Dagur - 06.07.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 06.07.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudagur 6. júlí 1944 DAGUR Ritsrtjóm: Ingimar Eydal. Jóhann Frímann. Haukur Snorrason. Afgrsiðsiu og innheimtu annast: Sigfús Sigvarðsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Bl«ðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Aœtlanip um lands- rafveitu. JJAFORKUMÁLANEFND RÍKISINS hefir nú — í samvinnu við rafmagnseftirlit ríkisins — lokið við bráðabirgðaáætlun um landsrafveitu fyrir allt Ísland. Hafa niðurstöður nefndarinnar nú nýskeð verið birtar almenningi, en þó hafa áætlanir um einstaka hluti verksins (rafveitur fyrir Austfirði og Vestfirði) áður verið birtar. Svo er ráð fyrir gert í áætlunum þessurn, að landsraf- veitan nái til 90372 manna alls, eða ca. 85% af öllum íbúum landsins, þar af eru 70905 búsettir í bæjum og kauptúnum, en 19467 í sveitum. Eru tölur þessar miðaðár við manntalið 1942, og verða því í reyndinni talsvert hærri, þegar til framkvæmda kemur. JJAFORKUMÁLANEFNDIN gerir ráð fyrir að geta á þessu sumri gengið frá tillögum um öflun fjár til þess að byggja landsrafveituna. Tel- ur nefndin heppilegt, að framkvæmdum verði hraðað eins og unnt er, eftir að byrjað hefir verið á þeim að stríðinu loknu. Gert er ráð fyrir, að verkinu verði lokið á 10—15 árum frá því, að það verður hafið. Ætti landsrafveitan samkvæmt því að geta verið fullbyggð einhvern tíma á árunum 1955—1960. Ríkisstjórnin hefir þegar leitað fyr- ir sér hjá sænskum stjórnarvöldum og beðið þau að útvega hingað sérfræðinga í vatnsvirkjunum og flutningi raforku. Var þetta gert samkv. til- mælum nefndarinnar og í því skyni; að sem fyrst yrði hægt að fá endurskoðaðá bráðabirgðaáætlun þessa og hraðað sem mest nauðsynlegum undir- búningi þessara miklu framkvæmda. Hefir raf- orkumálastjórnin sænska þ'egar tjáð ríkisstjórn- inni, að hún sé fús til að sjá um útvegun slíkra sérfræðinga hingað, strax og þeir geta komizt til íslands vegna styrjaldarástandsins. J^ÆTLANIR UM LANDSRAFVEITUNA eru auðvitað mikið og fjölþætt mál, og er þess því miður enginn kostur að gera hér nánari grein fyrir þeim að sinni. En þær virðast sýna, að lands- rafveitan geti orðið gott og öruggt fyrirtæki fjár- hagslega án þess að ríkið leggi henni nokkra beina styrki, en aðstoði aðeins við útvegun láns- fjárins. Rafvirkjanir þær, sem fyrir eru í landinu, eru teknar inn í áætlanirnar með kostnaðarverði, en ennfremur er gert ráð fyrir nýjum virkjunum og stækkunum eldri stöðvanna. Munar þar mest um nýja Laxárvirkjun með 9000 kw., en alls er gert ráð fyrir nýjum virkjunum samtals 30900 kw., en núverandi virkjanir eru taldar 23760 kw. Yrði heildarorka landsrafveitunnar þanríig 54660 kw. Er þá gert ráð fyrir 500 watta orku- þörf á mann, en auk þess 4000 kw. orku handa áburðarverksmiðju, sumarorku handa síldarverk- smiðjunum og virkjuðu váraafli 5474 kw. Þá hefir raforkumálanefnd ennfremur gert aðra áætlun um landsrafveitu, þar sem miðað er við 1000 watta orkuþörf á mann (nema í Reykjavík 600 w.) og riokkru meiri varaorku en í hinni áætluninni, og yrði þá heildar-orkuþörfin sam- tals 85860 kw. j^jENN MUNU geta verið sammála um það, að slíkar framkvæmdir, sem hér eru ráðgerðar, séu — ef færar reynast fjárhagslega — stærsta og þýðingarmesta átakið, sem þjóðin gæti gert á næstu tímum til þess að tryggja öllum þegnum hins unga, íslenzka lýðveldis menningarleg lífs- skilyrði og afkomumöguleika án tillits til þess, íþróttasvæðið o(> tjaldborgin á Þingvöllum. íslenzkt kvikmyndafélag. gUNNANBLÖÐIN skýra svo frá, að nýstofnað sé í Reykjavík nýtt félag, er nefnist Kvikmyndafélagið Saga. Standa ýmsir þekktir mennta- menn í höfuðstaðnum að félagsstofn- un þessari, en framkvæmdastjóri fé- lagsins er Sören Sörensen lyfsölu- stjóri. Tilgangur félagsskapar þessa er fyrst og fremst menningarlegur, að því er stofnendurnir segja; ætla þeir sér að beita sér fyrir því að teknar verði íslenzkar fræðslukvikmyndir úr þjóðlífinu, af landinu sjálfu, atvinnu- héttum landsmanna o. s. frv. Verða myndirnar bæði ætlaðar til sýningar hér heima og þó ekki síður erlendis til aukinnar landkynningar meðal framandi þjóða. -Ennfremur er ráð- gert að kvikmynda íslenzka leikþætti um þjóðleg efni, bæði sem talmyndir og þöglar myndir, og loks hyggst fé- lagið að taka efni úr fornsögunum til meðferðar svo fljótt, sem ástæður leyfa. — Félag þetta hefir ennfremur í hyggju að flytja inn erlendar fræðslu- og kennslukvikmyndir til notkunar í skólum landsins, og verða íslenzkir textar settir við þær mynd- ir. Þá hyggst félagið að koma hér upp fræðslukvikmyndasafni, beita sér fyr- ir útvegun sýningartækja fyrir félög, er þess óska, t. d. í smærri kaupstöð- um, og fleiri verkefni mun það hafa með höndum. Kostnaðinn við þessar frkmkvæmdir hugsa stofnendur fél. sér að vinna smám saman upp með því að fá leyfi til kvikmyndasýninga og reka samhliða myndatökunum kvikmyndahús í Reykjavík og ferða- bíó í strjálbyggðari hlutum landsins. Hefir félagið þegar gert ráðstafanir til þess að afla nauðsynlegustu tækja til starfsemi sinnar og ætlar að taka til óspilltra málanna, svo fljótt sem nokkur tök verða á. J7F VEL TEKST TIL um stjórn og starfsemi þessa nýja félags, má segja, að hér sé um athygliverða nýj- ung að ræða og aukna fjölbreytni í ís- Ienzkum menningarmálum. Kvik- myndimar eru þegar orðnar svo snar þáttur í skemmtanalífi almennings og uppeldi æskulýðsins, að gott og nauð- synlegt er, að innlendum straumum verði sem fyrst beint í þann farveg með menningarleg og þjóðleg sjónar- mið fyrir augum. Þó má og vænta þess, að kvikmyndir félagsins geti í framtíðinni orðið markverður þáttur í nauðsynlegri og óhjákvæmilegri landkynningarstarfsemi okkar er- lendis. hvar þeir eru búsettir á landinu. Er því mikil ástæða til þess, að almenningur fylgist með sérstök- um áhuga með þróun þessara mála nú í næstu framtíð. „Siðleysi kunningsskaparins". j^ÝLEGA VAR þess getið í útvarp- inu, að tiltekin bók, sem út kom í vor, eftir íslenzkan rithöfund, væri því nær uppseld, og því síðustu for- vöð fyrir bókavini að ná í hana. Eg get raunar vel trúað því, að þetta sé satt. Bókin hefir verið svo kröftug- lega auglýst og mikið lof ó hana bor- ið í öllum þeim blöðum, sem á hana hafa minnzt, að ekkert er líklegra en að hún hafi flogið út. Eg þekki höf- undinn ekkert persónulega og hefi sízt nokkuð ó móti honum. Mér skilst meira að segja, að hann sé allra vænsti maður og sérlega vel lótinn í hópi starfsfélaga sinna, en þeir hafa einmitt sérlega gott tækifæri til þess að gera honum þann greiða að hæla bók hans svo, að almenningur sjái ummæli þeirra og taki nokkurt mark á þeim. Eg hefi enga ástæðu til þess að spilla fyrir þessu riti, enda væri það nú orðið um seinan, þar sem það er nú nálega uppselt, að því er útgef- endumir segja. En því geri eg þetta að umtalsefni hér, að mér virðast við- tökur þær, sem þessi ónefnda bók hefir hlotið, alveg sérstaklega gott dæmi þess, hve varnarlausir almennir lesendur eru fyrir skrumauglýsingum og vilhöllum dómum um bókmenntir, og ennfremur hve því fer fjarri, að ís- lenzkir ritdómar séu yfir höfuð nokk- ur viðunandi mælikvarði á kosti og galla samtíðarbókmenntanna. — Svo vill nefnilega til, að eg var af tilvilj- un að blaða í þessari bók, þegar út- varpið gat þess, hve ógætar viðtökur hún hefði alls staðar hlotið. Og eg fór að lesa hana upp úr því baslinu. Því skal sleppt, að efni hennar virðist mér aðeins harla marklítill og hvers- dagslegur samtíningur um landið og þjóðina, sem ekkert sérstakt er á að græða að neinu leyti, og ekki ör- grannt að hreinar skekkjur og mis- sagnir slæðist þar með. En hitt er með einsdæmum, hve mörgum prent- viílum og alls konar hroðvirkni er þar saman þjappað í ekki lengra máli en þessu mjög svo eftirspurða og lof- sungna kveri. Sums staðar er naumast hægt að komast að efninu fyrir línu- brenglum. Greinarmerki virðast sett nánast af handahófi, fjöldi orða rangt beygður og stafsettur o. s. frv. Eg hafði haldið, að dagblöðin ættu met í lélegum prófarkalestri og hroðvirkni um meðferð prentaðs máls, en eg er tekinn að efast um, að svo sé, eftir að hafa blaðað í þessari metsölubók. p*R EKKI „siðleysi kunningsskapar- ins“ farið að ganga nokkuð langt, þegar slíku „pródúkti“ er hælt hástöf- um í öllum ritdómum, og vandlega forðast að ympra á nokkrum aðfinnsl- um út af þessu og þvílíku? Og hvar er hvatningin Og aðhaldið fyrir höfunda, útgefendur og prentsmiðjur að vanda verk sitt, þegar slík afglöp eru látin átölulaus með öllu og jafnvel borið á þau mikið lö!?--*- HVER ER SKERFUR OKKAR? Eg efast um, að nokkurn stað sé að finna hér í þessum bæ, sem er meiri bæjarprýði heldur en Lystigarðurinn. Þessi garður er orðinn til fyrir frábærilegan dugnað og framsýni nokkurra ágætra kvenna, sem hér bjuggu. Á minnisvarða, sem stendur ofarlega í garð- inum, standa þessi orð,: „Konur gerðu garðinn!" Þetta eru látlaus orð og' segja ekki mikið, en allir bæjarbúar, og þó víðar sé leitað, minnast oft nreð þakkarhug þeirrar konu, sem tvímæla- laust ber að telja sem upphafsrnann að þessu mikla verki og, sem síðar helgaði starf fcitt garð- inum. Þessi kona var frú Anna Schiöth, móðir Axels Schiöth kaupmanns hér í bæ. —• Síðar tók við starfi þessu tengdadóttir hennar, frú Margrét Schiöth, og hefir hún haldið áfram að bæta og prýða garðinn á alla lund. Starf þessara tveggja kvenna verður seint rnetið að verðleikum. ★ Fyrir nokkrum dögurn var mér gengið inn í Lystigarðinn. Ekki hafði eg dvalið þar nema skamma stund, þegar eg hitti frú Schiöth, en hún er þar, eins og bæjarbúum er kunnugt, allar þær stundir, sem lieilsa hennar leyfir. Við settumst á bekk í lundi einum og tókum tal saman. Við ræddum um hitt og þetta viðvíkjandi garð- inum, og hún sagði mér frá þróun hans og ýmsu öðru. Eg fann á tali hennar, að það var eitt, sem lá henni sérstaklega á hjarta, og það var viðvíkj- andi umgengni í garðinum. „Ýmsum hefir fund- ist, að eðlilegt væri að við seldum aðgang að Lystigarðinum," sagði frúin, „en á það hefi eg aldrei getað fallizt. Eg vil, að allir geti verið hér eins oft og lengi og þeir óska, endurgjaldslaust. En finnst yður þá ekki sanngjörn sú ósk okkar,“ spurði hún mig, „að fólk virði allt í garðinum og gangi vel um liann? Það er sá eini inngangseyrir, sem eg fer fram á“. Eg varð hálf-vandræðaleg: Að þurfa að minna á slík-t! Getur nokkur maður fengið sig til að óvirða jafn dásamlegan stað með illri umgengni? — En því miður gleymist sumurn fegurð staðarins og umgengninni verður ábótavant. Eg vildi, eftir þetta samtal okkar, geta minnt alla þá, sem garðinn gista, á að borga þennan inngangseyri, sem fyrr unr getur. Lesið reglurnar um leið og þið gangið inn og gleymið þeim ekki! Minnið börnin, áður en þau fara að heiman á það: að brjóta ekki greinar, slíta ekki blóm, ganga ekki í blómabeðin, kasta ekki bréfarusli í garðinn og ganga vel um vatnsleiðslurnar. Einnig ættu menn að nrinnast þess, að gróður- inn er ákaflega viðkvæmur fyrst að voriríu, og því ekki heppilegar hópferðir í garðinn, bæði barna og annarra, fyrr en fram á kemur. ★ Pg nú er búið að síækka garðinn í vesturátt. Forráðamenn Lystigarðsins hafa ekki séð sér fært, sökum dýrtíðar, að láta gera neitt við þenn- an viðauka. Hann hefir þó verið girtur, og frú Schiöth hefir sjálf skipulagt hann og gert af teikningu. Og mér dettur í hug, hvort ekki sé hér við- fangsefni fyrir okkur konur í bænum! Væri það ekki vel við eigandi, að við gerðum eitthvað fyrir Lystigarðinn í virðingarskyni við þær konur sem gerðu garðinn. — Hver hefir skerfur okkar verið? — Enginn. — En ekki er öll nótt úti enn. Ótal verkefni bíða Jress, að einhver vilji ein- hverju fórna, og er það ekki einmitt heilög skylda okkar, kvenna hér á Akureyri, að leggja hönd á plóginn? Eg skýt þessu að ykkur, og ef einhver væri mér sammála og vildi um þetta ræða, þá þætti mér værít um að hún eða þær töluðu við mig eða skrifuðu. Lystigarðurinn á Akureyri er gott dæmi þess, hve miklu fórnfúsay hendur geta komið til leið- ar. Svo þyrfti nýi viðaukinn einnig að verða. „Puella",

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.