Dagur - 13.07.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 13.07.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. júlí 1944 D A G U R S Hjálmar i Villingadal sjötugur Hjálmar Þórláksson bóndi í Villingadal í Eyjafirði varð 70 ára 27. marz síðastliðinn. 1 til- efni af jrví heimsóttu hann um kvöldið margir nágrannar hans og nokkrir aðrir kunningjar. — Veitti I-Ijálmar gestum sínum vel, skemmtu menn sér um nóttina við ræðuhöld, söng, spil o. fl. — Sveitungar og kunningj- ar Hjálmars færðu honum að gjöf vandaðan göngustaf og fleiri gjafir. Einnig bárust hon- um mörg skeyti og kvæði. Hjálmar er Skagfirðirfgur að ætt og uppruna, fæddur að Hofi í Vesturdal 27. marz 1874, er hann af kunnu og merku fólki kominn. Móðir Hjálmars var Þórey Bjarnadóttir að Hofi Hannes- sonar prests og skálds að Ríp Bjarnasonar bónda í Djúpadal, og er það hin kunna Djúpadals- ætt. Rona Bjarna á Hofi var Margrét Árnadóttir bónda í Stokkhólma og víðar, Sigurðs- sonar. En móðir Margrétar var Þorbjörg Eiríksdóttir prests að Staðarbakka, sem var albróðir séra Hannesar á Ríp. Árni í Stokkhólma var hinn merkasti bóndi. — Hann var fjórgiftur og var Þorbjörg fyrsta kona hans. Er mikill, ættbálkur kominn út af Árna. Faðir Hjalmars var Þorlákur bóndi að Hofi Hjáhnarsson í Bakkakoti, Árnasonar sama stað. Foreldrar Árna vorn Ragnhild- ur Jónsdóttir prests í Goðdöl- um Sveinssonar prests sama stað Pálssonar prests sania stað Sveins- sonar hins lærða prests að Barði — og Hjáhnur Steingrímsson frá Giljum, dóttursonur Hjálms bónda að Keldulandi, er var og móðurfaðir séra Jóns prófasts Steingrímssonar að Prestsbakka. Laust fyrir síðustu aldamót byrjaði Hjálmar búskap á jörð- inni Þorljótsstöðum, sem er fremsti bær í Vesturdal í Skaga- firði. Jörðin hafði þá staðið í eyði í nokkur ár og var heldur óvistlegt fyrir ungan og efnil'eg- an bónda að þurfa að byrja á því að reisa hús og endurbæta jörðina á annart hátt, en með iðni og áhuga vanst þetta og græddist honum fljótt fé. — Það hefir mér kunnugur sagt, að margir í dalnum’ hafi orðið stór- eygðir þegar Hjálmar fyrstur manna kom með nýtízku Jarð- vinnsluáhald ,,Plóginn“ til að bylta um þúfnakollunum í tún- inu hjá sér. — Árið 1908 fluttist Hjálmar til Eyjafjarðar og hefir búið síðan á jyrem fremstu jörð- um sýslunnar: Hólsgerði og Villingadölunum, sem eru tvær jarðir í afskekktum dal er Ijgg- ur vestur úr Eyjafirði og heitir Villingadalur. Þessar jarðir í dalnum hefir Hjálmar og fjölskylda hans keypt fyrir nokkru, reist á ann- arri jörðinni vandað steinhús, girt báðar jarðirnar af, gert stóra túnræktun. Hjálmar í Villinga- dal er margfróður maður og vel skáldmæltur. Hann er einkar vinsæll og vel metinn af öllum er hann þekkja. Hjálmar er ekki metorðagjarn maður, þykist illa settur til að geta sinnt opinber- um störfum fyrir sveit sína, en aftur á móti öruggur liðsmaður hverju því máli er talið er til bóta fyrir hana. Einliver sterk- asta tilhneiging Hjálmars í líf- inu ltefir verið að vera uppi á fjöllum eða í nánd við þau, og þó að fjallahringurinn hafi stundum verið þröngur, virðist það ekki hafa haft áhrif á sjón- deildarhring hans. Hjálmar er ágætur ferðamað- ur og hvað beztur,uppi fjöllum, enda er hann búinn að fara margar ferðir hér suður Eyfirð- ingaveg, suður um Sprengisand og suður til jökla, bæði sem leið- sögumaður ferðamanna og einn- ig sem gangnaforingi á haustin. Nokkrar ferðir hefi eg farið með honum í fjárleitir og tel eg hann með þeim beztu fjárleitarmönn- um, sem eg til þekki, trúr, full- hugi við vötn, viðbragsfljótnr og ráðsnjall ef éitthvað ber út af. Sundmaður var Hjálmar ágætur, kenndi hér í sveit sund um nokkur ár og urðu margir ungir og efnilegir unglingar, er lærðu hjá honum, mjög slyngir í þeirri list á tiltölulega stuttum tíma. Að síðustu vil eg segja þetta fyrir mína hönd og annarra sveitunga: Hafðu þökk fyrir stórt og vel unnið dagsverk. Sérstaklega þó fyrir það, að þú lrefir staðið sem útvörður ís- lenzkrar bændamenningar í full þrjátíu ár og varið sveit þína fyr- ir utanaðkomandi sundrungar- öflum eyðileggingarinnar, og stendur nú með pálmann í höndum sem sigurvegari. Að svo mæltu árnum vér þér allra heilla í ellinni. M. Kr. Hjálmar Þorláksson, Vill ingadal. Aldni höldur — heill í dag, heilsum þér með gleðibrag. - Þakkar sveit og samfélag sæmdarstarf í þjóðarhag. Á þinni löngu lífsins braut ljós og skuggar, gleði og þraut- þrekið efldu, er þjóðin naut, þroskuðu sól við dalaskant. Þú girntist ekki breiða byggð, við bæ í dalnum hélztu tryggð, þroskaðir jafnan hreina hyggð, hreysti, fjör og sanna dyggð. Aldrei þú þér hreyktir hátt. Hélzt við grannann friði og sátt. Yndi glæddi og andans mátt auðnin við og heiðið blátt. Marga’ í ferðum drýgðir dáð, drjúgur bóndi að rækta láð. Verða seint þau merki máð, er manndáð skóp og heilbrigð ráð. Þú miðlaðir okkur mörgum brag, mæt eru kynni um langan dag. Hljóttu í elli auðnuhag ylríkt, fagurt sólarlag. Frá vini. Aðalfundur sambands ísl. karlakóra. Aðalfundur Sambands ísl. karlakóra var haldinn í Félags- heimili verzlunarmanna, Reykja- vík, föstudaginn 30. júní. Sóttu fundinn fulltrúar frá 9 sam- bandskórum, auk nokkurra for- rnanna og söngstjóra kóranna. Á fundinum voru rædd almenn áhugamál sambandsins, og þó einkum söngkennsla kóranna, sem verið bafa ýmsum annmörk- um bundin síðan Sigurður Birk- is lét af störfum sem kennari sambandsins. Voru fúndarmenn einbuga um, að ráða þyrfti taf- arlaust fastan söngkennara til sambandsins, svo að hinir fjöl- mörgu karlakórar víðs vegar um landið mættu dafna með eðli- legum hætti. En til þess að svo rnætti verða, þyrfti sambandið að hafa meira fé til umráða en nú er og þótti fundarmönnum rétt að beina þeirri áskorun til Alþingis.'að það veitti samband- inu ríl’legan styrk á næstu fjár- lögum. Svofelld tillaga var sam- þykkt á fundinum: „Aðalfundur Sambands ísl- karlakóra skorar á Alþingi að samþykkja að ríkið launi söng- kennara fyrir sambandið með sams konar kjörum og söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar”. í framkvæmdaráð sambands- ins voru kosnir: Ágúst Bjarnason, form., end- urkosinn. Friðrik Eyfjörð, ritari, endurkosinn. Jón Eiríksson, gjaldkeri. — Og meðstjórnedur; Sr. Garðar Þorsteinsson, Hafnar- firði. Jón Vigfússon, Seyðisfirði. Sr. Páll Sigurðsson, Bolungavík. Þormóður Eyjólfsson, Siglufirði, allir endurkosnir. Gluggatjalda gormar Kaupfélag Eyfirðinga Jám- og glorvörudeildin. Átthagakveðja 17. JÚNÍ 1944. Á hátíðastund eg hugsa til þín, mín hjartkæra Norðurbyggð. Við þína dali og fjöll og f jörð eg festi bernskunnar tryggð. Eg vildi eg ætti mér álftanna væng og álftanna blíðu hljóð svo eg gæti flogið sem fuglarnir — heim og fært þér minn hjartans óð. Þú lifir í mér — eg lifi í þér eins lengi og hjartað slær. Þitt fólk er mitt fólk, þitt vor er mitt vor og vinur hver lítill bær. Eg geng um heilsa í glaðri þröng og gleðst með, þó sjáist ei. Eg hrífst með ljóðum og hlusta'á söng sem hugumglöð dalsins mey. Þú mikli dagur, þá ísland allt er eitt í gleði og þökk, er sál hver sig beygir á bænarstund sem barnið, vonsæl og klökk. Þú finnur ei hreinni hjörtu slá en í heimkynnum mínum — þar sem fellur landsins fegursta á um fjalldali út í mar. Hulda. \ Ingvar Gaðjónsson ÚTGERÐARMAÐUR. Fæddur 17. júlí 1882. — Dáinn 8. des. 1943. Sú fregn kom sem skrugga: að hniginn þú værir í valinn, sem vinsælli flestum og athafnamestur varst talinn þá lítt yfir hádegi virtist þín æfisól vera, á vettvangi framkvæmda stór-mikið eftir að gera. Frá móðurknjám gekkstu, sem fleiri, með tvær hendur tómar, en tápi og mannviti gæddur, það saga þín rómar, og settir þér takmarkið langt ofar almannaleiðum, þar líta má spor þín í torfærum hömrum og skeiðum. Vér dáum þann stórhug sem glöggt má í framkvæmdum finna, þá frábæru þrautseigju að berjast og sigur að vinna, þá drenglund sem meðbræðrum lyfti úr læging og nauðum, er lífsvonir dánar þú kveiktir hjá sjúkum og snauðum. Þeir eru ekki fáir sem segja þig bróðurinn bezta, og bjargvætt í nauðum og höfðingjans kosti með flesta. Þótt einhverjir þykist á brestina kunna að benda, , þá bliknar ei mynd þín, en skýrist og fegrast til enda. Þótt Ægir þér reyndist og stórgjöfull stundum, og stjórnin við útveginn jafnan þér léki í mundum, við íslenzka mold, allt frá bernsku, var hugur þinn bundinn, og björtustu framtíðardraumar við gróandi lundinn. Og nú leiztu Kaupang þinn skartklæðum skrýðast — í anda þar skóg sástu rísa og víðlendu akrana standa, og raflýstar hallir þar fólki og fénaði valdar, — svo fátt sé af djörfum og stórfelldum hugsjónum taldar. En einmitt er stóðstu á foldgnáum frægðanna tindi, og flest sýndist brosa, er veita má gleði og yndi, þá burt varstu kvaddur. — Og þá fannst oss skarð fyrir skildi og skammdegið svartara, vonirnar hrapa í gildi. En eitt er þó víst: þína minningu dauðinn ei deyðir, hvert drengilegt afrek þitt gleði í strengina seiðir. Af kynstofni þínum vér foringja væntum að verki, þess vormanns, er. fær sé að hef ja og bera þitt merki. Hve gott er sem drengur að lifa, svo höfðinu halla á helbeðinn reifur og glaður, á bálið svo falla, úr öskunni rísandi langt í eilífðar lindum og landnám sitt hef ja, er ársólin ljómar á tindum. Davíð Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.