Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 31. ágúst 1944 DAGUR Ritstjórn: Ingimar Eydal. lóhann Frúnann. Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Sigfús Sigvarðsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Tvœr stefnur. þAÐ ER ALTÍTT, að sjá í málgögnum Sjálf- stæðisflokksins rætt um mál út frá þeim for- sendum, að samvinnuféiög annars vegar og liluta- félög og fjölskyldufyrirtæki hins vegar, séu sama eðlis. Þessi málaflutningur er engin tilviljun. Hann er þáttur í tilraunum til þess, að sljóvga til- finningu almennings fyrir þeim regin eðlismun, sem er á samvinnufélagsskap og einkarekstri. Þessi áróður er ekki það máttlausasta, sem komið hefir úr þeim herbúðum til þess að valda sam- vinnufélögunum tjóni. Sljóvgun dómgreindar al- mennings í þessu efni, er vissulega vatn á myllu þess flokks, sem í hjarta sínu vill öll samvinnu- félög út í yztu myrkur og óskorað vald 19. aldar samkeppnisfiyggju í öllum atvinnu- og verzlunar- málum íslands. Hið íslenzka íhald er að þessu leyti frumlegt og eftirtektarvert. Straumar nýrra tíma, nýrrar félagshyggju, sem gengið hafa yfir nágrannalöndin og snortið hafa hin römustu afturhaldsöfl þar og blásið lífi, hafa ekki hrært hinn minnsta lim á búknum, sem hefir Morgun- blaðið fyrir heilabú. Um það sannfæra rnenn sig bezt með því að bera saman andann í London Times og Morgunblaðinu. Á meðan gáfuðustu og beztu leiðtogar sameinuðu þjóðanna sjá í að- ferðum og anda samvinnunnar lausn á ótal mörg- um vandamálum, sem þjökuðu hinn vestræna heim í „fríinu langa“, 1918-1939, talar Morgun- blaðið um „Laissez faire“, 19. aldar samkeppnis- hyggju, sem það sem koma skal í hinu unga lýð- veldi. Þessir menn vita betur, en þeir kæra sig ekki um að lesendur þeirra viti betur. Ástandið innan stærsta stjórnmálaflokksins, að þessu leyti, er hryggileg og áhyggjuverð staðreynd. ★ glTT NÝJASTA DÆMIÐ um tilraun þessa fólks til þess að draga sama feldinn yfir höf- uð sér og samvinnumanna í landinu, er hinn ógáfulegi samanburður Morgunblaðsins á tveirn fyrirtækjum, — Kveldúlfi, félagi 7 reykvískra auðmanna, og KEA, félagi nær 4000 eyfirzkra bænda, verkamanna og sjómanna. Morgunbl. gerir samanburð á sölu Kveldúlfstogaranna og by§§in§u gistihúss KEA. Það er ekki auðvelt að sjá skyldleikann, en Mbl. fullyrðir að þetta sé sama eðlis: Kveldúlfur hafi dregið fé úr útgerð- inni, með því að selja skip sín og gera „drottinn- má-vita-hvað“ með peningana, og KEA hafi dreg- ið fé út úr sínum rekstri með því að reisa gisti- hús! „Slíkri einfeldni brosa menn að, en svara ekki“, sagði Vísir á dögunum um Mbl. En það er þó rétt að vekja athygli á því, að hér ber að sama brunni og fyrr, — reynt er að sljóvga dómgreind almennings á eðlismun samvinnufélags og einka- fyrirtækis. Tilraunin er að þessu sinni ámátlega heimskuleg, því að hér er svo gjörsamlega óskyld- um hlutum blandað saman, burt séð frá eðlismun fyrirtækjanna. Það er heimskuleg fullyrðing, að KEA hafi dregið fé út úr rekstri sínum til þess að reisa gistihús. Hefir það selt mjólkurvinnslu- stöðina? Eða skipasmíðastöðina? Eða frystihúsin? Eða búðirnar? Ef slíku hefði verið til að dreifa, var fullyrðing Mbl. a. m. k. ofurlítið skynsam- legri. Mbl. veit vel, þótt það láti heimskulega, að samvinnufyrirtæki færa út kvíarnar og stofnar til nýrra fyrirtækja me^ því fjármagni, sem félags- mennirnir fela þeim að ávaxta fyrir sig, — það er: séreignarsjóðum félagsmanna og sparifé. Var það þetta sem Kveldúlfur gerði? t Bandaríkjahergveitum fagnað í franskri borg Hvar sem Bandamenn sækja iram í Frakklandi, er þeim vel fagnað og þeir ákaft hylltir af ibúunum. Bandarikjamenn eru nú komnir á fornar slóðir fyrir norðan Paris, þar sem þeir brutust í gegnum línu Þjóðverja 1918. — Myndin sýnir Frakka heiðra amerískar hersveitir i frelsaðri, franskri borg. „Hvar eiga börnin að vera?“ JþANNIG SPYR heimilisfaðir í bréfi til blaðsins. „Byggingarnar þjóta upp á Brekkunum báðum og Oddeyri, auðu lóðunum fækkar óðum, og börn- in, sem hafa haft afdrep á hinum auðu svæðum, eru smám saman hrak- in á götuna. Mér er því spurn: Hvar eiga börnin að vera í þessum bæ í framtíðinni? Er ekki gert ráð fyrir neinum smáleikvöllum í skipulagi bæjarins? Er ekki nægilegt landrými hér til þess, að skapa börnunum sið- mennileg leikskilyrði?“ yNDIRDEILDIN hér á Akur- eyri, íslendingur, tekur upp þennan sama þráð, ofurlítið skynsamlegri þó, skal játað, er ritstj. telur það hlálegt, að Dag- ur skuli linna að Jrví, að Eimskip ætli sér að nota hluta af óhæfi- legum gróða til þess að reisa gistihús í Reykjavík. Vitaskuld gengur hann fram hjá aðalatrið- inu í málinu, úr því hann fór að gera þennan samanburð: KEA er að ávaxta fé félags- manna sinna hér, samkvæmt að- alfundarákvörðun, þ. e. þeirra eigin ákvörðíun, en Eimskipafé- lagið ætlar að nota fé, sem það hefir tekið af allíi þjóðinni til þess að byggja hótel í Reykjavík, án þess að almenningur, sem féð hefir greitt, geti nokkru um ráð- ið. Og þessu málgagni liér finnst það furða, að Norðlendingar, sem búið hafa við hlálega aðbúð af Eimskips hálfu allt þess stór- gróðatímabil, skuli ekki taka með þakklæti við því, er forráða- menn þess ætla að nota fé það, er þeir hafa tekið af okkur, ekki síður, e. t. v. fremur, en öðrum, til framkvæmda í.höfuðstaðnum, án þess nokkur trygging sé fyrir bættum samgöngum og bættri aðbúð um flutninga fyrir okkur. Það má vera súrt eplið, sem höfðingjarnir í Reykjavík rétta ísl.ritstj. til þess að hann hafni því. Eiga þeir yngstu engan rétt? JþAÐ ER VON að þessi heimilisfað- ir spyrji og þeir eru vafalaust margir hér í bænum, sem finna sár- lega til andvaraleysisins og framtaks- leysisins að þessu leyti. Hér rísa upp dýrar skólabyggingar fyrir eldri börn og unglinga, en yngstu borgurunum, börnunum á 2—7 ára aldrinum, er byggt út. Það er því von, að menn spyrji: Hafa þeir yngstu engan rétt, eða höfum við hin eldri ekki líka skyldu að gegna gagnvart þessum borgurum bæjarfélagsins, að þessu leyti? Málið er einfalt. JJ^LLIR virðast vera sammála um það, að gatan sé óhollur leikvang- ur fyrir þessi börn. Það er talað um götubörn, kvartað undan ærslum þeirra og ljótu orðbragði á stundum. En hvaða tækifæri hafa mörg þessara barna til fallegri leikja og mennilegri siða? Það er ekki eðlilegt neinu heil- brigðu bami, að sgekja allan leik sinn á götuna. En þetta mál er ofur ein- falt viðfangs í bæjarfélagi eins og Ak- ureyri, ef menri aðeins vilja skilja það og nenna að hafa dug til fram- kvæmda. Ennþá nóg land. J^NNÞÁ ER NÓG af auðum lóðum víðs vegar um bæinn, til þess að koma upp snotrum leikvöllum fyrir börnin, en þessum svæðum fækkar óðum. Vitaskuld er það bæjarfélagið sjálft sem hér á að hafa forgöngu. Það þarf að ákveða þessi svæði, girða, byggja lagleg, hentug leiktæki, svo sem rólur, sandkassa, klifurgrindur o. s. frv. Til slíkra staða mundu börnin sækja. Vitaskuld þarf að halda þess- um hlutum við og líta eftir því, sem þar gerist, en láta ekki allt grotna niður og eyðileggjast, eins og var inni í Gilinu hór á árunum. Þetta kostar vitaskuld eitthvert fé, en þó mundu það smámunir einir saman, borið saman við ýmsar aðrar og vafasamari framkvæmdir bæjarins. Mundu heimilin vilja leggja eitthvað á sig? J7G ER VISS UM, að margir heim- ilisfeður mundu glaðir vilja greiða eitthvert ákveðið gjald til þess að halda við slíkum leikvöngum og til þess að hafa eftirlit með leik bam- anna. Þeir mundu margir, sem vildu (Framh. á «. »iQu>. NOKKUR ORÐ UM PEYSUR OG PEYSUÞVOTT. Peysur, hvers konar, eru skemmtilegar flíkirr, ef svo má'að orði kveða, og afar hentugar. Það má segja, að stúlka í fallegri peysu, sé vel búin og geti farið, iivar sem er, án Jress að biygð- ast sín fyrir klæðnað sinn. Peysur eru líka dýrar flíkur, hvort heldur þær eru keyptar beint úr verzlun, eða heimaprjónaðar, og Jrví er Jrað mjög mikils vert, að kunna að fara þannig með þær, að þær endist okkur sem lengst. Það er þá fyrst og fremst hreinsunin á Jreim — Jivottvu inn, sem oft vill verða örðugur viðfangs. Þegar mistök verða á honum, aflagast peysan öll og verður oft ekki annað en sviþur hjá sjón. Eg hafði oft verið í vandræðum með pevsurn- ar nrinar — og hin ýmsu ráð, sem eg hafði fengið, svo sem að þvo þær úr köldu saltvatni, volgu sápuvatni o. s. frv., reyndust misjafnlega. En í sumar uppgötvaði eg sannieikann, og ætla eg að lofa ykkur að heyra hvernig eg þvæ ljósa peysu (50% ttll) með þeim árangri, að hún er alltaf sem ný. Áður en peysan er þvegin, skal þræða með hvítum*tvinna, eða öðru ámóta í alla snúningana, bæði að neðan, framan á ermum og í hálsmálið, þannig, að þrætt er í hverjar tvær lykkjur út og inn, og síðan dregið saman, Jrar til víddinni er hæfileg. Þetta kenrur í veg fyrir að snújiingarnir verði víðir, og hjáiþar til að halda lögun peýsunnar í réttu horfi. . Síðan er peysan jDvegin upp úr vel volgu vatni blönduðu með salminakspiritus (til þvotta, fæst í apótekum). í eitt þvottafat af vatni eru 4—5 matsk. hæfilegar, má vera ineira, ef peysan er mjög óhrein. Gutlað er í peysunni fram og aftur, en núið sem minnst og engin sápa notuð. Þá er peysan skoluð úr volgu, hreinu vatni og kreist mesta vatnið úr henni, en síðan vafin þétt innan í hreint handklæði (frotté) og látin liggja þar um stund. Peysan er svo þurrkuð á borði eða sléttri plötu og látin liggja þannig, að rétt stærð hennar — vídd og sídd — komi í ljós, og reynt að láta hana liggja sem sléttast. Þegar peysan er vel þurr eru þræðingarnar teknar úr — og sjá! Þá á flíkin að vera eins falleg og þegar þú fyrst fórst í hana. „Puella“. ★ KONUR, SEM ALDREI ÆTTU AÐ GIFTAST Konur, sem aldrei ættu að gifta sig, eru: Sú kona, sem stærir sig af Jnví, að hún kunni ekki að falda klút, hafi aidrei á æfi sinni búið um rúm, og að hún hafi enga hugmynd um, hvernig sjóða skuli súpu í potti, eða kartöflur. Sú kona, sem heldur vill láta að hundi eða ketti og gera gælur við þá, heldur en við barn. Sú kona, sem helzt vill breyta húsbúnaði sín- um árlega. Sú kona, sem aldrei fær nóg af skemmtunum og ekki kærir sig um, hvað þær kosta, eða þekkir gildi peninganna á neinn hátt. Sú, kona, sem heldur vill deyja, en fylgja ekki tízkunni. Sú kona, sem heldur að menn skiptist í tvo flokka: Engla og ára. Sú kona, sem álítur að heimilið og stjórn þess eigi að öllu leyti að vera falin í hendur vinnu- fólkinu. Sú kona, sem kaupir smáhluti og myndir til þess að láta standa á borðum og hyllum í dag- legu stofunni, en fær lánuð eldhúsgögn hjá ná- grannakonunum. ★ F.f þú hefir verið í samkvæmi, þar sem þú,hefir lært að skammast þín fyrir grófar hendur og sprungnar af vinnu, — þá hefir þú verið í illu samkvæmi. (B. Björnson). ★ Járn brýnir járn, og maður brýnir mann. (OrSskv. Salómom),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.