Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 31. ágúst 1944 DAGUR 5 SEXTUGSAFMÆLI SNORRI SIGFÚSSON, skólastjóri Einn liinn dyggvasti starfs- maður hins íslenzka lýðveldis j og einn liinn fjörmesti skólamað- ur þess, Snorri Sigfússon, skóla- stjóri, verður sextugur í dag. Barnaskóli þessa hæjar er mik- i 11 viðskiptavinur Menntaskólans á Akureyri. Forstöðumaður hans liefir auk þess verið góður granni minn nokkur undanfarin ár. Við höfum því átt margt og mikið sainan að sælda. Eg liefi þörf á að þakka Snorra Sigfússyni ná-<» grenni, viðkynning og sam- vinnu, er hann siglir fyrir þenn- an merkistanga ævinnar. Cíott nágrenni er útvígi eða útvirki þess heimilis, er slíkt hlotnast, „yzta varnarlína“ þess, eins og þjóðræknir blaðamenn vorir og hugkvæmir þjóðhagar á íslenzka tungu komast að orði. I>að var og ein grein í lífsspeki eða hygginda-ritningu hún- vetnskra hölda í æsku minni, að gxrðir grannar væri kostur eða næstum því hlunnindi hvers jarðnæðis. Þeir liafa reynt hvort tveggja, þessir dalabændur, sent námu meira af lífi og reynslu en bókum og skólum, að frá hollu nágrenni getur rtinnið margt hagræði, bæði í bú og brjóst, og eins hitt, að því fer fjarri, að öllum sé sú list lagin, að vera góður granni. Þó að nágrennis eða nábýlis gæti minna f bæ en sveit, einkum ef bærinn er held- ur fijölmennur, er jafnan nota- legt að eiga vinveitta granna, greiðvikna og glaða. Sí-fjörugur samferðamaður er konungsger- semi. Snorri Sigfússon er — eins og þjóðsögur Jóns Árnasonar segja um björninn — „heitrar nátt- úru“. Hann er, að sumu leyti, skemmtilega óíslenzkur. Eg stríði honum stundum, dálítið grálega, á því, að það sé naumast einleikið, hve suðrænn hann er í ásjónu og geðfari („tenrpera- menti"), fasi og fjöri. Hann fer aldrei á seina-gangi, gerir ekkert silalega, talar aldrei dræmt né drungalega, dregur hvergi af sér. er aldrei haldinn doða, dofin- leik né þunglamahætti. Hann ríður oftast í loftköstum. Þá er lrann snarast inn um herbergis- dyr mínar, finnst mér, sem stælt- ur tappi sendist úr freyðandi kampavínsflösku hátt og beint í loft upp. Þó að slíkur bindindis- maður sem Snorrisjáistaldreisvo mikið sem hýr af sætu né sælu víni, er oft sem hann sé ölvaður af hriíni og móði, af áhuga á góðu málefni, af sálarfjöri, af líkamlégum hvatleika og rösk- leika. Hann er löngum, í góðri merkingu, al-elda, logar allur af fjöri og funa. Mig furðar oft á, hversu hið suðræna geðfar fær ólgað í honum, jafn-íslenzkum og íosknum manni. Það orkar á menn svipað og þá er þeir fara af baki löturn áburðarhesti og stíga á bak ólmum gæðingi, að hitta Snorra Sigfósson, Þá er sem þrökkvi af þeim slen og lúi venjulegs verkdags. Mér hefir stundum fundizt þessi granni minn — á sálræna vísu — gefa mér áfengislaust áfengi og — auðvitað — með ölltt „timbur- mannalaust“. Það var eitt sinn sagt um fræg- an Norðmann, að hann væri þar jafnan allur, er hann væri, í efn- inu, sem hann ræddi um, fengist við eða starfaði að, livort sem það væri mikilvægt eða lítilvægt. Þótt eg líki eigi stöðunauti („col- lega“) mínum, SnorraSigfússyni, við þann Norðmann, er þannig var auðkenndur, er hann í verki sínu gæddur sama heilinda-eðli. Áhugi hans og móður, orka og vilji renna jafnan í einum streng. Þess vegna er hverjum málstað, stefnu, flokki eða tillögu rnikill styrkur í fylgi hans. Mun og á- hrifa liays í stjórnmálum liafa gætt á afdrifamikinn hátt á Vest- íjiirðum, er hann var skólastjóri á Flateyri. Síðan hann tók við hinni týnafreku stöðu sinni hér, hefir hann lítt fengizt við svo- kölluð „opinber mál“. Heill og óklofinn hefir hann gegnt starfi og stöðu. Hann hefir ekki gert forstöðu barnaskólans að bitl- ingi, aukagetu né hjáverkum, ekki breytt aðalstarfi sínu í auka- verk, eins og sumir starfsmenn vorir virðast hafa haft nokkra til- hneiging til á seinustu árurn. Hann ber skóla sinn jafnan fyrir brjósti sér. Einar Benediktsson sagði eitt sinn við mig, að kenn- ara sinn, séra Guttorm Vigfússon á Stöð, hefði dreymt á latínu. Slíkur var, að gamansögn skálds- ins, áhugi hins lærða latkiu- klerks á hinni fornu og tignu tungu, Mér þykir ekki ósenni- legt, að Snorra dreymi stundum skóla sinn, svo annt sem honum er um vinnubrögð lians og sál- rænt heilsufar. í enskum blöðum og tímarit- um er nú fnargt og mikið rætt um skólamál. Þar er það brýnt fyrir lýð og lesöndum, að gera verði greinarmun á kennslu (teaching) og uppeldi (educa- tion) og sízt velti minna á upp- eldi eða menningu en fræðsl- unni. Jafn-þegnskapar- og aga- lítilli þjóð og Islendingum væri sannarlega ekki vanþörf á að hyggja að slíkum greinarmun. Eg hygg, að Snorra Sigfússyni sé jaf.n-umhugað um báðar greinir skólastarfsins, góðan árangur kennslunnar og holl áhrif skólavistar og skóla-aga, um siðrænt andrúmsloft, sem börn- in anda að sér í skólanum. Fyrir fáum kvöldum átti eg tal um Snorra við ungan nemanda okk- ar beggja, hinn skýrasta svein. Hann lauk miklu lofsorði á kennslu •hans, kvað hann hafa kennt sér bæði reikning og krist- in fræði, og hefði kennsla hans í þessum ger-ólíku námsgreinum verið bæði skýr og skemmtileg. Hitt þorði hann eigi að fullyrða, að þessi góða kennsla hefði ork- að á nemendur til alvarlegrar trúrækni. Er slíkt eftirtektarvert, því að Snorri er fæddur prestur. Vera má, að sumum nemöndum Snorra segist öðru vísi frá um slíkt en hinum greinagóða nem- anda mínum. En aldarandi og svefnug kirkja eru hér tor-rudd- ur tálmi á leið. Þessi nemandi minn kvað og aga í barnaskólanum vera í bezta lagi, enda er slíkt víðkunnugt. Það er alkunna í bænum, hve prýðilega börnin fara með áhöld og muni skóla síns. Því miður uggir mig, að sumum nemönd- um Snorra fari aftur í hirðusemi um gögn og gripi skóla síns, þá er þeir setjast í Menntaskólann á Akureyri. Er ólíklegt, að margir skólastjórar fái eins rniklu á ork- að í þessu efni og Snorra liefir tekizt. Þar er við ótrúlegt tóm- læti reip að draga. Svo röskur maðtir og hvatur sem Snorri sér og um.að skólavagninn verði eigi á eftir áætlun.að hann renni með nokkrum hraða. „Hann drífur allt áfrarn", sagði hinn ungi heimildarmaður minn. Það er bæjarlán og barnalán, að Barnaskóli Akureyrar nýtur forsjár og forstöðu Snorra Sig- fússonar. Skólinn tók áreiðan- lega miklum stakkaskiptum, er hann settist þar við sveif. Þá er barizt var fyrir stofnun mennta- skóla á Akureyri, óttuðust marg- ir, að stofnun Iians hefði í för með.sér, að liðléttingar og lið- ’eskjur þaðan yrðu stúdentar. Sjálfur bar eg nokkurn kvíðboga fyrir slíku og þóttist hafa nokkra ástæðu til slíks. Reynslan hefir sýnt, að þessi geigur eða kvíði var langsamlega of rnikill, þótt ekki væri hann ástæðulaus. Menntaskólinn á Akureyri hefir einmitt eignazt marga ágæta nemendur úr Akureyrarbæ. Sumir allra beztu nemendur lians eru upp runnir og upp aln- ir á Akureyri. Þeir liafa borið af bekkjunautum sínum, bæði að hátterni, ástundun og námshæfi- leikum. All-lengi urðu fáir Ak- ureyringar stúdentar. En þeir tóku að fjölga um 1940, þá er viðkoma stúdenta héðan tók að aukast að marki. Það var einmitt um þær mundir, er fyrstu skóla- fóstrar Snorra luku stúdents- prófi. Þess ber þó að geta, að Menntaskólanum bárust nokkrir afbragðs-nemendur úr barna- skóla bæjarins, áður en Snorri Sigfússon tók þar við stjórn. En enginn læknir læknar alla sjúk- dóma. Enginn skóli, allra sízt skóli með mörg hundruð nem- enda, getur gert alla fóstra sína að fyrirmyndum, sniðið af þeirn öllum galla þeirra og eytt f þeim öllum skaðsamlegum hneigðum. Því er og eigi að íeyna, að slakir nemendur úr barnaskólanum hafa slæðzt í gagnfræðadeild. En slíkir fuglar fljúga að trjálund- um skólans úr fleirum áttum en héðan úr bæ. Slík aðsókn hlýtur og að fylgja stefnu Menntaskól- ans á Akureyri utn inntöku, sem eg hefi komið þannig orðum að, að hann ætti — meðan gildandi skipulagi hans er ekki breytt — áð vera sem konungsgarður forn, er var, að sögn, „rúmur inngangs, en þröngur brottfarar“, o: hæfi- lega þröngur. Þar er, sem víðar, vandratað meðalhófið, vand- fundnar réttar stikur og miðin holl. Síast og margir nemendur úr á leið sinni upp eftir skólan- um. En eftirleiðis verður það eitt hið vandasamasta og ábyrgðar- mesta viðfangsefni barna-og ung- lingaskóla, að velja úr þá nem- endur, er, sökum hæfileika sinna og ntargvíslegs atgervis, eiga að sækja hina þyngstu skóla. Skiptir það lífsgæfu margra ungménna miklu,aðþeir fáist eigi við þyngri verkefni en þeir valda, eða þeir eru vaxnir. Það getur reynzt ör- lögþrungið glapræði, er æsku- menn leggja á námsbratta, sem þeir er ógengur,þarsem þeir bíða skakkaföll og fá sár, er, ef til vill, svíður í ævilangt, bakar þeini sí- fellt vantraust á sjálfum sér, getu sinni og manndómi. En það er bót í máli, að vísindaleg þekking á þessum mikilsvarðandi rökum er komin all-langtáleiðisoggetur veitt ómetanlegan stuðning, ef, hennar er viturlega neytt. Mér er kunnugt af mörgum samræðum við stöðunaut minn, Snorra skólastjóra, að hann skilur slíkt og hefir áhuga á þessum efnum. Og mér finnst skylda mín að vitna, að góður bragur hefir ver- ið á þorra þeirra nemenda hans, sem sótt hafa Menntaskólann á Akureyri, auk þess sem þaðan hafa komið, sem áður er getið, hinir glæsilegustu nemendur. Þótt nokkur áraskipti hafi verið að slíku, sem óhjákvæmilegt er, hefir skólanum oft tekizt vel að velja úr nemendur til æðranáms. \Aitaskuld hefir hvorki skólinn né forstöðumaður lians gefið þeirn hæfileiíca sína góða, námshörku né námsorku. Slíkir dýrgripir eru langt að komnir. Fjærsta uppruna þeirra fær enginn mennskur maður rakið. En það skiptir miklu, hverjum tökum barnið tekur hið fyrsta verkefni sitt. Þar fá uppalendur og skóli allmiklu á orkað, ekki sízt and- rúmsloftið, sem ríkir í skóla barnsins eða á heimili þess. Á þessum vettvangi hefir Snorri Sigfússon unnið gagn, er naum- ast verður metið að verðleikum. Er hann og vinsæll meðal nem- enda sinna. Mér er kunnugt um, að margir þeirra minnast hans með þakklæti og vinarhug löngu eftir það, er þeir eru horfnir úr forsjá hans og skólavist. Sá er einn vísdómur í fyrir- komulagi og hugsunarhætti margra þjóðfélaga, að kennslu- og uppeldisstörf eru lélega laun- uð og lítils metin, nema ef til vill þá er háskólakennarar eiga í hlut. Eru þó tekjur margra þeirra af skornum skammti. Fyr- ir nokkrum árum datt eg oían á það í enskri bók um uppeldis- mál, að þess myndi engin — eða að minnsta kosti fá — dæmi í Bretlandi, að skólamenn hefði verið herraðir eða þeir sæmdir aðalstign, hversu skörulega og rækilega sem þeir hefðu rækt skyldu sína og störf. Þar var þó víst eigi átt við háskólakenn- ara, að eg hygg. Vér íslendingar erum áreiðajilega ekki á undan öðrum þjóðum í þessu efni, livort sem vér erum þar eftirbát- ar þeirra eður eigi. Vér hlöð- um mestum vegtyllum og virð- inga-merkjum á þá, sem afla bezt á hinum miklu gullfiski- miðum, mest láta á sér bera, en gleymum all-mjög hinum, er vinna, af alefli og af heilum hug í kyrrþey, að traustri undir- stöðu menningar vorrar og sið- aðs þjóðlífs. Þeim mun virðing- arverðara er því hvert mikilvægt starf, er það fyrir lítil laun er (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.