Dagur - 20.07.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 20.07.1944, Blaðsíða 7
DAGUR 7 Fimmtudagur 20. júlí 1944 TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi há- marksverð á laxi: I. Nýr lax: I heildsölu........... kr. 7.00 pr. kg. f smásölu: a) I heilum löxum . . kr. 8.25 pr. kg. b) f sneiðum........ kr. 10.00 pr. kg. II. Reyktur lax: I smásölu: a) f heilum eða hálfum laxi ............ kr.20.35 pr. kg. b) í bútum ......... kr. 22.50 pr. kg. c) í beinlausum sneið- um .............. kr. 27.00 pr. kg. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til fram- kvæmda frá og með 13. júlí 1944. Reykjavík, 12. júlí 1944. Verðlagsstjórinn. IÐUNNAR-SKÓR eru glæsilegasta tákn þeirrar undraverðu framfara, sem orðið hafa nú síðustu árin í íslenzkum iðnaði. — Iðunnar-skór eru nú beztu skórnir, sem fáanlegir eru í landinu. — Þar fer saman lágt verð og gæði. SKINNAVERKSMIÐJAN I Ð U N N. KAUPTAXTI MÁLARASVEINAFÉL. AKUREYRAR. Dagvinna kr. 3.35 á klst. Eftirvinna reiknast með 50% og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. — Á'allt grunnkaup komi full verðlagsuppbót. — Dagvinna hefst kl. 7.30, nema öðruvísi semjist og telst til kl. 17, þar í 1 Vá klst. til matar og kaffis. Eftirvinna telst frá kl. 17—20, en næt- urvinna síðan til næsta vinnudags. Vinni félagsmaður utan- bæjar, hafi hann frían ferðakostnað og kaup á leiðum. Enn- fremur fæði og húsnæði ókeypis í fjarveru frá heimili. — Taxtinn gildir frá og með 1. ágúst 1944. STJÓRNIN. | <1 A Ð V Ö R U N Bifreiðarstjórar eru áminntir um að aka gætilega um bæinn og eigi hraðar en lög heimila. Lögreglustjórinn á Akureyri, 13. júlí 1944. Sig. Eggerz. f<S<3>«xSx»^<Sx$x^>3><$x^<3>3><$><$x$><$>$><^><3><3><Sx3>3><$><$«Sx$«3x$>3><$xS><$x®«^xex£3>^><í^x$^ V erzlnnarsförf | TVÆR STÚLKUR vantar okkur (il af- | ^reiðslu i búð og slúiku og karlmann (il skrifsfofusiarfa. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA »<Í><Í><Íx$x$>3><S><8><Sx$x$><$x$><$x$k$x$x$x$x$x$«$x$x$><$x$><$x$x$x$x$x$><$x$xSx$x$x$x$x$x$x$><$x$x$x$><$x$k$><$><$x$> Vísur um Bólu-Hjálmar. — Þegar Bólu-Hjálmar dó(1874), varð mörgum Ijóð á tungu, sem líklegt var. M. a. kvað þá Skúli Guðmundsson á Reykjavöllum í Skagaíirði vísu þessa: . . Ekkert tálma utan má æðri þar írá sólu. . Nú er Hjálmar íállinn írá, íyrr sem var í Bólu. Þá var Málmlríður, dóttir Jóns bónda Péturssonar í Koll- gröí, 15 ára. Hún kvað: Skáldin misstu sóma sinn: sverðahristir fríði, hels í vist gekk Hjálmar inn, hlaðinn list o£ prýði. Þótti vísa Málmfríðar góð, og betri hinni. Litlu síðar flutti Jón í Kollgröf með fjölskyldu til Vesturheims. Giftist Málm- fríður þar o£ hefir verið á lífi til skamms tíma. Hefir hún þótt mikil hæfileikakona. ★ Gamlar bændavísur eöa bæja- yísur, Til hafa verið nokkrar vísui um s bæi og bændur í Akra- hreppi í Skagafirði, Qrtar fyrir 1785. Ef einhverir kunna vísur þessar, þeir, er lesa þessi orð, þá vil eg vinsamlegast mælast til þess, að hinir sömu sendi þær til „Dags“, svo víst sé að þær glatizt ekki. Eg kann 2 af vísum þessum heilar og brot úr þeirri þriðju. Þær hljóða svo: Flatatunga fleytir vel fjölda nauta og sauða. Hana jörð eg happa tel, hún gjörir fáa snauða. Krókárgerði kulsamt er; kemr þar tíðum stormur. Samt eru fínir sauðirnir, sem á karlinn Ormur.*) Ytri-Kot er ágæt jörð; *) Ormur Jónsson, d. 1758, 70 ára, bóndi í Krókárgerði; átti Helgu Þor- leifsdóttur. Afkomendur þeirra all- rnargir nú $ SkagafirSi. Ásgrímur þar bjakar. J.Ö.J. ★ Ungir elskendur í stórborg reyndu alls staðar að finna af- vikirm. stað, þar sem þau gætu notið ástar sinnar í næði. En alls staðdr var fjölmenni á vegi þeirra. Allt í einu datt unga manninum gott ráð í hug. Hann fór með unnustu sína inn á járn- brautarstöðina. Þar stilltu þau sér upp við járnbarutarlest, sem var á förum, föðmuðu hvort annað og kysstust innilega, eins og annað hvort þeirra væri að leggja af stað í langferð, enda vakti atferli þeirra hvorki undr- un né hneykslun nokkurs manns. Eftir að elskendurnir höfðu leikið þennan leik með stuttu millibili á íjórum eða fimm stöðvarpöllum vék vin- gjarnlegur brautarþjónn kurt- eislega að þeim og hvíslaði í trúnaði að piltinum: — „Því i ósköpunum farið þið ekki heldur yfir á strætis- vagnastöðina hérna handan við götuna? Þaðan fer nýr vagn á þriggja mínútna íresti, en hér getur liðið miklu lengra á milli“. ★ Sú saga er sögð í London, að amerískur starfsmaður í setulið- inu þar hafði hug á því að kom- ast á snoðir um, hvað Bretar settu sérstaklega fyrir sig varð- andi dvöl amerísku hersveit- anna þar í landi. Að lokum sneri hann sér til brezks liðsforingja og spurði hann hreinskilnislega, hvað Englendingar hefðu út á landa hans að setja. „Já, sjáðu til, svaraði Bret- inn. — „Þeir eru of vel búnir; þeir fá of hátt kaup; þeir kom- ast of nærri kvenfólkinu okkar, og þeir eru of nálægt okkur sjálfum“. Ameríkumaðurinn bað ekki um nánari skýringar. Glugga- tjalda- stengur ffleiri (egundir, nýkomnar Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. TAPAST hefir frá Miklagarði í Saurbæjarhreppi rauður hestur, 11 vetra, aljárnaður, mark: sneitt a. h., heilrifað v. —*Ef ein- hver kynni að verða hestsins var, er hann vinsamlegast beðinn, að taka hann fastan og gera mér að- vart eða símstöðinni í Saurbæ. Miklagarði 12. júlí 1944. Ólafur Kjartansson. Notið hina amerísku Sun Tan sólbruna- olíu kr. 4.85 glasið Hörundið verður fallega brúnt, en brennur ekki. Kaupfélag Eyfiröinga Nýlenduvörudeild og útibú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.