Dagur - 24.08.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 24.08.1944, Blaðsíða 1
:Z\i ANNALL DAGS :-Ú= FRÁ VESTFJÖRÐUM. (Framhald). Félags- og íþróttalíf má heita að standi með góðum blóma. — íþróttakennarinn Bjarni Bach- mann frá Borgarnesi, sem starf- að hefir hjá okkur tvo sl. vetur, hefir stutt mjög að framgangi íþróttamálanna. Þrjú íþróttafé- lög — á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri — gengu í Héraðs- samband U. M. F. Vestfjarða í vor og tóku þátt í héraðsmótinu að Núpi 9. júlí. Sem dæmi um íþróttaáhuga og framtakssemi í þágu félagsmála, vil eg geta þess, að elzta félagið í sambandinu okkar, U. M. F. Vorblóm á Ingjaldssandi, réðst í það stór- virki í fyrravor, að koma sér upp samkomuhúsi, sem jafnframt er skólahús fyrir dalinn með styrk frá hrepp og ríki. — I dalnum er ekki fleira en 60 manns og er um það bil 1/3 íbúanna ung- mennafélagar, en allir, sem vettl- ingi gátu valdið, unnu að hús- byggingunni, enda stóðu veggir hússins fullsteyptir eftir tveggja daga vinna.*) Því nær allt ann- að en verkstjórn nokkra daga við uppstillingu hefir verið unnið af heimamönnum. Húsið verð- ur fullgert og vígt til afnota í haust. — U. M. F. Vorblóm hefir fengið langflest stig í íþrótta keppninni á héraðsmótunum i fyrrasumar og nú í vor. Eiga þeir efnalega íþróttamenn, sem efa- laust munu taka þátt í keppni á næsta landsmóti. — Það er erfitt að búa afskekkt, — en „margt er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni“. Samgöngurnar á Vestfjörðum og þaðan til meginlandsins eru nú orðnar mjög á eftir samgöng- um annars staðar á landinu. Er unnið kappsamlega að vegagerð á Þorskafjarðarheiði, Hrafnseyr- arheiði og víðar.Þóttbílleiðopn ist til Amgerðareyrar, er sjóleið- in löng þaðan til ísafjarðar. Því er nú talað um, að bílleiðin ætti að liggja út með Djúpinu aust- anverðu til Melgraseyrar eða jafnvel út að Bæjum á Snæfjalla- strönd, því þangað er stytzta leið- in yfir Djúpið frá ísafirði eða um það bil einnar stundar ferð með sæmilega hraðskreiðum bát Þá verður þess ekki langt að bíða að fært verði með bíl frá Isafirði til Stykkisliólms, með því að ferjað verði yfir Dýrafjörð, Arn arfjörð og Breiðafjörð frá Brjánslæk. Verður þetta, ef til vill, aðgengilegasta leiðin frá ísafirði, ef völ er á góðum og hraðskreiðum ferjubátum yfir firðina. — En eflaust verða flug- vélarnar framtíðarfarartæki Vesturlandi og víðar. Flugbátur er nú væntanlegur þangað innan skamms. Bj. Guðmundsson. (Framhald í næsta blaði). *) Þegar þúið var að stilla upp, UL AGUR XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 24. ágúst 1944 34. tbl. Parísarbúar reka Pjóðverja af höndnm sér. FORINGIHERRAÐS FRAKKA. Myndin er af Bethouard hershöfð- ingja, sem er formaður herráðs frjálsra Frakka. Lögreglan snerist þegar í lið með heimaliernum o°' var barizt Sjúkradeild fyrir geðveikt fólk Bæjarstjórn Akureyrar lætur hefja undirbúning Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag var til umræðu fundargerðir spítalanefndar og fjárhagsnefnd- ar, um nauðsyn þess að koma upp hér í bænum sérstakri sjúkradeild fyrir geðveikt fólk. Eins og lesendum er kunnugt af fyrri umræðum hér í blaðinu, um sjúkrahúsmál, Akureyrar, lrefir ríkt hér hið mesta vand- ræðaástand að þessu leyti. Geð- veikt fólk, sem ekki hefir fengið inni á Klepþi, hefir dvalið á sjúkrahúsi bæjarins, sem erfiða aðstöðu hefir til þess að annast slíka sjúklinga. Þar við bætist svo óréttlæti það, sem aðstand- endur þessara sjúklinga verða fyrir, þar sem ríkið greiðir ein- göngu fyrir þá geðveikissjúkl- inga, sem fá vist á Kleppi, en að- standendur verða að kosta þá, sem annars staðar dveljast. Ráðstafanir til úr'bóta í þess- lyn efnum eru því bráð nauðsyn. Bæjarstjórnin samþykkti að fela byggingafulltrúa, að gera sem fyrst uppdrátt og áætlun í sam- ráði við héraðs- og spítalalækna, að bygging sjúkradeildar fyrir geðbilað fólk, er rúmi a. m. k. 10 sjúklinga, og sé spítalanefnd heimilt að hefja framkvæmdir, fengnum þessum áætlunum. — Jafnframt sé leitað samþykkis heilbrigðisstjórnarinnar fyrir hinni fyrirhuguðu byggingu. Kaupfélag Norður- Þingeyinga 50 ára. Hátíðahöld í Axarfirði. Kaupfélag Norður-Þingeyinga, sem er næst elzta kaupfélag landsins, en 50 ára á þessu ári; stofnað 1894. Afmælisins var minnst nýlega með fjölmennri samkomu að Lundi í Öxarfirði, sem er barnaskólasetur og er að verða nýbýli, örstutt frá Skinna- stað. Afmælisdaginn var glampandi sólskin yfir þessurn yndislega stað, og það var líka óvenjulega bjart yfir hugum manna og yfir- bragði. Þarna var mikið um ræðuhöld og kvæði flutt. í ræð- unum var saga félagsins rakin í aðaldráttum, en hún á að koma út nokkuð viðameiri á þessu ári. Á fundinum voru þeir kjörnir heiðursfélagar, Tón Jónsson frá, .. , , _ , , . n , e ■ ,v T af grimrnd viðsvegar i borginm. Gautlondum og Sigurður Þor- T . , . . ö . ö . • , , j- , T 1 Lauk þeirri viðureign svo, sem steinsson bondi í Holsseli. Þeir i r r. ,,.c , ■ I tyrr segir, að Þ oðver ar hörtuðu nulitandi menn, er / . ° . ■ J r , . ■ ur borginni. Þykir þetta fræki- legt afrek og hefir fregnin um það vakið mikinn fögnuð um gjörvallan frjálsan heim. Með þessu dirfskubragði er og senni- legt, að Frakkar hafi forðað borginni frá stórkostlegri eyði- leggingu. Sókn Bandamanna á Frakk- landsvígstöðvunum hefir verið geysihröð s.l. viku. Orrustunum í Falaise-herkvínni svonefndu, sunnan við Caen, er nú lokið og hafa Þjóðverjar misst þar um 100.000 menn, að því er talið er j í brezkum fregnum. Leifar 7. þýzka hersins leita nú undan til Signu, en Bretar og Kanada- menn sækja fast eftir og nálgast fljótið á breiðri víglínu. Sunnar eru Bandaríkjamenn komnir yf- ir fljótið, fyrir norðan og sunn- an París, en aðrar sveitir þeirra, sem fóru yfir Leiru hjá Nantes Franski heimaherinn hafði borgina á valdi sínu í gær. Bandamenn vinna fleiri stór- sigra á vesturvígstöðvunum. •** í gærmorgun var birt sérstök tilkynning frá aðal- stöðvum KÖNIGS hershöfðingja, yfirmanns franska heimahersins, þess efnis, að PARÍS væri nú á valdi Frakka og hefðu Þjóðverjar verið hraktir burt úr borg- inni. Tildrög þessa frækilega sigurs eru þau, að síðast- liðinn laugardag, er Bandaríkjaherinn hafði sótt allt til VERSAILLES og komizt yfir SIGNUFLJÓT norðan og sunnan við höfuðborgina, ákvað franski heimaherinn í PARÍS að láta til skarar skríða. Fimm- tíu þúsund manna lið var til reiðu í borginni, búið vopnum og hóf það uppreistina í dögun og hundruð þúsunda annarra borgarbúa aðstoðuðu eftir föngum. eru einu stóðu að stofnun félagsins, og Jón var fyrsti formaður þess og framkvæmdastjóri í 22 ár. Þarna var einnig minnst eins aðalstarfs- manns félagsins, Árna Ingi- mundarsonar á Kópaskeri. En það starf hans er jafngamalt fé- laginu. Voru honum veitt 5000 kr. heiðurslaun. sem viðurkenn- ing fyrir langa og farsæla þjón- ustu félaginu til lianda. Árni er og landnámsmaður á Kópaskeri, byggði þar og stofnaði heimili fyrstur manna. Dagur árnar Kaupfélagi N,- Þingeyinga lieilla með starf sitt á þessum tímamótum í æfi þess. Samvinnuhátíð Þingeyinga í Vaglaskógi 100 ÁRA AFMÆLIS SAM- VINNUHREYFINGARINN- AR MINNST. Kaupfélag Þingeyinga og Kaupfélag Svalbarðsstrandar héldu í félagi almenna samkomu í Vaglaskógi 6. þ. m. og minntust þannig aldarafmælis samvinnu- hreyfingarinnar. — Samkonmna sóttu á fjórða þúsund manna. Vaglaskógur er framúrskar- andi samkomustaður á hásumar- degi, þegar vel viðrar. Hinn 6. ágúst var yndislegt veður. Margir liöfðu gist í tjöld- um í skóginum nóttina áður og snemma morguns liófust mann- flutningar í skóginn úr hérað- inu, því að bílakostur var ekki meiri en svo, að fara þurfti (Fratnh. á 8. síðu), Héraðshátíð að Varmahlíð. pRAMSÓKNARFÉLÖGIN Skagafirði héldu árshátíð sína að Varmahlíð sl. sunnudag. Form. héraðssambands Frarn- sóknarmanna í Skagafirði, Gísli bóndi Magnússon í Eyhildar holti, setti samkonmna og stjórn- aði henni. Ræður fluttu Ey- steinn Jónsson fyrrv. ráðherra, Jóhann Frímann skólastjóri á Akureyri og Sigurður Þórðarson alþingismaður á Sauðárkróki. Friðfinnur Guðjónsson leikari frá Reykjavík skemmti með upp- lestri, en að lokum var stiginn dans langt fram eftir nóttu. Sam- koman fór vel fram og var fjöl- sótt. sækja suður á bóginn og er ekki kunnugt um hvert þær eru komnar. Óstaðfestar fregnir í gær hermdu, að Bandaríkja- menn hefðu gengið á land hjá Bordeux. Á vígstöðvunum í Suður- Frakklandi, þar sem gengið var á land í s.l. viku hefir framsókn Bandamannaherjanna einnig verið mjög hröð. Hafa jieir tekið borgirnar Cannes og Touloun og eru komnir að borgarhliðum Marseilles. Lengst eru Jreir komnir til Grenóble og er þá ekki nema 380 km. bil á milli þeirra og herjanna, sem sækja suður frá París. Virðast allar lík- ur til, að varnir Þjóðverja í Frakklandi séu að bresta og Bandamenn nái landinu öllu á vald sitt á skömmum tíma. Litlar breytingar hafa orðið á austur-vígstöðvunum í s.l. viku. Rússar hófu sfbrsókn við Jassy í Rúmeníu og hefir orðið tals- vert ágengt Jrar. Forseti Islands fer til Bandaríkjanna í boði Roosevelts Forseti íslands fer í þessari viku í stutta ferð til Bandaríkj- anna. Mun hann sitja boð Roose- velts forseta í Hvíta húsinu í Washington og verða gestur Bandaríkjastjórnar meðan hann dvelur þar í landi. Vilhjálmur Þór, utanríkisháð- lierra, verður í för með forseta og auk hans Pétur Eggerz for- setaritari og Bjarni Guðmunds- son blaðafulltrúi. Af þessum sökum verður för forseta íslands um Suðurland, sem ráðgerð hafði verið, frestað fram í næsta mánuð. (Samkv. tilk. frá utanríkisráðu- neytinw).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.