Dagur - 24.08.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 24.08.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 24. ágúst 1944 DAGUR Ritst)órn: Ingimar Eydal. Jóhann Frímann. Haukur Snorrason. Aígreiðslu og innheimtu annast: Sigíús Sigvarðsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Enn hnoðast Islendingur við sama heyðarðshornið jþAÐ ER í SJÁLFU SÉR lærdómsríkt að gefa því gætur, hvers konar málgögn það eru, sem tekið hafa að sér að andmæla gagnrýni þeirti, sem komið hefir fram á hinum stórfellda gróða Eimskipafélags íslands sl. ár Það eru nefnilega blöð „einkaframtaksins" og samkeppnismanna, er einkum hafa gerzt til þess að gegna þessu hlut- verki og halda uppi vörnum fyrir allt ráðslag þessarar félagsstofnun,ar. Þessi staðreynd ætti raunar — ein út af fyrir sig — að nægja til þess að færa mönnum heim sanninn unr það, að ekki muni ofmælt, þótt því sé haldið fram, að félagi þessu sé stjórnað í kaupmannsanda og krafti Eggerts Claesens og annarra stórgróðahölda. „Morgunblaðið" og „íslendingur“ þekkja sína og rennur blóðið til skyldunnar, þegar að því er fundið, að opinbert fyrirtæki sölsar undir sig 25 milj. kr. gróða á einu ári í viðskiptunum við skjólstæðinga sína í landinu. JJIl'T ER ÞÓ ekki síður lærdómsríkt að veita því athygli, hvernig þessi tvö blöð hyggjast rækja þetta hlutverk sitt. Málsvörn „Aíorgun- blaðsins“ verður ekki gerð bér að umræðuefni að sinni. En þeim, sem þekkja nokkuð innræti og bardagaaðferðir „litla bróður Moggans“ hér á Akureyri, kemur það engan veginn á óvart, að blaðið hyggst að grípa þetta tækifæri til þess að hefja nýja árás á samvinnufélagsskapinn og þó einkum Kaupfélag Eyfirðinga í tilefni af ummæl- um „Dags“ um stórgróða Eimskips og ráðstöfun írans. Telur „ísl.“, að líkt sé ástatt með KEA og Eimskip að því leyti, að bæði félögin njóti „ým- issa skattfríðinda og annarra opinberra hlunn- inda“ og bæði fari þau jafnlangt út af hinu eðli- lega starfssviði sínu. — KEA með því að reisa gistihús og hafa afskipti af útgerð — og Eimskip, ef fyrirætlanir forráðamanna þess um flugvéla- kaup og gistihússrekstur í Rvík kæmu til fram- kvæmda. ■QM HIÐ FYRRA ATRIÐIÐ verður að nægja að þessu sinni að segja það, að engum fær það furðu, þótt „ísl.“ og önnur málgögn kaup- mannastéttarinnar telji sjálfsagt og eðlilegt, að hagnaður viðskiptamanna samvinnufélaganna sé tví-skattlagður til hins ítrasta — fyrst í félögunum sjálfum og síðan heima í héraði hjá hverjum ein- stökum félagsmanni. Það atriði er áður þraut- rætt deiluefni t. d. milli „ísl.“ og „Dags“, og hefir hlutur „ísl.“ í þeim rökræðum ávallt orðið þeim mun verri, sem blaðið hefir lengur og oftar á þessu klifað. Um hið síðara kæruefni „ísl.“ á hendur KEA: útgerðina og gistihússreksturinn og samanburðinn við Eimskip að því leyti, skal þetta eitt sagt hér að sinni: • Það er öldungis vonlaust fyrir „ísl." og aðra andstæðinga samvinnustefnunnar að halda því fram, að kaupfélag fari „út af sporinu", eins og blaðið orðar það, í hvert sinn, er það tekur að sinna öðrum verkefnum en því aðalmarkmiði að lækka verð lífsnauðsynja félagsmanna sinna. Það er fullkomlega rétt, sem hinn frægi franski hagfræðingur Charles Gide segir um það atriði í hinni miklu og viðurkenndu hagfræði sinni (ísl. þýð. II. b. bls. 460), að „samvinnumenn telja slík félög (þ. e. þau félög, er sinna því verkefni einu) lægri tegund samvinnufélagsskapar“. Það er því óhætt að hugga „ísl.“ með því, að sannir pamvinnumenn telja ekki aðeins, að aðferðir sam- f FLUTNINGASVIFFLUGUR AMERÍSKA HERSINS. Svifflugur, dregrtar af fluQvélum, voru notaðar í éeysi stórum stíl í innrás Bandamanna í Frakkland. Myndin sýnir svifflugu, sem er svo stór, að hún getur flutt 2 Jeppebíla í einu. f VINNUKONUR FRAMTÍÐARINNAR. Ýrnsir halda því frarn, að eftir nokkur ár eða áratugi muni vinnukonur, eins og þær, sem við nú þekkjum, ekki lengur vera til. Þá verði þær nokkuð, sem tilheyrir fortíðinni — nokkuð, sem einu sinni var. Ómögulegt er að vita, hvort þeir, sem svo spá, rnuni reynast sannspáir, þó að ýmislegt virðist benda til, að Jressi fyrr umtalaða stétt muni smám saman þurrkast út og hverfa. En hvernig á Jrá húsmóðir framtíðarinnar að komast af? — Er hægt að ætlast til Jress, að hún verði fyrirrennara sínum svo miklu fremri, að hún þarfnist engrar aðstoðar við hússtörfin? Það er naumast sanngjarnt að að ætlast til Jress, og þó rná áreiðanlega gera ráð fyrir, að í framtíðinni eignist hver húsmóðir fjölda véla og vinnutækja, sem geri allt hússtarfið miklum mun léttara en fyrirrennari hennar þekkti. — En þó að vélarnar séu góðar og geri geysimikið gagn, þá eru þær nú aldrei annað en vélar og ná því vitanlega ekki til allra starfa. Fyrirhugaðar breytingar vegna leikhússins. T EIKFÉLAG AKUREYRAR hefir snúið sér til bæjarstjórnar og iar- ið þess á leit, að bærinn láti gera nokkrar breytingar á leiksviði Sam- komuhússins til þess að greiða fyrir starfsemi leikfélagsins á þeim stað. Hefir formaður leikfélagsins, Guð- mundur Gunnarsson, mætti á fundi húseignanefndar bæjarins og' skýrt fyrir nefndinni þessa málaléitun fé- lagsins. Breytingar þær, sem fram á er farið, eru einkum í því fólgnar, að hliðarherbergin sitt hvoru megin við leiksviðið verði tekin burtu í því skyni, að rýmra verði en áður um leiksviðið og alla starfsemi leikar- anna að tjaldabaki. Herbergi þessi eru nú geymslur og búningsherbergi leikaranna, og ætlast félagið til, að byggð verði ný viðbygging vestan við húsið, þar sem leikararnir geti fengið búningsherbergi í stað hinna eldri, sem nú eru til þrengsla á leiksviðinu og auk þess óhentug og ófullnægj- andi. Húseignanefnd hefir falið bygg- ingafulltrúa _að athuga, hvort breyt- ingar þessar muni framkvæmanlegar og heppilegar frá sjónarmiði bæjarins og ennfremur að gera kostnaðaráætl- un um verkið. Mun málið verða tek- ið upp aftur til nánari athugunar, þegar saminn verður fjárhagíáætlun fyrir næsta ár. gTÓRI SALURINN í Samkomuhúsi bæjarins var á sínum tíma stærsta og veglegasta leikhús lands- ins og er ennþá í fremstu röð. En að sjálfsögðu fer því fjarri, að hann svari enn vaxandi og eðlilegum kröf- um hins nýja tíma á þessum sviðum sem öðrum. Hin nýja viðbygging norðan við húsið, sem reist var fyrir féum árum, bætti úr brýnni þörf að sínu leyti, og vafalaust er bæði æski- legt og nauðsynlegt, að tilsvarandi endurbót og þá fékkst á inngangi, snyrtiherbergjum og fatageymslum hússins, verði nú gerð á leiksviðinu og bækistöðvum leikaranna þar. Leikfélag Akureyrar á markvert og ágætt hlutverk að rækja í menningar- lífi bæjarins og á félagið því skilið hjálp og fyrirgreiðslu bæjarfélagsins í hvívetna. Og væntanlega man bæj- arstjóm eftir hinum hörðu og síbrak- andi bekkjum í salnum og kemur þeim fyrir kattarnef á einhvern hæfi- legan hátt um leið og hún tekur ástand hússins að öðru leyti til at- hugunar og endurbóta. pN í ÞESSU SAMBANDI rifjast það upp fyrir mönnum, hversu óviðunandi það er í raun og veru, að ýmsar helztu stofnanir hins norð- lenzka höfuðstaðar, svo sem sam- komusalurinn, skrifstofur bæjarins og Amtsbókasafnið verða enn að hafast við í gömlum og úreltum timburbygg- ingúm, sem fuðrað geta upp þá og þegar og eru auk þess settar niður á harla óhentugum stöðum eins og um- ferð og byggingum er háttað í bænum nú orðið. Hér hefir verið mælt með breytingum þeim á Samkomuhúsinu, sem leikfélagið fer fram é, aðeins í því trausti, að þær reynist ekki sér- lega dýrar. Að öðrum kosti eru þær ekki meðmælaverðar af þeirri ein- földu ástæðu,- að þær geta alls ekki orðið til frambúðar. Brýn nauðsyn ber til, að nú þegar verði hafin nauð- synlegur undirbúningur að því aðkall- andi verkefni að reisa nýtt og veglegt ráðhús á hentugum stað í bænum og úr varanlegu efni — strax og fram úr sér hinni ægilegu dýrtíð, sem nú er í (Framh. á 8. síðu). En það er annað, sem húsmóðir farmtíðarinn- ar ætti að nota betur og af meiri hyggindum en margar konur gera nú — og það eru börnin og þá einkum dæturnar. Það er fátt ánægjulegra en hjálpsöm börn á heimili. Eg er sannfærð um það, að yfirleitt megi hafa miklu meira gagn af börn- um við ýmis heimilisstörf en almennt gerist. — En til Jtess að þetta megi verða, þarf móðirin að vera afar liyggin og lagin. Hún þarf að ala börn sin Jtannig upp, að heimilisstörf, t. d. matar- tilbúningur, hreingerning, uppþvottur o. s. frv„ verði barninu jafn kært og leikur þess. — Þið segið sjálfsagt flestar að þetta sé ekki hægt, en eg þekki dæmi slíks, og eg er viss um, að þið gerið það líka. — Bezta aðferðin til þess að fá barnTÍl að gera þetta eða hitt er að hrósa því, um leið og það er beðið einhvers. „Engin tekur jafn vel utan af kartöflum og þú stúlka mín, skrælaðu nú nokkrar fyrir mönunu". Fáar 8 ára telpur myndu standast slíkt, eða: „Það er aldrei jafn loftgott í stofunni, eins og þegar þú hefir þurrkað af, Sveinn. — Þú gerir þetta svo ljómandi myndar- lega“, eða: „Ósköp held eg að mjólkin smakkað ist vel úr glösum, sem þú hefir Jjurrkað og fægt“. Slík örfun er hverju barni kærkomin, og það er ekki margt heppilegra'til þess að hvetja það til þess að gera gagn. Allir kannast við, að börn eiga til að Jwerskall- ast við og þráast, þegar þeim er sagt að gera J:>etta eða liitt — og það þarf ekki börn tiL Hvort þykir ykkur þægilegra: „Sæktu fötuna", eða: „Viltu gjöra svo vel og sækja fyrir mig fötuna?" Ungar konur, sem eiga lítil börn, ættu að at- huga þetta, og ef þær fara hyggilega að, þá spái eg að þær verði ekki í vinnukonuvandræðum alla æfi! vinnunnar eigi bezt við á verzl- unarsviðinu heldur einnig á öll- um sviðum félagslegra viðskipta einstaklinga og þjóða á milli. — Hótel Kea — þótt vaxi það mjög í augum allra samkeppnismanna — og afskipti félagsins af útgerð- armálum ætti því að rúmast inn- an ekki þrengri takmarka en Jretta eru. þF.GAR TIL KASTA Eim- skipafélagsins kemur, myndi víst enginn maður hafa neitt við það að athuga, þótt félagið kæmi sér upp flugflota, reisti gistihús í höfuðstaðnum eða beitti sér fyrir öðrum álíka fram- kvæmdum, þegar félagið hefði með fullum sóma leyst aðalhlut- verk sitt: að sjá landsmönnum fyrir nægilegum skipakosti til allra nauðsynlegra flutninga að og frá landinu og með skapleg- um kostnaði, svo að félagið hefði ekki lengur nægileg verkefni á því sviði. En meðan svo standa sakir, að félagið á aðeins nokk- urn hluta þess skipastóls, sem nauðsynlegur er til þess að full- nægja flutningaþörf þjóðarinnar og verður því sífellt að grípa til erlendra leiguskipa og rekur á hinn bóginn þessa útgerð sína sem stórgróðafyrirtæki á kostn- að viðskiptamanna sinna, mun engum nema „ ísl." og hans nót- um þykja ofmælt, þótt það sé kölluð „fjarstæða og alveg utan við hið upphaflega og eðlilega starfssvið félagsins" að verja stórgróða þess til flugvélakaupa og gistihússreksturs í ReykjaVÍk. „Puella". ★ ÁVAXTA-SALAT. Þeyttur rjómi. Þar út í er látið: safi úr cítrónu og sykur eftir smekk. — Tómatar, nýjar agúrkur og salat er brytjað smátt og hrært saman við. Þetta er afar gott með smurðu franskbrauði eða ósætu kexi. ★ RÁÐ: Hvíta sumarhanzka úr þvottaskinni er gott að þvo úr vægu sápvatni og skola úr sápuvatni, en ekki hreinu, að lokum. Þeir verða mýkri og fallegri. ★ Vitur sonur gleður sinn föð- ur, en fávís sonur er raun móður * ^ sinnar. (Orðskv. Salómons), 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.