Dagur - 20.07.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 20.07.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. júlí 1944 DAGUR 5 Brenndu bækurnar lifa enn. Fyrir ellefu árum báru nazistarnir blys að þeim, en enginn logi brennir anda frelsis og menningar. pYRIR NÆRRI ÞVÍ réttum ellefu árum, snemma sum- ars 1938, frömdu þýzku nazist- arnir fyrsta stóra glæpinn gegn menningu og frelsi. Þá var bóka- brennan fræga haldin. Það var stór dagur fyrir flokkinn. Ungir menntamenn gengu æpandi um götur háskólaborganna þýzku. Bál voru kynnt á torgurn og strætum. Lúðrasveitin lék Horst Wessel og aðra hernaðarmúsík. Blysberar fóru fyrir liðinu, sem dró með sér þúsundir af bókum. Þá var hátindi hins ruddalega leiks náð,*— eins og væri í róm- versku fjölleikahúsi. Það var á þennan hátt sem nasistaflokkurinn Jrýzki kaus að tilkynna umheiminum, að bar- barisminn væri setztur í hásæti í Þýzkalandi. Á þennan hátt hófu forystumenn Þýzkalands ,,hinn andlega vígbúnað" þýzku þjóðarinnar, og uppeldi þýzkrar æsku í anda stríðs og blóðs. Þá var hafin barátta til þess að tryggja yfirráð nazistaflokksins með eyðingu sjálfstæðrar hugs- unar og menningar. Því að bækur segja af þeim, sem börðust og féllu til þess að frelsið nrætti lifa. Þær greina frá þeim, sem fagna frelsinu og frá neyð þeirra, sem hafna því. Þær geyma frásagnir um þá, sem drepa og eyða til þess að ræna frelsi annara. Nazisminn getur ekki lifað þar, sem bókmenntir eru frjálsar, því að þá geta þegn- arnir líka lært að vera frjálsir. Til þess að undirbúa jarðveginn fyrir heimspeki nazismans varð að plægja undir þær bækur, sem kusu blessun friðarins frekar en dýrðarljóma stríðsins, — kenndu að ríkið er þjónn einstaklingsins, en hann ekki þræll þess og þús- undir. manna kjósa heldur fjör- tjón en ánauð. Utan Þýzkalands gerðu menn sér enga grein fyrir þýðingu þessa atburðar, en nazistarnir sjálfir, gengu þess ekki duldir, að sú alda, sem hratt þessum verkum af stað, mundi geta fleytt þeim áfram, — stutt þá í baráttunni til þess að gera þýzku þjóðina ánauðuga. Æðstu menn nazistaflokksins voru viðstaddir þegar eldur var borinn að bóka- kestinum á Opernplatz í Berlín og stormsveitir og lögregla var á verði til þess að halcía fagnandi mannfjöldanum í skefjum. Fimrn þúsundir . stúdenta, klæddir flokkseinkennisbúning- um, gengu fylktu liði inn á torg- ið. Þeir röðuðu sér upp um- hverfis bókaköstinn og fulltrúi stúdentasambandsins þýzka geLk fram og afneitaði fyrir þeirra bönd „blekkinga-bugmyndun- um um frelsi.“ Þýzku blöðin sögðu svo frá, að stúdent eftir stúdent hefði gengið fram ,,og varpað á bálið gyðinglegum á- róðursritum um frið. Og þannig hurfu heil vagnhlöss af þessum óþverra £ bálið og leystust tipp f ösku pg reyk". Æinkennisklæddur stúdent gekk fram og fleygði fangfylli af bókum á eldana og mælti: „Til andmæla við svikin, sem framin voru á þýzku bermönnunum í heimsstyrjöldinni, fleygði eg á bálið verkurn Erich Maria Remarque.“ Annar menntamað- ur gekk fram og mælti: „Gegn hinum sáleyðileggjandi og nið- urlægjandi kenningum Sig- rnunds Freud vil ég vinna, og gef eldunum verk hans þessu til staðfestingar.“ Þetta var dásamlegur dagur fyrir flokkinn, og það fór ekki frarn hjá þeini. „Atburðirnir höfðu mikla sögulega þýðingu og dagurinn verður talinn merk- isdagur í sögunni," skrifaði Der Angriff, nazistablaðið í Berlín. „Undir tónfalli gamalla þýzkra hergöngulaga gekk fylking hinna ungu manna að bálkest- inurn. Snöggt, eins og eldingu hefði lostið niður, var hreinsun- areldurinn tendraður og meðan Iogarnir (lönsuðu var smáborg- aradyggðunum búin gröfin“i — Þessa nótt bófst bið algera stríð gegn menningunni, gegn öllu, sem ekki samrýmdist kenning- um nasional-sósíalismans og tal- ið var „and-þýzkt“ eða „sálspill- andi“. Der Angriff lauk með því, að fólkið söng erindi úr „Þjóð, — til vopna!“ með undirleik lúðrasveitar“. • Dr. Jósef Göbbels stóð í haka- krosssveipuðum ræðustól og ávarpaði brennuvargana á torg- inu. Hann gaf þessa eftirminni- legu yfirlýsingu: „Úr þessari ösku mun vaxa tré liins nýja anda“. Og hver var hinn nýi andi? Hugsun skyldi útrýmt en blind trú koma í hennar stað, — orðið sjálfstæði skyldi bverfa rir málinu. í ýmsum löndum vöktu þessir atburðir í senn undrun og gremju. Fundir voru haldnir til mótmæla og margir rithöfundar JÓN SIGURÐSSON í RÆÐU OG RITI. Vilhjálmur Þ. Gísla- son gaf út. Bókaútgáfan Norðri h.f. Prentverk Odds Björnsson- ar. Akureyri 1944. þESSI STÖRA OG FALLEGA bók er úrval úr ræðum og ritum Jóns Sigurðssonar forseta og gefin út á aldarafmæli þing- mennsku hans. Vilhjálmur Þ. Gíslason hefir valið kaflana og farið í því skyni yfir öll hin mörgu ritverk forsetans, þing- ræður og bréf. Segist hann hafa byrjað fyrst á þessu' mikla verki fyrir einunt átta—níu árum og hafa únnið að því öðru hvoru síðan. Auk þess hefir V. Þ. G. ritað fróðlegan inngangskafla, er hann nefnir: Jón Sigurðsson, dæmi hans og áhrif, og ennfrem- ur samið skýringar og efnisskrá bókarinnar. Ritinu er skipt í nokkra meginkafla, og nefnast þeiv:' Um Alþingi á Islandi. - gáfu út ávörp, þar sem verk þessi voru fordæmd. Frjálsir menn í frjálsum löndum létu í ljósi vanþóknun sína. F.n í Þýzka- landi stóð þessi lína á almanak- inu það árið: „Nie kann ein Mann von Deutschem Wesen ein Intellektueller sein“. Nú var talin „óþýzk“ speki þýzka skáldsins Lessings, sem fyrir 200 árum hafði í ritum sín- um boðað umburðarlyndi í sam- skiptum mannanna. Slíkt var vesalinga hugsunarháttur í aug- um hins nýja, þýzka stofns. — Óþýzk voru nú ljóð Heines og fyrirlitleg var heimspeki Spinozá ag boðun Frakkans Voltaire. Á bálið með þá alla! Óþýzk voru rit allra þeirra höfunda, sem leituðu sannleikans í þjóðfélags- vandamálum sinna tíma, og boð- uðu gagnkvæma virðingu og skilning í mannlegu þjóðfélagi. Albert Einstein? Brennið hann, — að minnsta kosti bækurnar hans. Thomas Mann? Thomas Masaryk? Karl Marx? Bálköstur- inn bíður! Hér er bók eftir Rud- olf Hilfending, fyrrum fjármála- ráðherra þýzka lýðveldisins. Brennið hana! Sömú leið með Henri Barbusse, Friedrich Wil- helm Foerster, Ferdinand Lasalle og Max Adler. Og hvað um Carl von Ossietsky, sem hlot- ið hafði lriðarverðlaun Nobels? v)g hvað um Sholem Asch og Arnold Zweig? Og hvað urn þetta fólk, sem sífellt er að tala um frelsi og mannréttindi? Á eldana rórú bækur Helenu Keller. Bannaðar vorn bækur eftir Sherwood And- erson, Stephen Vincent Benet, Pearl Buck, John Passos, 'Theo- dore Dreiser, Edna Ferber, Ern- est Hemingway, Sinclair Lewis, Carl Sandburg, Upton Sinclair og í flokki með þessum Banda- ríkjamönnum voru Bretarnir H. G. Wells og Aldous Huxley. • Hvað var eftir fyrir nazistana til að lesa? Hverjar voru bæk- urnar, sem ekki voru brenndar? Það voru nazistabókmenntirnar og dálítið af klassiskum bók- menntum, sem búið var að túlka á þann veg, að virðast mátti, að þær væru á hinni nýju línu. Sama nefndin, sem sá um hreins- un bókasafnanna lyrir bóka- brennurnar, hvatti nú til lesturs sérstakra bóka, sem dásömuðu stríð og landvinninga. Hæzt bar bók Hitlers sjálfs „Mein Kampf“, þá hin svokölluðu „heimspekirit" Alfreds Rosen- bergs, „hetjukvæði“ Baldurs von Schirach og leikrit Hans Johsts. Þar er að finna þessa setningu: „Þegar eg heyri orðið menning, dreg eg upp hanann á marg- hleypunni minni". Werner Beumelburg, höfund- ur skáldsagna um landvinninga- stríð Þjóðverja á öllum öldum, ritaði um fyrra heimsstríðið, en öðruvisi en Remarque. Beumel- berg sá hetjur og dýrðarljóma á vígvöllunum í stað ráðviltu ein- staklinganna, dauðans og lim- lestinganna, sem Remarque skrifaði um. Nazistarnir þorðu ekki að banna Shakespeare. En „Kaup- maðurinn í Feneyjum“ var túlk- aður sem and-gyðinglegar bók- menntir. Og ef setningin: Leyfið frjálsræði hugans, herra“, var felld burtu úr leikriti Schillers „Don Carlos“, mátti lesa það og leika í þriðja ríkinu. En leikur- inn um „Wilhelm Tell“ var bannfærður. Þar er sá heiðr- aður, sem þorir að rísa gegn kúg- urum sínum. Það mundi hafa verið „óþýzkt“, mundi hafa stefnt hinni þýzku sál í hættu. • Nietzsche var aftur á móti and- ans rnaður, sem léði beimspeki sína til afnota fyrir flokkinn. — Þaðan fengu nazistarnir kenn- inguna um „ofurmennin", sem stjórna skyldu heiminum. Þeir fengu að láni allt, sem Nietzsche skrifaði um þá hluti, en N ietzsche var hugsuður og heimspekingur og það þurfti því að ritskoða hann vandlega. Allt, sem ekki féll hljóðalaust í hinn rétta far- veg, var nnmið burt úr þeim rit- um hans, sem voru ætluð al- menningi til lesturs. Þar sást FRÁ BÓKAMARKAÐINUM Þjóðfundurinn. — Þjóðfrelsi og þjóðarhagur. — Verzlunarfrelsi. — Um skóla á íslandi. — Bók- menntir og saga. — Bóndi er bú- stólpi. — Hafsins nægtir. — Menn og málefni. Hver þessara aðalkafla skiptist svo í fjölda undirkafla, og kennir þar margra grasa, því að hugðarefni Jóns Sigurðssonar voru mörg, og hann var, svo sem kunnugt er, ekki aðeins afburða stjórnmála- maður og ræðuskörungur, held- ur einnig fjölhæfur og afkasta- mikíll vísindamaður og rithöf* undur um önnur efni, einkum allt. það, er laut að þjóðlegum fræðum, sögu íslands og bók- menntum, fornum og nýjum. Og alls staðar leiftrar andríki lians og áhugi, víðsýni, umbóta- rilji og snilldargáfur. Ekkert mannlegt er honum óviðkom- andi, fremur en rómverska spek- ingnum forna, bann ræðir um bókmenntir, sögu, skólamál, stjórnmál, heimspeki, verzlun og verklegar framfarir, og jafnvel „leti randans“, tóvinna og fjalla- grös ber þar m. a. á góma, svo að nokkur dæmi séu nefnd af handahófi um hina ótrúlegu fjölbreytni efnisins. Og sumar athuganir forsetans eru meitlað- ar út úr bergi efnisins og hinnar drengilegu og bjartsýnu lífskoð- unar hans með krafti og form- snilld, er helzt minnir á Sören Kirkegaard um þunglyndislega glettni og djarlegan, en þó hnit- ekkert af því, sem hann ritaði um menningu Frakklands eða um ómenningu þýzku millistétt- arinnar, sem hann fyrirleit meira en allt annað í veröldinni, og það var einmitt þessi stétt, sem var sverð og skjöldur naz- isrnans. Goethe fann ekki náð fyrir augum „foringjans" fyrst í stað. En'með hæfilegri túlkun mátti þó leyfa lestur rita hans. Sér- staklega þótti leikrit hans um byltingamanninn og bændaleið- togann Goetz von Berlichingen heppileg lesning, þegar hinn frumstæði kraftur hins aldna bardagamanns var túlkaður af réttum nasional-sósíalisitskum skilningi. Á vettvangi skáldsagnalistar lentu nazistaleiðtogarnir á refil- stigum. Þeir höfundar, sem ein- hvers máttu sín, og enn voru kyrrir í Þýzkalandi, sneru sér að því að rita sögulegar skáldsögur eða rita um efni, sem fjarskyld voru þjóðfélagslegum deilu- og vandamálum. Svo mikið var flóðið af skáldsögum, er gerðust á fyrri öldum, að blöðin tóku að kvarta yfir því, að rithöfundarn- ir væru hættir að skrifa um það, sem gerðist á þeirra eigin tíð! — Ásamt með þessu óx upp reyfara- framleiðsla á borð við enskar og amerískar leynilögreglusögur. • Þessar síðasttöldu sögur gerðu þó sitt gagn í víngarði nazism- ans. Því að með því að gera glæpamanninn að Gyðingi, eða plútókrat, höfðu þær talsvert áróðursgildi. Og síðan stríðið byrjaði hafa þessar sömu persón- ur vafalaust tekið á sig gerfi Breta, Bandaríkjamanna eða Rússa. Vitaskuld er þeirra vegur lítill og frami skammur, og allt- af skal komast upp um þá, sér- staklega þegar þeir hafa í hyggju svívirðingar gagnvart hinum Ijósbærðu, tígulegu, hreinu, þýzku konum. Og hver skyldi bjarga þeim annar en hinn stóri, sterki, myndarlegi og hreint hugsandi nazistasveinn? A þessum ellefu árum, sem liðin eru síðan nazistarnir brenndu bækurnar, hefir nýr andi, grimmur og barbariskur, (Framhald á 8. síðu). miðaðan, orðaleik. JjAÐ ER ÞARFT verk og gotf“ að safna á einn stað kjarnan- um úr ritverkum, þingræðum og bréfum Jóns Sigurðssonar, því að þessi verk hans hafa verið dreifð og óaðgengileg fram að þessu og því ókunnug öllum þorra manna. Og útgáfufélagið Norðri hefir gefið bókina út með þeirn myndar- og snyrti- brag, sem bezt hæfir minningu frelsishetjunnar og þjóðskör- ungsins, sem aldrei má gleymast nokkrum íslendingi. Bókin er forkunnar falleg, 'skreytt mörg- um myndum, prentuð með ágæt- um á óvenjuvandaðan pappír og loks bundin í snyrtilegt og vand- að band. Hafi útgefandi og kostnaðarmenn þökk fyrir út- gáfuna. J. Fr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.