Dagur - 10.08.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 10.08.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 10. ágúst 1944 D A G U R 7 Pjnrtmtlcg þökk ötitum og ímttimmattituttt fgrir Ircimaóktt, heillaóakir ug gjafir á ajötugBnfntarli ttttttu. pristítt ^iguröaröóttir, PrÍBtucaí. KraftfóSur Þeit1 viðskiptamenn vorir, er ætla að kaupa hjá oss kraftfóður í haust og vetur, gjöri svo vel að skila pöntun- um sínum á skrifstofu vora fyrir 20. ágúst n. k. KAUPFÉLAG EYFIRDINGA Skiptafundur Ár 1944, mánudaginn 28. á- gúst, kl. 1 e. h„ verður væntan- lega lokaskiptafundur haldinn í dánarbúi Sigfúsar Sigfússonar, Steinsstöðum, á skrifstofu emb- ættisins. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 8. .-igúst 19-t-l. Sig. Eggerz. ; ' ■ ’ »*• má ekki vanta á neinu hænsnabúi. Fæst í mörgum mat- vöruverzlunum bæj- arins. Peysufatasjal til sölu í Sniðgötu 1 niðri. <$>^>^>$>^><$x$x$>^>^><$><í>^>^>^x$x$^^x$x$><$x$>^x$x$^$^x$>^><$^^><$x$^><$x$x$x$^>$>^>^>^><$><$>^>^>«><$^x$x$x$^><$x$x$x$x$><$x$x$H SKEMMTISAMKOMA, að tilhlutan Framsóknarfélaganna á Akureyri og í Eyjaf jarðarsýslu, verður haldin að Hrafna- gili n.k. sunnudag og hefst kl. 2 e. h. Þar fer fram: Ræðuhóld (meðal ræðumanna er Steingr. Steinþórs- son, búnaðamálastjóri). Hornablástur (lúðrasveit Akureyrar, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar). Dansað í skála félagsins á Hrafnagili. Hljóm- sveit Karls Jónatanssonar leikur. Veiting- ar á staðnum. Sætaferðir frá bifreiða- stöðvum bæjarins frá kl. 1 e. h. SKEMMTINEFND . ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. BRUNATRYGGINGAR SJÓTRYGGINGAR BÍLATRYGGINGAR REKSTURSSTÖÐVUNARTRYGG- INGAR Leitið upplýsinga hiá aðalumboði voru á Akureyri og við Eyjaf jörð, VÁ- TRYGGINGARDÉILD K. E. A. - Skrifstofa í HafnarstrætilOl, 2. hæð (Stefán Árnason). Sími 127. ALMENNAR TRYGGINGAR h/f. ^X$X^X$X$x$X$X$>^X$>^>^X$X$x$>^>^X$X$>^<$X$><$^>^X$>^X$X$X$X$X$X$X$^X$>«X$X$X$><$>^X$>^X$X$>^«$>^X$X$X^<$X$X$X$^X$X$>^><$X$^X$><$X$X$X$^$X$>% 7 engjum jarðarinnar Hleið- argarðs í Eyjatirði er dálítill bali eða flötur, sem kallaður er Sturlaflötur; dálítil þjóðsaga er tengd við hann, en verður ekki sögð hér. — Bali þessi er harð- lendur og sendinn, og því illur til sláttar í þurrkatíð. — Eitt sinn voru þeir að slá flöt þenn- an, Helgi Jónsson er orti vís- una „Það er draugur, sem þú sérð“ o. s. frv., er birtist í Degi íyrir nokkru, og Sigluvikur- Sveirm. Var þerrir á, og þótti þeim télögum seint sækjast slátturinn. Kom þeim þá saman um að búa til sína hvor um vinnubrögðin. — Byrjaði þá Helgi og sagði: Helga ólag er heldur á, hann með kjagar ljáinn blá, Sturla nagar fíötinn flá, þótt fái baga stráin fá. Sveinn tók þegar við og sagði: Sveini bagar fráir frá, frekju sagar Ijáinn á, eitt upp nagar strá og strá, atendur og jagast þá hann má. Þorlákur í Sölvahlíð þóttistór- lyginn karl. — Eitt sinn kom hann niður að Gnúpafelli í all- hvössu sunnanveðri. — Hitti hann þar heimamenn og tóku þeir tal saman. Spurðu þeir Þorlák, hvort ekki væri mikið veður í Sölvadalnum. — „Óskapa veður“, segir hann, „og svo var veðrið, er eg gekk hér yfir hálsinn milli bæjanna, að grjótið hringlaði yfir höfði mér sem skítkussar í skjóðu“. „Hvassara hefir þó verið hér“, segði einn heimamanna. — „Ætluðum við að járna hross í skemmu hér á hlaðinu, en urð- um frá að hverfa, því að skeifur og naglar og jámáhöld þeyttust svo um húsið að lá við slysum“. — „Óskapa veður hefir þetta verið“, sagði karl undrandi. — „Ekki var það svona í Sölva- hlíð; þar var ekki nema golu- korn“. ★ Mann einn í Eyjafirði dreymdi þessa draugalegu vísu. — Þóttist hann úti staddur hjá ^ bæ sínum og heyra kveðið í fjallinu fyrir ofan bæirtn: Dimmt er hér í djúpri gjá, dagur skín um völlinn. Vildi eg, að hljóð mín há heyrðust gegnum fjöllin. Ekki vissu menn til, að mað- ur þessi væri neitt hagorður. ★ Einar í Rauðhúsum var skrítinn karl. Hafði hann það til, að segja sögur af sér, sem ekki voru sem trúlegastar. — Eitt sinn kom Ari Jónsson á Þverá, höfundur sjónleiksins „Sigríður Eyjafjarðarsól“, að Rauðhúsum, en þeir voru bræð- ur, Einar og hann. — Einar tók bróður sínum hið bezta og leiddi hann til baðstoíu. — Tóku þeir þegar tal saman, og kom þar, að Einar hóf að segja sögu af sér, sem var ekki sem trúlegust. — Hlustaði Ari þegj- andi á söguna, en að henni lok- inni sagði hann: „Ekki er saga þín trúleg, og dettur mér í hug það, sem Franklín segir á ein- um stað, að ekki geti tómur poki staðið“. Einar svaraði þessu engu, en stóð upp af rúmi sínu og fór fram, gekk hann beint til eldhúss, en þar var Guðrún kona hans að hita kaffi. — Einar sagði þegar við hana: „Flýttu þér að hita kaííið, Guð- rún, svo að Ari geti farið; mér leiðist Ari, hann er allur í rass- inum á Franklín“. ★ Eitt harðindavor kom Siglu- víkur-Sveinn á bæ eirtn í Eyja- firði. — Var komið fram á sauðburð, og almennt heyleysi. Var þá á norðan krepja eða slydda; mælti hann þá fram vísu þessa: Hafi enginn hrellingar, þótt heyin séu á þrotum. Eg kem með hláku kerlingar kannske hún verði að notum. (Handrit Hannesar frá Hleiðargarði). STÚLKA óskast á fámennt heimili í september n.k. Gott sérher- bergi. með baði. Mánaðar- dvöl í Reykjavík kemur til greina. Opplýsingar í síma 7, Hjaltevri. Úr erlendum blöðum. (Framhald af 3. síðu). inn lifir ekki nema nokkrar mínútur í lofti, sem hefir verið sprautað með triethylene glycol. Honum tókst aldrei að'smita til- raunadýr af berklum, eftir að sýklarnir höfðu hlotið þessa meðferð. Dr. Potter telur, að slík kemisk sótthreinsun andrúms- loftsins hafi mjög mikla mögu- leika til þess að útiloka smit- hættu á vinnustöðvum, skrifstof- um, fundarsölum og yfirleitt á öllum þeim stöðum, sem fólk kemur saman á. (New York Times).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.