Dagur - 03.08.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 03.08.1944, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 3. ágúst 1944 DAGUR Þýzkir herfangar í Cherbourg. Ritstjóm: Inglmar Eydal. Jóhann Frímann. Haukur Snorrason. Aígreiðslu og innheimtu annast: Sigfús SigvarSsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. „Litli bróðir“ og „stóri bróðiru gKIPULAGSNEFND ATVINNUMÁLA telur, í áliti sínu og tillögum 1936, að 35,8% lands- manna stundi þá landbúnað. Þessi hlutfallstala landbúnaðarins hefir alltaf verið að lækka hin síðari árin, og má líklegt teljast, að nú sé svo komið, að aðeins tæpur þriðjungur landsmanna stundi þessa atvinnugrein. Samkvæmt athugun- um Kristins bónda að Núpi — í grein þeirri, sem gerð var að umræðuefni hér í síðasta blaði — hef- ir þessi þriðjungur þjóðarinnar þó árið 1941 íramleitt verðmæti í þjóðarbúið fyrir nálægt því eitt hundrað og þrjár miljónir króna. Er þá mið- að við útsöluverð aðahlandbúnaðarvaranna eins og það var í Reykjavík haustið 1941, en þó fært niður um 20% vegna sölu- og dreifingarkostnað- ar. Er sá frádráttur þó allvafasamur, því að þessi kostnaðarliður er að langmestu leyti fólginn í at- vinnu, sem landbúnaðurinn lætur í té innan- lands, auk allrar þeirrar miklu vinnu, sem flýtur af verksmiðjurekstri þeim, sem vinnur úr land- búnaðarvörum, mjólk, ull, skinnum, görnum o. fl. Hins vegar má líta svo á, að sölukostnaður hvíli ekki á þeim hluta varanna ,sem framleið- endur nota á heimilum sínum. Væri þessi frá- dráttur ekki gerður, telur Kristinn, að það myndi hækka þessa heildartölu landbúnaðarins nálægt 20 milj. króna. JþAÐ ER EFTIRTEKTARVERT til sarnan- burðar, að þetta sama ár, sem athugun Krist- ins er miðuð við (þ. e. 1941), nam verð útfluttra sjávarafurða um 180 milj. króna, samkv. verzl- unarskýrslum þess árs. Sé innanlandsneyzlan áætluð með tilsvarandi hætti eins og þegar land- búnaðurinn á í hlut (þ. e. miðað við smásöluverð í Rvík -f- 20%) nemur sú upphæð kr. 6,12 milj. króna. Ætti þá verðmæti allra sjávarafurða lands- ins að hafa verið rúmar 186 milj. kr. þetta ár. Síðan hafa þessar heildartölur beggja atvinnu- veganna auðvitað hækkað að mun sökum auk- innar dýrtíðar í landinu, en lilutföllin ættu þó ekki að hafa haggast að neinu verulegu ráði og þó sfzt landbúnaðinum í óhag. J^ANDBÚNAÐURINN hefir stundum verið nefndur „litli bróðir" við hliðina á „stóra bróðir" — sjávarútveginum. Þótt sú nafngift sé að vísu góðlátleg, er ljóst, að með henni er átt við lítinn mátt og litla getu þessa atvinnuvegar — og litla þýðingu hans fyrir þjóðfélagið. Þótt töl- ur þær, sem hér hafa nú verið nefndar, leiði auð- vitað í ljós, að sjávarútvegurinn sé mun hærri en landbúnaðurinn við þetta próf, er hitt jafnvíst, að hlutfallið er landbúnaðinum stórum hagstæð- ara en margur mun hafa ætlað — a. m. k. þeir, sem hafa kallað landbúnaðinn ómaga á þjóðar- búinu — þýðingarlausan lim, sem að skaðlausu mætti sníða af og kasta í glatkistuna. — Það er auðvitað mikið fagnaðarefni, að sjávarútvegur- inn hefir verið rekinn með miklum dugnaði og góðri forsjá í mörgum greinum af hinni ötulu sjómanna- og útvegsmannastétt landsins. En eng- um skyldi þó af þeim sökum sjást yfir hinn geysi-' verðmæta hlut, senr landbóndinn dregur í þjóð- arbúið, og renna þó mörg og gild rök — sem hér verða að bíða ótalin — undir þá skoðun, að þýð- ing landbúnaðarins sé stórum meiri og víðtækari en ráða má af tölunum einum — hvort heldur til málsins er horft frá þjóðhagslegu eða menningar- legu sjónarmiði. Bandamenn tóku milli 20 og 30 þús. fanga í Cherburg. Hér sjást þeir á leið til skips. „Öll þjóðin verður að sjá sögu- sýninguna". ÝNING SÚ úr sögu íslenzku þjóð- arinnar, er lýðveldishátíðarnefnd- in efndi til og opin var í Menntaskól- anum í Rvík í fullan mánuð nú í sumar, hefir vakið mikla athygli, ver- ið mikið sótt og yfirleitt hlotið góða dóma. Sú tillaga hefir komið fram, að henni verði ekki sundrað aftur, held- ur verði henni ætlaður staður í þjóð- minjasafninu eftirleiðis og þá efld þar og bætt með nýjum og ítarlegri sýningaratriðum og sögulegum mun- um eftir því, sem við verður komið, er stundir líða fram. Nú hefir einn sýningargesta, Hannes Jónsson, skrif- að „Degi“ bréf um sýninguna, þar sem hann beinir þeirri tillögu til stjórnarvalda bæjar og sýslu, að sýn- ingin verði fengin hingað norður á næsta vori, svo að almenningi hér gefist einnig kostur að sjá hana og njóta þeirrar þjóðernislegu hvatn- ingár, sem í henni er fólgin. Fer bréf Hannesar hér á eftir: „Sögusýningunni í Reykjavík var lokiö nú lyrir siuttu. Þúsundir manna hala sótt hana og skoðað, og allir þeir, sem þangað koma, og eé hefi átt tal við um hana, eru á einu máli um það, að hún hafi ver- ið hin fróðlegasta og prýðilegasta. Af því að e£ var einn af þeim, sem var svo heppinn að geta séð hana og skoðað, langar mig til að segja örfá orð, ekki til að lýsa henni, því að til þess tel efj mié ekki færan, svo vel væri, enda þess ekki þörf, þar sem það hefit verið éjört allrækileéa í blöðum oé útvarpi, heldur til þess að lýsa ánæéju minni yfir þessum þætti lýðveldishátíðarinnar; að vísu var mér það Ijóst, að í sýninéuna eru maréar eyður, oé um ýmisleét má þar deila, en það hverfur í skuéé- ann, er litið er yfir heildina. Eg er heldur ekki í vafa um, að þeir mætu menn, sem að henni unnu, muni smátt oé smátt fylla í þau skörð, er tími vinnst til, en því miður mun undirbúninéstíminn hafa verið ónóéur. En mér finnst, að það sé ekki nóé, að nokkrar þúsundir íslend- inéa sjái hana. — Allir landsmenn, sem komnir eru til vits og ára, konur oé karlar, verða að skoða hana, ef möéuleikar eru til, oé eé hyéé, aö enéan muni iðra þess. Sýninéin er hvortveééi3 « senn; stórskemmtileé oé afburða fmfaluéja/i um sðgu og htatti þjóðarinnar frá landnámstíð. — Finnst mér, að við íslendinéar mééum vera montnir af henni, því að ekki mun líkleét, að nokkur þjóð um víða veröld éeti sýnt eins vel söéu sína oé menninéu frá upp- hafi. Eé saéði hér að ofan, að ekki væri nóé að nokkrar þúsundir sæju hana. — Nei, þjóðin þarí helzt OLL að sjá oé skoða hana érandéaefileéa. — Eé vona, að all- ir éeti orðið mér sammála að þessu leyti. — Væri þá til ofmik- ils mælzt, að beina því til hæjar- stjórnar Akureyrar oé sýslunefnd- ar Eyjafjarðarsýslu, að þessi mátt- arvöld tækju höndum saman oé fenéju sýninéuna hinéað norður á næsta vor? — Að vísu er mér Ijóst, að á því muni ýmsir ann- markar. — „En mikið má, ef vel vill. Hannes Jónsson". Enn um útgáfu fornritanna. pRÁ JÓNI ÁSBJÖRNSSYNI, hæstaréttarlögmanni í Rvík, for- manni Hins ísl. fornritafélags, hefir blaðinu borizt svohljóðandi athuga- semd: / Deéi, sem út kom 29. f. m., eru okkur foréönéumönnum Hins ísl. fornritafélaés sendar kveðjur, litt vinsamleéar. Er slíkt að vísu ekki einsdæmi, oé hefi eé yíirleitt ekki laét í vana minn að elta ólar við það. En í umræddri érein, sem 1 í heild virðist byéé0 á misskiln- inéi oé ókunnuéleika, er eitt atriði, sem eé tel rétt að leiðrétta. Grein- arhöf. seéir, að flest bindi ísl. forn- rita hafi selzt því nær strax upp. Þetta er ALGERLEGA RANGT. Ritin seldust fremur dræmt allt fram á síðustu ár. Varð það þess valdandi, að upplaéið var ekki stækkað, því að áerf var ráð fyrir, að ódýrara mundi að láta ljós- prenta bindin, er frumupplaéið væri þrotið, heldur en að Iiééia e- t. v. í áratuéi með stórt upplaé, sem bakað hefði félaéinu kostnað oé óþæéindi á ýmsan hátt. Mér skildist höf. vera einn þeirra manna, sem ekki hafa haft forsjá til að kaupa Ísí. fornrit frá upphafi veéa þeirra. En þessir mertn meéa sjálfum sér um kerma, ef þeir verða nú að kaupa þau af einstaklinéum fyrir okurverð. Hefðu þeir rumskað fyrr og keypt ritin jafnóðum og þau komu út, (Framhald á 8. síSu). U ngbar naþáttur. Ekkert er eðlilegra en að ung móðir, senr enga eða sára litla reynslu hefir, sé oft í vanda stödd gagnvart gráti nýfædda angans, Jregar barnið er bæði mett og þurrt, en hljóðar samt. Hvað á þá gera? Það er sannarlega ekki alltaf létt að leysa úr hinum ýmsu vandamálúm viðvíkjandi með- ferð ungbarnsins fyrir unga og óreynda móður. Reynslan verður eflaust bezti skólinn, en oft er henni ekki til að dreifa, eins og að líkum lætur. Eg ætla að leyfa mér að birta hér nokkra kafla úr bók eftir danskan barnalækni, dr. Sven Mon- rad, ef ske kynni, að einhverri ungri móður vrði að gagni. — í formála, sem höfundur ritar, segir svo: Tilgangur með bók þessari, er hér kemur fyrir almenningssjónir og fyrst og fremst snvr sér að mæðrunum, á að vera sá að leggja á ráðin og gefa leiðbeiningar um næringu og hirðingu heilbrigðra barna til þess að tryggja þeim á þann hátt hin beztu lífsskilyrði og reisa Jreim öflugt vígi gegn yfirvofandi hættu. Hins vegar verður örsjaldan minnzt á hið sjúka barn og meðferð þess, og Jrá ekki nema með örfáum orðum. Eg sný mér þá að athugasemdum læknisins og gef hon- um orðið: ★ Svefninn: Ungbarnið sefur óslitið fyrstu 4 til 5 vikurnar og vaknar aðeins, þegar það þarfnast matar eða er þvegið og snyrt. Næstu mánuðina sefur það siimuleiðis meira en Jrað vakir, og jafnvel fram- undir lok fyrsta ársins sofa flest heilbrigð börn 12 til 14 tíma á sólarhring. ★ Ef barnið hl]óðar: Þegar barnið, sem annars er heilbrigt, verður órótt allt í einu og fer að hljóða hástöfum, þá skal ávallt reyna fyrst að komast fyrir, hver ástæð- an kunni að vera, hvort rýjan er vot, eða óhreink- uð, hvort fötin þrengja að því, eða hvort fluga er að ónáða Jrað o. s. frv. Sé því ekki til að dreifa, er bezt að láta sem ekkert sé og lofa barninu að liljóða, enda þótt það kunni að virðast ómannúð- legt í svipinn. En er Jrá ekki skaðlegt að láta barn- ið hljóða til þrautar? Þar til er Jrví að svara, að flest heilbrigð börn liljóða varla nokkurn tíma meira en Jrau geta afborið og liætta því brátt, jregar þau verða þess vör, að ekki er látið undan þeim. Það er afar sjaldgæft að liitta fyri.r börn, sem eru svo óvær og taugaslök, að Jrau linna aldr- ei á hljóðum, og getur þá verið óumflýjanlegt að vægja eitthvað til við þau, því að allt of miklar og sífelldar hrynur geta hnekkt almennri vellíð- an og þroska barnsins og geta valdið kviðsliti. ★ Uppsala og hiksti: Mörgum brjóstmylkingum hættir við að selja upp dálitlu af mjólkinni, þegar þau eru tekin af brjósti. Þetta stafar annað hvort af því, að barn- ið hefir drukkið of ört, eða of mikið, gleypt í sig loft, meðan það var á brjóstinu, eða farið hefir verið of harkalega með það á eftir máltíðinni. Þessi uppsala kemur sjaldan að neinni sök, eða eins og gamla þýzka máltækið segir: ,,Nur speikinder sind gedeihkinder" (Þ. e. uppsölu- börn eru efnisbörn). En sé þessi uppsala til muna, verður að sjá um, að barnið drekki hvorki of ört né of rnikið, og að það sé látið varlega í rúmið, þegar Jrað er tekið af brjóstinu, og eins er bezt að skipta um rýju, áður en barnið er lagt á brjóstið. Hiksti sá, sem margir brjóstmylkingar fá stund- um, er jafn ósaknæmur og orsakast .af því, að það drekkur of ört, eða að kuldi kemst snögglega að kviðnum. Slíkur hósti hættir af sjálfu sér, hvort sem barninu er gefið hið marglofaða sykurvatn eða ekki! - „Puella",

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.