Dagur - 10.08.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 10.08.1944, Blaðsíða 1
ANNALL DAGS Hin opinbera heimsókn £or- seta fslands, hr. Sveins Björns- sonar, hingað til bæjarins, fór al- gerlega fram eftir áætlun þeirri, sem frá var skýrt hér í síðasta blaði. — í árdegisverðarveizlu þeirri, er bæjarstjórn Ak. og sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu hélt forsetanum til heiðurs í Sam- komuhúsi bæjarins kl. 1 á föstu- daginn, ávarpaði Steinn Steinsen bæjarstjóri heiðursgestinn með ræðu, en forsetinn þakkaði með nokkrum orðum. Kl. 4 þá um daginn hafði mikill mannfjöldi safnazt saman í Lystigarði Ak., er forsetinn kom þangað með fylgdarliði sínu. Sigurður Egg- ers bæjarfóeti flutti snjalla ræðu fyrir minni íslands og bauð for- setann velkominn, en forsetinn ávarpaði síðan mannfjöldann með nokkrum vel voldum orð- um. Fleiri ávörp voru flutt, en þess á milli lék Lúðrasveit Akur- eyrar og karlakórar bæjarins sungu nokkur lög. Hátölurum hafði verið komið fyrir víðs veg- ar um garðinn, og máttu því all- ir gerla fylgjast með því, sem fram fór, enda var veður hið feg- ursta. — Kl. 11 árdegis á laugar- daginn lagði forsetinn af stað héðan með m.s. Ægi áleiðis til Siglufjarðar. Hafði mikill mann- fjöldi enn safnazt saman á bryggjunni til þess að kveðja for- setann. Lúðrasveit Akureyrar lék nokkur lög. Er forseti var kom- inn á skipsfjöl, ávarpaði hann fólksfjöldann og þakkaði bæjar- og sýslubúum hlýjar viðtökur og árnaði þeim allra heilla. * Nýtt stórfyrirtæki, sem hefir vatnsboranir, iðnað, bygginga- starfsemi og verzlun á stefnu- skrá sinni, hefir verið stofnað í Reykjavík með 600.000 kr. hlutafé, að því er segir í Lögbirt- ingablaði 30. júní sl. - Meðal stofnenda og stjórnenda eru Sigurður Jónasson, forstjóri í Reykjavík og Kristján Krist- jánsson, forstjóri, Akureyri. — Framskvæmdastjóri er Sigurður Jónasson. . : * Olafsfirðingar hafa nýlega tek- ið í notkun hina nýju sundlaug þorps og sveitar. Er lokið við að steypa sundlaugarkerið, en eftir að ganga frá búningsklefum, böðum' o. s. frv. Vatnið er leitt 4 km. veg, ofan frá Skeggjabrekku- dal, en þar er jarðhiti. Sundlaug- in er í sambandi við væntanlega hitaveitu Ólafsfirðinga. Er nú unnið að greftri hitaveituæða um þorpið. Sýnist fullvíst, að Ól- afsfjarðarþorp verði sá bær á landinu er fyrstur fetar í spor höfuðborgarinnar um fullkomna hitaveitu. * ' Elín Gunnlaugsdóttir frá Ósi í Hörgárdal varð 80 ára sl. þriðjudag. Elín er Þingeyingur að ætt, fædd að Fagraneskoti í Aðalreykjadal. Elín ólst upp með móður sinni, að föður sín- uni látnum, í Þingeyjarsýslu, en fluttist síðan að Nesi í Höfða- (Framh. á 8. síðu). dagur XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 10. ágúst 1944 32. tbl. Greinargerð símamálastjóra um hraðsímtölin: Símlalaþörlin helir vaxið örar en Ijölgun símasambandanna Kúverandi ástand óviðunandi Hraðsamtölin kunna að verða afnumin Fyrir nokkru var rætt um ástandið í símamálunurn hér f blaðinu. Var bent á það, að raunverulega hefði Landssíminn þrefaldað gjaldskrá sína, þar sem al- menn símtöl fengjust nú yfirleitt ekki afgreidd nema tekið væri hraðsamtal. Þessi grein hér í blaðinu hefir orðið til þess, að sunnanblöðin flest hafa einnig tekið að ræða málið og símamálastjóri hefir^sent blöðunum gréinargerð Landssímans um málið. — Viðurkennir símamálastjóri þar fúslega, að ástandið sé óviðunandi og boðar ráðstafanir til úrbóta. Greinargerð símamála- stjórans fer hér á eftir: í nokkrum blaðanna var tal- símaafgreiðslan milli Norður- og Suðurlands nýlega gerð að um- talsefni og yfir því kvartað, að tæplega sé nú unnt að fá af- greiðslu samdægurs á símtölum með venjulegu símtalagjaldi á þessari leið og.séu símnotendur því tilneyddir að panta hrað- símtöl með þreföldu gjaldi. í þessu sambandi hefir jafnvel orðum þannig hagað, að Lands- síminn væri nú að innleiða stór- fellda hækkun á símtalagjöldum milli Norður- og Suðurlands. Þetta er náttúrlega misskilning- ur eða rangfærsla. Töxtum eða afgreiðslureglum Landssímans hefir í engu verið breytt nú. Hraðsímtölin hafa æfinlega ver- ið afgreidd á undan öðrum sím- tölum. Hins vegar er það rétt, að ástándið er óþolandi til lengdar, og árangur hraðsímtalanna verð- ur lítið annað en verðþólga, þegar mikill þorri manna fer að heimta hraðsímtöl. Ástæðan til þessa er vitanlega sú, að sílmtála- þörfin hefir vaxið örara en f jölg- un símasambandanna. Á þessu eru hraðsímtölin engin lækning, Aukning Laxárvirkjunar- innar væntanlega full- gerð í þessum máunði. Rafveitustjórinn, Knut Otter- stedt, hefir tjáð blaðinu, að væntanlega verði aukning Lax- árvirkjunarinnar, sem búin er að vera á döfinni nú um langt skeið, lokið í þessum mánuði. Verkið hefir tafizt vegna þess, að amerískir sérfræðingar, sem líta áttu eftir uppsetningu vélanna hér voru bundnir við Ljósafoss- virkjunina og fengust ekki norð- ur. Þýzkur hermaður gefst upp heldur' aðeins kapphlaup um símann, og símanum eru þau óvelkomin, því að þau gera frek- ar að trufla og tefja símaaf- greiðsluna, heldur en hitt, og hlutverk símans er þó að af- greiða sem mest og fullnægja á þann hátt, sem bezt að hægt er, símaþörf landsmanna. Auk þess er nú svo komið, að það eru ekki alítaf þeir, sem mesta hafa síma- þörfina, er flest heimta hraðsím- tölin. Fjárhagsástæður eða fjár- hagskringumstæður margra eru nú þannig, að þeir hirða lítt um, þótt þeir greiði þrefalt símgjald, enda hafa símgjöld hækkað minna en verðlag almennt. Þar sem nú er svo háttað, að ekki er, sem stendur, hægt að fjölga símasamböndum og á þann hátt koma í veg fyrir mis- notkun hraðsímtalanna, hefir komið til athugunar, að afnema þau í bili eða takmarka þau, t. d. þannig að ekki megi tala nema 1 eða 2 viðtalsbil í einu. En á þessu eru einnig ýmsir ann- markar og mundi líka valda óá- nægju. Einasta leiðin og hin e$na rétta leið til að fyrirbyggja að slíkt ástand skapizt, er að_ fjölga símasamböndunum um leið og fleirum og fleirtim og síðast öll- um landsmönnum er gert fært að notfæía sér þetta hagkvæma tjáningartæki, og í .því skyni verður að leggja jarðsíma með nægilega mörgum línum um all- ar helztu símaleiðir. Byrjunin að slíku símakerfi var hafin 1939 með Jagningu jarðsímans yfir Holtavörðuheiði. í honum eru 46 vírar eða 32 talasambönd. Það verður hlutverk Landssímans frá Reykjavík^strax og hið rétta efni fæst, að leggja slíka jarð- síma frá Reykjavík til Akureyr- ar og á aðrar aðalsímaleiðir, þar sem margra talsambanda er (Framhald á 8. síCu.) Þessi þýzki fallhlífarhermaður er ekki hættur að trúa á Hitler, þótt, illa gangi í stríðinu. Hann ber nazistafíína á leið til fangabúðanna. KEAseturuppsér- staka vátrygg- ingadeild Hefur aðalumboð fyrir Almennar Tryggingar h.f. Kaupfélag Eyfirðinga hefir ný- lega stöfnað sérstaka vátrygging- ardeild, sem ætlað er að annast hvers konar tryggingar fyrir fé- lagsmenn og aðra viðskiptamenn K. E. A. Vátryggingardeildin hefir aðalumboð hér á Akureyri og við Eyjafjörð fyrir vátrygg- ingarfélagið Almennar Trygg- ingar h.frog tekur fyrst um sinn að sér brunatryggingar, sjótrygg- ingar, bílatryggingar og rekst- ursstöðvunartryggingar. — Skrif- stofa hinnar nýju deildar er í Hafnarstræti 101, 2. hæð og er framkvæmdasfjóri hennar Slefán Árnason. Þessi breyting á vátryggingar- starfsemi K. E. A. hefir það í för með sér, að öll minni háttar tjón fást.riú uppgerð og greidd hér og þarf ekki að leita til Reykjavík- ur eins og fyrr tíðkaðist. Er þetta mikið hagræði fyrir vátryggjend- ur hér um slóðir. Rétt er að minnaemenn á, í sambandi við (Framh. á 8. síðu). Útlit fyrir, að nýjar ísl. kartöflur verði ekki á markaðnum fyrr en í haúst. Nauðsynlegar árstíðar- verðsveiflur hafa ekki verið leyfðar. Kartöflulaust er nú hér í bæn- um, en auðvitað mfkil eftirspurn eftir þeirri nauðsynjavöru. í til- efni af þessu kom blaðið í gær að máli við einn af stærri kartöflu- framleiðendum hér um slóðir, Kristinn Sigmundsson á Arnar- hóli, og spurðist fyrir um það, hvort ný kartöfluuppskera muni ekki væntanleg á markaðinn innan skamms. — Eg tel þáð mjög vafasamt, svo að ekki sé meira sagt, svaraði Kristinn. — Atvinnumálaráðu- neytið liefir nýlega auglýst, að sama verð skuli gilda á kartöfl- um eins og síðastliðið haust, þ. e. 64 kr. pr. 100 kg. í heildsölu og 80 kr; í smásölu — eða sama verð og jafnmikið magn af töðu er nú selt á! Jafnframt er Græn- metiseinkasölu ríkisins falið að kaupa kartöflurnar fyrir 106 kr. pr. 100 kg., en það er sama verð og bændur áttu að fá í fyrra- haust samkv. tillögum „6 manna nefndarinnar" og vísitölusam-. komulaginu, sem þá var gert. Óvíða er enn svo sprottið í görð- um, að ekki megi gera ráð fyrir ,því, að kartöfluuppskeran muni tvöfaldast til hausts frá því sem nú er, og er þá ljóst, að bændur myndu stórskaðast á því að rífa nú upp úr görðum sínum og selja við sama verði,og þá verð- ur á boðstólum, og er þó sizt of hátt miðað við þann árstíma og kartöfluverð fyrir stríð. Þá var fyrs*ta uppskera oftast seld fyrir 50—60 kr. pr. 100 kg. í smásölu og ítalskar kartöflur fyrir allt að því 80 aura pr. kg. eða sama verð og nú er leyft á nýjum ísl. kar- töflum á sumarmarkaðinum. Hins vegar var haustverðið þá ekki nema 16—20 kr. pr. 100 kg. Má á þessu nokkuð marka sam- ræmið í þessum ráðstöfunum. — Eg geri því fastlega ráð fyrir því, segir Kristinn að lokum, að bændur muni yfirleitt ekki hafa nýjar, ísl. kartöflur á boðstólum fyrr en í haust, og þá einkum selja til Grænmetiseinkasölu rík- isins, en ekki beint til neytenda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.