Dagur - 17.08.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 17.08.1944, Blaðsíða 2
2 D AG U R Fimmtudaginn 17. ágúst 1944 Hlálegar spurningar JJ í riti sínu, Ófeigi, leggur Jón- as Jónsson alþm. fyrir stjórn- málaritstjóra Dags 15 spurning- ar, sem hann ætlast til að verði svarað. Spurningar þessar liníga að kommúnistiskum efnum og eru hlálegar að því leyti, að flestar þeirra eru þannig vaxnar, að þær eru mér með öllu óvið- komandi.. Hvar hefi eg t. d. haldið því fram, að Karl Marx hafi ekki grundvallað kommún- istaflokkinn sem byltingaflokk, eða að Alþýðuflokkurinn hafi grætt á samfylkingarfram- kvæmdum Héðins Valdimars- I sonar o. s. frv.? Þessar spurning- ar og ýmsar fleiri, sem J. J. bein- ir til mín, eru alveg út í hött og koma mér ekkert við. Það nær þvt auðvitað engri átt, að eg fari að eltast við að svara þeim. J. J. heldur því fram í formála að spurningum sínum til mín, að eg sem stjórnmálaritstjóri leggi inegináherzlu á, „að lýð- ræðisflokkar og bolsevikar eigi að vinna saman í þiúgræðis- landi“. Hann segir, að mér sé þetta rniklu meira áhugamál lieldur en framfaramál Akur- eyrarbæjar. Þetta er fjarri öllurn sanni. Á meðan J. J. sannar ekki þessi ummæli sín með tilvitnun- um í Dag, held eg því fram, að þessi framsláttur hans sé stað- leysur einar. Væri það rétt, að Dagur stæði jafnnærri kommúnistum og J. J. vill vera láta, hvernig stendur þá á því, að kommúnistum hér er lang verst við Dag af Akureyrar- blöðunum? Þann sannleika leið- ir „Verkamaðurinn“ í Ijós viku- lega. Hvernig útskýrir J. J. þetta fyrirbrigði? Hitt er svo annað mál, að Dag- ur hefir tekið svari Framsóknar- manna út af árásum, sem þeir hafa orðið fyrir vegna tilraun- anna um þriggja flokka vinstri stjórn veturinn 1942—43. Um afstöðu blaðsins til þess máls hefir að vísu verið gerð full grein áður, en vegna spurninga J. J. um þetta atriði, er rétt að dvelja dálítið við það. Tvær fyrirspurnir J. J. lúta einkum að þessu atriði, og fara þær hér á eftir. „6. Er til nokkur frambærileg skýring á því, að haustið 1942 og allan veturinn beittu nokkrir trúnaðarmenn Framsóknar- flokksins sér fyrir því að gera það, sem þeirri var tvívegis bann- að á flokksþingum, að reyna að ganga í pólitískt bandalag við kommúnista? 7. Höfðu þessir trúnaðarmenn flokksins gleymt, að í stjórnar- skrá flokksins frá 1933 var bein- línis tekið fram, að ályktanir þingmanna og miðstjórnar gætu ekki breytt ákvörðunum flokks- þings?“ ! þessum tilfærðu spurningum J. J. felst það, að nokkrir trún- aðarmenn Framsóknarflokksins hafi brugðist skyldum sínum við flokkinn og gerzt brotlegir við grundvallarlög hans með því að ganga til samninga við komm- únista um stjórnarmyndun og hafa þannig pólitísk mök við yf- irlýstan byltingarflokk, sem hafi verið bannað af tveim undanfar- andi flokksþingum. Hér við er nú fyrst og frernst að athuga, að mér vitanlega hafa trúnaðarmenn Framsóknar- flokksins aldrei gengið til samn- inga við yfirlýstan byltinga- flokk. Forráðamehn kommún- ista lýstu því þvert á móti yfir í kosningunum 1942, að þeir væru ekki lengur byltingaflokk- ur heldur umbótaflokkur, er væri fús til samstarfs með um- bótamönnum annara flokka, og svo mikla áherzlu lögðu þeir á þessar yfirlýsingar sínar, að þeir skáru Kommúnistaflokkinn nið- ur við trog og mynduðu nýjan flokk með heitinu Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Þannig ummýnduðu þeir ofbeldis- og byltingaflokkinn í umbótaflokk, breyttu ofbeldis- manninum Sál í postulann Pál, að því er þeir sögðu. Það var við þenna yfirlýsta Pál, en ekki fant- inn Sál, sem gengið var til sarnn- inga, ekki aðeins af Framsóknar- mönnum að meðtöldum J. J„ heldur og af hendi hinna flokk- anna beggja, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Fyrst var leitað eftir grundvelli fyrir fjögra flokka stjórn, og tók J. J. þátt í þeirri leit. Sá grundvöllur fyrirfannst ekki. Þá voru rann- sakaðir möguleikar fyrir þriggja flokka stjórn. Sú rannsókn leiddi það í ljós, að allt umbótahjal Sósíalistaflokksins var blekking ein. Forkólfar hans vöru sömu ábyrgðarlausu byltingaseggirnir og áður. Allar yfirlýsingar þeirra um umbótastefnu og löngun til samvinnu við umbótamenn ann- ara flokka voru aðeins atkvæða- veiðar. Eðli Sáls var óbreytt, og enginn Páll postuli hafði skap- azt. Að dómi J. J. er það hin mikla synd, að trúnaðarmenn Fram- sóknarflokksins leiddu þenna sannleika í ljós, sem mörgum var hulinn, eins og alþingiskosn- ingarnar sýndu með stórauknu fylgi við kommúnista, af því að svo og svo margir trúðu því, að umbótaskraf þeirra væri af heil- indum mælt. Nú var stoðunum kippt undan þeirri trú. Áður liefir verið að því spurt í þessu blaði, hv.ers vegna Frarn- sóknarmenn hafi hætt öllum samningatilrai^uun við komm- únista, þegar flett hafði verið of- an af þeim og Jreirra sanna eðli var komið í ljós, ef það er sánn- leikanum samkvæmt, að þeir hafi verið jafn óðfúsir til stjórn- arsamvinnu við kommúnista, eins og J. J. vill vera láta. Svar við þeirri spurningu liefir enn ekki fengizt. Enginn vali er á því, að kommúnistum hefði verið lang- kærast að aldrei hefði verið gengið til samninga við þá, því að þá héfði verið svo einkar þægilegt fyrir þá að brigzla um- bótaflokkunum um, að þeir hefðu ekki fengizt til að taka.í útrétta hönd sína til samstarfs og viðreisnar landi og þjóð. Þetta hefði gengið í fólkið. En Fram- sóknarmenn tóku þann kostinn, sem kommúnistum kom ver. Þeir krufðu þá til mergjar við samningaborð, þar til alþjóð var ljóst, hvers konar pólitíska (Framhald á 7. síðu). SÖGN OG SAGA -------Þjóðfræðaþættir ,4)agsM----------- Strandamannasaga Gísla Konráðssonar (Framhald). ráði Lárusar lögmanns, að lita skinn, klæði og úllu, og með hon- um þerna dönsk, er út hafði komið hið fyrra vorið í Höfða; og skyldu þau, litunarmaðurinn og þernan, fara á skipinu út. En er skipið var út lagt, rak á æsingsveður hið mesta norðan, er eigi sleit frá laugardegi, er það lagði út, til þriðjudags, er það hraktist inn á Reykjarfjörð á Strandir og lagðist þar á höfnina við líf- akkeri.'því að hin tvö voru ónýt orðin. Slitnaði þá þegar strengur- inn, en skipið rak þegar upp í sandinn og brotnaði, svo að það fylltist af sjó, en bjargað varð mönnum og fé. Voru þar í fálkar tólf, er Lárus lögmaður hafði látið taka um sumarið; sögðu sumir, að hann ætlaði að senda þá konungi. Sendi lögmaður eftir mönn- unum; varð þá litarinn og þernan eftir á Þingeyrum um vetur- inn, en skipverjarnir, hinir dönsku, riðu til Austfjarða, og kom- uust utan á Reyðarfirði. Hin næstu misseri, 1704, verður hér ei annað til tíðinda talið en vetur var góður víðast um land, og haldnir hinir fýrstu góu- páskar eftir nýja stíl; vetur var og góður til jóla og snjólaus. Næsta ár mátti og kalla í meðallagi, en misserin fyrir bóluárið, 1706, harðari, og illur heyskapur. F.r þó ekki getið um hafísa. 4. kap. UM STÓRUBÓLU OG FRÁ ÓLAFI PRESTI. Nú gekk Stórabóla utn land J707 og fór hún yfir Strandir, sem hvarvetna annars staðar. Þá voru liðin 35 ár frá því bóla gekk, er kölluð var Litlabóla, og fengu hana ei allir, er á þeirri vænd Hver talar svo fagurlega? „En svo eru líka til flokksleið- togar, sem líta eingöngu á stundarhagsmuni síns eigin flokks. Þeir telja flokknum hag í því að áfram ríki óeining og sundrung. Þeir loka augunum fyrir öllu því, er snýr að velferð alþjóðar. Sjá ekki út fyrir þrengstu flokkasamtökin. — Enginn veit í dag hvað ofan á verður. Ef til vill tekst sundrung- aröflunum enn á ný að eyði- leggja allar tilraunir til sam- starfs. En augljóst er, hvar sá leikur myndi enda. Hann gæti ekki endað nema á e,inn veg: Al- þingi rofið og þjóðinni stefnt í illvígar kosningar. — En á með- an Jressu færi fram, væru fjar- lægðir hinir miklu möguleikar, sem fyrir hendi eru nú, að byggja upp landið og skapa öllu landsfólki örugga framtíð“. Hver talar svo. fallega um þörfina á einingu og samstarfi stjórnmálaflokkanna til þess að vinna að hagsmunum og velferð þjóðarinnar, og hyer fellir svo harðan og réttlátan dóm yfir þeim flokksleiðtogum, „sem líta eingöngu á stundarhagsmuni síns eigin flokks?" . Það er Morgunblaðið, aðal- málgagn Sjálfstæðisflokksins. — Hin tilfærðu ummæli standa í ritstjórnargrein 2. þ. m. Það er engu líkara en Mbl. sé að fella dóm yfir leiðtogum síns eigin flokks í sambandi við at- burði, er gerðust fyrir tveimur árum. Þá var Sjálfstaéðisflokkurinn ófáanlegur að víkja til hliðar viðkvæmu deilumáli um stund- arsakir, þó að fyrirsjáanlegt væri að þar með yrði samstarfi hans við Framsóknarflokkinn slitið og friðurinn rofinn. í stað samstarfs tveggja stærstu þingflokkanna til bjargar þjóðarhagsmunum var mynduð veik flokksstjórn undir verndai væng kommúnista á hinum mesta háskatíma. Aðdragandi þessa máls var sá, að Alþýðuflokkurinn flutti stjórnarskrárbreytingu, sem mið- aði að því að taka 6 þingsæti af Framsóknarflokknum og gefa Sjálfstæðisflokknum þau. Átti þ.etta að gerast með því að veita einum Sjálfstæðismanni jafnan rétt og tveimur Framsóknar- flpkksmönnum á kjördegi í 6 kjördæmum landsins, og yar þetta kallað „réttlætismál“ af leiðtogum Mbl.flokksins. Mælt er, að Alþýðuflokkurinn hafi ekki búizt við, að Sjálfstæðis- menn mundu þiggja hin illa fengnu þingsæti, heldur hafi þetta verið lirekkjabragð af liendi Alþýðuflokksins. Niður- staðan varð samt sú, að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins ákváðu að meta rneira atkvæðahagnað sinn heldur en þörf þjóðarinnar, eða eins og Mbl. kemst að orði: „litu eingöngu á stundarhagsmuni síns eigin flokks“, en „lokuðu augunum fyrir öllu því, er sneri að velferð þjóðarinnar“ og „sáu ekki út fyrir þrengstu flokkstak- mörkin". Þannig létu Sjálfstæðismenn sundrungaröflin hafa sig til að eyðileggja allt samstarf árið 1942 og stefndi Jrjóðinni út í (Franrhald á 7. síðu). voru; sú var 15 árum eftir þá almennilegu. Kom Stórabóla um allt land. Hún köm inn í júlí og gekk skiótt yfir, einkum með alþingismönnum. Hafði aldrei í manna minntim þvílíkur mann- dauði skeð hér á landi. í Skálholtsstifti dóu 23 prestar, að frá- teknu Múlajringi, og 5 sýslumenn, en í Hólastifti 15 prestar. Og svo rita þeir, er saman hafa talið hina dánu, að alls létust í henni 18 þúsund á öllu landinu. Árferði var gott um sumarið til lands og sjávar, nema í Tré- kyllisvík og Grunnavík voru stór harðindi, svo að nrenn flosnuðu upp. Veturinn eftir bóluna hafði prestur sá, er Ólafur hét, haldið Bitruþing um 2 ár, og fengið þau næst eftir Þorberg Ulugasoft. Hann var son Ólafs prests á Óslandi Egilssonar, er bjó á Brúar- landi í Deildardal, er það lénsjörð presta, — og var prestur til Hofs á Höfðaströnd og Miklabæjar í Óslandshlíð; hann átti Hólmfríði J.ónsdóttur frá Stafshóli og var þeirra son Ólafur prestur. Ólafur prestur Egilsson dó þessi misseri, undir jól, og skorti 4 vetur á áttræðan. Eftir hann tók þingin Björn prestur Björnsson. Ólafur prestur Ólafsson er að sjá að eigi héldi Bitruþing nema tvo vetnr, því að þessi hin sömu misseri er hann norður í Hvammi í Laxárdal í Hegranesþingi. Hann hafði fyrst haldið Eyvindarhóla og misst Jrar prestsskap; hann missti og prest í Hvammi, að lík- indum fyrir barneignir.1) En að nýju fékk hann uppreisn, því að þá var rnikil prestaekla eftir bóluna, og var þá prestur í Skálholti 1726, en dó 1728. Herdís hét kona hans, Bjarnadóttir; áttu börn, en eigi finnast þau nefnd. Þessi misseri hafði Páll lögmaður Vídalín sýsluna, næst eftir bóluna, og hafði þar síðan lögsagnata um hríð, Þórð Björnsson, prests í Hvammi í Laxárdal norður. ’) Samkv. prestatali sr. Sveins Níelssonar hefir síra Ólafur vigzt .að Prestsbakka 1706 og farið þaðan að Eyvindarhólum 1708. Það var ekki þeesi Ólafur, sem var í Hvammi, en þar var þessi ár og lengur alnafni hans. (Fr^)nhald|.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.