Dagur - 10.08.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 10.08.1944, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 10. ágúst 1944 LANDBUNADURINN 1943 ÚR SKÝRSLU LANDSBANKANS Frá ársbyrjun og frarn úr var veturinn miklum mun harðari en verið hefir mörg unclan- farin ár og þar við bættust vorharðindi og kuldatíð langt frain á stimar. Víða varð að hafa ær á gjöf fram á sauðburð, kýr gengu seint út og jarðbönn urðu fyrir útigangshross, einkum norðanlands. Hefir Jrrossum fjölgað mjög á seinni árum í hrössahéruðum landsins og stofna þau öðru búfé í voða, ef taka verður þau á gjöf til rnuna. Hey urðu mjög uppgangssöm um v'orið og liefði illa farið um fóðurbjörg, ef ekki hefði notið íyrninga frá undangengnum góðærum. Með þeim og miklum kaupurn á fóðurbæti og heyjum þar, sem harðast svarf að, varð þó búfénu bjargað affallalítið. Vorgré)ður lifnaði seint og dafn- aði hægt sakir vorkuldanna, og sláttur hófst ekki almennt fyrr en liðið var að miðjum júlí. Var spretta þá orðin fram undir með- allag á túnum og sums staðar vel það. Töður hirtust sæmilega og betur, en há var óvíða slegin, enda spratt hún lítið. Útengi var víðast laklega sprottið. Tíðarfar gerðist óhagstætt þegar á sumar- ið leið, og 24. september gerði stórhríð um allt norðanvert landið, með svo mikilli fann- komu, að sauðfé týndist sums staðar í fönn, einkum á norðan- verðum Vestfjörðum og í Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum. Sums staðar urðu''síðslægjur úti, fé hraktist og tapaði holdum, kýr komu snemma á gjöf og garðávöxtur skemmdist. Eins og við er að búast var heyskapurinn með rýrara móti, bæði að vöxt- um og gæðum. Septemberhretin stóðu um hálfan mánuð, en þá batnaði tíðarfar og mátti heita gott — einkum norðanlands — til ársloka. Fóðurbætiskaup bænda ttrðu með langmesta móti um haustið, vegna lítilla fyrninga og lítils hevfengs. Eins og nokkur undanfarin ár, liafði Búnaðarfélag íslands ráðn- ingarskrifstofu framan af sumri, bændum til aðstoðar við ráðn- ingu verkafólks. Varð hún til nokkurrar úrlausnar en hvergi nærri fullnægjandi. Algengast vikukaup á vegum ráðningastof- unnar var fyrir kaupakonur 100 — 125 kr. og fyrir karlmenn 200 —250 kr., lægri tölurnar vor og haust, en hinar hærri um hey- skapartímann — en vitað er, að kaupgjald, var oft miklum mun hærra og urðu þó margir bænd- ur mjög liðfáir allan ársins bring. Fjárpestirnar ollu bændum enn miklu tjóni á árinu sem leið, þótt þær breiddust ekki frekar út, nenra hvað garnaveiki konr upp á 3 bæjum_ í Rangárvalla- sýslu. í kaflanum unr verðlag, at- vinnukjör o.1 fl. er skýrt frá skipun Landbiinaðarvísitölu- nefndar, er skyldi finna grund- völl fyrir vísitölu framleiðslu- kostnaðar landbúnaðarafurða og hlutfalli milli verðlags landbún- aðarvara og kaupgjalds stéttarfé- laga, er miðast við það, að lieild- artekjur þeirra, er vinna að land- búnaði, yrðu í sem nánustu sam- ræmi við tekjur annarra stétta. Nefndin byggði niðurstöður sín- ar á rekstri meðalbús, og var við útreikning á tekjum og gjöldum þess lagt tií grundvallar meðal- tal búreikninga frá árunum 1936 til 1940. Heildarkostnaður við rekstur slíks bús var talinn 30.394 kr., en jiar frá voru dregnar tekjur af seldu fóðri o. fl., þannig að sú kostnaðarupp- hæð, sem samsvaraði tekjum af eiginlegum framleiðsluvörum búsins, varð 28.372 kr. Sttersti kostnaðarliðurinn var kaup bóndans, 14.500 kr. Við ákvörð- un á því var safnað upplýsing- um um kaup kaupjregastétta í kaupstöðum og kauptúnum á ár- inu 1942. Reyndist meðaltekju- upphæðin ásanit vísitölufram- færslu fyrir tímabilið septemlier 1942 til ágúst 1943 15.500 kr., en kaup bóndans var ákveðið nokkru lægra með hliðsjón af aðstöðumun, sem talið var að væri milli lians og kaupjiega. Annar stærsti kostnaðarliðurinn var kaup verkafólks ásamt reikn- uðu fæði, húsnæði o. fl. fyrir Jiað, 12.304 kr. Tekjurnar skipt- ust þannig niður á afurðir, bæði þær, sem seldar eru og notaðar eru heima: Afurðir af nautgrip- um 16.978 kr., af sauðfé 9.102 kr., af garðrækt 1.802 kr. og af hrossum 490 kr., samtals 28.372 kr. Nefndin ákvað verð á Jiess- um afurðum til farmleiðenda: Á mjólk, nauta- og alikálfakjöti, kýrkjöti og húðum. Á kjöti af dilkum, veturgömlu, sauðum og öðru fé, og á gærum og ull. Og loks á kartöflum, hrossakjöti og hrosshúðum. Verðið er það, sem bændur eiga að fá fyrir afurðirn- ar komnar á afhendingarstað mjólkurbú, í sláturhús o. s. frv.) Verð á ull og gærum var ákveð- ið með hliðsjón af því verði, sem þessar afurðir höfðu verið seldar fyrir síðast erlendum kaupend- um. Við ákvörðun verðs á öðr- um afurðum vár, að því er inn- byrðis verðhlutföll snerti, byggt á búreikningum, en verð ein- stakra afurða var ákveðið það hátt, að tekjur yrðu jafnar til- kostnaði. — Landbúnaðarvísital- an er sett í byrjun september- mánaðar ár hvert og gildir frá 15. september til jafnlengdar næsta ár. Grunnupphæðin, 28,372 kr., samsvarar vísitölunni 100. Landbúnaðarvísitalan á þó ekki að gilda fyrir afurðir af sumarslátrun eða garðávexti, sem teknir eru upp fyrir venju- legan tíma. í fjárlögum fyrir árið 1944 er veitt heimild til greiðslu verð- uppbóta á útflutt kjöt, gærur, ull og osta, f/ramleitt árið 1943, þannig að framleiðendur fái verð fyrir þær samkvæmt niður- stöðum Landbúnaðarvísitölu- nefndar. lýjárframlag í þessu skyni er áætlað 10 milj. kr. — Samkvæmt endanlegum reikn- ingsskilum liafa útgjöld ríkis- sjc')ðs til vérðuppbóta með land- búnaðarafurðum af framleiðslu ársins 1941, sem að verulegu eða öllu leyti hafa verið fluttar úr landi, numið 3.564 þús. kr., en 16.199 þús. kr. með afurðum af framleiðslu ársins 1942. Hafa greiðslur þessar verið inntar af liendi samkvæmt tveim ályktun- um Alþingis 1942, sem getið er nánar í ársskýrslu 1942. Útgjöld ríkissjóðs til þess að halda niðri verði landbúnaðarvara innan- lands á árinu sem leið námu samtals 11.746 þús. kr. (Verður gerð nánari grein fyrir þessu hvoru tveggja hér á eftir), Kartöfluuppskeran var á síð- asta ári, samkvæmt mjög laus- legri áætlun, um 50 þús. tunnur, á móti 86 þús. tunnum árið áður, skv. búnaðarhagskýrslum Hag- stofunnar. Er tíðarfarinu hér aðallega um að kenna. Sunnan- lands var víða sæmileg uppskera, en norðanlands og austan var hún yfirleitt mjög léleg og sums staðar nær engin. Uppskera af gulrófum og kartöflum var sára- lítil, en árið áður nam hún tæp- lega 8.700 tunnum, skv. búnað- arskýrslum Hagstofunnar. Frá ársbyrjun til 1. júní var heild- söluverð Grænmetisverzlunar ríkisins á kartöflum (og rófum, sem þó voru lítt fáanlegar) 86 kr. á 100 kg., en lækkaði þá í 66 kr. Samkvæmt áliti Landbúnað- arvísitölunefndar skyldu fram- leiðendur fá 106 kr. fyrir liver 100 kg7“af kartöflum, miðað við afhendingu á næsta markaðsstað. Frá 1. október varð, samkv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar, smásöluverð á kartöflum 1 kr. á kg. og frá 1. nóvémber 80 aurar. Samsvarandi heildsöluverð var kr. 83,50 og kr. 64,50 á 100 kg. Jafnframt því, að ríkisstjórnin ákvað þetta lága smásöluverð á kartöflum, fól hún Grænmetis- verzluninni að kaupa eða semja við aðra um að kaupa þær kar- töflu.r, sem framleiðendur kynnu að vilja selja á þeim stöðum og fyrir það verð, er hún ákvæði. Til viðbcitar skyldi síðar greidd verðuppbót, þannig að verðið til framleiðenda yrði það, sem Landbúnaðarvísitölunefnd ákvað. Búizt er við því, að liagn- aður Grænmetisverzlunar ríkis- ins af sölu á innfluttum kartöfl- um nægi til þess að greiða þann kostnað, sem af verðlækkuninni leiðir. Er gert ráð fyrir, að flytja verði inn álíka mikið af kartöfl- um og nemur uppskerunni 1943, til þess að ársþörfinni verði full- nægt. Kornuppskeran (hafrar og bygg) á Sámsstöðum nam um 70 (90*) tunnum, en hefði orðið álíka mikil og árið áður, ef ekki hefðu farið forgörðum um 20 tunnur vegna ofviðris á upp- skerútímanum. Kornrækt utan Sámsstaða var heldur minni en árið áður. Af grasfræi fengust á Sámsstöðum um 1.100 (800) kg. Bændur telja sig fá betri töðu af íslenzku grasfræi en erlendu, og mun verða lögð áherzla á að auka grasræktina á næstu árum. — Gróðurhúsarækt var enn auk- in og gaf mikið af sér, enda var verð-hátt á framleiðslunni. Slátrun sauðfjár var með mesta móti, svo sem vænta mátti eftir árferðinu. Slátrað var 477.439 (429.012) fjár, þar af 408.201 (390.304) dilkum. Kjötmagnið af þessu fé nam 6.774 (6.100) tonnum. Meðalskrokkþungi dilka var 13,3 (13,65) kg. í árs- byrjun var heildsöluverð á 1. og 2. fl. kjöti kr. 5,80 kílóið og á saltkjöti kr. 690,00 tunnan (130 kg.). Hinn 1. maí lækkaði verðið í kr. 5,20 og kr. 612,00 og hélzt svo til niiðs septembermánaðar, er akvörðun Landbúnaðarvísi- tölunefndar um verð til fram- leiðenda kom til framkvæmda. Skyldu bændur fá meðalverð kr. 6,82 fyrir kílóið af dilkum og veturgömlu og sauðum, óg kr. 3,50 fyrir kjöt af öðru fé. Var heildsöluverð á 1. fl. kjöti ákveð- ið kr. 5,75 á kg. og á 2. fl. kjöti kr. 4,75. Jafnframt Var heild- söluverð á saltkjöti ákveðið kr. 850,00 tunnan. Eftir sláturtíð hækkaði verð á 2. fl. kjöti Upp í sama verð og var á 1. fl. kjöti, og frá 1. desember lækkaði salt: kjötstunnan í kr. 746,00. Aðrar breytingar urðu ekki á kjötverði til áramóta. *) Svigatölurnar eru frá árinu áð- ur, sé annars ekki getið. (Framhald). SÖGN OG SAGA -------Þjóðfræðaþættir „Dags“----------- Strandamannasaga Gísla Konráðssonar (Framhald). 2. Kap. * FRÁ AFTÖKU ÞJÓFA Á STRÖNDUM. Halldór prestur, sonur Magnúsar prófasts á Stað, fékk nú Árnes Stórubólu-árið. En frá því árið 1700 hafði haft Strandasýslu Jcín Magnússon frá Reykjahcdum. Magnús sýslúmaður faðir hans var son Ara í Ögri, Magnússonaiýer sumir hafa kallað hinn ,*,prúða“, norðan frá Svalbarða.1) En Jón liafðr áður haft sýsluna hálfaj en frásögn Jiessi hefst. Er þess J)á getið, að árið áður, 1699, hafi svo liart verið í Trékyllisvík, að dáið hafi þar um 120 manns, bæði úr hungri og harðrétti og ýmsum kvillum, er þar af risu. En það var fyrsta sumar aldar, 1701, að Jón sýslumaður Magnússon kom með þjóf þann til Alþingis, er Ásmundur Jónsson hét, og brotizt hafði úr járnum og náðst í Vaðlaþingi. Áður hafði liann hýddur verið á Barðaströnd, en síðan stolið frá Sveini bónda, er þá bjó í Ófeigsfirði, er virt var til 94þ2 álnar. Asmundur íneðgekk og var i) jón Magnússon frá Reykhólum hélt Strandasýslu all-löngu fyrr en hér segir. Það var annar Jón Magnússon, bróðir Árna prófessors, sem fékk sýsluna árið 1700. dæmdur að hengjast. Telur Eyjólfur prestur liinn fróði á Völlum í Svarfaðardal, að þá yæri Ásmundur liýddur fyrir tveimur vetr- um, fyrir „lygina miklu“, en getur eigi þess, hver lnin var. Dæmd- ur var og að hengjast Jón Jónsson úr Hnappadal, er Eýjólfur prestur kallar Bitru-Jón; lætur að líkindum, að þaðan væri hann upprunninn. Hafði liann stolið 2 liestum og fleiru og brotizt úr járnum; hann var hýddur og markaður, en eftir það stal hann 35 dölum. Þeir voru hengdir 14. júlí, að mörgum viðverandi. Þá lýsti Bjarni, aðstoðarprestur föður síns í Árnesi, sá áður var um getið, kaupi sínu fyrir 12 hdr. í Munaðarnesi í Trékyllisvík af Jóni Strandasýslumanni Magntissyni. Sumarið eftir var dæmt í lögréttu um Þórodd þjóf Þorsteinsson úr Strandasýslu, er hýdd- ur var og brennimerktur fyrir margfaldan þjófnað; hafði hann brotið upp hús og hirzlur; honum var og borin foröktun guðs orða; var það sannað, að á 11 bæjum hafði hann stolið. En það dæmdi Lárus lögmaður Gottrup og lögréttumenn, er honum fylgdu, að vægja skyldi lífi Þórodds, en þola tvær hýðingar, aðra J)ar á Alþingi, en hina heima í héraði, og sé á meðan í varðhaldi sýslumanns. En það var hin síðari misseri, 1703, að Kristján Múller amt- maður lét taka Þórodd og drepa, öndvert dóini lögmanns. Var það eitt með öðru, er varð að miklu sundurlyndi þeirra amtmanns og Lárusar lögmanns. 3. Kap. HÖFÐASKIP STRANDAR í REYKJARFIRÐ. . Það var nær Mikaelsmessu, að Spákonufellshöfðaskip lagði út. Höfðu út komið á því sumrinu áður litunarmaður danskur, að (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.