Dagur - 03.08.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 03.08.1944, Blaðsíða 2
2 ' V Fimmtudaginn 3. ágúst 1944 DAGUR Blikan í austri Ætla ráðamenn Sovétrfkjanna að stofna til nýrrar styrjaldar? Bretar hófu stríð við nazism- ann í þeim tilgangi að trvggja frið þjóða á milli og vernda smá- þjóðir gegn yfirgangi frelsisræn- ingja stærri þjóða. Á þenna hátt hafa menn skil- ið andann í Atlantshafssáttmála þeirra Churchills og Roosevelts. Grundvöllurinn undir honum var í samræmi við tilgang Breta. Það mun nú orðin almenn skoðun, að Bandamenn séu komnir vel á veg með að vinna stríðið, sem nú hefir staðið yfir nær 5 ár. Jafnvel Þjóðverjar sjálfir eru orðnir vondaufir eða vonlausir um sigur sinn. Til þess vonleysis mun mega rekja banatilræðið við Hitler. Klíka Hitlers reynir að nota sér þann atburð sem áróðursefni á þann veg að hamra það inn í þýzku þjóðina, að leiðtoginn sé undir sérstakri vernd máttarvalda him- insins, og þess vegna hafi hann sloppið lifandi frá banatilræð- inu. F.n ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Þó að Banda- menn vinni stríðið, þá er eftir það, sem margir telja enn örð- ugra, en það er að vinna friðinn í framtíðinni. Þetta hlutverk hef- ir brezka heimsveldið og Banda- ríkin á stefnuskrá sinni, og ef ekki tekst að leysa það af hendi, þá hefir til lítils verið barizt og fórnir færðar. Það, sem mestu máli skiftir, er, að sigurvegararnir hugsi ekki til landvinninga, eða stofni til nýrrar ríkjaskipunar að þjóðun- um fornspurðum. Sjálfsákvöið- unarrétt þjóðanna í þeirra eigin málum múnu Bretar og Banda- ríkjamenn virða samkvæmt þeirra eigin yfirlýsingum. En hvað um Rússland? Ætlar það að tryggja friðinn? íslenzkir kommúnistar stað- hæfðu hér um árið, að Rússar hefðu ekki í hyggju *að ásælast einn þumlung af annara landi, og þeir hafa ennfremur fullyrt, að Rússar berðust við hersveitir nazista til þess að vernda rétt smáþjóðanna og frelsa hinar her- teknu þjóði rundan oki nazista. Því miður reyndist þetta blekk- ing ein, eins og títt er um það, sem kommúnistar láta út úr sér. Á meðan vináttusamningur Stalins við Hitler var í gildi, notaði hinn fyrnefndi sér tæki- færið og sölsaði undir sig helm7 ing Póllands og þrjú smáríki við Eystrasalt með leyfi Hitlers, meðan hann lagði undir sig Mið- og Vestur-Evrópu, nema Bret- land, sem hann réð ekki við. Seinna kom svo röðin að Rúss- landi sjálfu, eftir að Hitler rauf griðasáttmálann. Enginn vafi er á, að það hefði hlotið sömu ör- lög og hin herteknu lönd naz- ista, ef Bretar og Bandaríkja- menn hefðu ekki stutt Rússa í vörn þeirra með vopnum og matvælum. Rússar-hafa að vísu barizt af mikilli hreysti og þraut- seigju og gert með því ómetan- legt gagn með því að binda mik- inn her Þjóðverja á austurvíg- stöðvunum, sem annars hefði verið hægt að nota annarsstaðar. En þó að viðurkenna beri dugnað Rauða hersins í vörn og sókn á vígvöllunum, þá ber hins og að gæta, að fram að þessu liafa Rússar ekki annað afrekað í stríðinu en að verja sjálfa sig og land sitt fyrir voldugum og liarðsæknum útlendum óvinum, meðan bandamenn þeirra f stríð- inu hafa barizt í þrem heimsálf- um. Það er nú fyrst, sem Rússar eru komnir inn í Pólland og eru að fara inn í Eystrasaltsríkin. Á meðan hagur Rússa í stríð- inu stóð höllum fæti, lýstu þeir yfir því, að þeir væru Atlants- hafssáttmálanum með öllu sam- þykkir og vildu að stríðslokum virða frelsi og landamæri allra þeirra þjóða, sem ofbeldi hefðu verið beittar. En þegar sýnt þótti að Rússai myndu með tilstyrk Bretlands og Bandaríkjanna fá staðizt árás nazistaherjanna, og sigurinn mundi falla Bandamönnum í skaut; kom yfirlýsing frá Moskva um, að Rússland ætlaði að halda Öllum þeim löndum, sem það hefði í upphafi ófriðarins náð undir sig í friðar- og vináttu- skjóli Hitlers, en sem hann sið- ar hafði lagt undir sig, þegar vin- áttan var úr sögunni. Og nú, þegar Rússar eru komnir inn í Pólland, hafa þeir inpsiglað fyrr- greinda yfirlýsingu ineð því, að setja á stofn kommúnista lepp- stjórn bak við víglínu sína í Pól- landi. Rússar ætla með öðrum orðum að innlima austurhlut- ann af Póllandi í Rússland, en bæta hinum hlutanum það upp með því að færa landamærin (vestur á við, í Þýzkaland. Og þetta á að gerast,.án þess að spyrja viðkomandi þjóðir ráða. Hvernig lízt mönnum á grund- völlinn undir framtíðarfrið með þessum aðförum? Sú saga gekk eitt sinn um auð- ugan kaupmann á íslandi, að hann lagðist veikur og hélt að hann mundi deyja. Lagði hann þá svo fyrir að strika skyldi út verzlunarskuldir fátækra við- skiptamanna sinna. Þegar kaup- maðurinn var orðinn lieill heilsu, sá hann sig um hönd og skóf út eftirgjafirnar á skuldun- um. Rússar hafa farið líkt að og jressi kaupmaður. Á meðan þeir óttuðust, að líf sitt væri í voða fyrir vopnunt Þjóðverja, voru þeir samþykkir Atlantshafssátt- mála Cliruchills og Roosevelts. En þegar þeir sáu, að sigurinn rnundi þeim tryggður, sneru þeir strax við blaðinu og gerð- ust ágjarnir til fjár og landa. Þessi blika í austri er hin ískyggilegasta. Ef ekki tekst að uppræta hana, boðar hún engan framtíðarfrið, heldur nýja styrj- öld. Hér í blaðinu var þess getið, að landbúnaðurinn íslenzki hefði fætt og klætt þjóðina í 1000 ár. Þetta þoldi blað komm- únista, Verkamaðurinn, ekki og fer að leita að sönnunum fyrir því gagnstæða. Og sannanirnar Jrykist kommúnistablaðið grafa upp úr annálum frá 17. öld og lýsingu á bágindum á íslandi í sambandi við Móðuharðindin seint á 18. öld. Þessar heimildir fjalla um mannfelli úr sulti og hor, sóttir, fiskleysi, hafís, heng- ingar og fleira af slíku tagi. Eftir SÖGN OG SAGA ------Þjóðfræðaþættir ,JDagstt-------- Strandamannasaga Gísla Konráðssonar (Framhald). maður gamall og dó 1780; eru ættir frá honum margmennar syðra. En þau voru börn Magnúsar prófasts og konu hans, Guð- rúnar: 2. Halldór prestur Magnússon í Árnesi. — 4. Snjólfur Magnússon, átti Sesselju Sigurðardóttur, þeirra son Jón, faðir Snjólfs á Hallsteinsnesi, og Styrkár, er átti Helgu Gunnarsdótt- ur; þeirra dóttir Sigríður Styrkárdóttir, átti Olaf, son Olafs Odds- sonar; var Sigríður móðir Einars sáttasýslunarmanns í Skáleyjum, föður Guðmundar prests, sálmaskálds ,og þeirra systkina.1) — 5. Jón Magnússon, átti Orsúlu Bessadóttur; hann var faðir Sveins og Magnúsar. — 6. Arnfinnur, prestur í Ögurþingum, ókvæntur og barnlaus. — 7. Guðrún Magnúsdóttir, átti Jón Jonsson fra Stóra Ási. — 8. Birgitta2) Magnúsdóttir, átti Ólaf Atlason á Gautshamri. 3) Ætt þessi er ekki komin frá Snjólfi Magnússyni, heldur frá Snjólfi Oddssyni, sem býr á Borg í Reykhólasveit.»1703. — Snjólfur Magnússon var hreppstjóri og bjó á Gautshamri á Selströnd. Þau hjón eru bæði 46 éra 1703 og eiga eina dóttur barna, Ingibjörgu, 4 ára, en Snjólfur ®r látinn fyrir 21, marz 1709 (Jarðabók Á. M. XII, 391), þenna upptalning þykist blaðið hafa fært sannanir fyrir því, að það sé „mjög fjarri því að land- búnaðurinn hafi fætt og klætt þjóðina í þúsund ár“. Satt er það, að landbúnaður á Islandi var á mjög lágu stigi á 17. og 18. öld. En þrátt fyrir Jrað hélt hann þó lífinu í meiri hluta þjóðarinnar á jressum niðurlæg- ingartímum í sögu þjóðarinnar. Einstaklingar, og meira að segja fjölda margir, féllu úr hungri og harðrétti, en samt lifði þjóðin, og óneitanlega var það landbún- aðinum að þakka, þó að lág- sigldur væri. Ef að hans hefði ekki notið við, hefði öll þjóðin farizt. Ef ritstjóri ,,Verkamannsins“ treystir sér til að neita þessu, þá ætti hann a. m. k. að útskýra fyr- ir lesendum sínum, hvað annað en aðalatvinnuvegur íslendinga, landbúnaðurinn, hafi fætt og klætt þjóðina í 1000 ár, jró að oft væri af skornum skammti. En fyrst kastar þó tólfunum, þegar kommúnistablaðið vill kenna landbúnaðinum um hafís, eldgos, drepsóttir, fiskleysi, hengingar manna o. fl. Mikið að ritstjóri blaðsins skyldi ekki taka einokunarverzluninameðog skrifa hana í syndaregistur land- búnaðarins. Það hefði verið í samræmi við aðra framleiðslu, sem kémur úr þeirri v^rksmiðju. Mönnum er nú ekki farið að koma það á óvart, þó að komm- únistar geti ekki látið landbun- aðinn njóta sannmælis. Menn vita líka ástæðuna fyrir því. Kommúnistar eru orðnir úrkula vonar um að geta brotið bændur undir vilja sinn og til fylgis við byltingastefnu sína. Þess vegna vilja Jreir leggja landbúnað sveit- anna í rústir í hefndarskyni og gera bændur að þrælum sam- yrkjubúskapar í úthverfum kaupstaðanna. í samræmi við þessa þrá þeirra er „Verkamður- inn“ byrjaðúr á að flytja þá kenningu, að byltingaáform kommúnista sé ekki annað en hástig þeirrar þróunar í atvinnu- málum, sem bændur aðhyllast. En allt er þetta unnið fyrir gýg. Bændur láta ekki blekkjast. Þeir vita, að Jaar eiga þeir úlfs von, er eyrun sér. Tilvitnun kommúnistablaðs- ins í annála sannar ekkert um það, að landbúnaður okkar sé ófær til þess að fæða og klæða þjóðina og sé dauðadæmdur, af því að fyrr á öldum hafi hung- ursneyð geisað yfir landið, og það Jrví síður þar sem hann hefir tekið stórfelldri þróun, síðan þeir atburðir gerðust^ þó að mik- ið sé þar enn að vinna. Vilji konnnúnistablaðið eigi að síður halda fast við sinn keip, verður það samræmis vegna að játa, að landbúnaður Rússa sé einnig dauðadæmdur, því að Jrar geis- aði hungursneyð í landi fyrir nokkrum árum. Notið aðeins þvottad uft $»$»$>*$»$»$»{?»$»$»$»$»$*$>' — 9. Kristín Magnúsdóttir, átti Jón Ásbjörnsson. — 10. Þorvarð- ur prestur Magnússon í Sauðlauksdal, faðir Magnúsar, föður Hnjóts-bræðra, er allir drukknðu á sama skipi 1781, sem segir í ^Barðstrendingaþætti. Magnús prófastur, dó úr bólunni 1707, er bann hafði þrjá vetur hins níunda tugar, og þótti verið hafa merkismaður. Sama ár fékk Jón prestur ’Árnason Stað, er verið hafði tólf vetur skólameistari á Hólum og búið í Geldingaholti í Skagafirði, og þar ritaði. hann fingrarím sitt. Síðar varð hann prófastur, hélt Stað 17 vetur. — F.n Tröllatungu hélt Snorri prest- ur, sonur Ásgeirs prests, Einarssonar prófasts á Stað; liann var bróðurson Magnúsar prófasts. — Þorbergur prestur sonur Illuga Halldórssonar1) lögreéttumanns og fálkafangara á Sólheimum í Svínadal ,hélt Bitruþing; varð Þorbergur prófastur aldamótaárið og bjó á'Prestsbakka.2) Hann dó árinu fyrir Stóru bólu og hafði þá haldið þingin 10 vetur. Hann átti fyrr dóttur Egils prests Helgasonar í Skarðsþingum, en síðar Halldóru Hákonardóttur frá Vatnshorni, en ekki er getið barna hans með konum sínum.3) (Framhald). 2) í manntali 1703 er Briget (ekki Birgitta) talin meðal barna tíra Magn- úsar. Enn eru þar taldir Jón annar) og Einar. ’) Hlugi fálkafangari var Þórðarson Halldórssonar (Sýslum.œfir I, 488). 2) Þorbergur prófastur bjó í Skálholtsvík (stólsjörð) 1703. 3) Halldóra var dóttir Hákonar Ámasonar frá Staðarfelli. Sonur síra Þorbergs og hennar var Illugi smiður á Laugum í Hvammssveit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.