Dagur - 06.07.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 06.07.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. júlí 1944 D A G U R 5 Áttrœðisafmæli. Næstkomandi mánudag verð- ur áttræður einn af merkisprest- um landsins, séra Einar Thorlacius, síðast prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og prófastur í Borgarfjarðarpró- fastsdæmi. Það er fyrir allra hluta sakir tilhlýðilegt að hans sá minnst á slíkum hátíðisdegi ævi hans, en einkum á vel við að svo sé gert í norðlenzku blaði, því séra Einar er Eyfirð- ingur að uppruna og ber mikla tryggð til átthaga sinna. Hann er fæddur að Öxnafelli 10. júlí 1864, sonur Þorsteins bónda þar og hreppstjóra Thorlacius og konu hans, Rósu Jónsdóttur bónda í Leyningi. Vígðist hann árið 1889 til Stóruvallaprestakalls og þjón- aði því kalli til þess er honum, árið 1900, varveittur Saurbærá Hvalfjarðarströnd eftir að hafa hlotið þar kosningu með yfir- gnæfandi þorra atkvæða. Því kalli, sem einnig tekur yfir Mela- og Leirársókn, þjónaði hann svo unz hann lét af prest- skap árið 1932 og settist að í Reykjavík, þar sem hann hefir dvalið síðan. Sama árið og séra Einar vígð- ist, kvæntist hann Jóhönnu Að- albjörgu Benjamínsdóttur bónda Jónssonar á Stekkjarflöt- um í Eyjafirði, en hún andaðist 21. marz 1937. Hún var kona svo ágæt að af bar, skörungur hinn mesti, stjórnsöm á heimili og ráðdeildarsöm, glaðvær og félagslynd og þótti víst öllum hjúum hennar vænt um hana, örlynd og skaprík, en kunni þó góða stjóm á sér, hreinslþlin og einörð, trygglynd og drengskap- armanneskja hin mesta. Séra Einar er jafnlyndur og fáckipt- inn, en hefir þó ávallt kunnað vel glaðværð, utan heimilis og innan. Var hann konu sinni hinn bezti eiginmaður, enda kunni hún vel að meta hann. Hjónaband þeirra var með þeim ágætum að þar vissi eg aldrei falla neinn skugga á. Þau eignuðust átta börn og er elzt þeirra Rósa kona Magnúsar Guðmundssonar í Ólafsvík, en yngst Magnús Thorlacius, lög- maður við hæstarétt, fortaks- laust einn af fremstu lögfræð- ingum landsins. Tvö börn misstu þau, dreng, sem dó korn- ungur, og dóttur er lézt tólf eða þrettán ára gömul. Virtist sú stýlka mundu verð§ frábœr jafnt um atgjörvi sem mann- kosti og má nærri geta hvílíkur harmur það hefir verið foreldr- unum að sjá á bak slíku barni. Son átti séra Emar áður en hann giftist, Helga, sem um all- langt skeið var bóndi á Tjörn á Vatnsnesi, en er nú starfsmaður hjá Sambandi íslenkra sam^ vinnufélaga í Reykjavík, dugn- aðarmaður vel látinn. Eg sem þessar línur rita hafði engin kynni af séra Einari fyrr en hann fluttist að Saurbæ, en þangað kominn varð hann næsti nágranni foreldra minna. Næst- ur á undan honum hafði haldið staðinn séra Jón Benediktsson prests í Eydölum, Þórarinsson- ar prests í Múla, Jónssonar. Var séra Jón Benediktsson hinn mesti öðlingur, en fáskiptinn um almenn mál, og sennilega nokkuð íhaldssamur, því að hann var orðinn aldraður mað- ur. Nábýlisfólk í Saurbæ hafði ávallt verið svo sem bezt varð á kosið, eins í tíð séra Þorvalds Böðvarssonar, og mundu okkur því hafa þótt viðbrigði ef nú hefði breytzt í hina áttina. En skipulegar og flutningur í bezta lagi. Frjálslyndur var hann í trúarsökum og umburðarlyndur j og sló jafnan með hægð á allar öfgar. Þegar spíritistahreyfingin hófst, voru þeir ýmsir í sóknum hans, eins og annars staðar, sem tilhneigingu höfðu til að taka hinni „nýju“ kenningu — jafn- gamalli kristindómnum og raunar eldri — með ofstækis- fullri andúð, en séra Einar brýndi menn til varfærni í dómum og varaði við hvatvísi og öfgum. Vafalaust ætla eg að honum hafi fljótt skilist (líklega þegar í upphafi), að formælend- ur spíritismans, þeir Einar Hjör- leifsson, Haraldur Níelsson og Björn Jónsson, kenndu ekkert það, er eigi samrýmdist kenning- um Nýja testamentisihs. Af- staða hans var mjög hin sama og Þórhalls biskups í Nýju kirkjublaði. Síðan séra Einar fluttist til Reykjavíkur hefir hann átt ró- lega daga, en ávallt starfað að einhverju sér til dægradvalar. Tvö síðustu árin hefir starf hans verið þess eðlis, að lík- legt er að margir hugsi til hans þakklátlega fyrir það löngu eft- ir að hann er sjálfur lagstur til hvíldar. Hann hefir verið að vinna að nýrri útgáfu af einni hinni vinsælustu bók, er íslend- Daníel á Björk áttræður j^TTRÆÐUR VARÐ 24. júní síðastl. Daníel Þórðarson fyrrverandi bóndi á Björk í Öngulsstaðahreppi. Barn að aldri flutti hann að Björk ásamt foreldrum sínum og systkinum, og hefir dvalið þar síðan. Þar hefir hann háð baráttu við óblíð náttúruöfl og ýmsa erfiðleika, sem einyrkja bóndi þarf við að stríða. En þar hefir hann líka lifað hin fögru æskuár og unnið marga sigra. Þar hefir blessuð sólin veitt hon- um nýjan styrk eftir hvern lang- an og kaldan vetur. Margar mun hann eiga minningar tengdar við þennan litla blett fósturjarðarinnar, sem hann hefir dvalið svo langan tíma á. Hann hefir verið sístarfandi, síðan hann var barn, en er þó enn við þá heilsu að geta gengið til vinnu. Sjón er farin að bila, en hann getur þó lesið, og er það hans yndi að geta lesið blöð og svO varð eigi, því að hin ný- ingar eignuðust á níjándu öld- komnu prestshjón reyndust ágætir nágrannar, greiðvikin og óágeng. Hélzt það góða nábýli allt þangað til móðir mín (að föður mínum látnum) brá búi og fluttist burtu réttum aldar- fjórðungi síðar. Ekki reyndist hinn nýi prest ur neinn byltingamaður, en ýmsa nýbreytni kom hann með, og þó án alls hávaða. Hann réyndi t. d. að auka og bæta sálmasöng 1 kirkjum sínum — enda var kona hans ágæt söng- kona — og fast lagðist hann í gegn þeim óvanda, að fólk kæmi þangað sálmabókarlaust, í þessu fékk hann ekki svo miklu áorkað sem skyldi, Nokkuð herti hann á um bama- fræðslu, enda var þá tekið að gera auknar kröfur um hana, og í búnaðarmálum var hann hvetjandi til framkvæmda, en að öllu fór hann með hægð. Um ávöxtun sjóða kirkjunnar hafði hann nokkra nýbreytni og leit meir til framtíðarinnar en áður hafði tíðkast. Var þetta vel far- ið, því að ella mundu nú sjóðir þessir ekki mikils virði, slíkt verðfall sem orðið hefir á pen- ingum. Lestrarfélag stofnaði hann, en ekki var hann einráður um val á bókum þess, enda hef- ir það orðið nokkuð á annan veg en skyldi og mun svo um lestr- arfélögin án undantekningar. Sjáífur átti hann meira og betra bókasafn en þekkst hafði þar um slóðir frá því er leið Þorvarð Ólafsson á Kalastöðum (d. 1872). Lánaði hann bækur sín- ar hverjum er hafa vildi, eins og löngum hefir verið títt um sveitapresta. Prestsverk öll fóru séra Ein- ari vel úr hendi. Mælskur kennimaður mun hann vart hafa getað talist, enda hafa þeir ávallt verið fágætir, en ræður hans voru skynsamlegar og inni — kvæðasafninu Snót. Er sú bók væntanleg á markaðinn í haust. Eldri útgáfurnar þrjár eru, eins og fróðir menn vita, verk þeirra Jóns Thoroddsens og Gísla Magnússonar, en svo eru þær orðnar torgætar, að ör- fáir hinna mestu bókamanna eiga þær allar, og líklega enginn gott eintak af þeim öllum. Hver útgáfa hefir, eins og kunnugt er, að talsverðu leyti nýtt efni. Hér er nú tekið allt efni þeirra allra (þar á meðal hinir skemmtilegu formálar og skýringar Gísla Magnússonar), en þó með því fyrirkomulagi, að þegar er auð- ið að sjá hvað hver útgáfa hafði inni að halda, án þess að nokk- uð sé tvíprentað. Auk þess verða nákvæm registur yfir bæði efni og höfunda. Hefir séra Einar sniðið allt fyrirkomu- lag eftir því, sem er á úrvals- söfnum þeim (anþológíu),erOx- ford University Press gefur út og fræg eru um allan heim. Verður bókin hin mesta ger- semi. Séra Einar heldur nú sameig- inlegt heimili með þrem börn- um sínum, og þar ríkir enn i dag sama einingin og friðsemdin sem ávallt ríkti á heimili hans. Með áttatíu ár á baki er hann enn ungur í anda og áhugasam- ur um almenn mál, og enn geng ur hann teinréttur um göturnar þessi hái og gjörvulegi maður, sem enn lítur með sömu rónni fram og aftur. Sn. J. Ottómann tvíbreiður, nýr, fjaðralaus, til sölu, Afgr, vísar á. bækur, því að hann er greindur vel. Hann er kvæntur Krist- björgu Helgadóttur og eiga þau þrjú börn: Helga bónda á Björk, sem hin öldnu hjóij dvelja nú hjá, Þórð bónda á Sílastöðum og Sigríði, sem nú dvelur á Ak- ureyri. Við sveitungar hans óskum honum allra heilla á þessum tímamótum, og biðjuin guð að gera æfiárin, sem eftir eru, björt og hlý. Nágranni. Söngskemmtun Karlakór Iðnaðarmanna frá Reykjavík gaf bæjarbúum hér kost á að hlýða á samsöng sinn í Nýja-Bíó aðfaranótt sl. mánu- dags. Söngstjóri kórsins, herra Robert Abraham, er Akureyr- ingum áður að góðu kunnur. - Viðfangsefni kórsins voru hin glæsilegustu og nær því öll há- þýzk eða ramíslenzk. Fyrst má telja forníslenzkt þjóðlag: „Þat mælti mín móðir“, samfellt og kraftmikið, með undirleik eftir Karl O. Runólfsson; þá „Rhapsodie“ eftir Brahms og Nótt í skógi eftir Schubert; hið gullfagra lag Nielsens við sálm Grundtvigs, „Paaskeliljen“, sem mun hafa hlotið bezta meðferð af öllu því, sem kórinn söng. Þá skal nefna „Söng fanganna“ úr „Fidelia" ,eftir Beethoven, og að lokum „Hásetasönginn“ úr „Hollendingnu mfljúgandi“, eft- ir Wagner. Söngstjórn herra Abrahams er á þann veg, að ekkert er und- ir tilviljun lagt; fágun og vand- virkni eru hans meginstyrkur. Betri helft kórsins voru bass- arnir, og bættu þeir að mýkt og fyllingu efri raddirnar, sem virt- ust síðri og stundum nokkuð bældar. Einsöngvarar voru þau Annie Þórðarson og Maríus Sölvason. Frúin skilaði sínu hlutverki með mýkt og kunnáttu, en við betra bjóst eg að Maríusi, því að hann á yfir meiru að ráða en þarna kom fram. — Jóhann Tryggva- son annaðist undirleikinn með röggsemi. Að öllu samanlögðu má skipa þessum kór á bekk með þeim betri, og víst er að ekki mun honum hraka, ef hann fær í framtíðinni að njóta aga hinnar ströngu föðurhandar Abrahams. Svo þakka eg Karlakór Iðn- aðarmanna ágæta skemmtun og óska, að hann gisti Akureyri aft- ur með aukna krafta og ný við- fangsefni. Auditor, Hver maöurinn? Bók með því nafni er nýkom- in út í tveimur bindum. Bókaút- gáfan Fagurskinna gefur hana út, en Brynleifur Tobiasson menntaskólakennari hefir skráð hana. í bókinni eru alls 3735 ævi- ágrip íslenzkra manna víðs veg- ar um landið, þar af 1380 dán- ir. Enginn er tekinn í bókina, sem andaðist fyrir 1. febr. 1904. Auðvitað geta ekki svo mörg æviágrip, sem hér um ræðir, verið tæmandi um lífsstörfin, en eigi að síður fyllir bókin eyðu í bókmenntum okkar, hefir all- mikið sögulegt gildi og er þýð- ingarmikið heimildarrit. Það hlýtur að vera nær ókleift að leysa rit sem þetta svo af hendi, að engar villur finnist í því, enda rekur maður sig á smáskekkjur með því að blaða í bókinni. Lakastar eru ættfærsluvillur, en þær koma að minnsta kosti fyrir, en von- andi ekki margar. SAMFERÐAMENN o. fl. sögur eftir Jón H. Guðmunds- son, ritstjóra „Vikunnar“, hafa blaðinu veríð sendar. Er þetta 3. bókin, sem út kemur eftir þenna höfund. Sögurnar eru 14 talsins og taka yfir tæpar 100 bls., og þetta því allt smásögur. I þeim er brugðið upp meira og minna einkennilegum augna- bliksmyndum úr lífi einstakra manna, þær eru létt og lipurt stílfærðar, en ekki tilþrifa- miklar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.