Dagur - 20.07.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 20.07.1944, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudagur 20. júlí 1944 Árásir kommúnista á landbúnaðinn. Hér birtist síðasti kaflinn af grein Ólafs Jónssonar fram- kvæmdastjóra í Ársriti Ræktun- arfélags Norðurlands, orðréttur. „TAKMARK ÁRÓÐURSINS. Þegar við hugleiðum þann ó- fyrirleitna áróður, sem nú er rekinn af hálfu sósíalista og sér- staklega konnnúnista gegn land- búnaðinum, þá hljótum við að spyrja: Hver er tilgangurinn? Það er augljóst' mál, að þessi á- róður er ekki rekinn af áhuga og velvild, þar um bera greinar rit- höfundarins H. K. Laxness, í tímariti M .og M. ljósastan vott- inn, því hafi sveitafólki ekki ver- ið það ljóst, að þessi höfundur ber í brjósti rótgróna og haturs- fulla fyrirlitningu á öllu því, sem landbúnaðarins er, þá getur það sannfærzt um það við að kynna sér þessar ritsmíðar. Flest- ir forsprakkar þessarar herferðar hafa þó viljað láta líta svo út, sem allt þeirra skraf um öng- þveiti og miðaldaástand í land- búnaðarmálum væri sprottið af einskærum framfaraáhuga og velvild til bænda, en sú gríma tollir ekki á Kiljan. Nú er það vitað, að kommún- istar hafa lagt mikið kapp á um langt skeið að ná tökum á sveit- um. Um það vitna sveitaútgáf- vyrnar af máigögnum þeirra og trúboðsferðir ýmsra forsprakk- anna úr um sveitirnar. F.itt af þessum herbrögðum er tilraun þeirra að kljúfa bændastéttina í fátæka smábændur og stórbænd- ur. Öll hafa þessi herbrögð mis- heppnazt. Sveitaútgáfurnar lesa fáir, trúboðið í sveitunum ber lítinn árangur og sjálfir hafa kommúnistar aldrei getað dregið möriun milli smábændanna og stórbændanna, eri bændunum er þessi flokkun og þýðing hennar lítt skiljanleg, því þótt einstaka bændur með dugnaði og fram- takssemi hafi komizt í betri efni og hafi meira bú en almennt, þá eru þessir menn yfirleitt skoðað- ir sem bjargvættir sinnar sveitar og öðrum til fyrirmyndar. Kommúnistar hljóta því að vera búnir að koma auga á þá stað- reynd, að nýrra bragða þarf að leita til að vinna bændur til fylgis við stefnu þeirra . Og ráðin eru fundin. Það þarf að fækka þessum þverúðarfullu bændum, sem loka eyrunum fyr- ir fagnaðarboðskap kommún- ismans og það þarf að breyta þeim úr sjálfstæðum" atvinnu- rekendum í venjulega verka- menn. Til þess þetta geti orðið, þarf að þjappa bændunum sam- an í eins konar landbúnaðar- þorpum og koma á víðtækum samyrkjuvélrekstri á landbúnað- inum, svo obbinn af þeim, er leggja stund á landbúnað, séu ekki lengur hugsandi, sjálfstæðir bændur, heldur aðeins meira og minna áhugalausir verkamenn í víngarði samyrkjubúskaparins. En til þess þetta geti orðið, þarf að telja meiri hluta þjóðar- innar trú um ag helzt bændun- um sjálfum, að íslenzkur land- búnaður sé úreltur og skipulags- laus, að aðalframleiðsla land- búnaðárins, sem er lielzta stoð dreifbýlisins, kindaketið, sé ill- ætt og óseljanlegt, néma eitthvað lítilsháttar innanlands, og gylla sem bezt fyrir sveitafólkinu allt það dálæti, þægindi, menriirfgu, hopp og hí, er bíði Jress í Jrétt- býlinu, samyrkjusveitaþorpun- um, þar sem vélarnar vinni allt erfiðið. Tírriinn er einkar hentugur til að kyrja þenna söng. Dýrtíðar- ráðstöfunum stjórnarvaldanna er þannig beitt, að auðvelt er að telja fólki trú um, sem litla grein gerir sér fyrir orsökum verðbólg- unnar, að öll dýrtíð komi frá landbúnaðinum, og truflun sú, sem ófriðurinn hefir haft á öll viðskipti, bæði innanlands og utan, getur valdið því, að svo kunni að virðast, sem stórbreyt- inga sé þörf, og að lokum er moldviðri þessu þyrlað upp, svo sem ég áður liefi bent á, til þess að dylja kjarna málsins, kaup- kröfupólitík þá, sem forsprakkar verkalýðsins liafa rekið hér frá stríðsbyrjun og afleiðingar henn- ar, en um þetta gefur vísitalan enga rétta hugmynd. Ef til vill hafa óheilindi og dárskapur þessara manna aldrei náð hærra veldi en í sambandi við vísitölu landbúnaðarins. Kommúnistar áttu sem kunnugt er tvo fulltrúa í vísitölunefnd- inni. Öll nefndin var sammála um, hve hátt verð bændur þyrftu að fá fyrir framleiðslu sína. Síð- an fer fulltrúi þessa flokks mörg- um orðum um það í útvarpi frá Alþingi, hvílíka rausn Jreir hafi sýnt bændunum, og hann vænti Jæss, áð bændur sýni lit að end- urg jalda þessa rausn með því að fylgja kommúnistum að málum. Þetta er hámark blygðunarleysis og verður aðeins skilið á einn veg. Konnnúnistar telja verðlag vísitölunefndarinnar allt ot hátt, en með samþykki sínu í nefrid- inni hugðustþeiraðkaupabænd- ur til fylgis við stefnu sína. Ekki var þó rausnin meiri en svo, að þegar til kastanna kom, neituðu þeir að leggja fram fé til þess að greiða uppbætur á út- fluttar sauðfjárafurðir, þótt þess væri brýn og augljós þörf, til þess að fleyta sauðf.járræktinni yfir stríðsástandið, sem í bili hefir lokað mörkuðum og fært allt verðlag úr lagi, svo sem rakið hefir verið hér oð framan. Ef þessi stefna hefði náð yfir- tökunum ,mundi af Jrví hafa leitt, að sauðfjárbændur hefðu búið við mjög skarðan hlut og sennilega margir neyðst til að hverfa frá landbúnaðinum, jarð- irnar lagst í auðn, hús og önnur mannvirki að engu orðið, en of- fullir kaupstaðir með atvinnu- leysisblikuna yfirvofandi hefðu enn fengið drjúga viðbót, og þá hefði „kommunum" verið skemmt. Uppbætur á útfluttar sauð- fjárafurðir er brýn nauðsyn. Það er ekkert, sem réttlætir neina geibyltingu framleiðslunnar, vegna þess ótrygga ástands, sem stríðið hefir skapað, og þótt það kosti rnikið fé að halcja þessari framleiðslu í horfinu, þar til aftur ríkir friður og heilbrigðari viðskiptahættir, þá verður það að gerast. Það er sá sjálfsagðasti stríðsskattur, sem við getum goldið. ÁLYKTANIR. Niðurstöður mínar í stuttu máli eru þessar: a. Vöruverð landbúnaðarvara er fyrst og fremst bein afleiðing af kaupgjaldshækkuninni og hefir sízt hækkað meira en fram- leiðslukostnaður síðan í, stríðs- byrjun. b. Ekkert bendir til Jress, að hyggilegt sé að gera stórbreyting-- ar á framleiðsluháttum landbún- aðarins. Þvert á móti er Jrað mjög sennilegt, að skortur sá, sem nú virðist vera á mjólkur- vörum innanlands, og sölu- tregða sauðfjárafurða erlendis sé aðeins stríðsfyrirbrigði. c. Ekkert raunhæft liggur heldur til grundvallar þeirri kenningu, að byggðaskipun okk- þurfi gerbreytingar, eða vél- knúinn stórrekstur sé æskilegt búskaparform í íslenzkum land- búnaði. Hins vegár er sjálfsagt, þar sem hentug skilyrði eru til framleiðslu, sem krefst lítils landrýmis, að reyna byggða- hverfaskipun og jafnvel sam- yrkjubúskap, án Jress að veikja aðstöðu dreifbýlisins, eða draga úr stuðningi til þess og nýbýla, er þar verða reist. Að svo miklu leyti, sem draga má ályktun af reynslu þeirra þjóða, sem okk- ur standa næst í búnaðarháttum, má telja fullvíst, að íslenzkum bændum verði hentugast og ódýrast að nota hesta' og hesta- verkfæri sem mest á búum sín- um, en ekki mótorknúnar vélar. Öðru máli gegnir, þá er búa skal stór, samfelld lönd undir ræktun. d. Hinar margumræddu upp-' bætur á landbúnaðarvörum á innl. markaði eru landbwnaðin- ujn óviðkomandi. þær eru að- eins liður í þeim ráðstöfunum, sem halda eiga vísitölunni í skefjum, svo að ekki þurfi að greiða verðuppbætur á aðalút- flutningsvörurnar, fiskafurðirn- ar. e. Það þarf engan að' undra, þótt hér sé hægt að selja erlenda landhúnaðarframleiðslu miklu ódýrar, en þá innlendu, því að sama.gildir um alft, sem fram- leitt er hér á landi, svo framar- lega sem það er fáanlegt á er- lendum markaði, og er bein af'- leiðing þess, að hér hefir kahp margfaldast frá stríðsbyrjun, en hækkað tiltölulega lítið í flest- um viðskiptalöndum okkar. I. Söngurinn um öngþveitið í landbúnaðinum er ekki sung- inn aí velvild til Jressa atvinnu- vegai', eða til ríkjandi þjóð- skipulags, heldur til ’ þess að beina athyglinni frá hinni sönnu undirrót verðbójgunnar og til þess að veikja mótstöðu bænda- stéttarinnar gegn upplausnar- öflunum í þjóðfélaginu. Senni- Iega verður þó árangurinn öfug- ur við tilganginn. Bændurnir þjappa sér saman og hrinda árás- inni.“ SÖGN OG SAGA ------Þjóðfræðaþættir ,4)ags“--------- sjálf batt hún hey sitt án allrar hjálpar al annarra hendi; mun það fágætt um kvenmaon. Sparsemi hennar, hirðusétrii, nýtni og iðjusemi var við hrugðið, og þótti það hin mesta furða, hve vel henni tókst að búa að börnum sínum alla þá stund, sem Jrau voru í ómegð, og það voru þau þar til er þau konnist svo til aldurs, að þau voru orðin vinnufær. Eg, sem þessar línur rita, kynntist Elíná, þegar hún var komin á efri ár og hafði lokið dagsverki sínu að mestu. Þá var hún í hús- mennsku á næsta bæ við heimili foreldra minna og Jreim mjög kunnug og handgengin. Börn hennar voru þá farin frá henni og farin að eiga með sig sjálf. Hún var því einhleyp, að vísu vinnu- lúin og með hnignandi heilsu, en þó hygg eg, að þá um skeið'hafi æfi hennar verið mjög sæmileg. Hún var fiemur fálát hversdags- lega, en þó ávarpsgóð, og enn skutu augu hennar leiftrum, ef í skapið rann, og enn blikaði ljómi innileikans og ástúðarinnar í svip hennar og tilliti, þegar henni var hlýtt í geði. Hún dvaldi urn skeið í elli sinni vestur í Skagafirði hjá Vilhejmínu dóttur sinni og ínanni hennar, en undi þar ekki til langframa. Hvarf hún þá aftur norður ylir fjall og var hjá Jósef syni sínum það sem eftir var æfinnar, en J:>að voru nálega tvö ár. Hafði hún fótavist að kalla mátti til dauðadægurs, en hafði lengi þjáðst af gigt í hægri mjöðm og gekk því nokkuðjiölt. — Eg hitti Elíná að máli aðeins fáum dögum áður en hún dó. Var riún sýnilega Jrrotin að kröft- um, enda tekin fast að eldast. Lét hún mig jafnan njóta vinátt- unnar við foreldra mína, hvenær sem hún fékk því viðkomið, en þá var eg um það bil sextán ára gamall. „Eg er alveg á förum, væni minn," mælti hún, „en vegna þess að.mér hefir ekki gefizt tækifæri til að hitta móður þína og hefi ekki heldur von um Jrað héðan af, þá ætla eg nú að leggja blessun mína yfir þig.“ Að svo rnæltu lagði hún hönd sína á höfuð mér og fór í hljóði með hin alkunu orð: „Drottinn hlessi Jrig og varðveiti“ o. s. frv. — Þrem dögum síðar barst mér andlátsfregn Elínáar. SaJómon Vigfússon, elzti sonur Elínáar, mun fyrstu ár ævi sinn- ar hafa verið á Hnjúki og síðar á Sveinsstöðum hjá föður sínum, en frá ellefu ára aldri dvaldi hann á Sauðanesi á Upsaströnd og á Yztabæ*í Hrísey. Þegar hanri var fulltíða maður, fór hann inn á Árskógsstiönd og kvæntist þar konu þeirri, er Soffía lrét. Áttu þau tvö börn, dreng og stúlkú, Jón og Kristjönu að nafni. — Salómoni er svo lýst, að hann væri ráðvandur meinhægðarmað- ur, trúr og geðgóður. Hann vaið síðar líkþrár og andaðist eftir mikla vanheilsu tæplega fimmtugur að aldri. Jósef Vigfússon, annar sonur Elínáar, varð dugnaðarmaður bæði á sjó og landi. Hann var nokkur ár vinnumaður hjá Bald- vini I>orvaldssyni á Böggvisstöðum, og var Jrað haft eftir Baldvini gamla, að marga góða og trúa vinnumenn hefði hann haft, en fáa Jósefs líka. — Jósef kvæntist Björgu Sigurðardóttur frá Sælu í Skíðadal, og voru Jrörn þeirra Kristl)jörg, gift kona á Dalvík, og Vigfús á Sælandi, alkunnur formaður um langan aldur. Ágúst Jónsson, Joriðj i sonur Elínáar, var fremur lítið gefinn að andlegu atgervi, en seigduglegur Jrótti hann til vinnu. Sig- fríður hét kona hans og var Jónsdóttir. Ágúst varð eigi gariiall. Drukknaði hann á F.yjafirði frá konn og ungum börnum. Vilhelmína, yngsta Jjarn Elínáar, varð mesta myndaistúlka, fríð sýnum og lrarðdugleg og hagviik við öl 1 störf. Hún giftist Jóni Ólafssyni, svarfdælskum manni og góðum dreng. Fluttust þau vestur í Skagafjörð, bæði á bezta reki, og dvöldu þar æ síðan. Vilhelmína varð eigi gömul, en þótti mikilhæf kona, hvar sem liún kynntist. ENDIR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.