Dagur - 27.07.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 27.07.1944, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudagur 27. júlí 1944 Þróun er betri en bylting i. Þannig hljóða niðuilagsorðin í bók eins gjörhugulasta manns í bændastétt á íslandi, Hákonar Finnssonar á Borgum. Bók hans, „Saga smábýlis", sem Búnaðarfélag íslands gaf út í fyrra, er af mörgum talin ein merkasta og lærdómsríkasta bó'k ársins fyrir alla þá, er landbún- að stunda og þann atvinnuveg vil ja styðja. Þar talar maður, sem hefir aflað sér mikillar reynslu í bú- skaparháttum og fært sér þá reynslu rækilega í nyt, og af þeirri háldgóðu reynslu vill ltann rniðla öðrum. Síðasta ályktun hans er, eins og áður er sagt, þessi: „Þróun er betri en bylting". Þessi áminning og aðvörun Hákonar á Borgunr á að liljóma yfir íslandi í nútíð og framtíð. Þetta er rödd hins vitra og vel- viljaða manns. Hann hvetur íslendinga til að vinna undir merki þróunarinn- ar, en varar þá við að láta bylt- ingarandann ná tökum á sér og athöfnum sínum. Alveg sérstak- lega á þessi kenning við um ann- an aðalatvinnuveg þjóðarinnar, landbúnaðinn, sem hefir fætt og klætt þjóðina í þúsund ár. Landbúnaðinum íslenzka er þannig háttað, að honum hæfir bezt jöfn og stöðug framþróun, en ekki stökkbreytingar. Þær geta frekar komið til greina við sjávarútveginn, sem aðllega er rekinn á rányrkjugrundvelli. Landbúnaðurinn er aftur á móti lífrænn atvinnuvegur. Ein meginuppistaðan í grein Ólafs Jónssonar framkvæmda- stjóra í síðasta Ársriti Ræktunar- félags Norðurlands, sem útdrátt- ur hefir verið/birtur úr í þessu blaði að undanförnu, hnígur einmitt í þá átt að sýna fram á þessi sannindi með Ijósum rök- stuðningi. Kenningar og rök hins reynda bónda og hins þaul- lærða landbúnaðarfræðings falla hér í ginn og sama farveg. S^m- eiginleg skoðun þeirra er, að þróun sé betri en bylting. landbúnaðarafurðir, en leggja alla áherzlu á útflutning fiskaf- urða, af því að þær séu í svo háu verði. Það er auðséð, að þessi sam- yrkjuhugmynd kommúnista undir stórrekstursfyrirkomulagi, sem á að kosta auðn mikils hluta sveitanna, er hreint Ijyltingar- áform, en á ekkert skylt við eðli- lega, heilbrigða þróun. Hér eiga því bændur um að velja, annarsvegar að hníga til fylgis víð leiðbeiningar Hákonar og Ólafs, hinsvegar að hlaupa eftir byltingarskvaldri Halldórs Kiljans og annara forvígismanna kommúnista. í fyrra tilfellinu eru reyndir, vitrir og góðgjarnir nrenn í garð bænda og málefna þeirra, en í hinu síðarnefnda falli reynslu- og þekkingarlausir menn og sem þar að auk; eru berir að fyrirlitningu á bænda- stéttinni og fjandskap við at- vinnuveg þeirra. Það sýnir og sannar illgirnislegur áróður þeirra í garð Sveitanna. III. Fyrsta og síðasta áróðurs- og árásarefni kommúnista er í því fólgið, að bændur okri á fram- leiðslu sinni og að þar sé að finna uppsprettu verðbólgunn- ar og dýrtíðarinnar. I fyrrnefndri grein Ólafs Jónssonar er sýnt fram á, að 4/5 hlutar fram- leiðslukostnaðar landbúnaðarins séu innifaldir í vinnu. Ætti þá hverjum heilskyggnum manni að vera það auðskilið mál, hversu feikna mikla þýðingu kaupgjaldið hefir á framleiðslu- kostnaðinn, en kommúnistar hafa ætíð hamrað á því, að kaup- gjaldið hefði lítil sem engin áhrif í þessu efni. Þá sýnir Ólaf- ur Jónsson fram á og sannar með tölum, að kaupgjald við landbúnaðarvinnu hafi nífaldast frá því í stríðsbyrjun, en fram- leiðslukostnaðurinn í heild sjö- faldast. Aftur á móti hafi mjólk- ur- og kartöfluverð á sama tíma fimmfaldast, en kjötverð sexfald- ast. Af þessu er ljóst, að afurða- verð landbúnaðarins hefir hækk- að minna en kaupgjaldið, og er þar með allt skraf um okurverð landbúnaðarvara ekki annað en haldlaust þvaður, senr fellur um sjálft sig. Geta því allar stælur um þetta atriði fallið niður. Þó að hér hafi verið beinst að kommúnistum fyrir brigzlyrði þeirra' .um of hátt verð á land- búnaðarfranrleiðslu, þá er ekki svo að skilja, að þeir séu hinir einu syndugu, og að engir aðrir séu undir sönru eða svipaða sök seldir. Það er kunnugt, að ýmsir nrenn í Sjálfstæðisflokknunr hafa oft gripið í sama streng og komnrúnistar í þssu efni, og þarf ekki lengra að lita en til ritstjóra „Islendings", sem nokkrunr sinnunr hefir höggvið í hinn sanra knérunn í þessu nráli, að vísu undir vináttublæju, en það hafa kommúlristar líka gert, þó að úlfshárin gægist þar jafnan greinilega út undan sauðargær- unni. » Þar senr nú tilkostnaður við framleiðslu landbúnaðarvara hefir lrækkað nreira en verð var- anna, er nauðsynlegt að lækka tilkostnaðinn, og þar^sem lrinn stóraukni tilkostnaður er mest- megnis fólginn í silrækkaxrdi kaupgjaldi, þá virðist Hggja beinast við að lækka tilkostnað- inn nreð lækkuðu kaupgjaldi. Þetta hefir líka verið reynt, og hafa fulltrúar bænda boðizt til að Jækka verð framleiðslunnar í samsvörum við þá kaupgjalds- lækkun, er franr kymri að fást. En þetta hefir engan árangur borið, og hefir þar allt strandað á forvígismönnum verkamanna, sem jafnvel hafa sýnt það blygð- unarleysi að lreimta lækkuir á verði landbúnaðarvara, eir að kaupgjaldið skyldi stairda í stað eða jafnvel hækka. Er þetta hámark ábyrgðai leysis- iirs hjá fulltrúum verkamanna. En þar sem þessi leið hefir íeyirzt ófær til þessa fyrir þrá- kelkni kommúnista, þá verður að leita airnara ráða til þess að fá tilkostxraðinn lækkaðan, og þau ráð eru fuirdiir. Það verður að stórauka ræktunina og öll lrey- vimra verður að fara fram á vel ræktuðu og véltæku landi. Að sönnu er þetta konrið vel á veg, þar sem ræktað laird hefir tvö- faldast á tveim síðustu áratug- unr, og heyvinnuvélar víða.veFá vegi nreð að leysa handverkfærin af hólmi. Exr betur má, ef duga skal. Aðstoð ríkisvaldsins verður að koma hér til hjálpar, svo að nægilega fljótt miði áfram að settu marki. IV. Það virðist veia eðli og ein- kenni kommúnista að vilja byggja skipulag atvinnuveganna í framtíðinni á stundarfyrir- brigði, sem sprottið er af annar- legu ástandi líðandi augnablika. Er þetta merki um skanrnrsýni þeirra og dáðlausa lrugsun. Nú geisar styrjöld, sem fært hefir liest úr venjulegum skorðum, eir margt bendir til að bráðum líði að stríðslokum, og þá færist margt í sitt fyrra horf og við- lioríin breytast frá því, sem nú er. Eitt af stríðsfyrirbrigðuirum er geipihátt verð á fiski á erlend- unr markaði, en tiltölulega lágt verð á kjöti. Þetta telja komm- únistar tilvalið byltingarefni. Þess vegna leggja þeir til, að við hættum útflutningi á kjöti, leggjum að mestu niður sauð- fjárrækt, etr nrokum fiskinum í útlendar þjóðir. Eins og væirta mátti ,eru þess- ar tillögur komnrúnista af ras- airdi íáði gerðar. Víst má telja, að fiskverð hríðfalli í verði að stríðixru lokiru, því að þá nrunu stríðsþjóðirnar af alefli sirúa sér að fiskveiðum, sem þær af stríðs- ástæðum hafa orðið að leggja íriður nú um stundarsakir, eir þetta skilja komnrúiristar ekki, eir ætla, að lráa fiskverðið, senr nú gildir, lraldist unr alla eilífð. Aftur á móti eru líkur fyrir, að verð sauðfjárafurða lækki lítið, þar eð það hefir ekki stigið íreitt nándar næiri því, sem átt hefir sér stað með fiskverðið. Það er því ekki airnað en Lokaráð, er komirninistar leggja til, að sauð- fjárræktun sé dregin sanran af fyrrgreindum ástæðum. Er lrér á ferðinni eiir af axarskaftasmíð- um kommúnista. V. Kommúnistar o. fl. hafa reyirt að koma þeirri skoðun inn með- al alnrennirigs, að baráttan við dýrtíðina sé í því einu innifalin að greiða uppbætur á verð land- búnaðarvara. Er þetta annað hvort gert af vanþekkingu, eða það er vísvitandi blekkingartil- rauri. Ólafur Jónsson sannar í greiir simri, að lrið sama hafi átt sér stað með flestar innfluttar vísitöluvörur og tilfærir t. d. þá ráðstöfun ríkisstjórnarinnar að greiða 325 kr. með lrverri smá- lest af kornvörum, kaffi, sykri og salti o. fl. í sambandi við farm- gjöld þessara vaia. Var þetta sama sem 32.5 aura verðlækkuir á hvert kg. Það skilur vitanlega hver maður, að ekki var þessi uppbót sérstaklega til styrktar ís- lenzkum bændurn. Þá upplýsir Ólafur Jónsson, að kaup lairdbúnaðarverkafólks í Bandaríkjununr sé 30—40% af kaupi ‘því, sem hér er greitt. Sanrt undrast kommúnistar það (Framlrald á 6. síðu). SÖGN OG SAGA ---Þjóðfræðaþættir ,4)ags“_ Strandamannasaga Gísla Konráðssonar I. KAP. á Ósi í Steingrímsfirði. En þau voru börn síra Bjarna prests og Guðrúnar. 1. Arni Bjarnason í Kálfanesi, átti Arnfríði Jóirsdótt- * ur; eru 6 talin börn þeirra: a. Helga, fyrri kona Jóns Árnasonar; þeirra soir hét Jón. b. Sigrfður, átti Jón Þorlákssón á Blámýrum í Ögursveit í ísafirði. c. Arngrímur, átti Guðrúnu Guðnadóttur. d. Helga yngri, átti Sveiir Alexíusson frá Kambi í Trékyllisvík1). e. Guðrún, átti Sigurð Kolbeiirsson og f. Elísabet Árnadóttir, átti Ólaf Kolbeinsson, bróður Sigurðar. — 2. Ásgeir prestur Bjarna- son í Dýrafjarðarþingum, faðir Jóns prófastsH Holti i Önundar- II. Foringjar kommúnista flytja aðrar kenningar um landbúnað- inn en þeir Hákon á Borgum og Ólafur Jónsson. Kommúnistar halda því fram, að landbúnaður- inn, eins og hann nú er rekinn, ’ sé auvirðilegt gamansport fyrir bændur að dunda við, að hann sé í hinu mesta öngþveiti og miðaldaástandi, að bændur framleiði óæta vöru og okri þó á framleiðslu sinni. Að því ér kommúnistar halda fram, er eina lækningin við þessu ófremdarástandi landbúskapar- ins að gera stórfellda byltingu, leggja strjálbýlið í auðn, færa byggðina saman í nánd við kaup- staðina, reka þar stórbúskap með vélknúnum tækjum, framleiða þar aðeins til innanlandsneyzlu og þá aðallega handa kaupstað- arbúum, en hætta að flytja út b. í u Taldir prestar í Strandasýslu og getið ætta. Það var um aldamót 1700, að prestar þessir voru í Stianda-, sýslu:. Guðmundur að Árnesi. Hann var sonur Bjarna Guðmunds- sonar, Jónssonar fyi-ra, Egilssonar á Geitaskarði1). Bjarni, faðir Guðmundar bjó á Kletti í Kollafirði í Barðastrandarsýslu og átti Helgu Ólafsdóttur frá Svarfhóli, Jónssonar, auðugs manns. Guð- mundur átti Guðrúnu Arngrímsdóttur frá Álftárósi á Mýrum Andréssonar. Þeirra son var Bjarni, er fékk Áines eftir föður sinn. Guðmundur dó garnall og hafði þá haldið Árnes um 40 vetur. Árinu fyrir stórubólu fékk Bjarni sonur hans Árnes, en dó ári síðar í bólunni (1707), hálffimmtugur. Hann átti Guðrúnu, dóttur Árna, er prestsskap missti í Skarðsþingum; hann var son Einars prests á Stað í Steingrímsfirði2); bjó Árni eftir það bóndi D Þessi ættfœrsla er ekki rétt. Bjarni var sonur Guðmundar prófasts \ (Sýslum.æfir II, 69) á Stað á Reykjanesi, Jónssonar, próf. í Gufudal Þor- leifssonar. 2) Síra Einar var sonur Sigurðar prófasts-á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, Einargsonar, próf. og Skálds í Heydölum, Sigurðssonar, firði, föður Ásgeirs prófasts, mikilhæfasta manns, en drukknaði frá Holti2). Magnús prófastur hélt nú Stað í Steingrímsfirði, Einarson pró- fasts á Stað, Sigurðssonar. Var hann bróðir Árna, er áður var getið að prestskap missti og bjó að Ósi. Magnús prófastur átti Guðrúnu Halldói'sdóttur frá Melgraseyri. — Magnús prófastur hafði getið barn 14 vetra* var það: 1. Andrés á Grænanesi8), átti fyrri konu Guðrúnu Alexíusdóttur; hann var sonur Sveins á Kambi;4) voru þau barnlaus. — Síðan fékk hann Ragnheiðar Vig- fúsdóttur5) frá Stóra Ási;. voru þeirra börn: a. Ingibjörg, átti Magnús Jónsson, Sigmundssonar. b. Guðrún, átti Jóxr Jónsson á Grænanesi. c. Jón prestur Andrésson í Arnarbæli syðra, varð J) Sveinn bjó á Finnbogastöðum. 2) Annað barn Jóns prófasts var Þórdís, móðir Jóns forseta Sigurðssonar. 3) Andrés er talinn hjónabandsbarn (Sýslum.æfir III, 447), enda var síra Magnús 29 ára og orðinn prestur, er Andrés fæddist. 4) Sveinn þessi er vitanlega allt ánnar maður, en sá, sem nefndur er hér að framan. 5) Ragnheiður var Jónsdóttir, Vigfússonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.