Dagur - 03.08.1944, Blaðsíða 1
ANNÁLL
DAGS
Framhaldssögunni „Gislar"
eftir Stefan Heym var lokið í
síðasta blaði, og ný framhalds-
saga mun hef jast í blaðinu innan
skamms. En í þessu og nokkrum
hinna næstu tbl. birtast tveir
fyrstu kaflar bókarinnar:
„Kóngavegur æfintýranna", en
það er fyrsta ferðasaga hins víð-
kunna ferða- og æfintýramanns
RICHARDS HALLIBUR-
TONS. Meðþeirri bók gat hann
sér þegar mikla frægð sem bráð-
snjall og óvenjulega skemmtileg-
ur rithöfundur. Síðasta ferðabók
Halliburtons: „SJÖ MÍLNA
SKÓRNIR" kom, svo sem kunn-
ugt er, út í íslenzkri þýðingu fyr-
ir jólin í vetur og höfir vakið
mikla athygli og verið svo eftir-
spurð, að hún mun nú uppseld
að mestu. — í köflum þeim úr
„Kóngavegi æfintýranna", er
birtir verða hér í blaðinu, segir
m. a. frá fyrstu Evrópuför Halli-
burtons og leiðangri hans upp á
Matterhorn — tindinn fræga og
illræmda í Alpafjöllunum.
*
Síldveiðarnar hafa gengið
mjög" treglega, það sem af er ver-
tíðinni, og hafa sumar síldar-
verksmiðjanna naumast verið
hreyfðar enn af þeim ástæðum.
Horfir mjög þunglega um þenn-
an atvinnuveg, ef ekki rætist
bráðlega úr þessu.
*
Heyskapartíð hefir verið hin
ákjósanlegasta nú að undan-
förnu og mun víðast alhirt að
ljánum. Grasspretta mun - og
víðast í góðu meðallagi og sums
staðar ágæt. Ein frostnótt nú
fyrir skemmstu mun hins vegar
hafa spililt 'mjög horfum um
góða kartöfluuppskeru. T. d.
gjörféll kartöflugrasið í mörgum
görðum hér um slóðir.
*
Samkv. nýjum fregnum frá
New York hefir amerískt flug-
félag, Pensylvaníu-flugfélagið,
birt áætlanir um flugferðir, sem
félagið hyggst að halda uppi
milli heimsálfa að ófriðnum
loknum. Er í þeim áætlunum
gert ráð fyrir flugsamgöngum
milli Evrópu og Ameríku um
Nýfundhaland, Grænland og ís-
land. Fleiri flugfélög munu óg
hafa svipaðar áætlanir á prjón-
unum.
*
Lárus Eggertsson, Stefánsson-
ar kaupmanns hér í bæ, hefir nú
dvalið vestan hafs um eins árs
skeið og kynnt sér slysavarnir og
alllar almennar aðferðir við
björgun úr sjávarháska hjá
Strandvarnarliði Bandaríkjanna
(U. S. Coast Guard). Lárus
stundar þetta nám sitt á vegum
ísl. ríkisstjórnarinnar að nokkru
leyti, og mun meiningin, að
hann aðstoði við umbætur á
björgunarstöðvum hér heima,
að námi loknu.
*
Aðalsteinn Eiríksson skóla-
stjóri Héraðsskólans á Reykja-
nesi við ísafjarðardjúp hefir sagt
starfi sínu lausu, og heyrzt hefir,
að fleiri kennarar skólans muni
einnig vera á förum þaðan.
DA€5
XXVII. árg.
Akureyri, fimmtudagmn 3. ágúst 1944
31. tbl.
FYRSTA OPINBER HEIMSOKN INNLENDS ÞJÖDHÖFÐ-
~ — ~ INGJA TIL AKUREYRAR
Forseti Islands, hr, Sveinn Björnsson, er væntan-
legur hingað til bæjarins kl. 10 í kvöld
Eyjafjarðarsýsla og Akureyrarbær halda samsæti for-
setanum til heiðurs í Samkomuhúsi bæjarins kl. 1 e. h.
á morgun. Almenn samkoma í Lystigarði bæjarins í
tilefni af komu forsetans, og hefst hún væntanlega
kl. 4 síðdegis á morgun.
Sveinn Björnsson, fyrsti forseti hins íslenzka lýðveldis,
vinnur eið að stjórnarskrá ríkisins á Þingvöllum
17. júní sl.
Stjórn Landssambands
iðnaðarmanna
hefir að undanförnu verið á
ferð hér norðanlands og rætt við
stjórnir" iðnfélaganna í bæjun-
um um ýmis málefni iðnaðarins
og iðnaðarmanna í landinu. Sl.
sunnudag fóru þeir í Mý-vatns-
sveit ásamt stjórn Iðnaðar-
mannafélagsins hér og formanni
Iðnráðs Akureyrar. — Landssam-
bandsstjórnin mun hafa haldið
heimleiðis í gærmorgun.
Sjúkrasamkg stofn-
að á Svalbarðsstr.
Á síðastliðnu voru fór fram
atkvæðagreiðsla í Svalbarðs-
strandarhreppi um það, hvort
-:tofnað skyldi þar sjúkrasamlag
eða ekki. Féll atkvæðagreiðslan
þannig, að 104 greiddu atkvæði
af 158, sem á kjörskrá voru. Af
þessum 104 greiddu 90 atkvæði
með því að stofna sjúkrasamlag,
en 8 á móti, en 6 skiluðu auðu.
Atkvæðagreiðslan sýndi því ótví-
ræðan vilja meiri hluta kjósenda
sveitarinnar með sjúkrasamlags-
stofnun.
Hefir nú verið kosin stjórn
fyrir sjúkrasamlagið þannig, að
Benedikt Baldvinsson, bóndi á
Efri-Dálksstöðum, er skipaður
formaður af félagsmálaráðuneyt-
inu, en hreppsnefnd Svalbarðs-
strandar hefir kosið sem með-
stjórnendur þá Sigurjón Valdi-
marsson bónda í Leifshúsum, Jó-
hannes Laxdal hreppstjóra í
Tungu, Halldór 'Albertsson
bónda á Neðri-Dálksstöðum og
Jóhannes Benediktsson bónda á
RreiðabóU,
Frækilegt
björgimarafrek
Páll Pálsson bjargar af frá-
bæru snarræði og vaskleika
manni frá bráðum bana.
Sl. föstudag vildi það slys til
við Hafralónsbrú í Lónsfirði við
Langanes austur, að vörubifreið
rann aftur á bak út í ána.
Þrív menn stóðu á palli bifreið-
arinnar, og tókst bifreiðarstjór-
anum að bjarga tveim þeirra úr
ánni, en Valdimár Björnsson,
vérkarnaður frá Þórshöfn, náðist
ekki. Enginrí þeirra, sem við-
staddir voru, kunnu nokkuð ti!
sunds, og gátu þeir því ekkeri
aðháfzt. Skömmu síðar bar þar
að í bifreið Pál Pálsson, verzlun-
armann héðan úr bænum. Stakk
hann sér þegar til sunds, er hann
varð þess áskynja, hvernig kom
ið var, kafaði eftir manninum á
allmiklu dýpi og barg honum
meðvitundarlausum til lands.
Mun Valdimar þá hafa legið hér
um bil 10 mínútur í vatni og var
að bana kominn. Páll hóf þegar
á honum björgunartilraunir og
hélt þeim látlaust. áfram, unz
héraðslæknirinn í Þórshöfn kom
á vettvang. Urðu þá séð lífsmörk
með Valdimar og náði hann
skjótt rænu.
Er hér raunar um tvöfalda
björgun'að ræða, og hefir Páli
farizt óvenjulega vasklega og
giftusamlega í þessari raun.
pORSETINN hóf för sína um
Vestur- og Norðurlands sl.
sunnudag og hefir nú gist Akra-
nes, Borgarnes, Búðardal,
Blönduós og Húsavík og ferðast
um héruðin hér að sunnan og
vestan, ennfremur Þingeyjar-
sýslur. Hefir honum — sem að
líkum lætur — alls staðar ver-
ið sérlega vel fagnað, þar sem
hann hefir komið, og fólkið
Frá Ferðafélagi Akureyrar:
Fyrsti bifreiðaleiðangur
til Dyngjuf jalla og annar
að Urðarvötnum
O JULJ S. L. var í fyrsta sinn
ekið á bílum frá Svartárkoti í
Bárðardal um Ödáðahraun til
Dyngjuf jalla. Þátttakendur voru
25 karlmenn og 1 stúlka. Farar-
st jóri var Þorsteinn Þorsteinsson.
Með í förinn var Páll Arason
úr Reykjavík, á sínum eigin bíl.
— Þann 10. júlí gekk Þorsteinn
við 18. mann um Jónsskarð að
Öskuvatni og til baka um Suð-
urskörð og Dyngjuf jalladal. Tel-
(Framhald á 8. síOu).
þann veg sýnt, að það kann að
meta þá heill og sæmd að eiga
innlendan þjóðhöfðingja yfir
sér í fyrsta skipti í sögu þjóð-
arinnar^
Síðar í sumar ráðgefir for-
setinn opinbert ferðalag til ann-
arra landshluta. í för með hon-
um er einkaritari hans, Pétur
Eggerz.
||INGAÐ TIL BÆJARINS
er forsetinn væntanlegur kl.
10 í kvöld, og kemur þá austan
úr Þingeyjarsýslum. Akureyrar-
bær og Eyjaf jarðarsýsla annast
sameiginlega móttöku forseta
hér, og hefir sérstök nefnd þess-'
ara aðilja framkvæmdirnar á
hendi. Á morgun snæðir forset-
inn árdegisverð í boði sýslu og
bæjar, og munu um 150 áhrifa-
og ráðamenn úr bæ og héraði
sitja hóf þetta forsetanum til
heiðurs. Almenn samkoma í til-
efni af komu forsetans verður
haldin hér í Lystigarðinum á
morgun, og mun forsetinn
væntanlega ávarpa samkomu-
gesti. Ennfremur verða þar flutt
önnur ávörp, Lúðrasveit Akur-
(Framhald á 8. síðu).
Nýjum íþróttavöllum ætlað svæði
norður við Glerá
Nauðsynlegt að hugsað verði í tæka tíð fyrir nýjum
golfvelli á hentugum stað.
HNEFALEIKAR.
10 hnefaleikamenn úr glímufélag-
inu „Ármann", Rvík, eru komnir hing-
að til bæjarins og munu halda hnefa-
leikasýningu í Samkomuhúsi bæjarins
næstk. mánudagskv'öld. Aðeins þessi
eina sýning. í sveit þessari eru 5 nú-
verandi íslandsmeistarar í hnefaleik.
TL FUNDJ bæjarstjórnar Akur
eyrar sl. þriðjudag var sam
þykkt, samkv. tillögum íþrótta-
svæðisnefndar, að nýjum æfins"
arvöllum fyrir útiíþróttir verði
ætlaður staður norður við Glerá
austan við fyrirhugaða brú á
ánni við Hörgárbraut. Nefndin
húgsár sér, að svæðið þurfi að
vera ca. 350 m. frá austri til vest-
urs og ca. 100 m. frá norðri til
suðurs, þar sem það er mjóst,
eða samtals 3—4 hektarar.
Þá er ráðgert, að norðurhlut-
ínn af Krókeyrinni, norðan við
túnið, sem þar er, verði ætlaður
fyrir æfingavöll fyrir innbæinga.
Svæðið sunnan við sundstæðið,
austan Þórunnarstrætis, suður
að Skólastíg og Hrafnagilsstræti,
verður ætlað til leik- og íþrótta-
valla fyrir gagnfræðaskólann,
iðnskólann og kvennaskólann
rýja, tennisvelli og e. t. v. enn-
fremur fyrir aðrar æfingar bæj-
arbúa að einliverju leyti.
í þessu sambandi þykir tíma-
bært að minna 'á það, að núver-
andi golfvöllur á Oddeyrinni
norðanverðri hlýtur að hverfa,
þegar skipulag á fyrirhuguðu
hafnarsvæði þar kemur til fram-
kvæmda. Er því nauðsynlegt, að
hugsa í tæka tíð fyrir nýjum
golfvelli á hentugum stað.