Dagur


Dagur - 27.07.1944, Qupperneq 1

Dagur - 27.07.1944, Qupperneq 1
 ANNALL DAGS Nýr sagnaþáttur liefst hér í blaðinu í dag. Er það Stranda- mannasaga Gísla Konráðssonar, hins þjóðkunna sagnfræðings og æfisagnaritara. Eru þættir þessir búnir til prentunar af séra Jóni Guðnasyni á Prestsbakka, og hafa þeir aldrei verið prentaðir áður. Fyrri hluti Strandamanna- sögu segir frá mönnum og mál- efnum vestur þar á 18. öld, og kennir þar margra grasa, skemmtilegra og fróðlegra. ★ Fréttir úr Saurbæjarhreppi 23. júlí. Jafnhliða þjóðaratkvæða- greiðslunni í maí sl., var greitt atkv. um stofnun sjúkrasamlags hér í hreppnum, eins og lög mæltu fyrir að skyldi gera, alls staðar ,á landinu nú á þessu ári, þar sem þau ekki voru stofnuð. Við þá atkvæðagreiðslu fór það svo, að mikill meiri hluta atkv. var fylgjandi stofnun þess, en samt vantaði fá atkv. til, að það yrði löglega samþykkt. Varð því að fram fara önnur atkvæða- greiðsla, og fór hún fram á hreppaskilum í júní sl., og var samþykkt að stofna það. Er ekki enn búið að skipa stjóm þess, og tekur það sennilega ekki til starfa fyrr en í haust eða um n.k. áramót. ★ Hinn 5. maí sl. andaðist að heimili sínu Auður Þorsteins- dóttir, húsfreyja að Gnúpufelli. Var hún jarðsungin að Saurbæ að viðstöddu miklu fjölmenni þahn 10. sama mánaðar. ★ Tíminn getur þess 7. júlí sl., að Kjósar- og Gullbringusýslur hafi stofnað raforkusjóð, og er það mjög lofsvert, og ættu sem flest sýslu- og hreppsfélög lands- ins . að safna fé í slíka sjóði, til þess að eiga til, þegar þetta nauðsynjamál allra landsmanna og ekki sízt sveitanna, verður framkvæmt. Fyrir nokkrum ár um var slíkur sjóður stofnaður hér, og var það með þeim hætti, að gömul kona gaf dálitla upp- hæð til stofnunar hans, og sýnir þetta dæmi, að eldra fólkið hefir eins mikinn áhuga fyrir fram faramálum landsins og það yngra. Á gamla korian miklar þakkir skyldar fyrir að verða upphafsmaður að stofnun þessa sjóðs. Síðan hefir með frjálsitm samskotum verið safnað fé í hann, og voru undirtektir mjög góðar. Einnig hefir sveitarsjóður hreppsins lagt fram fé í hann, og mun gera framvegis. Er því sjóð- urinn nú orðinn nokkrar þús- undir. ★ Mikill áhugi hefir verið meðal bænda hér í hreppnum um jarðrækt síðan jarðtæktar- lögin gengu í gildi. Á árunum 1926—1927 var þúfnabaninn fenginn hingað, og vann hann þessi sumur mikið land fyrir bændur, en ekki eru þær sléttur, sem unnar voru með honum á stórþýfðu landi, vel gerðar og (Framhald á 6. ilöu). iAGUR XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 27. júlí 1944 30. tbl. NAZISTAVELDID I FJRRBROTUNUM HITLER FYRIRSKIPAR „NÝJA ALLSHERJAR HERVÆÐINGU" og „ALGERA STYR]ÖLD;í Væringar milli Rússa og Pólverja DAUÐASLYS I VAÐLAHEIÐI Einn maður bíður þegar í stað bana, en hinir sleppa án alvar- legra meiðsla TÍUNDA TÍMANUM á laugardagskvöldið var ók bifreiðin A. 328 út af þjóðveginum hér vestan í Vaðlaheiðínni og valt hálfa aðra veitu. Var bifreiðin á leið austur að Laugaskóla með ölföng frá Öl- og gosdrykkjaverksmiðju Ak- ureyrar til sumargistihússins þar. 2 menn voru í stýrishúsi bifreiðarinnar, en 4 á palli og sátu þeir á ölkössunum. Einn þeirra, Bolli Eggertsson, Brekkugötu 8 hér í bænum, eigandi Öl- og gos- drykkjaverksmiðju Ak.‘ varð undir bifreiðinni í veltunni og beið þegar bana. Aíun hann hafa ætlað að stökkva af hlassinu, þegar bíllinn rann út af veginum, en orðið þá undir honum. Hinir þrír, er á palli bifreiðarinnar voru, sluppu með lítilsháttar meiðsli, en bifreiðastjórann^og þann, er með honum var i' stýrishúsinu, sakaði ekki. Bolli heitinn mun hafa slegizt í förina með mörinum þeim, er á pallinum sátu, á síðustu stundu. Ætluðu þeir austur í Vaglaskóg. Hann var aðeins 24 ára að aldri og lætur eftir sig ekkju og tvö börn. Læknir og lögreglumenn voru þegar í stað kvaddir á slysstaðinn. — Sterkur grunur leikur á því, að maður sá, er stýrði bifreiðinni, hafi ver- ið undir áhrifum víns. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglúnn- ar hafði hann nýskeð hlotið dóm, er hljóðaði upp á sviptingu öku- leyfis m. a., fyrir sams konar af- brot fyrr í surnar, en hafði enn ekki verið birtur dómurinn. — Málið er nú í rannsókn. Bað keisarann afsökunar! Skuggi dauðans og hefndarinnar hefir enn ekki hremmt hann til fulls, en vofir stöðugt yfir honum. Frækileg sundraun 15 ára stúlku pYRRA MIÐVIKUDAG synti Sigrún Sigtryggsdóttir frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd yf- ir Akureyrarhöfn þvera — úr svokölluðum Veigastaðabás hér á austurlandinu og að hafnar- bryggjunni á Torfunefi. Er vegalengd þe$si talin að vera allt að því tveir kílÓmetrar, og var Sigrún aðeins röska klukku- stund á sundinu. Mun hún ekki hafa ætlað sér að synda svo langt, er hún lagði af stað um kl. 6 á miðvikudagskvöld í för með báti liéðan, er komið liafði austur yf- ir að austurlandinu af hendingu. að því er sagan segir, þegar Sig- rún var að leggjast þar til sunds í æfingaskyni. Fylgdist báturinn með henni á sundinu, og varð það þá úr, að hún synti alla leið. Sigrún var hinn hressasta, er hún steig á land eftir sundraun þessa. Hú ner aðeins 15 ára að aldri, og hefir numið sund á suridnámskeiðum þeim, er ung- mennafélagið „Æskan“ á Sval- barðsströnd hefir efnt til árlega liin síðustu árin. Myndin er af Tojo forsætisráðherra Japana, sem sagði af sér í sl. viku og bað keisarann jatnframt afsökunar á því, að striðsreksturinn hefði gengið slysaleéar en skyldi upp á síðkastið. Tojo var frumkvöðull árásarinnar á Pearl Harbor 1941. Bandaríkjamenn eru nlí í sókn á Kyrrahafssvœðinu. Áttræðui* varð 21. f. mán. Benedikt Jónsson fyrrum bóndi að Breiðabóli á Sval- barðsströnd, faðir Jóhannesar bónda þar, Jóns yfirlögregluþjóns hér í bæ og þeirra systkina. Benedikt er furðu ern eftir aldri en er orðinn blindur. Hann hefir ætíð verið sómamaðvjr og vel kynntur. M.s. KOLBRUNU sökkt á Húnaflóa SL. LAUGARDAG varð írekstur á síidarmiðum vestur á Húnaflóa milli línuveiðarans ,Jökuls“ frá Hafnarfirði og m/s. ,Kolbrúnar“ héðan frá Akur- eyri. Sökk „Kolbrún“ þegar, en áhöfninni, 17 manns, var bjarg- að, og voru skipverjar fluttir til Eyrar við Ingólfsfjörð. Munu þeir nú komnir hingað til bæj- arins. Náriari atvik eru blaðinu ókunn, en heyrzt hefir, að þoka hafi verið á miðunum, þegar slysið vildi til. „Kolbrún“ var eign Leós Sigurðssonar útgerðar- manns hér í bænum, og var hún talin gott og happasælt veiði- skip..— Skipstjóri var Jóhann Halldórsson. ^NDSPYRNAN gegn Nazista- stjórninni í Þýzkalandi, sem kom upp á yfirborðið í hinni sögulegu morðárás á Hitler og nánustu samstarfsmenn hans sl. fimmtudag, virðist sízt hafa ver- ið bæld niður, þrátt fyrir grimmilegar hefndarráðstafanir valdhafanna. Hitler hefir nú fyr- irskipað „nýja allsherjar her- væðingu", bæði í Þýzkalandi sjálfu og hernumdu löndunum, til undirbúnings undir „algera styrjöld", þótt hvorugt sýnist mögulegt, fram yfir það, sem þegar er orðið. Hefir „foring- inn“ skipað Göring flugmar- skálk sem aðalmann til þess að annast framkvæmd þessara nýju örþrifaráða og sett dr. Göbbels næst honum til aðstoðar. Talið er, að ýmsir helztu her- leiðtogar Þjóðverja, svo sem von Keitel, von Brauchitsch og von Bock ,standi bak við uppreisn- artilraunina gegn Hitler, og hefir stjórnin ekki haft hendur í hári þeirra. Nú hafa 16 þýzkir hershöfðingjar, sem sitja í fanga- búðurn í Rússlandi, skorað á þýzka herinn að gefast upp, þar sem aðstaða lians sé vonlaus orð- in, og talið er, að fjöldi annarra hershöfðingja Þjóðverja muni sörnu skoðunar, og bíði þeir að- eins færis að velta nazistastjórn- inni úr sessi. Fregnir, sem síast út úr þýzkalandi gegnum hlut- lausu löndin, herma að víða sé barizt í landinu, og hafi upp- reisnarmennirnir jafnvel þegar heilar borgir og héruð á sínu valdi. Það þykir nokkrum tíð- indum sæta, að Ditmar, formæl- (Framhald á 8. líðu. Kappreiðar Hestamannafél. „LÉTTIS44 Fjöldi gæðinga og um 700 áhorfendur á hinum nýja skeiðvelli Léttis í Stekkjarhólma sl. sunnudag. Fullgerður verður völlurinn hinn prýðilegasti. Sunnudaginn 23. júlí efndi Hestamannafélagið „Léttir", Ak- ureyri, til kappreiða á hinum nýja skeiðvelli sínum í Stekkjar- hólma, skammt fyrir sunnan vestustu brúna á Eyjafjarðará. Völlinn hefir félagið látið gera síðastliðið vor og vetur og lítur út fyrir að hann muni verða hinn prýðilegasti, þegar hann er fullgerður, en til þess þarf að lengja hann um 50 metra og fylla síkin sunnan og norðan við hólmann. Á mótinu keþptu 10 hestaf í 300 rnetra hlaupi, 5 úr Eyja- fjarðarsýslu, 2 úr Húnavatns- sýslu, 1 úr Borgarf jarðarsýslu og 2 úr Skagafjarðarsýslu. I. verð- laun hlaut Haukur, skagfirzkur, eigandi Gunnbjörn Arnljótsson, Akureyri, rann hann skeiðið á 23,3 sek. Fálki, eyfirzkur, eig- (Pramhald á 8. aídu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.