færi um Elíná á meðan hún dvaldi á heimili þeirra hjóna^r- Þetta var haustið 1845, og liðu svo nokkrar vikur, að ekkert bar til tíðinda. Vortt hafðar nokkrar gætur á Elíná, en hún lét sem ekkert væri. Um það leyti dags, er rökkva tók þann 19. nóvember, kenndi Elíná léttasóttar. Lét hún ekkí á neinu bera, heldur sætti færi og skauzt fram göngin án þess eftir væri tekið um stund. Úti var hvassviðri og hríðarbylur, en þó ekki frosthart. Slangraði hún út fyrir bæinn og fæddi þar barnið standandi, en það féll frá henni ofan í fönnina, þegar naflastrengurinn slitnaði. Tók hún það þá upp og bar það að yzta útihúsinu, lagði það þar nakið í skaflinn og byrgði yfir með snjó. Sneri hún síðan aftur til baðstofu, en mætti í göngunum þeim hjónum, Jóni og Ingibjörgu, sem sakn- að höfðu Elínáar og þegar flogið í hug, hvað um væri að vera. Gengu þau þegar á hána að segja til barnsins, og gerði hún það vafningalítið. ánaraðist þá Jón bóndi út þangað, er til var vísað, fann barnið og bar það til baðstofu. Hafði Elíná fætt sveinbafn, og þótti það ganga kraftaverki næst, að þeim mæðginum heilsað- ist báðum vel við góða hjúkrun og'virtust þau ekkert rnein hafa hlotið af þessu fargani. — Drengurinn var skírður Salóinon. Þegar fregnin um atburði þessa barst út um sveitir, þóttu það mikil tíðindi og einstök í sinni röð. Var málið rannsakað og dóm- ur upp kveðinn i héraði 2. febr. 1846, þess efnis, að Elíná skyldi erfiða í betrunarhúsi í Danmörku æfilangt og greiða auk þess all- (Framhald^.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.