Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudaginn 31. ágúst 1944 Richard Halliburton: Kóngavegur æfintýranna (Framhald). þannig þumlunguðumst við áfram hvern áfangann af öðrum með þessum stuðningi, sem veitti okkur þægilega Öryggiskennd. Eitt sinn þegar eg var að klöngrast yfir sérlega öruðuga gnípu, losnaði stór steinn, sem eg hafði náð taki á, og hrapaði niður. Eg missti fótanna og steyptist á eftir honum og tók með mér skriðu af snjó og grjótrniður hjarnbreiðuna í hlíðum Mattherhorns. „Adolph! Adolpli!" hrópaði eg í örvæntingu. Það stríkkaði þegar á reipinu, og eg stanzaði snögglega, áður en eg hafði hrapað meira en svo sem átta fet. Og þarna hékk eg og dinglaði í lausu lofti eins og steinlímspoki, unz fylgdarmanni mín- um tókst að bjarða mér úr þessum háska. Eftir þetta slaknaði aldi- ei á reipinu, það sem eftir var leiðarinnar upp á tindinn. Fylgdarmenn okkar áttuðu sig brátt á því, að við myndum ekki vera aðrar eins steingeitur eins og við höfðum viljað vera láta þar niður í Zermatt, enda hnigum við niður á næstu klettasyllu, yfir- komnir af svima, þreytu og mæði og hugleiddum í þögullri örvænt- ingu niður á hvern skriðjöklanna væri líklegast að við hröpuðum. Og þó var þetta aðeins upphafið á þrautum okkar. Erfiðast var að klífa yfir fjallsöxlina sjálfa, snarbratta og flughála. Það hvessti stöðugt og stormurinn gnúði svo ákaflega um fjallseggjarnar í þrettán þúsund feta hæð, að við urðum að ríghalda okkui-, svo að við fykjum ekki eins og fjaðrir úr stélinu á reiðum hana. Þarna tóku við klambraðir kaðlar, sem festir voru ramlega í járnkróka ofan í fjallinu. Við handstyrktum okkur upp eftir þeim, enda hefðum við aldrei komizt alla leið upp á tindinn, ef þeirra hefði ekki notið við. En þrátt fyrir það var þetta stórum erfiðari morgunleikfimi en svo, að eg myndi girnast að klífa síðustu sex hundruð fetin á hverjum degi til þess að örfa matarlystina fyrir morgunverðinn. Loftið var svo þunt, að áreynslan þreytti okkur ákaflega. Stormurinn þeytti skafaldinu framan í okkur eins og þúsund saumnálum. Handleggir okkar voru helsárir og hjörtu okkar, sem óvön voru slíku erfiði, ólmuðust eins og vélknúnar sleggjur yfiir bringspölunum. Þegar við komum að hinu illræmda „Hengiflugi“ — miðs vegar milli fjallsaxlanna og tindsins — var eg algerlega að þrotum kom- inn. Sjálfsþótti minn og hvassviðrið á eftir mér var það eina, sem rak mig áfram. Eg.gerði úrslitatilraun til þess að klifra upp tuttugu feta langan kaðal, sem hékk þarna í lausu lofti, en gafst upp á miðri leið. Stormurinn tók mig og þeytti mér eins klukkudingli frá klettaveggnum út yfir botnlaust hyldýpið. Mér sortnaði fyrir aug- um og lá við borð ,að eg sleppti reipinu. Adolph varð enn einu sinni að koma iiiér til hjálpar. Hann hafði svo oft farið upp „Hengiflugið" með ferðamönnum, sem voru álíka óvanir slíkum mannraunum eins og við félagar, að hann hafði séð þennan atburð fyrir og dró mig nú upp til sín næstum því- meðvitundarlausan. Þegar Irvine hafði verið bjargað á sama hátt úr þessum ógöngum, lleygðum við okkur endilöngum í snjóinn og vörpuðum mæðinni um.stund. Þá fyrst veittum við því eftirtekt, að dagur var runninn um allt loft. Við höfðum verið svo niðursokknir í lífsháskann og stritið, að við höfðum gersamlega gleymt að virða fyrir okkur þá dásamlegu sjón, sem það hlýtur að vera á hátindi Matterhorns, að sjá sólina renna upp og bregða birtu sinni yfir eitthvert fegursta útsýni veraldarinnar. Síðasta spölinn var líkast því sem við gengjum upp stiga, en þó óðum við þar lausamjöll upp á mjóalegg þegar eg barðist þarna um og leit hvorki til hægri né vinstri, nam Adolph skyndilega staðar og bandaði til mín hendinni. „Þá erum við hingað komnir. Eg óska yður til hamingju". Og svo sannarlega: Við vorum komnir upp á tindinn — fjórtán þúsund sjöhundruð og áttatíu fet yfir sjávarmál — og allt Svissland lá fyrir fótum okkar eins og þanið landabréf. Veður var bjart og við gátum séð(næstum því hvern einasta tind á 'öllum Alpafjöllun- um. Hvítserkur (Mount Blanc) ljómaði í vesturátt, hvítur og geysilegur, en í norðrinu þrumdi Jungfrúin og sveipaði eilífum jökulbreiðum fast að herðum sér. í suðurátt djarfaði fyrir Ítalíu með öllum vötnunum í blámóðu fjarlægðarinnar, en í austri gnæfði Monte Rósa-fjallgarðurinn hátt við himin. Við snæddum morgunverð úr malpokum okkar og sátum á meðan á hækjum okkar á hengjubrúninnl efst á hátindinum. Stormurinn ætlaði að slíta okkur í tætlur, enda liöfðum við óboðnir ráðizt inn í ein- valdsríki hans. En við gleymdum gersamlega æði höfuðskepnanna allt umhverfis okkur og fylltumst hljóðlátri hrifningu og innilegri sigurgleði. Skelfingar og erfiði fjallgöngunnar var gleymt og eg fann til djúprar lotningar, þegar eg skyggndist ofan í hyldýpið undir fótum mér og virti fyrir' mér hið geysilega hringsvið um- hverfis mig. Eg var farinn að halda, að Irvine fyndi til alveg sams konar kennda eins og eg, því að eg sá, að hann spennti greipar og einblíndi niður í hina sexþúsund feta djúpu gjá fyrir fótum okkar með lotningarsvip, sem sannfærði mig um það, að hann væri kominn í fullt samræmi við eilífðina og óendanleikann. „ó, Dick,“ .andvarpaði hann með svo óvenjulega hátíðlegum rómi, að eg bjóst við einhverjum innblásnum spakmælum um tign (Framhald), SMOKINGFÖT - TVlHNEPPT - nýkomin frá Ameríku. 1 KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA V ef naðar vörudeild NÝKOMIÐ: Sulta, margar tegundir Pickles Sandwich Spread Hunang Tómatsósa Tómatsúpur í dósum Grænmetissúpur í dósum Grapefruit safi Aspargus, margar tegundir Grænar baunir Peanut Butter Kaupfélag Eyfirðinga NÝLENDUVÖRUDEILD SÍHKHK | K a u p u m krækiber og bláber Akureyrar Apótek. $*4»$*4»4»4»4»$*$*4»$»$*$»$*$*$*$»4»$»4»$*$»$»$»4»$» NOTIÐ SJAFNAR-VORUR llí SKÁK NR. 12. Franskm leikur. Bréfaskák frá 1934. Hvítt: Paul Keres, Eistland. Svart: Verbak, Þýszkaland. 1. e4, e6, 2. d4, d5, 3. Be3 (a) dxe4, '4. Rd2, f5 (b), 5. f3, exf3, 6. Rgxf3, Rf6, 7. Bd3, c5 (c), 8. 0—0, cxd4, 9. Rxd4, Staða eitir 9. leik hvíts. Sv. lék hér 9. — t4 í von um mann °& tapaði skákinni í nokkrum leikjum. Bezt var: 9. — Bc5. f4(d), 10. Hxf4, e5,11. Bd5 skák,Kf7 (e), 12. Dh 5skák, g), 13. Bc4 skák, Ke8 (f), 14. Dxe5 skák, Dxe7, 15. Dxf6 og sv. gafst upp. a. Má gjarnan leika til tilbreyting- ar, en gefur hv. ekki betri stöðu, svo fremi, að sv. reyni ekki að hanga á peðinu. b. Þarna gerir sv. hv. greiðá og ger- ir opnunina að „bragði", ef svo mætti segja. 4.....Rf6 var rétti leikurinn til þess að mæta 5. f3 með Rd5! c. Fljótfærnisleg aðferð til þess að bæta fyrir leiðindapeðið á e6. Sv. átti hér að hugsa um vömina eina og reyna að fá „lokaða* ‘skák. Það var hans eina von. d. Sér grefur gröf o. s. frv. Þessi leikur kemur sv. í koll. Sennil. var bezti leikurinn hér 9.....Bc5 og ef 10. Rxf5, BxB skák, 11. RxB, Dd4. e. Ekki 11.....B (eða R) — d7 vegna 12. Re6, Da5, 13. Hoa4, DxB, 14. Rc7 skék. f. Sennilega hefir sv. hér treyst á 13.....K—g7, 14. Dxp, Bd6 og sézt yfir 14. Dh6 skák, KxD, 15. H—h4 skák, 16. Bh6 mát. g. Eftir 15.....DxB, 16. Kfl, er staða sv. vitaskuld algjörlega vonlaus. Skemmtileg, lítil skák. Paul Keres er einn af hinum efn- ilegustu skákmeisturum síðari ára. Vil kaupa nokkra hænuunga 0. C. Thorarensen. «

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.