Dagur - 07.09.1944, Page 1

Dagur - 07.09.1944, Page 1
 ANNALL DAGS . ----- FRÁ VESTFJÖRÐUM. (Niðurlag). Fyrir rúmri viku var eg stadd- ur á ísafirði. Var þar fjöldi manns, sem þurfti að komast til Reykjavíkur. Sumir fóru með Djúpbátnum að Amgerðareyri, svo yfir Þorskafjarðarheiði, gangandi eða ríðandi. Flestir ætluðu áð fara með Súðinni til Hólmavikur og þaðan á bíl, en þá fór Súðin til Akraness í skemmtiferð og tafði það vestur- för hennar. I»á kom Selfoss á leið til Siglufjarðar og Akureyrar og fengu margir far með honum, þó farþegarúmlaus sé, til að komast til Reykjavíkur. Þessi ferð tók um 17 klukkustundir frá ísafirði og vel geta hraustir menn þolað III. farrými að sum- arlagi í góðu veðri, en svo er eft- ir 9 stunda sjóferð með mjólkur- bátnum til að komast til Akur- eyrar, þó í þetta skipti hittist svo á, að hægt var að fara með Esju. En þetta getur verið sýnishom þess, hve óþægilega lykkju menn verða nú oft að leggja á leið sína, til þess að komast áleið- is. — Þetta er meira en þreföld leið að tíma, kostnaði og vega- lengd, en margföld að óþægind- um. Bj. Guðmundsson. Frá Þingeyingum. Síðastl. vor var afar kalt og gróður kom mjög seint. Fénað- ur gekk þó sæmilega fram. Hey- fyraingar engar teljandi. Kraft- fóðurgjöf mikil handa öllum bú- fénaði. Sumir láta sér ekki nægja að gefa kraftfóður yfir veturinn, heldur gefa hann mjólkurkúm yfir hásumarið, þegar grös em í fullum gróðri, og þykir það borga sig, þótt hagar séu ágætir. ★ Heyskapur mun almennt hafa byrjað í vikunni 2.-8. júlí. A1 mennt byrjar hann seinn^ en áð- ur fyrr. Því veldur aðallega vegavinna, sem gengur langt fram á vor, í öðm lagi fólksfæð sveitanna. Síðan heyskapur byrj- aði, hafa öll hey náðst óhrakin og með beztu verkun. Gras- spretta mun víðast vera í meðal- lagi. Á vemlegum harðlendis- jörðum mun það þó tæpast vera Og vegna hinna miklu þurrka, sem verið hafa, er kvartað und an því að losa heyið. ★ Mikið er um fundahöld og ferðalög hér sem annars staðar, og það um há-heyskapartímann Enda hafa vegir verið þurrir og landið okkar með sólarsvip Varla líða svo vikumót, að eigi sé einhvers staðar fundur, og þangað er þá ferðinni heitið, ekki sízt, ef dans er væntanlegur. Það er eins og fólkið fái aldrei nóg af því að dansa. Mikill er munurinn frá fyrri tímum, þeg ar hver „undi glaður við sitt“, heima, og eingöngu var hugsað um heill og hagsæld heimilisins, — helga daga sem virka. (Framhald á 8. síðu), LL AGUR XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 7. september 1944 36. tbl. ORRUSTAN UM ÞÝZKALAND ER HAFIN Athyglisverð forustugrein um íslenzh málefni í „New York Times64 Daginn, sem borgarstjórinn í New York tók á móti forseta ís- lands og utanríkisráðherra í ráðhúsi borgarinnar, 29. ágúst sl. birti New Times þessa forystugrein undir fyrirsögninni „Presi- dent Bjömsson“: Bandamenn hafa mestan hluta Belgíu á valdi sínu og sækja inn í Holland „Tekið verður opinberlega á móti' herra Sveini Björnssyni for- seta íslands í ráðhúsinu í dag. En móttökurnar í þessari borg og þessu landi eru meir en fyrir siðasakir ofg forms vegna. Hann er, þjóðhöfðingi hins nýja lýð- veldis, sem hin þúsund ára gamla þjóð hefir stofnað með sér. ísland, sem áður fyrr átti margt af hetjum og skáldum, er á vorum dögum land bænda og fiskimanna, svipað hinu forna Nýja Englandi, og þar býr frjáls og óháð þjóð. Danmörk réði ís- landi í margar aldir, en landið öðlaðist heimastjórn eftir langa baráttu 1874. 1918 varð landið sérstakt konungsríki, og myndi sambandslagasamningurinn hafa runnið út 1943, en 1941 sam- þykktu íslendingar einróma skilnað. Hið þýzka hernám Danmerkur og gremjan út af því var aðal- ástæða skilnaðarins. Herra — Björnsson hafði verið sendi- herra fslands í Kaupmannahöfn. Hann hafði tekið þátt í ráð- stefnum þeim, sem Norðurlönd og'Finnlanddiéldu í þeirri von að geta varðveitt hlutleysi sitt. Hann var kjörinn ríkisstjóri og endurkosinn tvívegis. Forseti var hann kjörinn í júní. Brefar komu í veg fyrir þýzkt hernám með því að hernema ís- land. Amerískur her kom í kjöl- far þeirra með hervernd. íslend- ingar sem fyrir reynslu sakir eru tortryggnir menn. höfðu í fyrstu illan bifur á þessu, en vinátta og skilningur uxu, þegar þeir sann- færðust um, að vér höfurn eigi landvinninga í huga. Samt munu þeir efalaust fagna því, er þeir fá aftur frjáls umráð yfir (Framh. á 8. síðu). Bandaríkjamenn eru koninir að landamærum Þýzkalands við Saar. r Arásir á Sigfriedlínuna að hef jast ANTONESCU, rúmenska einvaldan- um og fasistanum, var steypt af stóli í fyrri viku. Hann er nú fangi....... Alþingi kom saman til funda s.l. laugardag Ríkisstjórnin hefir lagt fram nýtt dýrtíðar- frumvarp. Verða kosnlngar í haust? J^LÞINGI KOM SAMAN til fundar sl. laugardag. Nokk- ur stjórnarfrumvörp hafa þegar verið lögð fram, þar á meðal þessi: Dýrtíðarfrumvarp, verður þess nánar getið síðar. Frumvarp um framboð og kjör forseta ís- lands. Frumvarp um sameining Áfengisverzlunar og Tóbaks- einkasölu ríkisins. Frumvarp um endurskoðun tollskrárinnar. Umræður munu nú fara fram milli þingflokka um myndun nýrrar stjórnar. Er talið heldur ólíklegt að samkomulag náist. — Virðist þá aðeins tvennt fyrir höndum í stjórnmálum lands- ins: Að samkomulag verði um lausn dýrtíðarmálsins milli þings og stjór^nar. Ella verði þingrof og nýjar kosningar þegar á þessu híUisti. Lax í Eyjafjarðará! A. m. k. 14 laxar hafa veiðzt í Eyjafjarðará að undanförnu, að því er blaðið hefir frétt frá áreið- anlegum heimildum. Er þetta árangur af því, er KEA lét setja nokkur hundruð þúsund laxa- seiði í ána á árunum 1936—38. Var ætlunin að stofna fiskirækt- arfélag meðal bænda, er land eiga að ánni, en varð ekki úr. — Sýnist ástæða til þess að taka mál- ið upp að nýju í ljósi þessa árangurs, alfriða ána og ósana og auka laxastofninn af kappi. gTÓRTÍÐINDI Hafa gerzt í styrjöldinni á vesturvígstöðv- unum undanfarna daga. Sam- felldar vamir þýzka hersins í Frakklandi hafa gersamlega bil- að. Annar brezki herinn, undir stjórn Dempseys hershöfðingja, hefir geystzt fram austur frá Seine-fljóti — farið inn í Belgíu. tekið Briissell og sótt til Hol- lands. Fyrsti ameríski herinn hefir náð Vestur-Belgíu á sitt vild, en þriðji ameríski herinn, undir stjórn Pattons, hefir sótt allt til landamæra Þýzkalands, eftir töku Verdun og er nú kom- inn að þýzku landamærunum við Saar, fyrir vestan Nancy, sem er í höndum Bandaríkja- manna. Her Patch hershöfð- ingja, sem sótti að sunnan norð- eftir Rhone-dalnum, hefir ur MIKAELS KONUNGS í kjallara konungshallarinnar. Rúmenar hafa, að undirlagi konungs, sagt Þýzkalandi stríð á hendur, rekið Þjóðverja úr Búkarest og afvopnað þýzkt herlið í landinu. Sjávarútvegsnefnd bæjarins vill ekki mæla með kaupum Svíþjóðarskipa Engin tilboð um fjárframlög komu fram, þótt aug- lýst væri eftir þeim J|INS og frá var greint hér í blaðinu sl. vor, var nefnd skipuð af bæjarstjórn Akureyrar til þess að athuga um og leita til- boða í kaup á 2—3 fiskiskipum hingað til bæjarins. Var ætlunin að skip þessi yrðu 75, 100 og 150 smál. að stærð. í nefndina voru kosnir Þor- steinn M. Jónsson, skólastj., for- maður, Gunnar Larsen, ffamkv.- stj., Sigfús Baldvinsson, útg.m., Indriði Helgason, rafvirkam.bg jóhannes jósefsson, verkam, F.ftir að nefndinni höfðu bor- izt upplýsingar þær, sem at- vinnumálaráðuneytið gefur nú um sænsku skipin, ákvað nefnd- in að mæla ekki með kaupum skipanna, enda höfðu }:>á engin tilboð um fjárframlög borizt, þótt leitað • væri eftir með út- varpsauglýsingum. — Eins og kunnugt er af útvarpsfrásögn eru skip þau, sem um ræðir í hinum sænsku tilboðum 50 og 80 smál. að stærð. Verð skipanna (Frstnhald á §, iiíSu). tekið Lyon og er nú það bil að ná sambandi við sveitir Pattons. ■ Er hringurinn um Þýzkaland því ; þar með að lokast. — Einangrað- j ar sveitir Þjcðverja verjast í hafnarborgunum Le Havre, Calais og Dunkirk, en eru gjör- (Framh. á 8. siðu). Forsetinn kominn heim Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, utanríkisráðherra, Vilhjálmur Þór. og förunautar þeirra, komu 2. þ. m. heim úr vesturförinni. Frú Georgía Bjornsson, frú Rannveig Þór og konur samferðamanna þeirra, tóku á móti }:>eim á flugvellin- um. Björn Ólafsson, fjármála- ráðherra og Agnar Kl. jónsson, skrifstofustjóri, fögnuðu þeim af hálfu ríkisstjórnarinnar. Auk þess voru Louis Dreyfus sendi- herra og frú, Key hershöfðingi og aðrir yfirmenn hers og flug- hers viðstaddir. Hefir ferðalagið gengið mjög vel og algerlega eftir þeirri á- ætlun, sem gerð hafði verið,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.