Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 31. ágúst 1944 D A G U R sextugur I. Það þýðir víst ekki að bera á móti því, að Snorri Sigfússon skólastjóri sé orðinn sextugur, þó að mann langi óneitanlega til þess. Enn er hann kvikur í öllum hreyfingum og léttur í spori. Enn er hann glaðværari og reifari hverjum tvítugunr unglingi undantekningalítið. Enn ljómar af fjöri hans og enn brennur honum eldur áhuga og framkvæmdavilja í brjósti. Svona var hann, þegar við sá- umst í fyrsta skiptið fyrir rúm- lega 40 árum og svona er hann enn. Lái mér svo hver, sem vill, þó að mér gangi illa að átta mig á því, að Snorri sé orðinn sex- tugur! En kirkjubækurnar taka af allan vafa, og líka verð eg að játa, að hinn langi og merki starfsferill harls sannar ótvírætt, að þetta sé á daginn liðið. Hann tók að vísu ungur til starfa og það af æskunnar kappi, enda sér þess víða vott. Hann hefir lagt gjörva hond á margt. Eg tel víst, að hann hafi á ungum aldri gengið að öllurn sumarstörfum á Tjörn í Svarfaðardal hjá séra Kristjáni F.ldjárn, er hann telur fóstra sinn, en stundað svo nám á vetrum. Eitt sinn var hann og ráðsmaður hjá Sæmundi Sæ: mundssyni í Stærra-Árskógi og hlaut hrós Sæmundar fyrir dugn- að, en Sæm. kallaði þó ekki „allt (innnu sína“ í þeim efnum. Að loknu námi hérlendis réðist Snorri svo í utanför til kennara- náms í Noregi og sem einn bezti söngmaður karlakórsins Heklu á Akureyri, en Hekla fór fyrst allra íslenzkra kóra í söngför til útlanda, eins og frægt er orðið. Þegar iieim kom, tókst Snorri kennslu á hendur. Einn vetrar- tíma kenndi hann í Hrísey og svona til að-koma í veg óhóflegu makræði leggur liann um liávet- urinn í ferð upp í Svarfaðardal, þegar hann átti að hvíla sig, og talar þá unga fólkið í dalnum „upp í það“, að stofna ung- mennafélag, sem eg held að starfi enn, ef eg veit rétt. Síðan þá hofir Snorri alltaf gegnt erf- iðti og umfangsmiklu kennslu- starfi, en samhliða því þreytandi félagsstörfum. Eg hygg, að Snorri sé tvímælalaust í röð merkustu skólamanna íslands — og standi flestum framar að hug- kvæmni í kennslu og skólastjórn. Þegar margir kennarar hafa tek- ið sér algera hvíld á sumrin í kyrrð og næði afskekktra staða, joá hefir Snorra oft og einatt ver- ið að leita í síldarþvargi á Siglu- firði eða einhvers staðar í þysj- anda dagverknaðarins. Svona hefir Snorri alltaf Verið og svona er liann og sannast að segja á eg bágt með að hugsa mér hann öðruvísi. En — þó kemur sjálf- sagt að því, að gjalda verður hann Elli kerlingu áskilinn skatt. Eg veit að það muni hann gjöra þegar þar að kemur, án þess að mögla, enda mun sögnin að „mögla“ tæpast finnast í orðabók Snorra! Eg bæði bið og vona, að enn líði löng stund, þar til kem- ur að þeinr skuldaskilum. Að loknum árna eg þessum kæra, garnla samherja mínum og stéttarbróður, Snorra Sigfús- syni, allra heilla á ófarinni leið og bið heimili hans hlessunar guðs. V. Sn. II. Þann 31. ágúst 1884 var sveinn í heiminn borinn á bæ þeim í Svarfaðardal, er Brekka nefnist. Mér er nær að halda, að örlög hafi ráðið fæðingarstaðnum, því að snemma gerðist sveinninn brekkusækinn og æ því meir, sem aldur og þroski færðist yfir hann. í skírninni hlaut hann nafnið Snorri. I dag er liann sex- tugur að aldri og hefir verið skólastjóri við barnaskólann á Akureyri í 14 síðastl. ár. Eg hefi átt því láni að fagna að vera samstarfsmaður Snorra Sig- fússonar við nýnefnda stofnun um nær tug ára, og eftir þau kynni hika eg ekki við að full- yrða, að það hafi verið mikið happ fyrir Akureyrarbæ að liljóta þjónustu hans sem leið- toga í uppeldis- og fræðslustarfi til handa æskulýðnum. Hann er einn af þeirn tiltölulega fáu mönnum, sem eru því marki brenndir að hafa aldrei frið í sínum beinum fyrir glampandi áhuga á einhverjum mikilsverð- um málum. Snorri hefir tekið sérstöku ástfóstri við uppeldis- málin og er orðinn landskunnur fyrir afskipti sín af þeim, enda ber yfirstjórn fræðslumála þjóð- arinnar hið mesta traust til hans í þeirn efnum. — Áður en Snorri Sigfússon tók við skólastjóra- starfinu við barnaskóla Akureyr- ar, var hann orðinn þaulæfður kennari barna og unglinga, eftir I að liann hafði búið sig undir það I starf erlendis að lokinni al- rnennri skólainenntun hér heima. Kennslustörf sín hefir hann ætíð rækt af spriklandi f jöri og fullum áhuga, aldrei ver- ið dottandi við það verk. Barna- kennsla rrtun nokkuð almennt vera talin þreytandi verk, minnsta kosti öðrunr þræði, en mikið fer það eftir því, hve mikla starfsgleði kennarinn getur lagt inn í starfið. Bezt gæti eg trúað því, að starfsgleði og starfsáhugi Sn. S. hefði verið á svo háu stigu, að honum hafi aldrei orðið það á að líta á úrið sitt, til þess að athuga, hvenæf hann fengi hvíld úr kennslustund. Hitt þykir mér líklegra, að hann hafi hrokkið við, ey hann lieyrði hringt skóla- bjöllunni til merkis um, að kennslustund væri lokið, og þótt hún hafa verið allt of stutt. Það er talað um, að menn eld- ist misjafnlega fljótt, vitanlega ekki að árum, heldur að útliti, líkamlegn sta'rfsþreki og sálar- SAMNINGUR / Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar við bæjarstjórn Ak. Vegna óska nokkurra félags- manna í Verkamannafélagi Ak- ureyrarkaupstaðar, um að fá birtan samning þann er gerður var milli bæjarstjórnar Akureyr- ar og Verkamannafélagsins nú í vor, skal það tekið fram, að hann er samhljóða samningi þeim, er gerður var við Vinnveitendafé- lag Akureyrar og aðra atvinnu- rekendur, nema 1. og 10. grein. Var sá samningur birtur í blað- inu „Verkamanninum" 15. júlí síðastliðinn. 1. og 10. grein samningsins hljóðar þannig: 1. grein. Grunnkaup verkamanna skal vera: Almenn dagvinna kr. 2.50 á klst. — Skipavinna kr. 2.60 á klst. — Tjöruvinna við götur, legri orku. Snorri Sigfússon virðist vera einn þeirra, sem eld- ist seint. Hann ber það ekki með sér, að hann hafi 60 ár að baki. Andleg orka hans sýnist óbiltið og fjörið hið sarna og áður fyrr. Áhuginn og starfsgleðin yngir hann upp. Hann starfar enn af sarna kappi og hann hefir ævin- lega gert. Ýmsir kunna að líta svo á, að hann hreppi góða livíld nokkurn tíma af sumrinu úti á æskustöðvum sínum í Svarfaðar- dal, í guðsgrænni náttúrunni þar, því að þar héfir liann sum- arbústað. Þetta má rétt vera. En þó er mér ekki grunlaust um, að hann sé þar ekki iðjulaus. Mun hann nokkurn tíma geta sleppt huganum af aðaláhugamáli sínu og skyldustarfinu við það? Er hann ekki alltaf að brjóta heil- j ann um frekari umbætur í upp- eldi og fræðslu æskunnar í land- inu, þessu fjöreggi þjóðarinnar á hverjum tíma, og hvernig heppi- legast sé að skipuleggja öll þau mál, er að^þessum efnum lúta, svo að sem mestum og beztum árangri verði náð? Það er mikill misskilningur að halda, að góður og áhugasannir kennari og skóla- stjóri hafi aldrei erfiði, nerna þegar hann er í kennslustund- um eða að skrifa skýrslur um skólastarfið. En því er að þessu vikið, að mér er ekki með öllu grunlaust um, að Sn. S. sé byrjaður að kenná þreytu við starf sitt, enda væri það ekki undarlegt. Nýlega hafði hann orð á því við þann, er þessar línur ritar, að hann ætti bágt með svefn. Gæti þetta bent á ofþreytu, og að taugarnar séu teknar að bila. Sjálfur ætti hann því að athuga að ætla sér of við störf sín úr þessu, og þá ekki síður skólanefnd að reyna að létta honum stiirfin, eftir því sem við verður komið. Eg efast ekki um að henni væri það ljúft, og að hún hafi fullan skilning á því, hves mikils er um vert, að skólastjórinn endist sem lengst. Að lokum sendi eg svo Snorra Sigfússyni persónulegar heilla- óskir nreð þökk fyrir ánægjulegt samstarf. T. E. lestun bíla með sprengt grjót og mulning (sé unnið hálfan dag eða meira) kr. 2.65 á klst. —' Kolavinna, sementsvinna (úpp- skipun, hleðsla þess í pakkhús og samfelld vinna við afliend- ingu úr pakkhúsi), ryðberja skip og vinna við loftþrýstivélar kr. 2.90 á klst. — Díxilmenn og hampþéttarar, vinna við grjót- nám, grjótmulningsvél, grjót- hleðslu og vinna við að hræra og lesta tjöru kr. 2.80 á klst. — Stúfun á síld kr. 3.30 á klst. — Lempun á kolunr í skipi og katlavinna kr. 4.40 á klst. — Kaup drengja, 14—16 ára, kr. 1.65 á klst. — Skipayinna og önn- ur vinna, sem greidd er með liærra kaupi, en alnienn vinna, greiðist drengjum með tilsvar- andi hærra kaupi. — Eftirvinna með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. 10. grein. Meðlimir Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og annarra þeirra stéttarfélaga í bænum, sem eru meðlimið Alþýðusam- bands íslands, og aðrir þeir, sem stjórn félagsins veitir vinnurétt- indi, skulu sitja fyrir þeirri verkamannavinnu, sem fram- kvæmd er, enda séu þeir hæfir til vinnunnar að mati verkstjóra og trúnaðarmanns og sanni rétt- indi sín með félagsskírteini. Þó er bæjarstjóra heimilt að láta ráða utanfélagsmenn til bæjar- vinnu, ef hann álítur það nauð- synlegt verksins vegna, eða vegna fjárhagsástæðna mannsins. Allir verkamenn, sem búsettir eru á félagssvæðinu eiga rétt á að ganga í Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. Ákvæði þessarar greinar gilda gagnvart þeim mönnum, er Vinnumiðlunarskrifstofan út- hlutar atvinnubótavinnu, sem styrkt er af bæ og ríki, sam- kvæmt lögum um vinnumiðlun. Pr. Verkamannafélag Akureyr- arkaupstaðar. Marteinn Sigurðsson. A Q A Náttúrulækningafélag stofnað á Akureyri pORVÍGISMENN NÁTT- ÚRULÆKNIN G AFÉL AGS ÍSLANDS í Reykjavík, þeir Jónas Kristjánsson, læknir, og Björn L. Jónsson, veðurfræðing- ur, komu liingað til bæjarins laust fyrir sl. helgi. Boðuðu þeir :il fundar í Starfsmannasal KEA sl. sunnudag. Þar flutti Björn er indi og skýrði tilgang og lýsti störfum Náttúrulækningafélags ins syðra sl. 4 ár. Vék hann og að því, að þeir hefðu koniið norður fyrir tilmæli ýmsra Ak ureyringa, sem annaðtveggja væru félagar í Náttúrulækninga félagi íslands, eða liefðu áliuga fyrir málinu og vildu koma á fót deild hér á staðnum, Að ræðu Björns lokinni var kosinn fund- arstjóri, Sigurður L. Pálsson, menntaskólakennari, og fundar- ritari, Þorsteinn Stefánsson, bæj- argjaldkeri. Var því næst borin fram tillaga um að stofna til fé- lagsskapar á Akureyri, er væri deild í Náttúrulækningafélagi íslands, Var tillagan samþykkt. Efalaust verðið þið fljótir að finua beztu úrlausn á eftirfarandi spilum, með því að hafa allar gjafirnar upp í loft fyrir framan ykkttr, en hve margir mundu slá sér upp í sporum Suðra í hita bardagans? Sögnin er „sex spaðar" og V. opnar með spaðaníunni. AK.,8,7,6. VÁ,D,10,fi. ♦ Á,K,8,7. *8. *9. ♦9,8,7,2. ♦ D, G,10,9. *D,G,10,9. ♦ 10,5,4,1 ♦ K,G,5,4,3. ♦ 6.5,4,2. ♦ — *A,D,G,2. V - ♦ 3. *Á,K,7,6,5,4,3,2 I’að er óþarfi að greina frá því, hvernig sagnir féllu, því að hér .er það spila- mennskan, sem er aðalatriðið. Hvernig væri að reyna að spila úr þessu áður en lesið er lengra? V N A s 1. *9 *G! 2. V2 . VD VK *DI! 3. ♦ 9 ♦ K ♦ 2 ♦ 3 4. V7 yio VG *Á!!! 5. *9 *6 *io *2 Staðair er nú orðin þessi: *8,7. Þið sjáið nú, að hverju sem A. spilar út fær N. slaginn og með því að hreinsa trompin í tveimur slögum getur hann þjarmað svo að V., að S. komist að. Ef V. heldur i laufið, nær S. ekki nema einum slagi á laufið, þrátt fyrir átta á hendinnil — Observer. með öllum þorra atkvæða, mót- atkvæðalaust. Síðan voru lög félagsins borin upp og samþykkt grein fyrir grein og í lieilu lagi. Eru þau sniðin eftir lögum félagsins i Reykjavík. Stjórnarkosningu var fretsað til væntanlegs framhaldsstofn- fundar síðar, en kosin var þriggja manna nefnd til þess að boða til hans. Hlutu þessir kosningu :Sigurður L. Pálsson, menntaskólakennari, Þorsteinn Stefánsson, bæjargjaldkeri og frú Ingibjörg Halldórsdóttir. Á fundinum sóttu rúmlega 50 manns um upptöku í félagið, og voru karlmenn þar í talsverðum meirihluta. Þá flutti Jónas Kristjánsson, læknir, fróðlegt erindi og rakti sögu náttúrulækningastefnunn- ar og skýrði að öðru leyti frá til- gangi félagsskaparins og starfsað- ferðum. Því næst svaraði hann nokkrum fyrirspurnum, er fund- armenn beindu til hans. Fundinn sóttu 70—80 manns. Jónas Kristjánsson, læknir, er svo sem kunnugt er einn af mæt- ustu og menntuðustu læknum landsins og áliugasamur mjög um heilbrigðismál. Hann er nú 74 ára gamall, en léttur á sér og frísklegur sem unglingur væri, þrátt fyrir nærfellt hálfrar aldar ósérhlífinn þrældóm,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.