Dagur - 24.08.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 24.08.1944, Blaðsíða 2
2 Fimmtudaginn 24. ágúst 1944 DAGUR Samstarf stjórnmálaflokkanna Mörgum virðist að stjórnmál . vor séu komin í óvænt efni, þar eð- enginn samstæður meiri -hluti sé fyrir hendi á Alþingi og engin þingræðisstjórn í landinu. Nú á tímum er mjög talað um þörf á samstarfi stjórnmálaflokk- annaog að þeir séu siðferðilega skyldugir til að taka höndum saman um myndun þingræðis- stjórnar á næsta Alþingi, sem koma á saman í byrjun næsta mánaðar. Þegar litið er til þess, að eng- inn einn þingflokkur hefir at- kvæðamagn til stjórnarmyndun- ar, er krafan unr samvinnu flokka, tveggja eða fleiri, eðli- leg. Sjálfstæðisflokkurinn er mannflesti flokkur á þingi vegna breytingarinnar, sem gerð var á kosningalögunum 1942, og eini flokkurinn, sem vegna atkvæða- fjölda -getur myndað samstæðan meiri hluta með hverjum hinna flokkanna, sem vera skal.' En þrátt fyrir þessa sérstöðu Sjálfstæðisflokksins hefir honunr ekki lánast að skapa samstæðan meiri hluta til myndunar þing- ræðisstjórnar, né til þess að konra sér saman um nokkra heildar- stefnu í bjargráðamálunr þjóðár- innar. Þess var heldur ekki að vænta, þar sem flokkurinn sjálf- ur, einn og út af fyrir sig, er klofinn unr öll meiri háttar mál. Er hart til þess að vita að svo skuli vera ástatt unr þann flokk, sem gaf svo fögur loforð til kjós- enda fyrir síðustu kosningar um forystu sína í þjóðmálunum, ef þeir veittu honum nægilegt fylgi til að verða stærsti flokkur þings- ins. En þessu marki varð aðeins náð með því að breyta stjórnar- skránni og kosningalögunum, og það gerði Sjálfstæðisflokkurinn með atbeina kommúnista og jafnaðarmanna. En hvar er for- ystan, sem lofað var? Morgunblaðið, sem talið er aðalmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins, krefst þess svo að segja dag- lega að mynduð sé þjóðstjórn eða allra flokka stjórn, til þess að leysa aðkallandi vandamál. Menn eiga töluvert erfitt með að átta sig á þessari kröfu úr þeim stað. Fyrir tiltölulega skömmum tíma lýstu Sjálfstæð- ismenn kommúnistum á þann veg, að við þá væri ekki talandi, að þeir væru útlendingar í sínu eigin landi og ættu að vera utan- garðs í þjóðfélaginu. Nú leggur blað Sjálfstæðisflokksins mikla áherzlu á, að þessir utangátta- menn taka þátt í viðreisnar- starfinu með hinum flokkunum. Hvað hefir skeð, sem breytt hef- ir skoðun Sjálfstæðisflokksins á kommúnistum? Eru þeir nokkuð breyttir frá því, sem áður var? Þeir létust vera það í kosningun- um 1942, en Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn leiddu það í ljós, að þetta var aðeins látalæti og enginn hugur fylgdi máli. Þetta sýndu samningatil- raunirnar við kommúnista vet- urinn 1942—43. Fulltrúar Fram- sóknarflokksins lögðu fyrir þá ákveðnar tillögur að málefna- samningi fyrir umbótastjórn, en kommúnistar höfnuðu þeim al- gerlega, Þannig enduðu samn- ingarnir, en fulltrúar kommún- ista létu ekki skera úr, fyrr en þeir voru til neyddir; þeir reyndu að þvælast fyrir sem lengst og hafa allt sem óskýrast, en þeir voru að lokum króaðir af og ofan af þeim flett, en þeir hefðu sjálfsagt mikið viljað gefa til að komast hjá því að taka hreina afstöðu til margra þeirra mála, sem almenningur í land- inu hefir mestan áhuga fyrir. Þá hefði þeim veizt léttara, en nú er orðið, að viðhalda þeirri blekkingu, að þeir væru umbóta- en ekki byltingamenn. En vegna þess að gengið var í návígi við kommúnista, hefir fengizt bar- áttugrundvöllur gegn þeim, sem með engu móti öðru var fáan- legur. Það var með þessar staðreynd- ir fyrir augurn, sem flokksþing Framsóknarmanna kvað upp þann dóm, að trúnaðarmenn flokksins hefðu unnið nytjaverk með því að gera alþjóð ljóst, svo að eigi yrði um villst, livar leið- togar kommúnista stæðu. Það er með þessum leiðtogum kommúnista, er Sjálfstæðismenn vilja mynda samstarf um stjórn- armyndun. Hvað veldur svo stór- felldum straumhvörfum frá því, sem áður var? Á því fyrirbrigði er aðeins ein skýring. Þeir menn, sem nú ráða mestu í Sjálfstæðis- flokknum, eru f jandsamlegir þeirri hugmynd, að umbóta- rnenn landsins taki höndum saman og komi á umbótastjórn. Að fenginni reynslu vita þeir, að forystumenn kommúnista eru þeim sammála í þessu efni. Báð- ir flokkarnir hatast við umbóta- stefnu Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Þeir, sem ráð- in hafa í Sjálfstæðisflokknum, eru of miklir kyrrstöðumenn til að geta fellt sig við urnbóta- stefnu, því að hún muni trufla stórgróðavonir þeirra á kostnað almennings. Kommúnistar ótt- ast, að miklar og almennar um- bætur séu þröskuldur á vegi nið- urrifs þjóðskipulagsins og síðan byltingar. Þarna liggur taugin, sem tengir þá saman. Þarna er skýringin á því fyrirbrigði, sem mörgum er svo torskilið, að kyrr- stöðumenn og byltingamenn daðra hvorir við aðra. Þetta pólitíska daður Sjálf- stæðisflokksforing ja og kommún- ista fer fram með leynd, en gæg- ist þó við og við fram í dagsljós- ið. Eitt dæmi um það skal hér tilfært. Einn af aðalriturum Morgunblaðsins, er nefnir sig Gáin, skrifar grein í blaðið ný- verið, þar sem honum m. a. far- ast orð á þessa leið: „Krafá þjóðarinnar er sú, að þeir tveir flokkar, sem mynda meiri hluta Alþingis í stað stjórnarflokkanna áður, hafi for- ustu um stjórnarmyndun, enda þótt ekki sé óeðlilegt, að hinir fái líka að vera með til að bæta fyrir sínar mörgu gömlu syndir“. Þessi stjórnmálaritari Sjálf- stæðismanna varast að nefna nokkurn flokk, en allir skilja, að þar sem hann talar um tvo flokka, á hann við Sjálfstæðis- flokkinn og Sameiningarflokk Alþýðu — Sósíalistaflokkinn. — Eftir því, senr honum segist frá, á það að vera krafa þjóðarinnar, að flokkur íhaldsmanna og kommúnistar, sem til samans mynda allverulegan rneiri liluta á Alþingi, eigi að hafa forustu um stjórnarmyndun. Nú er það öllum vitanlegt, að nálega allt sveitafólk, og að líkindum inik- ill meiri hluti kaupstaðabúa, óskar ekki eftir þeirri forustu, sem hér um ræðir, hvað þá að hennar sé krafizt, og vísar því greinarhöf. Mbl. öllu þessu fólki SÖGN OG SAGA ------Pjóðfræðaþættir ,J)ags“-------- Strandamannasaga Gísla Konráðssonar AFTURGÖNGUHÁTTUR JÓNS TÓMASSONAR. Það hafði orðið vestra, áður en bólunni létti af, að maður sá lagðist sjúkur, er hét Jón Tómasson, búandi á Dvergasteini í Álftafirði í Súðavíkurhreppi. Sagði hann konu sinni áður en liann dó, hvernigJiann vildi, að hann væri alklæddur öllum sín- um hátíðarklæðum og skó á fótum, með ofanbrotna hettu, og snúa því aftur, sem fram á hettunni £tti að vera, með svartskeftan hníf í hægri hendi og hvíta vettlinga á höndum, án allrar lík- kistu. Þetta, sem hann fyrir sagði, var eigi allt gjört. Eigi löngu eftir að Jón var dauður, sýktist ,kona hans, og héldu margir, að hann hefði aftur gengið og sótt að henni. Fór hún svo til sveitar sinnar og var ávallt vöktuð. En jafnskjótt og hún kom á þann bæ í sinni sveit, á hvern hann hafði bannað henni að koma, hengdi hún sig sjálf í fjárhúsi. En til Dvergasteins þorði énginn að koma næsta ár; en byggðist þó aftur. Þar sýktist bróðir þessar- ar konu með sama móti og hún. — Frásögn þessi er rituð eftir eigin hendi Magnúsar Ketilssonar, í annálsbroti því, er hann hefir helzt eignað Finni biskupi. Hin næstu misseri, 1710, er kallað sæmilegt ár; en veturinn eftir svo góður, að menn mundu trauðla betri. Vetur sá, er eftir fór, 1711, var kallaður ísa-vetur.1) út úr þjóðfélaginu, ef það ekki aðhyllist forustu íhalds og komrna. En þar sem hann minnist á fyrrv. stjórnarflokka, á hann sýnilega við Ffamsóknar- flokkinn og Alþýðuflokkinn og sýnist . honum ekki loku fyrir skotið, að þeir „fái líka að vera með“ Við stjórnarmyndun, en þó aðeins til þess „að bæta fyrir sínar mörgu gömlu syndir“, þ. e. a. s. til þess að láta niður falla alla umbótaviðleitni, sem þeir voru svo þekktir að, á meðan þeir héldu um stjórnartaumana, heldur eigi jDeir að bæta fyrir þessar syndir með því að beygja sig undir einhverja ófædda sam- eiginlega stefnuskrá kyrrstöðu- manna og byltingaflokksleið- toga. Það er vart hugsanlegt, að Mbl. hefði birt þenna samsetn- ing athugasemdálaust, ef mál- gagn Sjálfstæðisflokksins væri honum ekki samdóma. Það verð- ur því að álykta, að það sé efst í huga ráðamanna flokksins að velja sér kommúnista til póli- tísks fylgilags og hnýta síðan Al- þýðu- og samvinnuflokknum aft- an í skottið á því sambandi og lofa þeim á þann hátt „að vera með“ við stjórnarmyndun. Það er bara meir en hætt við, að sam- vinnumenn kæri sig ekki um að gerast taglhnýtingar íhalds og komnninista og yfir höfuð ekki umbótasinnaðir menn í landinu, hvar í flokki sem þeir eru. í þessu sambandi er rétt að varpa fram eftirfarandi spurn- ingu til athugunar ábyrgum mönnum í öllum flokkúm: Til hvers er að koma á fót þingræð- isstjórn, ef sá meiri hluti þings- ins, sem styður hana, fæst ekki til að fara þær leiðir, sem liggja til farsældar fyrir þjóðina? Það er meira en hætt við, að samstarf flokka, sem hafa ólík stefnumið og ólíkar lífsskoðanir, leiði ekki til neinnar blessunar fyrir Jrjóðina, ef samstarfið er byggt á Jreim grundvelli, að kaupslaga hafi Jrnrft um sann- færingu manna við undirbúning samstarfsins. Siðferðilegt boðorð hvers ábyrgs flokks á að vera: Kauptu ekki samstarf við aðra flokka með því að láta af réttu máli. Það er alls óvíst, að júngræðis- stjórn út af fyrir sig geti nokkru góðu til vegar komið. Árið 1942 var eins flokks stjórn sett á lagg- irnar og var það þingræðisstjórn að því leyti, að hún naut stuðn- ings rneiri hluta þingsins, en sá stuðningur var byggður á óheil- birgðum grundvelli. Kommún- istar studdu hana, af því hún var svo veik, að hún gat engu góðu til leiðar komið, og Al- þýðuflokkurinn til að korna fram „réttlætismálinu". Upp- skeran var eins og til var sáð: Hin snarvitlausustu kosninga- lög, sem þekkjast í lýðfrjálsu landi og dýrtíð og verðbólgu hleypt af stað, sem allt útlit er fyrir að leitt geti til atvinnu- og fjárhagshruns í landinu. Þá skapaðist það ástand, sem Mbl. sagði 16. þ .m„ að þjóðin gæti ekki ölíu lengur unað við. Svona getur jafnvel þingræðis- stjórn reynzt ömurlega, þegar illa er til hennar stofnað. í öllu því öngþveiti og upp- lausn, er nú ríkir, er aðeins eitt ráð öruggt til bjargar. Það er, að allir umbótamenn í öllum flokkum taki höndum saman og myndi svo sterkan meiri hluta, að þeir einir séu færir um að taka að sér ábyrga forustu í þjóð- málunum. Allar aðrar leiðir til bjargráða og lausnar aðkallándi vandamálum munu reynast hæpnar, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. AFRÉTTARMÁL í STRANDASÝSLU. Páll lögmaður Vídalín sleppti nú Strandasýslu 1712. Höfðu þeir Oddur lögmaður Sigurðarson deilt um hana, en Jrá fékk hana, ella hafði þar lögsögn af hendi Odds, að líkindum, Jón skáld, sonur Sigurðar Gíslasonar Dalaskálds, en sleppti henni síðar, 1713. Þá var þar settur Sumarliði Klemensson frá Marðar- núpi í Vatnsdal, all svakafenginn, sem segir í Húnvetningasögu, og veitt sýslan ári síðar, 1714. Það var um Joessar mundir eða litlu síðar, að Tindala-Ými Arnórsson dvaldist með Halldóri presti Magnússyni í Árnesi og komst þaðan utan með atbeina prests, sem segir í þætti Ýma. Nú hafði verið hafísrek rnikið í norðurhafi. Vildi þá Höfðaskip, að venju, sigla til Reykjarfjarð- ar, en rataði í ís, svo að það braut stýri sitt; var þá að leggja til hafs aftur, en náði suður fyrir land, í Hafnarfjörð. Þ^ir lá þá varnarskip, er fylgt hafði norðan skipum undir land um vorið, frá Hofsós og Húsavík, en Akureyrar-skip hafði ei verið búið og lá eftir ytra, en hin öll fóru samflota utan: og hafði hvorki Hofsóss- né Húsavíkur-skip komizt til hafna sinna. Veturinn eftir, 1715, kom hollenzk sigling hálfum mánuði fyrir sumar norðanlands, er þá hafði ei skeð um mörg ár. Þá var hart. En það var vorið eftir, að Bæ við Hrútafjörð, að Sumarliði Klemensson þingaði um fjárupprekstra á Melafjalli. — Hyggjum vér, að þá byggi á Melum Jón Auðunsson, forfaðir Mela-feðga eða Mela-Jóna. Hann varð gamall maður og dó ei fyrr en árið (Framhald). ]) Þorv. Thoroddsen („Árferði á ísl*ndi“) getur ekki um hafís* 1711, né tvö nsestu ár á eftir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.