Dagur - 17.08.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 17.08.1944, Blaðsíða 6
6 Fimmtudaginn 17. ágúst 1944 Richard Halliburton: Kóngavegur æfintýrarma (Framhald). land“, en hins vegar „Niðurlönd". Þegar stjórnarvöldin töldu sig hafa gengið úr skugga um, að við værum ekki strokufangar, var okkur leyft að halda för okkar áfram gegnum hliðið. Við ákum eins og leið lá um Amsterdam og Haag til Rotterdam. En hver,t skyldi förinni nú heitið? Við breiddum aftur úr landa- bréfi okkar og tókum að rannsaka það. Eg gaut augunum ósjálf- rátt og í laumi suður á bóginn, þar sem dökkur skuggi á landamær- um Sviss og ítalíu var merktur með örsmáum bókstöfum: „Matter- horn“, stóð þar. Þangað hafði eg þráð að koniast, síðan eg var drengur og man fyrst eftir mynd af þessu konunglega fjalli, er liékk í herbergi mínu í Lawranceville. Og enn þurfti eg ekki annað en að loka augunum, til þess að þetta fjall birtist mér sem fögur og ginnandi draumsýn, og þá ghntist eg ekkert fremur en að stíga fæti mínum á þennan stoltasta og hættulegasta fjallstind í allri Ev- rópu. Það skipti engu máli, þótt fleiri menn hefðu beðið þar bana en á nokkru öðru fjalli í álfunni, eða réttara sagt: Þeim mun meiri ástæða var til þess að klífa upp þangað. Að vísu skorti okkur öll fararefni, bæði peninga og útbúnað, en hvað um það: Mundi Móses hafa skeytt nokkuð um slíka smámuni, þegar ha'nn staulaðist upp á Sínaífjall hér í fyrndinni — eða Nói, þegar leið hans lá nið- ur af Ararat forðum? En til þess að þessi draumur gæti rætzt, varð eg fyrst með einhverjum ráðum að sannfæra Irvine og sýkja hann með sama Matterhorn-brjálæðinu og eg var sjálfur haldinn. Áður en mér gafst nokkurt tóm til að ráða það við mig, hvaða hernaðaraðferðum skyldi beitt í þessu skyni, tók Irvine sjálfur til máls: „Dick“, sagði hann. — „Mig langar til að koma með uppástungu. — Eg býst raunar við því, að það komi ekki til mála — það er of dýrt — of hættulegt — og svo framvegis. En mig hefir langað til þess, síðan eg sá myndina, sem þú hengdir upp í herberginu okkar heima. — Það er — ja, það er réttast að segja það eins og er: Það er að fara upp á Matterhorn." Öllum þeim, er sátu í anddyri gistihússins á þessari stundu, til mikillar furðu — og ekki sízt Irvine sjálfum — spratt eg upp, faðm- aði hann ofsalega að mér og rak upp þrjú gjallandi heróp. Þetta var 20. september, og við vissum að innan skamms væri sú árstíð, þegar hægt er að klífa fjallið, ,á enda, ef það væri þá ekki þegar um seinan að reyna það. Hér varð því að láta hendur standa fram úr ermum. Við seldum „Ottó“ og „Óphelíu" í snatri og keyptum okkur farseðla til Köln fyrir andvirðið. Þaðan sigldum við svo viðstöðulítið upp eftir Rín. Við nutum þessa yndislega ferðalags síður en skyldi, sökum kapphlaups okkar við veðrin í Alpafjölíunum, en við gáfum okkur þó tóm til að æfa okkur dálít- ið í fjallgöngum með því að klífa upp í dómkirkjuturnana bæði í Köln og Strassborg, ennfremur upp í Ehrenbreitstein, kastalann mikla, sem grwefir á fjallstindi yfir Koblenz, upp á Loreleiklettirin fræga, og fjölda annarra virkja og tinda í Rínarlöndum, og að lok- um fórurn við fótgangandi frá Strassborg yfir hin skógivöxnu Vogesafjöll til svissnesku landamæranna. Við töldurn okkur því færa i flestan sjó, er við komumst að lok- um til Zerrnatt — lítils þorps við rætur Matterhorn-fjálls. Að minnsta kosti vorurn við rneð nóga strengi og eyrnsli í öllum út- limunr og fallegar blöðrur á fótunum. Við leituðum þegar uppi nokkra fylgdarmenn og hófum samninga við þá. „Þið hafið auðvitað klifið mörg önnur fjöll?" sagði Adolplr, einn leiðsögumannanna, á ágætri ensku. Við þorðum ekki að segja honum frá því, að einu skilyrði okkar til þess að ná inngöngu í félag fjaílgöngumanna væru þau, að við hefðum brölt upp nokkrar kirkjutröppur í æfingarskyni, því að nú var árstíð ferðalanga i Alpafjöllum senn á enda, og við óttuð- umst, að leiðsögumennirnir myndu neita okkur um aðstoð sína, ef við segðum sannleikann. „Já, blessaður vertu, mörg fjöll,“ svöruðum við hinir prunkn- ustu og nefndum með nöfnum nokkra ameríska þúfnakolla, sem við höfðum komið upp á, en nefndust virðulegum nöfnum í lík- ingu við Helgrindur og Hælavíkurbjarg. Léiðsögumennirnir létu sannfærast, þegar þeir heyrðu þessi ægilegu nöfn, og hétu okkur aðstoð sinni, strax og veður leyfði. En óneitanlega gerðust þeir all- daufir í dálkinn, þegar þeir komust á snoðir um, að við höfðum ekki annan ferðaútbúnað meðferðis en sinn tannburstan hvor og íorláta rakhníf. „En þið verðið að hafa járnslegna fjallaskó, þykka ullarleista, vettlinga, loðhúfur, leggvefjur, ísaxir o. s. frv., o. s. frv. Þið eruð ekki að ganga upp á Olíufjallið, eða neitt þess háttar, megið þið vita! Það verður hræðilega kalt og erfið ferð að öðru leyti á þessum tíma árs,“ sögðu þeir. Við horfðum hvor á annan allráðaleysislegir á svipinn. Ef við þyrftum að kaupa allt þetta, myndum við enga peninga eiga eftir, þegar að því kæmi að gi eiða fylgdarmönnunum fyrir ómak þeirra. En þegar við skýrðum þeim frá því í hvaða vanda við værum stadd- ir, brugðust þeir vel við og lánuðu okkur allt sem við þurftum til ferðarinnar af sínum eigin birgðum. (Framhajd). D AGUR Bollann minn höndum tek eg tveim, tunguna gómsætt kaffið vætir. Einn sopinn býður öðrum heim, ef í því er FREYJU-kaffibætir. Tilkynning um kartöfluverð Verðlagsnefnd garðávaxta hefir tilkynnt ráðuneytinu, að hún hafi ákveðið að heildsöluverð á kartöflum skuli frá og með 11. þessa mánaðar vera kr. 190.00 hver 100 kgr. og smá- söluverð frá sama tíma kr. 2.35 hvert kgr. og gildir hvort tveggja fyrst um sinn þar til öðruvísi verður ákveðið. Ráðuneytið hefir í tilefni þessa ákveðið samkvæmt heimild í lögum nr. 42/1943 um dýrtíðarráðstafanir, að smásöluveið á kartöflum skuli ekki vera hærra fyrst um sinn en kr. 2.00 hvert kgr. og heildsöluverð kr. 160.00 hver 100 kgr. Jafnframt liefir ráðuneytið falið Grænmetisverzlun ríkis- ins, að kaupa eftir því sem ástæður leyfa, eða semja við aðra um að kaupa þær kartöflur, sem framleiðendur í landinu kunna að vilja selja af þessa árs uppskeru. Grænmetisverzlunin getur sett nánari ákvörðun um vöru- gæði og móttöku og annað er við kemur kaupunum á kartöfl- um. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 10. ágúst 1944. E I d Í V í ð u r Eldiviður og uppkveikja til sölu í geymsluhúsi nr. 4 á Gleráreyrum á föstudag og mánudag. Tækifæriskaup. — KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Þegar þýzku vopnin bresta: Hvað skeður þá? >. (Framhald af 5. síðu). £INNI SPURNINGU er enn ósvarað: Geta Bandamenn gert nokkuð til þess að fyrir- j öyggja þessa upplausnarþróun | innan Þýzkalands? Að mínum I dóríii er nú orðið of seint, að gera slíkar varnarráðstafanir. ; Spurningin er í mínum augum ] ekki lengur hvernig eigi að fyrir- , öýggja þessa upplausn, heídur i hvernig eigi að ráða niðurlögum I hennar á sem styztum tíma. Til þess er engin leið önnur en sú, að vinna fylgi allra þeirra, sem trúa á sk'ipulag og agasamt þjóð- ; félag, hvað sem flokkslegum og pólitískum skoðunum líður að öðru leyti. Enginn her uppeldis- fræðinga né kennara, engin gjör- breyting uppeldisaðferða ,engar þvinguríaraðferðir, hversu strangar sem þær kunna að vera, munu fæða af sér varanlegan lrið, nema með samvinnu and- legra- og siðferðislegra afla þýzku þjóðarinnar sjálfrar. í þessu er að finna tækifæri fyrir nýja, andlega vakningu. Því að vonin, sem andstaða ótt- ans, hefir orðið gjörsamlega út- unclan í herferð sameinuðu þjóð- anna til stjórnmálalegrar endur- vakningar í Þýzkalandi. Hið mikla stríð hefir nú færst inn á svið, þar sem blekkingar og póli- tískur áróður fær litlu um þokað liéðan af. Hin eina stefna, sem ennþá getur orðið áhrifamikil og sterk þarf að vera borin uppi af einföldum heiðarleika, sem jafnan er aðalsmerki mikilla leiðtoga. (Lauslega þýtt). Skiptafundur verður haldinn í dánarbúi Ragn- hildar Baldvinsdóttur, Hruna í Dalvík, á skrfistofu embættisins á Akureyri laugardaginn 26. ágúst 1944 kl. 10 f. h. — Skiptum lokið. Skrifstofu F.yjafjarðarsýslu 14. ágúst 1944. Sig. Eggei*z. Nokkrar saumakonur geta fengið atvinnu um eða , úr næstu mánaðarmótum. Prjónastofa Ásgríms Stefánssonar, Hafnarstræti 85. LAUKUR fæst nú í Kjötbúð K. E. A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.