Dagur - 20.07.1944, Page 1

Dagur - 20.07.1944, Page 1
 ■ ................ ANNALL DAGS ...—-- Úr Mývatnssveit: Vorið og sumarið allt til júní- loka hefir verið frámunalega kalt. Frost, meira og minna flest- ar nætur. Úrkoma mjög lítil; kuldi og þurrkur jöfnum hönd- um hamlað gróðri. Fullkominn grasbrestur virzt fyrir dyrum. Viku þá, sem nú er aj; júlí, hafa veður verið hlý og regn nokkurt. Spretta hefir því loksins komizt ögn á skrið, hversu sem úr ræt- ist. Það er óséð enn. Horfur munu nokkru betri í lágsveitum. . ,Nú um tólftu sumarhelgi eru fáir byrjaðir á slætti, og á gras- litlum túnum, þeir fáu, sem byrjað hafa. En nú mun sláttur hefjast almennt. Einstöku hlýindadagar komu af og til, jafnvel snemma í vor, og fékk-því sauðfé gróðurbragð, svo að lambfé lá ekki mjög þungt á, og hefir gengið vel fram. Studdi þar mjög að, hve tíð var úrkomulítil og að hin verstu kuldaköstin stóðu ekki lengi í senn. Bændur komust yf- irleitt af með fóðurbirgðir. En fyrningar eru óvíða svo, að nokkru nemi. ★ Fjórir bændasynir hér í sveit- inni keyptu í vetur dráttarvél með tilheyrandi áhöldum til jarðvinnslu. Leikur mönnum mjög hugur á að færa út kvíarn- ar, að því er snertir ræktunar- löndin. Menn þessir eru: Böðvar Jónsson á Gautlöndum, Þor- grímur Björgvinsson í Garði, Arnljótur og Sverrir Sigurðssj'n- ir á Arnarvatni. Sá Sverrir um samsetningu vélar og áhalda, og stjórnar vélinni nú í byrjuninni. Jörð var hér eigi vinnsluþýð fyrr en í seinni hluta júnímánaðar. Byrjaði því vinnan seinna en skyldi. Umsóknir um vinnu á þessu sumri eru meiri en svo, að tími muni verða til að sinna þeim öllum. Vona margir, að nú sé hér stigið byrjunarspor að stórtígari ræktun en hér hefir tíðkazt í okkar búskap. ★ Nýrækt hefir nálega stöðvazt hér í sveit nú um alllangt skeið. Fyrst sökum fjárskorts og ann- ars getuleysis á mestu kreppuár- unum, en nú á stríðsárunum einkum sökum áburðarskorts. Síðastliðinn vetur munu bændur almennt hafa pantað nokkru meiri tilbúinn áburð en áður, bæði til að bæta úr sveltu, sem túnin eru víða komin í, og einn- ig til nýræktar. Én þá verður reynslan sú, að almennt eru dregin 30%, eða meira, af pönt- unum manna. Fyrsta og stærsta atriðið, sem * leysa þarf, ef allt skrafið og skrif- in um stórfellda nýja ræktun á ekki að reynast bara orð, orð inn- antóm, er að sjá landsbúum fyrir nægum tilþúnum áburði með viðráðanlegu verði. Nú er allt framkvæmdaleysi afsakað með stríðsástandi og dýrtíð, og að vísu er það rétt sem stendur. En þrátt fyrir margra ára umræður Og undirbúning áburðarverk- smiðjumálsins, eða úrlausnar á (Framhald á 8. síðu), LL AGU XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 20. júlí 1944 29. tbl. SAMKOMULAG I BAKARA- OG BÆJARVINNUDEILUNUM LANDSSÍMINN INNLEIDIR STÓR- FELDA HÆKKUN Á ÞJÓNUSTU SINNI Hraðsamtölin eru komin í stað almennra samtala. Óviðunandi ástand. £INS OG FRÁ var skýrt í síð- asta blaði, stóðu yfir hér deilur milli bakarasveina og brauðgerðarhúsaeigenda og milli verkamanna og bæjarstjórnar Akureyrar. Höfðu bakarasveinar hótað verkfalli að kvöldi fyrra miðvikudags, en verkamenn 19. þ. m. í allri bæjarvinnu. Samkomulag hefir nú orðið í báðum þessum deilum fyrir til- stilli Þorsteins M. Jónssonar, héraðssáttasemjara. 1 bakaradeilunni var ágrein- ingur um vísitöluútreikning í kaupgjaldssamningnum. Sam- komulag varð um eftirfarandi málamiðlun: „í stað 4. greinar samnings milli Bakarasveinafélags íslands og Bakarameistarafélags Reykja- víkur ásamt Alþýðubrauðgerð- inni h;f., komi eftirfarandi (gild- ir fyrir bakarasveina á Akur- eyri): Á allt kaupgjald greiðist vísi- tala eins og hún er ársfjórðungs- lega, miðaða við janúar, apríl, „Friður á jörðu44 HIÐ MIKLA ÓRATÓRÍO (SÖNGDRÁPA) BJÖRGVINS GUÐiVÍUNDSSONAR KOMIÐ ÚT í VANDAÐRI ÚTGÁFU. ■QTGÁFAN „NORÐRI“ h.f. sendir um joetta leyti á mark- aðinn vandaða útgáfu af binni miklu söngdrápu Björgvins Guðmundssonar tónskálds: „Friður á jörðu“ — táknrænt tónverk, sem samið er við texta úr samnefndum Ijóðaflokki eft- ir Guðmund Guðmundsson skáld, með enskum þýðingum eftir Mr. Arthur Gook. Verkið er prentað af mikilli prýði hjá Lowe and Brydone Ltd. London, skiptist það í fjóra meginþætti og er alls 170 bls. í stóru broti — útsett fyrir blandaðar raddir með píanóundirleik. — Útgáfu- félagið „Norðri“ á miklar þakkir skyldar fyrir að koma þessu fagra og stórbrotna verki hins ágæta og vinsæla tónskálds í hendur tónlistarvina í svo myndarlegri útgáfu sem raun ber hér vitni. Þeir, er eitthvað þekkja til nótnaútgáfu hér á landi, vita, að það er þrekvirki. Sama félag hef- ir svo sem kunnugt er, áður gef- ið út nokkur tónverk Björgvins Guðmundssonar, og er óskandi, að áframhald geti orðið á þeirri útgáfu, því að kunnugir vita, að tónskáldið á fjölda stærri og smærri verka í fórum sínum, sem enn hafa ekki komið fyrir almenningssjónir. júlí og október og gildir hún í þrjá mánuði, þannig, að kaup í janúar, febrúar og marz greiðist með janúarvísitölu o. s. frv.“. í bæjarvinnudeilunni varð samkomulag á fundi hjá héraðs- sáttasemjara 17. júlí sl. Auka- bæjarstjórnarfundur fyrra mið- vikudag hafði kjörið þá Jakob Frímannsson, Áskel Snorrason og Helga Pálsson til þess að semja við verkamannafélagið um ágreiningsatriðið, sem var um skilyrðislausan forgangsrétt verkamanna í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar til bæjar- vinnu. F. h. verkamannafélags- ins voru mættir Marteinn Sig- urðsson, form. félagsins, Þórður Valdemarsson, verkam. og Björn Einarsson, verkam. Samkomulag varð á eftirfar- andi grundvelh: „Meðlimir verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og ann- arra þeirra stéttarfélaga, sem eru í Alþýðusambandi íslands og aðrir þeir, sem stjórn félagsins veitir vinnuréttindi, skulu sitja fyrir þeirri verkamannavinnu, sem framkvæmd er, enda séu þeir liæfir til vinnunnar að mati verkstjóra og trúnaðarmanns og sanni réttindi sín með félagsskír- teini. Þó er bæjarstjóra heimilt að láta ráða utanfélagsmenn til bæjarvinnu, ef hann álítur það nauðsynlegt verks vegna eða vegna f járhagslegra ástæðna mannsins. Allir verkamenn, sem búsettir eru á félagssvæðinu eiga rétt á að ganga í Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar. Ákvæði þessarar greinar gilda ekki gagn- vart þeim mönnum, er Vinnu- miðlunarskrifst. úthlutar at- vinnubótavinnu, sem styrkt er af bæ og ríki samkvæmt lögum um vinnumiðlun". Dr. Guðm. Finnboga- son, f yrrv. lands- bókavörður, látinn Þessi pjóðkunni rithöfundur og fræðimaður lézt að Sauðár- króki sl. mánudag. Var hann þar á ferð og í heimsókn hjá kunn- ingjafólki sínu, er hann allt í einu leið út af og var þegar ör« endur. Síðustu tvo mánuðina mun hann hafa kennt nokkurrar veilu fyrir hjarta, en eigi svo að hann teldi sér hættulegt. Með dr. Guðmundi er fallinn í valinn einn af vinsælustu og ágætustu fræðimönnum þjóðar- innar. Mjög hefir borið á því um all- langt skeið, að Landsíminn af- greiddi ekki samtöl liéðan til Reykjavíkur samdægurs, nema tekið væri hraðsamtal, sem kost- ar þrefalt gjald á við venjulegt samtal. Hefir þetta' verið mjög til óþæginda og kostnaðarsamt fyrir þá, sem þurfa að nota sím- Frá Frakklandi. Svartur reykur stíéur til himins eftir árás Bandamannaílugvéla á járn- brautarstöð í franskri borg að baki víglinu Þjóðverja. Garðræktarf. Reyk- hverf inga 40 ára. Garðræktarfélag Reykhverf- inga á 40 ára afmæli á þessu ári. Afmælisins var minnzt með sam- komu að Hveravöllum sl. sunnu- dag og var þá jafnframt haldinn aðalfundi félagsins fyrir sl. tvö ár. Aðalfundur í fyrra féll niður vegna mislingasmithættu. Félagið var stofnað fyrir hvatningu Sigurðar búnaðar- málastjóra árið 1904. — Félagið átti örðugt uppdráttar framan af. En hin síðari ár hefir afkoma þess verið góð. Gróðurhúsum við Hveravelli hetir verið fjölg- að úr 1 upp í 5 og aðrar ræktun- arframkvæmdir hafa verið aukn- ar. Á samkomunni á sunnudag- inn var starfa félagsins minnzt. Steingr. Jónsson, fyrrum sýslu- maður Þingeyinga, sem var formaður félagsins í mörg ár, sagði minningar frá fyrri árum félagsins og Baldvin Friðlaugs- (Framhald á 8. 8Íðu.) ann að staðaldri. En þótt tals- vert hafi borið á þessu af og til að undanförnu, má þó segja, að fyrst'kasti tólfunum í sumar. Það má undantekning heita, að samtal fáist nú afgreitt nokkurn tíma dagsins, nema tekið sé hraðsamtal, og þeir sem af- greiðslu þurfa að fá innan skamms tíma verða þá að taka forgangshraðsamtal. Með öðr.um orðum: Búið er að innleiða hraðsamtöl fyrir þrefalt gjald í stað almennra samtala o<> for- o gangshraðsamtöl fyrir margfalt gjald í stað venjulegra hraðsam- tala. Árangurinn af þessu er vitaskuld stórkostlega aukin út- gjöld fyrif símnotendur alla og stórauknar tekjur fyrir Land- símann. Þetta ástand er nú orðið þarinig, 'að allsendis er óviðun- andi lengur. Einhverja bót þarf að ráða á því hið bráðasta. Það hlýtur að vera krafa símnotenda, að þeir geti fengið afgreitt sam- tal, t. d. við Reykjavík, samdæg- urs, eða með allríflegum fyrir- vara, með því að greiða það gjald, sem ætlast er til í gjald- skrá Landsímans að tekið sé fyr- ir slíka þjónustu. Það virðist vera kominn tími til, að þesíu sé kippt í lag, ella gefin fullnægj- andi skýring á því fyrirbrigði, hvernig opinber stofnun réttlæt- ir það, að almenningur beri jiyngri skatta fyrir þá þjónustu er hún veitir ,en ætlast er til samkvæmt gjaldskrá stofnunar- innar. Því að þrátt fyrir dýrtíð og hátt verð á mörgu, má það óheyrilgt kallast, ef ekki er hægt að fá símtal við höfuðborg lýð- veldisins með margra klukku- tíma fyrirvara með öðru móti en því að greiða 12 krónur fyrir þriggja mínútna samtal. Flestir þræðir viðskipta hér- lendra liggja um Reykjavík. Það er því oft á tíðum bráð nauðsyn fýrir stofnanir og einstaklinga, að geta haft greitt samband við höfuðborgina. Þeir, sem við þá aðstöðu lifa, eiga kröfu til þess að það samband sé eins gott og fullkomið og tök eru á á hverj- um tíma. Það sýnist augljóst, að hlut- verk Landsímans sé að greiða fyrir því m. a. En hitt er aftur á móti ekki augljóst, með hvaða forsendum stofnunin réttlætir. Jrrefalda verðhækkun á þeirri vöru er hún selur, enda þótt eft- irspurn aukist. Slíkur verzlunar- máti ætti ekki að þekkjast á þessari verðlagseftirlitsöld,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.