Dagur - 17.08.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 17.08.1944, Blaðsíða 1
 ifr ANNALL DAGS &s---------- Frá Vestfjörðum. Eg kem að vestan og Meilsa þér, „Dagur" sæll, sem húsbónda á þínu heimili hér norðanlands og vænti þess, að þú virðir gamlan og góðan sveitasið, að ferðalang- ur segi fréttir þó fáar séu. • Veðráttan í vetur var- hvorki fannfrek né frosthörð, en sann- aði hið fornkveðna að „fjöld of viðrar á fimm dögum, en meir á mánuði". Umhléypingar hafa verið með eindæmum. Bændur fækkuðu flestir fé sínu síðastlið- ið haust vegna erfiðrar heyöflun- ar sl. sumar. Vorið var kalt, en sauðburður gekk alls staðar vel. Eftir miðjan júní breyttist tíðin til batnaðar með skúrum og hlý- viðri, svo að grasspretta á tún- um varð sæmileg og sums staðar ágæt og nýting með albezta móti. * Aflabrögð hafa yfirléitt verið góð í verstöðvum öllum vestan- lands í vetur, en óstöðugleiki veðráttunnar mjög hindrað sjó- sókn. Aflatregt hefir þó verið í vor. Hraðfrystihús eru nú á, hverjum firði, sem taka aflann og þar að auki hafa jafnan legið skip á Isafirði, sem flytja „ísað- an" fisk. Talsvert af hraðfryst- um kúfiski, — kúskél — er nú flutt frá Flateyri. * Rafmagnsmál. Mikill áhugi ríkir almennt vestra fyrir virkj- un Dynjanda, en það eru raun- ar Mjólkurárnar í botni Borgar- fjarðar, sem næst því standa að verða virkjaðar. Hefir verið unnið að mælingum þeirra tvö undanfarin sumur og má vænta þaðan mikils afls, því fallhæð vatnsins er 3—400 metrar. Öll þorpin frá Patreksfirði til fsa- fjarðar eru þátttakendur í fram- kvæmd þessa fyrirtækis og vænt- ir maður að sveitirnar fái þaðan líka raforku til sinna þarfa. Ef- laust verður sementsverksmiðja reist jafnframt virkjuninni. — ísafjörður er nú að auka sína virkjun með lítilli á í góðri fall- hæð. Rafmagnsþörfin er knýj- ahdi mjög bæði við sjó og til sveita og því ólíklegt að það verði látið dragast að bæta úr þeirri þörf, þegar mögulegt er. Eg geri ráð fyrir að fyrst verði rafmagnið leitt til kauptúnanna, þar sem mest er þörfin, líkt og nú á sér stað um hinar stærri virkjanir landsins, en óhugsandi er sveitirnar verði afskiptar því til lengdar. Það „lífsflóð úr jök- ulsins serki" v e r ð u r, þegar tímar líða, að tengja fólkið við foldarbrjóstin. * Á Núpi er nú verið að auka byggingar héraðsskólans. Verða þar sett hreinsitæki fyrir sund- laugina, rúmgóð gufubaðstofa, snyrtiklefar og böð. Þá verður heimavistin aukin allverulega, bókasöfnin fá gott húsrúm með lesstofu, ennfremur íbúðir fyrir kennara, eldhús og borðstofa. — Aðsókn að skólanum er mikil. Gistihús er rekið í! skólanum í sumar. Skruður er fagur að (Framhald 4 8. slSu.) DAG XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 17. ágúst 1944 33. tbl. Annar þáttur innrásarinnar hafinn: BANDAMENN GANGA 4 LAND í S.-FRAKK- Danir tóku sjálf ir að sér eyðileggingar- störfin, sem Banda- mannaflugherinn vinnur í öðrum her- numdum löndum Frásögn OLE KILLERICH ritstjóra. JJR. OLE KILLERICH, rit- stjóri við eitt af hinum leynilegu, frjálsij blöðum í Dan- mörku, nú landflótta, kom hing- að til bæjarins fyrir skömmu og sagði blaðamönnum og fleiri gestum frá lífinu í Danmörku undir oki Þjóðverja, í kaffiboði, sem danskir menn og menn af dönskum uppruna, búsettir hér í bænum, ' efndu til að Hótel KEA sl. laugardagskvöld. í fróðlegu og skemmtilegu er- indi rakti hr. Killerich það, sem gerzt hefir í Danmörku síðan 9. apríl 1940 og fram á þennan dag. Danir unnu hinn fyrsta sig- uru sinn í baráttunni gegn inn- rásarhernum, þegar þeim tókst, með einbeittri og fórnfúsri bar- áttu að koma öllum fyrirætlun- um Þjóðverja, um að gera Dan- mörku að „sýningarglugga", — iiinnar nýju, nazistisku skipunar í'Evrópu, fyrir kattarnef. Eftir það harðnaði baráttan æ meir, unz til opinnar mótspyrnu kom í ágúst í fyrra sumar, er danski flotinn sökkti skipum sínum, eða kom þeim undan, og ríkis- stjórnin fór frá. Síðan hefir skemmdarstarfsemin í Dan- mörku færzt stórkostlega í auk- ana. Danir vinna Þjóðverjum allt það tjón er þeir mega, og hafa skipulagt skemmdarstarf- semi sína svo vel, -að rómað er meðal Bandamanna. Á þennan hátt hafa Danir sjálfir tekið að sér að vinna þau eyðingarstörf, sem flugherir Bandamanna vinna í öðrum hernumdum löndum. Dönum hefir með þessu tekizt að vinna Bandamönnum ómetanlegt gagn, auk þess að bjarga eigin mannslífum og verðmætum. Erindi hr. Killerichs var mjög fróðlegt og skemmtilegt, og var gerður að því góður rómur. — Balduin Ryel, kaupm., hafði orð fyrir þeim, er að hófinu stóðu, en Steingr. Jónsson, fyrrv. bæjar- fógeti þakkaði af hálfu gestanna. Hr. Killerich er nú nýlega skipaður blaðafulltrúi við danska sendiráðið í Reykjavfk. Síldveiðin aj glæðast Síldveiðin var með minnsta móti framan af vertíðinni, en er nú að glæðast og hefir verið góð síðustu daga. Veiði skipa frá Ak- ureyri og við Eyjafjörð, til 12. ágúst, var sem hér segir: Eldey, Hrísey, 3943» mál, Andey, Hrísey, 5982, Bris, Ak., 6085, Gautur, Ak., 711, Gull- toppur, Ólafs., 3795, Gylfi, Rauðuvík, 3231, Hrönn, Ak., 4069, Kristján, Ak,, 6722, Lív, Ak., 1335, Narfi, Hrísey, 8425, Njáll, Ólf., 2935, Otto, Ak., 2664, Rúna, Ak., 6883, Snæfell, Ak., 10508, Súlan, Ak., 7380, Anna/Einar. Þveræringur, Ólf., 5577, Arngr. J./Jón Stef., Dalv., 3189, Bj. Jör/Leifur, Dalv., 4907, Egill/Kári, Ólaf., 3584, G. Pálss./Nói, Dalv., 3084, H. Hafst./Helgi Háv., Dalv., 2735, Sporður/Sæunn, Árskógsstr., 2740. Auk þess hafa nokkur skip- anna veitt nokkur hundruð tn. í salt. ORÆFAFERÐ FERÐAFÉL. AKUREYRAR. 5. þ. m. efndi Ferðafél. Ákureyrar til skemmtiferðar suður á fjöll á 2 vöru- bílum. Á laugardagskvöld var ekið að Urðarvötnum og gist þar. En þangað náðu vegabætur þaer, sem félagið hafði áður framkvæmt. Á sunnudag var haldið suður Vatnahjalla (austan Urðarvatna) og varð að ryðja þar nokkuð til að komast með bilana. (um 7 km. leið). Kl. 19 var þó kom- ið suður fyrir Urðarvötn og leiðin þá greiðfær með því að fara nokkra króka. Kl. 22 var komið að Geldingsá og þar gist. — Á mánudagsmorgun var farið upp á hátt fell, norðan við Geldingsárdrög, og var þaðan víðsýni mikið, og sýndist greiðfær leið suður á Sprengisand. En af ýmsum ástæð- um var þó snúið heimleiðis. — Næsta laugardag er ráðgert að fara aðra ferð sömu leið og þá alla leið að Þjórsá — Farmiðar verða seldir á fimmtu- dag og til kl. 4 á föstudag. - Fjölmenn skemmti- samkoma Framsókn- armanna á Hrafna- gili s.l. sunnudag Framsóknarfélögin í bæ og sýslu efndu til skemmtisamkomu að skemmtistað félaganna á Hrafnagili sl. sunnudag. Var veður ágætt um daginn og sótti margt manna úr sýslunni og kaupstaðnum skemmtunina. Bernharð Stefánsson alþingis- maður setti samkomuna með stuttri ræðu en aðalræðurnar fluttu þeir Steingrímur Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri og Jóhann Frímann skólastjóri. Lúðrasveit Akureyr- ar, undir stjórn JakobsTryggva- sonar, lék ýms lög og að lokum var dansað í hinum rúmgóðu skálum félaganna á Hrafnagili. Fór samkoman ágætlega fram í hvívetoi. «###»»#»#»»#»j#»j»#»»»#»>##»»»»j#»»»»»J NYJA BIO Fimmtudag og föstudag: Seinheppni - fréttaritarinn |! Laugardaginn kl. 6: Tvíburasystur Laugardaginn kl. 9: Tarzan hinn ósigrandi |! Sunnudaginn kl. 3 og 9: Seinheppni fréttaritarinn ! Sunnudaginn kl. 5: Tarzan hinn ósigrandi «»########o#»#»##»»########*»####» | Sunnlenzkir listamenn heimsækja Akureyri J^ÁRUS PÁLSSON leikarihafði upplestrarkvöld' í. Samkomu- húsi bæjarins-sl. þriðjudag. Las harin fyrst 3 þætti leikritsins ,,Pét- ur Gautur" eftir Ibsen, var lestri hans og leik forkunnarvel fagn- að af áheyrendum, sem voru margir. Það er ekki á færi ann- arra en frábærra listamanna, að leysa hlutverk sem þetta þannig af hendi, að áheyrendur hlusti hugfangnir á lesturinn - allan ' ímann. Lárusi Pálssyni tókst að rækja þetta hlufverk á ógleym- anlegan hátt. Þá eru hingað komnir þeir Alfreð Andrésson leikari, Jón Aðils leikari og Sigfús Halldórs- son píanóleikari. Höfðu þeir skemmtun í Samkomuhúsinu í gærkvöldi, við ágæta aðsókn og viðtökur. — Alfreð Andrésson er einn hinn bezti gamahleikari á landinu og aðstoðarmenn hans á gamankvöldi þessu eru einnig landskunnir listamenn. Var skemmtun sú, er þeir veittu bæj- arbúum ágæt. , þýzka herinn og gera sér vonir um nýjan „Stalingrad-ósigur" Þjóðverja í Normandí. LANDI Hafa náð öruggri fótfestu á 160 km. strandlengju ANNAR þáttur innrásarinnar í Evrópuvirki Hitlers hófst í birtingu sl. þriðjudag, er amer- ískar, brezkar og franskar her- sveitir gengu á land á RIVERA- STRÖND Frakklands, á svæð- inu milli borganna NISSA og MARSÉILLES. - Búizt hafði hafði verið við því um skeið, að mikilla atburða væri að vænta á Miðjarðarhafs^svæðinu. Chur- chill forsætisráðherra Bretlands var fyrir skömmu farinn til ítal- íu, ásamt Patterson varahermála- ráðherra Bandaríkjanna og loft- árásir Bandamanna á Suður- Frakkland höfðu mjög færst í aukana um s. 1. helgi. Bandamenn notuðu fluglið sitt óspart til innrásarinnar. — Fyrst voru fjölmennar fallhlífarher- sveitir látnar svífa til jarðar að baki varnarlínu Þjóðverja, síðan komu um 14000 fótgönguliðar, sem fluttir voru í svifflugum inn yfir ströndina, og loks ruddist landgönguliðið af skipum upp á ströndina, meðan herskip héldu uppi öflugri skothríð á varnarvirki Þjóðverja. Óstað- festar fregnir í gær hermdu, að Bandamenn hefðu þegar náð hafnarborginni Cannes. Tilkynningar frá aðalbæki- stöðvum Sir Henry Maitland Wilson hershöfðingja, sem stjórnar hemaðaraðgerðum þess- um, eru fáorðar ennþá sem kom- ið er, en af frásögnum fréttarit- ara er augljóst, að hér hefir ver- ið um mjög stórkostlegar hern- aðaraðgerðir að ræða og mót- spyrna Þjóðverja hefir reynst mun kraftminni í upphafi, en gert hafði verið ráð fyrir. Brezk- ur stríðsfréttaritari hefir skýrt frá því, að ekki hafi verið hleypt af skoti' á flugvélarnar, sem drógu fyrstu svifflugurnar inn yfir ströndina og að hermenn Bandamanna hafi komið að nokkrum virkjum Þjóðverja mannlausum. Ennþá þykir of snemm^t að spá um það, hvort Þjóðverjar hafi í hyggju að yfir- gefa Suður-Frakkland, en sá möguleiki þykir ekki ósennileg- ur, einkum þar sem hernaðarað- gerðir Bandamanna í Norður- Frakklandi ganga nú mjög að óskum fyrlr hersveitum Eisen- howers og er búist við stórtíðind- um af þeim vígstöðvum þá og þegar, þvi að Bandamenn eru um það bil að slá herkví um 7.. (Framhald á næsta d. f. framan).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.