Dagur - 13.07.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 13.07.1944, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudagur 13. júlí 1944 &rm srefMMM (Framhald). „Jæja, voruð það þér,“ sagði hann. Hann hafði gleymt nærveru hennar. En þegar hann sá fögnuð hiennar, rankaði' hann við sér. Hún skyldi ekki lengi fagna sigri. Hann krosti til hennar. „Þetta var leiðinlegt atvik,“ sagði hann. „En má eg rrtinna yður á, að hvað sem öllum útvarpsfréttum líður, verða gislarnir skotnir í fyrramálið, eins og ákveðið hefir verið. „Eg vona, að eg spilli ekki ánægju yðar í tilefni þessa útvarps- gríns, þótt eg bjóði yður að horfa á athöfnina. . . .? F.g ætlast til þess að þér takið boðinu.“ Hún draup höfði. Hann hafði sigrað hana á nýjan leik. Lögregluforinginn liafði átt órólega nótt. Og ekki hafði það bætt úr skák, að skömmu eftir miðnætti hafði honum borist stutt- araleg, hæðnisleg orðsending frá Heydrich. Reiði mannsins bjó í fiverju orði: — Eg fól yður mikilsvert trúnaðarstarf. Þér hafið ekki aðeins brugðist trúnaði mínum, heldur og látið viðgangast, að leyndarmál- inu vœri útvarpað yfir gjörvallt verndarríkið. Eg geri þess vegna ráð fyrir, að bera fram persónulega þakkir mínar til yðar fyrir þessi afek...— Þannig vaf orðsendingin öll. Reinhardt varð áð viðurkenna, að hann hefði staðið illa í stöðu sinni, — honum hefði orðið á hin versta yfirsjón, sem hent gat lög- reglumann: Hann hafði metið andstæðingana of lítils. Hvað var eiginlega að verða úr honum? Var það þessi aldna borg, með þröngu strætunum og öllum leyndardómunum, sem hafði haft þessi áhrif á dómgreind lians? Eða var hér á ferðinni afl, sem var sterkara en hann, — samsæri, öflugra og voldugra, en liann hafði áður kynnst? Honum mundi að minnsta kosti líða skár þegar búið væri að drepa gislana. Hann mundi nú vinda bráðan bug að þvf. Það lá næst fyrir. Að því búnu væri tími til þess að átta sig á hlutunum og reyna að koma öllu í sitt gamla horf. Og hvað gerði það til, þótt Heydrich væri reiður þessa stundina? Hann skyldi taka þegjandi við öllum skömmunum, og einhver takmörk hlutu að vera fyrir óþolinmæði og hefnigirni Ríkisverndarans. Milada var færð inn á skrifstofuna til hans. Hún var í nýja kjólnum, sem hann hafði látið færa henni. Það var einfaldur, lát- laus, blár kjóll. Hvítur kragi var eina skrautið. Aftökuklæðnaður minn, hugsaði hún. „Ljómandi!" sagði hann þegar hann leit á hána. Hann varð aftur altekinn af yndisþokka hennar og værð færðist yfir skapsmunina aftur. Mynd Heydrichs hvarf í innstu fylgsni hugans. „Eg ber þennan kjól til heiðurs mönnunúm, sem þér ætlið að láta drepa,“ sagði hún. Hann brosti og greip um handlegg hennar. ,,Jæja,“ sagði hann. „En nú er korninn tími til að halda af stað. Þeir bíða eftir okkur.“ Hallagarðurinn við Petschek-kastala, en þar voru höfuðstöðvar Gestapo í Prag, var ekki skipulagður á þann veg, að þægilegt væri fyrir leynilögregluna. Á sumrum höfðu fyrri húsráðendur í kastal- anum haft dýrðlegar útiveizlur í garðinum, innan um fjölskrúð- ugan, fagran gróður. En nú höfðu tré og runnar orðið að víkja til þess að autt svæði fengist framan við háan hallargarðinn. Þung eikarhurð opnaðist með marri og braki. Tveir svartklædd- ir stormsveitarmenn birtust í dyrunum, og á eftir þeir voru gisl- arnir teymdir í halarófu út í garðinn, fimm í einu. Janoshik var meðal þeirra. Hann dragnaðist áfram, blóðugur, rifinn, afmyndaður af kvölum. En frá honum heyrðist ekki stuna. Því að þrátt fyrir allt, sem hann hafði þolað í gapastokknum og í fangaklefanum, var hugur hans vel vakandi og fullur eftirvænt- ingar. Skyldi orðsendingin hans hafa náð til réttra aðila? Mundi hann nú þurfa að deyja í þeirri óvissu? Brotnir fingur hægri hand- ar dingluðu máttlausir og hann varð að nota vinstri hendina til þess að halda hinni hægri uppi. En þótt líkaminn væri farlama hélt hann samt höfðinu liátt og liafði augu og eyru vel opin. Hann ætlaði sér ekki að missa af neinu. En nú var svo örskammur tími til stefnu. yEtti honum nú ekki að auðnast, að heyra ægiþrumur sprengingarinnar á ánni, áð- ur en hann hnigi til jarðar fyrir blýi Þjóðverjanna? Gislarnir voru senn komnir á ákvörðunarstaðinn. Við rætur garðsins voru blóðpollar. Fótspor síðasta gislahópsins voru greinileg í mjúkum jarðveginum. Rákirnar, sem myndast höfðu í moldina þegar líkamar þeirra höfðu verið dregnir burtu, töluðu skýrt og greinilega um það, sem þar hafði gerzt. Gislahópurinn stöðvaðist, lostinn skelfingu, en Janoshik virtist ,ekki taka eftir neinu. Og þegar hann gekk á sinn stað upp við vegginn var hann enn hnarreistur og hlustaði, — hlustaði eftir langþráðum þórdunum neðan frá fljótinu. (Framhald). Arásir komi únisla (Framhald af 2. síðu). Þá kemur greinarhöf. að Ameríkusmjörinu. Vegnasmjör- eklu í landinu og til þess að lækka útsöluverð á íslenzku smjöri, hefir ríkisstjórnin látið flytja inn smjör frá Ameríku. „Þetta er talin augljós sönnun um það ægilega niðurlægingar- ástand, sem íslenzk landbúnað- arframleiðsla sé í. Sé betur að- gætt sést, að þetta er algerlega eðlilegt. Kaup landbúnaðar- verkafólks í Bandaríkjunum mun vera sem næst 1/3 til 2/5 af kaupi því, sem hér er greitt, en af þessu leiðir, að verð land- búnaðarframleiðslu í Banda- ríkjunum er lágt, en hátt hér. Þeir, sem heimta hátt kaup verða að kaupa dýrt smjör. Þetta sama gildir vitanlega um alla aðra landbúnaðarfram- leiðslu. Svo framarlega sem hún er fáanleg, þá er hún miklu ódýrari í flestum eða öllum þeim löndpm, er við höfum samband við, af því þær þjóðir, er þessi lönd byggja, hafa hald- ið kaupgjaldinu lítið breyttu síðan í stríðsbyrjun, en kaup- gjald þá víða mun lægra en hér. H. K. Laxness klykkir út með því í síðustu skammagrein sinni um landbúnaðinn í Tíma- riti máls og menningar, „að félli allt sauðfé landsmanna, svo að við yrðum að kaupa neyzlukjöt frá útlöndum, mundi vísitalan lækka um 40%.“ Hvort nokkurt vit er í þess- um útreikningi, skiptir engu máli, en þetta er ein sú fárán- legasta ályktun, sem ég hefi séð á prenti lengi. Hvernig mundi ástandið verða hér, ef svo hörmulega tækist til, að allt sauðfé okkar félli? Það mundi ekki „halda við hallæri", eins og Kiljan segir að nú geri, vegna þess að nokkur ekla hefir verið um stund á mjólk í Reykjavík. Nei, það mundi verða algert hallæri. Við mundum ekki að- eins losna við hið „óæta“ dilka- kjöt, því engar landbúnaðar- neyzluvörur yrðu fáanlegar inn- anlands, og þótt slíkar vörur yrðu fáanlegar erlendis, hvernig ætti þá að flytja þær hingað og fyrir hvað ætti að kaupa, þegar afkomugrundvöllur mikilshluta þjóðarinnar væri hruninn í rúst? En segjum nú, að í stað þess að láta sauðfé kolfalla, til þess að losna við það, þá slátruðum við þvi hreinlega, græfum kjöt- ið og legðum niður allan sauð- fjárbúskap, og segjum líka að við gætum fengið sauðakjöt er- lendis, fengjum það flutt til landsins og lækkað með því vísitöluna um 40 stig, þá væri þetta engu síður mjög heimsku- leg aðferð. Því ekki „að stemma á að ósi“. Flytja inn ódýrt verkafólk, lofa því innlenda að lifa- á háa kauptaxtanum, þá gætum við sennilega lækkað vísitöluna um 100 stig eða meir. Árið 1942 var 3.5 milj. kr. halli á skipum Eimskipafélags íslands, þrátt fyrir hin æfinr týralegu farmgjöld, en félagið hafði flutt inn talsvert af vör- um með leiguskipum og á þann hátt rétt við hallann og fengið álitlegan reksturságóða. Minnir þetta ekki á smjörið? Samkv. hugsanagangi þeirra, er telja að stórum hagkvæmara væri fyrir þjóðina að hætta að framleiða smjör, en kaupa það heldur frá Ameríku, þá ætti líka að mega lækka vísitöluna verulega, ef við hættum að flytja vörur með skipum Eimskipafélagsins, eða að minnsta kosti mönnuðum skipin erlendum sjómönnum. Og hvernig er það með íslenzka iðnaðínn? Væri ekki fróðlegt að gera samanburð á verðinu á framleiðslu hans og samskonar framleiðslu erlendis? .... Eg er ákaflega hræddur um, að það sé fleira en landbúnaðarvörurn- ar, sem hægt er að fá talsvert ó- dýrara frá útlöndum heldur en hér. Þetta er eðlilegt, því vitarf- lega stendur verð framleiðsl- unnar á hverjum stað í nánum tengslum við verð vinnunnar. Verðlagið í landinu, háu farmgjöldin o. fl. eru afleiðing kaupgjaldsins en ekki orsök þess, og þegar athugaðar eru hinar einhliða og órökstuddu árásir á landbúnaðinn og dylgj- urnar um öngþveitið, sem þar á að sitja að völdum, þá hlýtur það að hvarfla að manni, að árás þessi sé gerð til þess að reyna að leiða athýglina frá því raunverulega öngþveiti, sem verðbólgunni veldur. Ekki hefir landbúnaðurinn haft' forgöng- una í þeim efnum. . . . Ekki var það landbúnaðurinn, sem hóf „skæruhernaðinn“, sem kollvarpaði gerðardómslögun- um og hleypti af stað dýrtíðar- flóðinu. Ekki var það landbún- aðurinn, sem í skjóli óstjórn- legrar eftirspurnar eftir vinnu- kvenna og barna SPORTSOKKAR LEISTAR. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild. afli skellti á 30% grunnkaups- hækkun með fullri verðlags- uppbót. Ekki var það landbún- aðurinn, sem kom á 8 st. vinnu- deginum, þegar atvinnuvegina skorti tilfinnanlega vinnuafl, svo að þeir síðan hafa neyðst til að kaupa mikið af vinnuafli á tvöföldu verði. Ekki var það landbúnaðurinn, sem hækkaði vegavinnukaupið upp í kaup- staðataxta, svo landbúnaðurinn síðastl. sumar og var í mörgum tilfellum að yfirbjóða kaupið í kaupstöðunum til þess að fá verkafólk, og dugði ekki. Ekki er það landbúnaðurinn, sem nú, þegar auðsjáanlega kreppir að með vinnu, skorar á verkalýð- inn að segja upp samningum og hefja nýjar kaupskrúfur. Ef ein- hvers staðar er ríkjandi öng- þveiti, þá er það x kaupgjalds- og verklýðsmálum okkar og heilabúum þeirra forsprakka, sem þar ráða nú mestu. (Frh.). Landsmálafundur á Svalbarðsströnd Sunnudaginn 25. f. m. hélt Jónas Jónsson alþingism. lands- málafund í þinghúsi Syalbarðs- strandarhrepps. —Fundarstjóri var kjörinn Sigurjón Valdimars- son, bóndi, Leifshúsum, en fund- arritari Benedikt Baldvinsson, bóndi, Efri- Dálksstöðum. í fundarbyrjun flutti Jónas Jóns- son langa ræðu og skýrði ýms dagskrármál þjóðarinnar allít- arlega og gaf glöggt yfirlit um gang þeirra, og viðhorf manna til þeirra. Kom hann víða við og var ræða hans bæði fróðleg og skemmtileg. Að ræðu hans lok- inni tóku nokkrir fundarmenn til máls og báru fram ýmsar fyr- irspurnir til þingmannsins, er hann svaraði jafnóðum með all- löngum ræðum. Glögglega kom það fram á fundinum, að menn töldu ótvíræða nauðsyn á því, að hinir borgaralegu flokkar þjóðarinnar kæmu sér saman um það, að lækka dýrtíðina í landinu, en láta ekki allt skeika að sköpuðu, eins og nú horfir við, því að með því yrði sú vel- megun þjóðarinnar, sem skap- ast hefir á síðústu árum, að engu og engum að gagni. Virtist þessi skoðun jafnt ríkjandi hjá þeim F ramsóknar- og Sjálfstæðis- mönnum, sem á fundinum voru. Á fundinum kom fram og var samþykkt mótatkvæðalaust, svohljóðandi tillaga frá Finni Kristjánssyni kaupfélagsstjóraá Svalbarðseyri: „í tilefni af því að aðalfund- ur Sambands ísl. samvinnufé- laga hefir með víðtækri fundar- samþykkt fordæmt framkomu kommúnista gagnvart bænda- stétt landsins, kaupfélögunum og Sambandinu, vill almennur fundur kjósenda á Svalbarðs- strönd, þakka þingmanni kjör- dæmisins sérstaklega fyrir þann þátt, sem hann hefir átt í að verja framtíð byggðanna og samvinnufélaganna, móti sívax- andi áróðri kommúnista“. Að lokum ræddi svo þing- maður ýms mál við fundar- menn, sem vörðuðu sveitina sjálfa. Svo sem vegamál hennar, rafmagnsmálið og fjárpestar- málin. . Viðstsddur,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.